Morgunblaðið - 10.05.1958, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 10.05.1958, Blaðsíða 9
Laugardagur 10. maí 1958 MORCrNBT. AÐIh 9 Staldrað við í Atómíum — Og svo skálum við fyrir ís- landi, sagði belgíski blaðamaður- inn. — Fyrir írlandi? spurði visni barþjónninn. — íslandi. — Ha, hvað er það? — ísland. — ísland? •— Já, Island er eyja í Ar.iants- hafi. — Hvar? — Norður undir heimskaucs- baug. — Spitsbergen? — Nei, Íst-H.d . — Ó, danska eyjan? — Islenzka eyjan. — Rétt hjá Grænlandi? — Stendur heima. Og gleðibros færist yfir mjó- leita ásjónu barþjónsins í hæsta bar í Belgíu — í Atomium. Nú veit hann hvar ísland er — og þurfti ekki landspróf til. Hann segist spyrja alla erlenda gesti um þjóðerni—og nú merkir hann við í vasabókina. fslendingurinn er fertugasti og þriðji í röðinni. í þá sjö daga, sem heimssýningín hefur verið opin, hafa útlending- ar frá a. m. k. 43 þjóðlöndum lagt leið sína upp í Atomium — og enn fleiri eiga eftir að koma, því að . sumar verður Atomium í þjóðbraut. En beígaski barþjónninn viU vita meira um ísiand. Þegar hann hefur afgreitt Afríkunegrann, sem bætzi hefur í hópinn við borðið—og er búinn að grafa það upp, að hann er frá Ghana — spyr hann- — Hafið þið kóng á íslandi? Sennilega er hann að fiska eftir prinsessu fyrir Baldvin, því að svarið veldur honum vonbrigð- um: — Nei, við höfum forseta. — Við höfum kóng, segir Pers- inn, sem stendur næstur Ghana- svertingjanum, en enga drottn- ingu frekar en þið hér í Belgíu. Soraya er alfarin, hún kemur ekki aftur — og það er söknuður í röddinni. Öllum þótti svo vænt um Sorayu, hún var mjög vinsæl, en hún gat ekki gefið okkur prins. Nú þurfum við að fá prins — og konungurinn verður að fá aðra j drottningu. Hann vill það ekki I siálfur, honum þykir svo vænt j um Sorayu — alveg eins og öllum Persum. — En langar ykkur þá ekki líka til þess að fá prins? — spyr belgíski blaðamaðurinn. — Nei, svarar Ghana-sverting inn og augnatillit hans er hvikult | og dularfullt. — Þið viljið kannske fá lítinn Nasser? spyr íslendingurinn. — Miklu frekar, já — við vilj- um Nasser. — Og ofurlítinn Krúsjeff í kaupbæti? — Kommúnisminn er ekki það sama fyrir okkur — og hann er fyrir ykkur Vesturlandabúa, svarar svertinginn. Þið óttizt kommúnismann af því að hann mundi kollvarpa ykkar þjóð- skipulagi, ef hann næði ur.dir- tökunum. Hjá okkur er ekki haagl að kollvarpa neinu, við erum að , byggja upp — þið eruð búnir að byggja upp. Kommúnistaáróður- inn lætur vel í eyrum meðal inn- fæddra í Afríku, kommúnistar iofa gulli og grænum skógum. Þið segið: Sjáið hvernig Rússar fóru með A-Evrópuríkin. Jú, ég veit það. En Afríkumenn hugsa ekki um Evrópu. Þeir hugsa um Afríku og framtíðina, við viljum ekki verða leppríki — en mikill hluti innborinna Afríkumanna er það illa upplýstur, að hann veit ekki hvað við erum að fara, þ ag- ar talað er um „leppríki". En belgíski barþjónninn hefur engan áhuga á því hvað Afríku- negrum finnst og sýnist, hann hefur sjálfur verið í Kongó — og hefur fengið nóg af Afríku í bráð. Hann vill heyra eitthvað nýtt — 'Og hann vill að gestir hans arekki bjór. — Hvaða þjóð býr á ísiandi? spyr hann — Danir? — íslendingar. -— Og hvað er þjt'ðm stór? — .. lítil, skýtur belgíski blaða maðurinn inn í. í efsta „atominu“ á Atomium er fjölsóttur veitingasalur. Les- endur fá glögga hugmynd um stærð Atomium á samanburði við mennina, sem standa á efstu kúlunni. Og Belgíumaðurinn rekur upp stór augu, þegar hann heyrir töi- una. Hann virðist á báðum áttum, efast sennilega stórlega um það, hvort hægt sé að kalla þetta þjóð og hvort ekki sé réttara að strika ísland út úr vasabókinni. — Hafið þið sjónvarp? spyr hann eftir drykklanga stund. — Nei, útvarp. Þjónninn sannfærist nú sýni- lega um að þetta er einkennileg þjóð, ef þjóð skyldi kalla, sem hvorki hefur kóng né sjónvarp. Hann ypptir öxlum — ráðþrota. — ísland er elzta lýðræðisland í heimi, segir belgíski blaðamað- urinn til þess að upplýsa landá sitin dálítið meira. Þing þeirra er það elzta í heinii. — Hve gamalt? — Liðlega pusund éra — Nei, svo gamalt? — Ég hef komið til New York, segir hann til þess að bæta upp lélega ít ammistöðu. — Ég er frá Texas, gellur í miðaldra Bandaríkjamanni, sem situr við borð við útsýnisglugga rétt hjá. Ég hef komið í öll lönd Evrópu — næstum því öll. Eg er að fara til Kaupmannahafnar, fara heim — fljúga pólarleiðina til Los Angeles, konan mín bíður eftir mér þar. Hvernig fannst ykkur bandarísKa sýningarhöliin hér á heimssýnmgunni? — hún kostaði mikla peninga, ég er nú hræddur um það — en við eigum róg af peningum í Bandaríkjun- um, fullt af þeim. — Hvernig leizt yður á rúss- nesku sýningarhöllina? — Svona la la — ég sá spútnik. En mér fannst lítið til rússnesku bílanna koma, alveg eins og gamlir bandarískir bílar — ég á Ford Edsel, fínn bíll. Ég kaupi alltaf Ford, beztu bílarnir. Hann er hnellinn, brosleitur — með fráhnepptan jakka, ánægður með Ford og lífið. — Blessaðir, strákar — ég verð að flýta mér, fer með flugvél í kvöld til Kaupmannahafnar — skrapp bara hingað út til þess að koma upp í Atomium Konan mín yrði veik, et ég færi frá Brussel án þess að hafa farið upp í Atom- ium. Gestir koma — og gestir fara, kinnka kolli til þjónsins sem jafnan hefur vasabókina góðu við höndina. Þeir greiða honum mis- jafniega mikið þjórfé — og xá að launrm misjafnlega breitt bros. I sumar á hann eftir að spvrja mikið, sennilega skrifa mikið — og brosa mikið, því að millj- ónir manna mun fýsa að skoða Atomium, hið stórbrotna tákn mestu sýningar allra tíma, heims sýningarinnar í Brussel. Og við belgíski blaðamaðurinn skálum fyrir íslandi af því að það á engan kóng og ekkert sjórivarp — og er of lítið og fátækt til þess að skipa sér í sveit þjóðanna, sem skarta sinu fegursta í Brussel t sumar. h.j.h. Fjársöfnun Ingólts á lokadaginn Bjorgunarstoö við Re yhja víkurh öin tir veitingasalnum er víðsýnt LOKADAGURINN er á morgun. Sú var tíðin, að þessi dagur var mikill hátíðisdagur í verstöðvum landsins. Þeir, sem í útverið fóru hlökkuðu til þessa dags, að mega hverfa aftur heim til ástvina sinna, oft með góðan feng og byrja síðan vor og sumarstörfin heima. A heimilunum var líka mikil tilhlökkun, þegar faðirinn, sonurinn, bróðirinn, eða unnust- inn iíomu heim eftir Janga fjar- voru. En áður fyrr var lítið um slysa varnix i verstöðvum landsins og því \íc fögnuður lokadagsms oft sorgum blandinn hjá þeim, sem ekki fengu ástvini rina heim. Nú tru breyttir tírnar að þessu leyti. öflug slysavarnastarfsemi er í flestum verstöðvum, og björg unartæki og sæluhús með strönd um fram, þar sem hættan er rnest, enda herur sjóslysum fækk að mjög sem betur fer En stöðugt þarf að vinna að bættum slysa- vörnum, bæði á sjó og landi. Lokadagurinn er fjársöfnunar- dagur slysavarnadeildanna víða um land. Allir viðurkenna, að einhvers staðar frá verður að koma fé til þessarar starfsemi. og Slysavarnafélagið treystir því að þetta fé komi frá almenningi, fyrst og fremst. Á landsþingi Slysavarnafélags fslands, sem haldið var í sl. már,- uði var gengið endanlega frá samþykkt, varðandi byggirgu ojórgunarstöðvar við Reykjavík- urhöfn. Er hinu væntanlega húsi ætlað að vera miðstöð slysavarna starfseminnar í landinu og líka geyrnslustaður fyrir björgunar- báiinn „Gísla J. Johnsen“, sem staðsettur er á félagssvæði ING- ÓLFS, en nauðsynlegt er að bát- urinn sé í góðri geymslu og alitaf til taks, þegar þörf krefur. Reykjavíkurbær hefur sýnt Slysavarnafélagi íslands þá vel- vild, að láta því í té dýrmæta lóð við höfnina, fyrir björgunar- stöð og félagshús og unnið er nú að nauðsynlegum undirbúnmgi, áður en framkvæmdir heíjast En nú kemur til kasta allra á- hugamanna um slysavarnamál, að efla svo fjársöfnun deildae.na, að húsið komist upp, sem allra fyrst. Ég vil alveg sérstaklega skora á alla félagsmenn í INGÓLFl og Reykvikinga yfirleitt, að styðja þetta mál vel og drengilega, nú á sunnudaginn. Slysavarnaféiag íslands er rúm lega 30 ára. Það hefur enn ekki átt neinn varanlegan samastað fyrir starfsemi sína, og þó hefur það verið draumur foryst'imanna félagsins um langt skeið, Nú er þessi draumur að rætast og með því verður stigið mikið heilla- spor í starfsemi félagsins. Reykvíkingar, leggið stein í hina nýju byggingu, og það strax á morgun. Ó. J. Þ. Björgunarbáturinn Gísli J. Johnsen.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.