Morgunblaðið - 29.05.1958, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.05.1958, Blaðsíða 2
< t MORGVNfíT 4 F)1 Ð Sunnudagur 1. júnf 195S e S.H. hyggst verja 2 millj, kr. til markaðsleitar A&alfundi Sölumiðstöðvar hrabírystihúsanna lokið Síðdegis á íöstudaginn brá ljósmyndari Mbl. sér út á Seltjarn- arnes í glampandi sólskini og fallegu veðri. 1 fjöruborðinu skammt frá Bakka var lítil stúlka. Hún hoppaði stein af stein og undi sér hið bezta i góða veðrinu. Öðru hverju staðnæmdist hún, horfði út yfir sólgylltan fjörðinn og virti fyrir sér Reykja- nesfjallgarðinn. Skyldi framtíð hennar verða eins björt og þess- ar sólríku stundir við Skerjafjörðinn? Athyglisverð grein eftir Gísla Sveinsson fyrrv. sendiherra í aimælisriti Slysavarnaiélagsins AÐALFUNDI Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna er nú lokið. Eitt hið síðasta verk fundarir.s var að kjósa stjói'i samtakanna og var hún öll endurkosin. Fund- inum lauk á föj vdag og voru þai gerðar ýmsai samþykktir og ályktanir. Þá var fundarmönnum sýnd auglýsingakvikmynd, sem S. H. hefur látið gera. um fra.n- leiðslu á freðfiski. Hefur til þessa algjörlega vantað slíka mynd, en þessi er með skýringum á ensku, þýzku og sænsku. Hér á eftir er getið helztu samþykkta fundar- ins. Aðalfudur S. H. skorar á AI- þingi, að breyta lögum um Fisk- veiðasjóð íslands þannig, að sjóð- urinn megi lána til fiskvinnslu- stöðva allt að % hluta af virð- ingarverði eignanna. Aðalfundur S. H. 1958 samþykk ir að veita stjórninni heimild til að verja allt að kr. 2.000.000,00 — tveim milljónum króna — til markaðsleita og uppbyggingu markaða, og leggur samhliða Mjölnir AÐALFUNDUK Mjoinis, félags Sjálfstaeðismanna á Keflavíkur- flugvelli, verður haldinn í Sjálf- stæðishúsinu í Keflavík, fimmtu- daginn 5. júní kl. 8,30. Auk venju legra aðalfundarstarfa verður rætt um stjómmálaviðhorfið og félagsmál. ■ ■ Flutningar lil Oræfa ganga vel KIRKJUBÆJARKLAUSTRI, 31 maí. — Vöruflutningar til Öræfa hafa gengið með afbrigðum vel í vor, því að vatnsföll á Skeiðarár- sandi voru óvenjugóð yfirferðar sökum þurrkanna og kuldans. — Kaupfélag Skaftfellinga hafði sex bifreiðir í förum og flutti yfir 200 lestir að alls konar vörum. Af því vörumagni var drjúgur hlutur byggingarefni, enda eru nú í smíðum í Öræfum þrjú íbúð- arhús, og eru þau öll úr stein- steypu. Auk þess munu bændur þar ætla að reisa mikið af hlöð- um og fénaðarhúsum. Brú var og gerð yfir Virkisá, sem fellur milli Svínaíells og Sandfells. Yfirsmið- ur var Valdimar Björnsson, brú- arsmiður í Vík í Mýrdal. — Fréttaritari. <— Frakkland Framh. af bls. 1 ir þlngið á morgun, sagði Dalaaier þegar hann kom af ráðstefnunni. Alsír og Korsíka í Alsír og á Korsiku var allt með kyrrum kjörum. Salan yfir- hershöfðingi í Alsír tilkynnti að um 100 Serkir hefðu fallið í bardögum við franskar hersveitir tvö síðustu dægrin. I dag hófust samgöngur milli Frakklands og Korsíku að nýju, og fór fyrsta póstskipið frá Marseille áleiðis til eyjarinnar í dag. Brezkur blaðamaður landrækur Michael Foot, bi.ezn.ur umodii.di) ur og fyrrverandi þingmaöur (hann er broðir lanústjorans á Kýpur) var gerður landrækur úr Frakklandi i dag fyrir grein sem hann skrifaði r „Daiiy Herald“ þar sem hann móðgaði Coty for- seta. Sagði hann m. a. að Coty hefði gengið í lið með óvinum lýðveldisins og væri nú „hið stóra núll fjórða lýðveldisins“. Blaðið var gert upptækt í Frakkíaiidi. áherzlu á að fá framlag úr Fiskimálasjóði og/eða annars staðar í sama tilgangi. Aðalfundur S. H. skorar á Landsbanka íslands, Seðlabank- ann, að hækka hámarkshluta á endurkeyptum framleiðsluvíxlum sjávarútvegsins, þannig að tryggt verði, að viðskiptabankarnir geti lánað á hverjum tíma minnst 85% af áætluðu söluverði að við- bættum verðbótum. Aðalfundur S. H. skorar í ríkis- stjórnina að setja reglugerð um ferskfiskmat á öllum fiski. I reglugerðinni verði m. a. ákvæði um mismunandi verð á fiski eftir gæðum. Skal hún samin í fullu samráði við samtök fiskframleið- enda og kjósi stjórn S. H. þriggja manna nefnd til þess að undirbúa Sr. Sigurður M. Pétursson kosinn FYRIR nokkru fór fram prests kosning í Breiðabólsstaðarpresta- kalli á Snæfellsnesi, en umsækj- andi var einn, séra Sigurður M. Pétursson. Hann var prestur þar áður, en lét af prestskap um stundarsakir fyrir 2—3 árum. — Var hann nú kjörinn lögmætri kosningu, hlaut 51 atkvæði af 55, sem greiddu atkvæði, en á kjör- skrá voru 84. Fjórir seðlanna voru auðir. ÆSKULÝÐSRÁÐ, Leikvalla- nefnd og íþróttabandalag Reykja víkur gangast fyrir leika'- og íþróttanámskeiði fyrir börn og unglinga. Kennsla fer fram á 6 stöðum í bænum. Kenndir eru ýmsir smáleikir, knattleikir, svo sem knattspyrna og handknatt- leikur, frjálsar íþróttir (hlaup- stökk-köst) og léttar leikfimi- æfingar og leikfimistökk, þar sem því verður við komið. Þurrkar og gaddur á hverri néttu Kirkjubæjarklaustri 31. maí. Allan maímánuð hafa verið þurrkar og gaddur á hverri nóttu. Jörð fór lítið fram, svo að fénaði var haldið við hús og gefið. Er svo víðast enn sérstaklega í lág- sveitum. Hins vegar hefir sauð- burður gengið vel, þvi að mjög vel hefir viðrað á lömbin í þessu hreinviðri, og ærnar eru vel fram gengnar, enda eru fóðurbirgðir nægar. Síðustu daga hefir hlýnað í veðri, og smáskúrir komið öðru hverju. Hefir gvóðri því farið lít- ið eitt fram, enda þótt mikið vanti á, að nægilegur sauðgróður sé kominn utan túns. Ný frímerki PÓST- og símamálastjórnin tilk. í gær, að þriðj udaginn 8. júlí 1958 verði gefin út tvö ný frímerki með blómamyndum. Verðgildi frimerkj anna er 1 kr. (eyrarrós' og 2,50 kr. (fjóla). Merkin eru teiknuð af Stefáni Jónsyni og prentuð hjá Thomas dc la Rue & Co., Ltd., London. mál þetta og vinrva að framgangi þess. Aðalfundur S. H. mótmælir harðlega álagningu skatts á stór- eignir (lög nr. 44, 1957). Stjórn S. H. var öll endurkosin, en hana skipa þessir menn: Elías Þorsteinsson, formaður, Einar Sigurðsson, faraformaður, Olafur Þórðarson, ritari, Sigurð- ur Ágústsson, meðstjórnandi, Jón Gíslason, meðstjórnandi. ★ í frásögn Mbl. í gær, þar sem vitnað var í ræði Jóns Gunnars- sonar framkvæmdastjóra, stóð að hann hafi talið nauðsyn bera til að koma á öflugu freðfiskmati, en átti að standa ferskfiskmati, því vitanlega hlýtur það að vera undirstaða þess að freðfiskfram- leiðsla geti farið vel úr hendi. Fiðlusveit skólanem- enda leikur kl. 2 FIÐLUSVEIT skólaneimnda í Reykjavík efnir til sinna fyrstu tónlelka í hátíðanal Melaskólans kl. 2 í dag. Sveitin var stofnuð fyrir nokkrum árum, og voru þá í henni börn í Laugarnesskólan- um, en þeir ungu tónlistamenn, sem koma fram á tónleikunum í dag, stunda nám í ýmsum skólum bæjarins. Alls eru þeir 10 talsins á aldrinum 10—14 ára og leika bæði samleik og einleik. Viðfangs- efnin eru eftir Corelli, Fiocco, Vi- valdi, Monti, Telemann og Baitok. Kenari hljóðfæraleikaranna, Ruth Hermanns, stjórnar sveitinni á hljómleikunum. Ölluin er heimill ókeypis aðgangur, meðan húsrúm leyfir. Námskeið þetta stendur yfir til júní-loka og er kennt annari hvern dag á hverjum velli. Á morgnana frá kl. 9.30 til 11.30 er kennsla fyrir 6, 7, 8 og 9 ára börn, en frá kl. 3.00 til 5.00 síð- degis fyrir 10, 11 og 12 ára börn. Námskeiðsgjald er kr. 15,00 fyrir allan tímann. Staðirnir, þar sem kennsla fer fram, eru: Mánudaga, miðvik. laga og föstudaga. — Háskólavöllur (fyr- ir framan Háskólann); Iþrótta- svæði K.R. við Kaplaskjólsveg og Æfingasvæðin við Skipasund og Brákarsund. Þriðjudaga, fimmtudaga og laugardaga. — íþróttasvæði Ár- manns við Miðtún, íþróttasvæði Vals við Iskjuhlíð og Sparksvæð ið við Grensásveg. Foreldrar, leyfið börnunum ykkar að taka þátt í námskeið- inu, hjálpið til að koma börnun- um burt af götunni. FLOKKUR fri Leiklistarskóla Ævars Kvarans er að leggja af stað í leikför þessa dagana. í fyrra fór flokkurinn um Vest- firði, en hyggst nú fara víðar um land. Fyrsta sýningin verður að Logalandi, Reykholtsdal, laugar dagskvöldið 31. rnaí. Þá verður sýnt í Borgarnesi og Stykkis- hólmi. Föstudaginn 6. júní verður sýning á Stokkseyri, daginn eftir að Flúðum í Hrunamannahreppi, og í Hveragerði sunnudagskvöid. Eftir að haxa sýnt í Grindavík og Sandgerði heldur fiokkurinn vestur á land, og sýnir þar fyrst á Patreksiirði föstudaginn 20. júní, þá að Fagrahvammi í Ör- lygshöfn og svo sem leið liggur, Bíldudal, Þingeyri, Suðureyri, Súðavík, Bolungavík og ísafirði. Þá mun flokkurinn sýna á ýms- f NÝLEGA útkomnu aímælisriti Slysavarnafélags íslands er að finna ýmislegan fróðleik um slysavarnastarfsemi sl. 30 ár. Þar er m. a. athyglisverð grein eftir Gísla Sveinsson fv. sendiherra um slysatryggingar, aðallega að því er varðar afskipti íslenzkrar löggjafar af þessum efnum frá upphafi og til þessa tíma. Er það í fyrsta skipti, að þessi mál eru þannig krufin og skýrlega fram sett. Eins og landsmönnum mun vera kunnugt hefir Gísli Sveins- son í embætti í áratugi og í þjóð- félagsstarfi (þar á meðal á Al- þingi) haft mikil afskipti af slysa vai*namálum fyrr og síðar, bæði í orði og verki. Áður en hann fór til Noregs til embættis þar fyrir landið, var hann í stjórn Slysavarnafélags íslands fyrir Sunnlendingafjórðung og forseti Slysavarnaþings frá byrjun og um árabil, enda síðar kjörinn heiðursfélagi.—f áminnztri grein rekur höfundur fyrst, hvernig slysatryggingar komu til hér á landi í löfj’gjöf Alþingis fyrir rúmri hálfri öld, en í upphafi og lengi giltu þessar tryggingar að- eins fyrir íslenzka sjómenn, og voru fyrstu lögin þess efnis frá 10. nóv. 1903 (nr. 40). Og siðan héldu lagasetningar um þetta áfram, og e. efni og fyrirkomulagi lýst, eins og það varð samkvæmt settum ákvæðum á hverjum tíma (breyt ingar 1909, 1917, 1921), unz fleiri slysaþættir koma til, með lögum nr. 44, 1925 um almennar slysa- tryggingar o. s. frv., en allt kom þetta að lokum undir Trygginga- um stöðum norðan- og austan- lanus, svo sem Biönduósi, Húna- veri, Sauðárkróki, Dalvík, Húsa- vík, Skjólbrekku, Vopnafirði, Seyðisfirði, Neskaupstað, Eski- firði, Reyðarfirði og Akureyri. SErling Bl. Bengtsson hjá kammermusik- klúbbnum Kammermúsikklúbburinn held- ur fjórðu tónleika sína á þessu ári í Melaskólanum kl. 9 annað kvöld. Erling Blöndal Bengtsson leikur einleik á celló á þessum tónleikum. Á efnisskránni verða: Svíta í D-dúr eftir Bach og Sónata op. 8 eftir Zoltán Kodály. stofnun ríkisins og fékk heitið „Alþýðutryggingar" og síðan „A1 mannatryggingar“ (1931, 1936, 1946), en síðustu heildarlögin eru frá 29. marz 1956, nr. L4. Annar aðalþáttur greinar Gísla Sveinssonar er um slysavarnirn- ar. Af þeim málum eru afskipti Alþingis minni, en félaga og ein- staklinga meiri. Framkvæmdir komust í fullan gang eins og kunnugt er með stofnun Slysa- varnafélags íslands 1928. Löggjöf er þó að sjálfsögðu allveigamikil um ýmiss konar eftirlit til þess að forða slysum, eins og greinin ber með sér, og Slysavarnaféiagið hefir frá byrjun notið nokaurs ríkisstyrks' til starfsemi sinnar í fjárlögum ár hvert. Loks sýnir greinarhöfundur fram á það með gildum rökum, sem eigi hefir áð- ur verið veitt athygli, en er þó næsta mikilsvert, að þótt nefndur styrkur hafi hækkað með árum, hefir hann alls ekki gert betur en fýlgja breytingunni á gildi krónunnar og þannig að mestu staðið í stað — sem sé eigi aukizt neitt í samsvörun við hið geysi- víkkaða starfsvið og athafnir fé- lagsskaparins liðna áratugi. Tónleikar í Neskirkju SUNNUDAGINN 1. júní kl. 4 síðdegis, heldur hinn frægi lista- maður Erling Bl. Bengtsson ton- leika í Neskirkju á vegum kven- félagsins. Einnig syngur óperu- söngkonan frú Þuríður Pálsdótt- ir og dr. Páll ísólfsson aðstoðar. Er engum blöðum um það að fletta, hve þetta er mikil gleði og heiður fyrir söfnuðinn og alla listunnandi menn að fá þetta ágæta lislafólk til tónleika i kirkjunni. Síðast þegar hinn frægi celló- snillingur var hér á ferð, flutti hann, með aðstoð dr. Páls Isólfs- sonar, tónverk í Dómkirkjunm fyrir kvenfélagið. Eru þeir tón- leikar ógleymanlegir öllum, sem á hlýddu. Þau feðgin, dr. Páll og frú Þuríður, hafa áður haldið tón- leika í Neskirkju, 5. maí sl. ar, á vegum Æskulyðsráðs Reykja- víkur, og fagna Nessóknarmenn því að fá þau aftur. Það má segja, að 1. júní sé há- tíðisdagur fyrir Nessókn og alla aðra, sem vilja koma og hlusta á þetta ágæta listafólk í kirkj- unni þennan dag. Aðgöngumiðar verða seldir við innganginn og vona ég, að fólk fjölmenni. Jon Thorareusen. Námskeið í leikum og íþróftum fyrir börn Leikskóli Ævars Kvarans leggur land undir fót

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.