Morgunblaðið - 29.05.1958, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 29.05.1958, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 29. maí 1958 MORC IJ1\RL4Ð1Ð 13 tlelgileikurinn verði fluftur í höfuðstaðnum FYRIR HÖND allra þeira sem ekki urðu aðnjótandi hátíðastund- ar í Bessastaðakirkju, sl. sunnu- dag, er helgileikur séra Jakobs Jónssonar, „Bartimeus blindi“, var þar fluttur, vil ég leyfa mér að bera fram þá einlægu ósk, að hann verði éndursýndur, áður en Of langt líður, í höfuðstaSnum. Svo vel vill til, að hér hefur risið af grunni kirkja, sem er hin ákjósanlegasta til flutnings slíkra helgileika, á ég þar við Neskirkju. Þó ég hafi ekki átt þess kost að sjá leikinn, þekki ég handritið, og veit að það felur í sér möguleika til áhrifaríkrar helgistundar, bæði frá listrænu og trúarlegu sjónarmiði, og fátt veit ég meira aðkallandi fyrir sálir okkar, en einmitt það. Hér hefur kirkjan öðlazt stór- kostlega möguleika á að ná til fólks sem árum saman, og alla ævi, hefur saknað fegurSar í lútherskum guðsþjónustum, fólks sem þráir, í hljóðleik, að lyfta hug til hæða, í helgidómi kirkj- unnar. Erlendis er venjan sú, að með- limir kirkjulegra leikfélaga annist flutning helgileika sem þessa, og hefur fólkið þá fengið tilsögn í leiklist og framsögn, en hér á landi eru slík félög ekki til, og var því leitað til starfandi leik- ara, sem að sögn merkra manna, fóru mjög fallega, Iátlaust og ein- læglega með athöfnina, enda er það beinlínis jkilyrði, ella hverfur einfaldleikinn, sem er meginatriði listformsins, en leikarar eru, svo sem alkunna er, í öllum löndum, mjög religiös stétt manna. Eg vil svo að lokum, endurtaka ósk mína, öllum til handa, að helgileikurinn verði fluttur í höf- uðstaðnum — og það sem allra fyrst. Steingertiur Guðmundsdótlir. Sauðburður gengur vel eftir atvikum SAUÐÁRKRÓKI, 27. maí. — Indælisveður var ner í- gær og má segja, að jörðin hafi byrjað að grænka, um leið og veðrið batnaði. Mun kaldara er í dag, norð-austan nepja. Sauðburður er kominn nokkuð langt. Hefir hann gengið vel eitir atvikum, en miklir erfiðleikar eru því samfara að hafa verður fé í húsi. Hefir því mikið gengið upp af heyjum. Set.ja menn nú allt traust sitt á það. að veðráttan fari batnandi innan skamms. þar sem vænta má mikilla vandræða, ef svo heldur fram sem horfir. Matsveina- og veitingaþfónaskólinn Sýning verður á prófborðum. framreiðslunema og köldum réttum matreiðslunema í húsakynnum skólans í Sjómannaskólanum kl. 3—4 i dag. SKÓLASTJÓRI. IJthlutunarskrifstofa Reykjavíkur Hér með er vakin athygli almennings á því að skrif- stofan er flutt úr Austurstræti 10 í Hafnarstræti 20. (Hótel Heklu). Fer afhending skömmtunarseðla fram á venjulegum skrifstofutíma (gengið inn frá Hafnarstræti) tJthlutunarskrifstofa Reykjavíkur. ALLT A SAMA STAÐ Af hverju að vera í vafa? — Það er óþarfi, ef „Dagbók bílsins“ eða KIENZLE TACHOGRAPH er í bifreiðinni. Sýnir nákvæmlega, hve hratt hefir verið ekið hverja stund dagsins, hve iengi heíir verið numið staðar. Sýnir einnig vegalengdina sem ekin hefir verið og á hve löngum tíma. Sýnir ef vagninn hefir verið skilinn eftir I gangi og margt fleira, t.d. kviknar rautt ljós ef of hratt er ekið. Kienzle Tachograph ökuritinn er þegar í notkun hjá Sth*ætisvögnum Reykjavíkur. Olíu- félögunum, Vegamálastjóra, Mjólkursamsölunni, Smjörlíkisgerðunum, Eimskipafélagi ís lands, Lögresrlunni og fleiri stcirum fyrirtæk ium, er vilja fylgjast með bílstjórum sínum. ATVINNUREKENDUR: Þetta er tækið sem e»r bæði yður og bifreiðastjóranum í hag. í nýju umferðarlögunum segir, að í fólksbifreiðum, sem flytja mega yfir 30 t'arþega, skal vera ökuriti, er sýni farna vegalengd og hraða bifreiðarinnar á hverjum tíma. Ástæðan fyrir því að hann er á móti, verður greinileg eftir að litið hefir verið á hans helming af Tahcograph skífunni. Ástæðuna fyrir því að hann er með er auðvelt að skilja ef at- huguð er skua hans. Hann keyrði eins og hann ætti lífið að leysa. Það hlaut að enda með skelf ingu. Enda sýnir skífan hvað gerðist. Klukkutíma töf. Það er ekkert, á móti því að taka sér hvíld, en allt hefur sína stund og stað og ófyrirgefanlegt er að skilja vé'lina eftir í gangi. Eins og bandóður maður steig hann benzínið í botn, þá hemlana og síðan afturáfullaferð. Ár angur: Eyðilegging vélar og hjólbarða Skífan hans sýnir það einnig. Jáfnt og vel keyrlr hann, enda sannar skífa hans það. Hann eyddi ekkl 6- þarfa tíma í hleðshl eða afhleðslu. I Að dagsverki loknu skilaði hann skíf- • unni. Hann fékk auðvitað hrós fyrir ágæt vinnubrögð. H.F. EGILL VILHJÁLMSSON, Laugaveg 118, Sími 2-22-40

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.