Morgunblaðið - 29.05.1958, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 29.05.1958, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 29. maí 1958 MORCIllSBl 4 ÐIÐ 11 „Bjargráðafrumvarpið" felur í sér stórfelldar álögur á sjávarútveginn Ríkisstjórnin hefur rofið samninga vid útvegsmenn Rœða Sigurðar Ágústssonar á Alþingi SIGURÐUR AGÚSTSSON hélt ræðu í Neðri deild Alþingis í gær við 2. umræðu um „bjargráða“-frumvarp ríkisstjórnarinnar. Eins og kunnugt er, hefur frumvarpi þessu verið ætlað fyrst og fremst að bjarga út.flutningsframleiðslu landsins. Sigurður lýsti því hins vegar í ræðu sinni, að með frumvarpinu stefndi ríkisstjórnin að því að leggja þyngri álögur en nokkru sinni fyrr á útflutnings- atvinnuvegina, sjávarútveg og landbúnað. Fara hér á eftir nokkrir kaflar úr ræðu Sigurðar: Nauðþurftir útvegsins skattlagður Þeir ráðherrar, sem mælt hafa með samþykkt frumvarpsins hafa verið með ýmsar fullyrðingar um ógæti þess — og þá miklu bless- un og bætta fjárhagsafkomu, sem af því muni l^ga fyrir atvinnu- vegina og allan landslýð. Mér er óskiljanlegur slíkur málflutningur. Það þarf mikil brjóstheilindi til að halda því fram, að það sé til blessunar fyrir aðalatvinnuvegi þjóðarinn- ar, að lagt sé 55% yfirfærslugjald á allar nauðþurftir þeirra. Það á að auka framleiðslu sjávarafurða með því að fram- kvæma þær aðgerðir af háifu ríkisvaldsins að skattleggja all ar nauðþurftir sjávarútvegsins með 55% yfirfærslugjaldi. Á þénnan hátt, segir í greinar- gerð með frumvarpinu, á að setja hömlur á ofnotkun veið- arfæra og olíunotkun hjá fiski skipaflotanum. Þetta er hæpinn málflutning ur sem ég veit að muni reyn- ast erfitt að sannfæra ísl. sjó- mannastéttina um — að með því að stytta línuna, fækka netunum á þorsk- og síldveið- um, spara olíunotkun — og að sjálfsögðu að fækka þar með róðrardögum — eigi að vera unnt að fá meiri afla á fiskiskipin!! Því er beinlínis haldið fram í greinargerð með frv., að með 55% yfirfærslugjaldinu, eigi þessi árangur að nást. Þeir sem hafa rekstur útgerðarinnar með hönd- um í dag leggja ekki trúnað á slíka fjarstæðu — og ég fullyrði, að sjómennirnir okkar séu á sama máli um rökþrot þessara fullyrð- inga í greinargerðinni. Færeyingar útilokaðir Til að tryggja rekstur fiski- skipanna á svo að leggja 55% yfirfærslugjald á þann gjaldeyri, sem færeyskir sjómenn fá yfir- færðan af aflahlut eða kaupi sínu á fiskibátunum og togurunum. Ég óttast að með þessari ákvörð- un séu stöðvaðir allir möguleikar ísl. útgerðarmanna með ráðn- ingu færeyskra sjómanna á fiski- skipin — sem mun hafa þær afleiðingar, að fjöldi fiskibóta og nokkrir togarar munu verða að stöðva rekstur sinn, vegna vönt- unar á sjómönnum. Hækkun álags til Fiskveiðisjóðs Þá er gert ráð fyrir 55% álagi á útflutningsgjald sjávarafurða samkv. 1. gr. laga frá 1957, en ólagið skal renna til Fiskveiða- sjóð Islands. Þessi vinnubrögð eru fráleit. Hækkunm, sem frv. gerir ráð fyrir á útflutningsgjald sjávar afurða nemur rúmlega 1,5% í út- flutningsprocentu. Til að tryggja reksrarafkomu sjávarútvegsins hyggst hæstv. ríkisstjórn að leggja á sjávarútveginn, ekki ein- vörðungu 55% yfirfærslugjald, heldur og einnig 55% hækkun á útflutningsgjald af sjávarafurð- um. Ég held að þessi vinnubrögð hæstv. ríkisstjórnar séu ekki tij þess fallin að auka henni traust, hvað sem öðru líður, og var þess þó full þörf. Það skal viðurkennt, að Fiskveiðasjóður íslands þarfn- ast meira fé til umráða, til að geta sinnt þeim margþættu verk- efnum i þarfir sjávarútvegsins, sem sjóðnum er ætlað. Fn ég Sigurður Ágústsson heid að fáir íslomdingar hefðu lagt trúnað á það, að til að auka Fiskveiðasjóði nauðsynlegt fjár- magn til sinna þarfa, yrði reynt að taka það með þessum hætji, eða með álögum í formi hækk- aðs útflutningsgjalds á sjávaraf- urðir. Ráðherrar þeir, sem hér hafa talað halda því fram, að með samþykkt þess mundi hefjast stór kostleg þróun í efnahags- og at- vinnumálum þjóðarinnar. Út- gerðin muni stór aukast og þar með aukin atvinna hjá öllum al- menningi — og fullar búðir varn- ing fyrir fólkið. ÞaS er hins vegar álit mitt, að þær aðgerðir, sem hæstv. ríkisstjórn hyggst að ná fram með samþykkt þessa frv., hafi í för með sér aðra og verri tíma fyrir allan landslýð. í kjölfar þessara aðgerða hæstv. ríkisstjórnar munu óhjákvæmi lega sigla minnkandi þátttaka í aðalatvinnuvegi þjóðarinn- ar, sjávarútveginum, atvinnu- leysi og vöruþurrð og þar með svartamarkaður í stærri stíl en nokkru sinni hefir þekkst hér á landi. Stórfelld hækkun á verði fiskiskipa Ríkisstjórnin hefir staðið að samningum um kaup á 12 vél- skipum 240 smál. frá Austur- Þýzkalandi. Atvinnutækja- nefnd, sem hefir á hendi, á vegum ríkisstjórnarinnar, út- hlutun þessara skipa, hefir tjáð mér, að henni hafi borizt mikið fleiri umsóknir um kaup á þessum skipum, en tala þeirra nemur. Upplýst var, að kaupverð skipanna myndi nema um 4,2 til 4,5 millj. kr. Ef lítið eða ekkert af andvirði skipanna hefir verið yfirfært, mun yfirfærslugjaldið hækka verð þeirra um 2,3 til 2,5 millj. kr. á skip — og verður þá endaniegt verð þeirra ca. 6,5 til 7 miilj. kr. Það er gert ráð fyrir að þessi 12 skip komi til landsins á næstu mánuðum og eiga þau öll að vera komin hingað heim fyrir áramót. Það hlýtur að valda miklum vand kvæðum fyrir væntanlega kaup- endur þessara báta að komast frá kaupum á þeim — þó að mér sé fyllilega ljóst, að þá fyrst harðn- ar á dalnum, er eigendur skip- anna eiga að fara að greiða af- borganir og vexti af endanlegu stofnverði þeirra ásamt yfir- færslugjaldi. Endanlegt kaupverð þessara báta, sem ég hefi nefnt hér, verður að teljast hrein fjar- stæða, og þá sérstaklega vegna hins óeðlilega háa yfirfærslu- gjalds. Það mun og sýna sig, að væntanlegir kaupendur skipanna munu ekki hafa ráð á að ganga frá kaupunum, nema að rikis- valdið veiti þeim stórvægilega fyrirgreiðslu í einni eða annari mynd. Það er spá mín, sagði Sigurður, að þær aðgerðir, sem væntanlega verða lögfestar á næstu dögum, eftir að frumvarp það sem hér er til umræðu verður samþykkt, sé fyrirboði um stórkostlega hrörnun á sviði alls athafnarlífs hér á landi — og muni þó koma þyngst niður á aðalatvinnuvegun- um, landbúnaði og sjávarútvegi. Samþykkt frv. mun hafa í för með sér lamandi áhrif á allt fram tak — og þó að hæstv. ríkisstjórn hafi í umræðum hér í hv. deild viðurkennt, að gera megi ráð fyrir að þessar aðgerðir, sem frv. fjallar um, muni aðeins duga fram á haustið — hefir hún þó Á FUNDI neðri deildar Alþingis í fyrrakvöld fór fram 3. umræða um efnahagsmálafrumvarp ríkis- stjórnarinnar. Við það tækifæri flutti Sveinn Guðmundsson ræðu qt að fyigja úr hlaði breytinga- tillögu, sem hann fl’utti ásamt Áka Jakobssyni. Tillagan fjallaði um 6% útflutningssjóðsgjald það, sem að undanförnu hefur bætzt við 3% söluskattinn, og sem skv. 40. gr. frv. á einnig að verða hér eftir. Lögðu þeir Sveinn og Áki til, að undanþegnar gjaldinu skyldu vera: a) Efnivara, sem iðnaðarmenn og iðnfyrirtæki selja í sambandi við iðn sína. b) Vinna og þjónusta látin í té af iðnaðarmönnum og iðnfyrir- tækjum. Sveini Guðmundssyni fórust orð á þessa leið: Breytingartillaga sú, sem hér er flutt í tveimur liðum, fjallar um mál, sem mikið hefur verið til umræðu meðal iðnaðarmanna og landsmanna allra að undan- förnu. Veldur því m.a. Hæsta- réttardomur, sem féll í marzmán- uði sl., þar sem raftækjaverk- stæði S.Í.S. var gert að greiða til rikissjóðs 9% söluskatt og út- flutningssjóðsgjald af efnivörum, er verkstæðið hafði útvegað við- skiptamönnum sínum. Með dómi þessum er því slegið föstu að innheimta beri 9% af allri efni- vöru, sem iðnaðarmenn og iðn- fyrirtæki láta i té, ásamt vinnu og þjónustu. Hér er um slíkt ó- réttlæti að ræða, að vafasamt er, hvort heppilegt sévfyrir löggjaf- ann að mismuna þjóðfélagsþegn- um með þessum hætti. Skal ég nú færa að því nokkur dæmi. Ef viðskiptavinur leggur sjálf- ur til efni og greiðir vinnulaun- in, er engin skattskylda. Ef verkstæðið útvegar það af eigin birgðum, eða frá öðrum, þótt án álagningar sé, þá ber að innheimta 9% gjaldið til ríkisins hjá viðskiptavininum. reynt að mæla þeim bót, sem spor í rétta átt. Stór auknar greiðslur Sigurður Ágústsson minnti á það, að Lúðvík Jósepsson hefði upplýst í ræðu er hann flutti fyrir nokkrum dögum, að tekjur Útfl.sjóðs hefðu numið 508,7 millj. kr. á árinu 1957. Hins vegar taldi ráðherra, að gera mætti ráð fyrir að tekjur Útfl.sjóðs á ár- inu 1958 kæmu til að nema 1155 millj. kr Þessar stórauknu tekj- ur til Útflutningssjóðs og sem að sjálfsögðu verða mun hærri á meðal annars að afla með 55% yfirfærslugjaldi af öllum rekstr- arvörum atvinnuveganna. Kemur þetta hvað harðast nið- ur á sjávarútveginum og land- búnaðinum, þó að þeim sé það að nokkru bætt með hækkuðum útflutningsbótum á útfl. afurðir. Samningsrof ríkisstjórnarinnar Sigurður Ágústsson rakti það að um síðustu áramót hefði ríkis- stjórnin gert samninga við Lands samband íslenzkra útvegsmanna, sem skyldu gilda allt árið 1958. Nú væri það ljóst, að með þessu frumvarpi væri ríkisstjórnin að rjúfa þá samninga. Samningsrof ríkisstjórnarinnar eru fólgin í eftirtöldu: 1. ) Að fella niður greiðslu á vátryggingariðgjöldum fiski- bátanna frá 15/5. og fram til áramóta, en samningur kvað á um að iðgjöldin skyldu greidd af Útflsj. allt árið 1958. 2. ) Að ráðuneytið lofaði að beita sér fyrir því, að lánveiting- ar og lánskjör bankanna til út* vegsmanna yrðu ekki óhagstæð- ari á árinu 1958 en þau voru á | Ég vil lýsa á hvern hátt þessi óréttmæta skattheimta er lögum samkvæmt framkvæmd við hús- byggingar almennt. Verktakar, Sveinn Guðmundsson sem taka að sér slík verk í á- kvæðisvinnu eiga að innheimta hjá viðskiptamanninum, eiganda hússins, 9% af allri umsamdri upphæð verksins. Taki verkkaup inn hins vegar starfsmenn verk- taka í beina þjónustu sína, eins og nú er gert í stórum stíl, þá á hann samkvæmt lögum ekkert að greiða. Og hvaða þróun er þetta svo að taka á sig almennt? Þá, að verkkaupinn verður sjálfur að vera á þönum í útvegunum, sem hann ber ekki sama skyn á og fagmaðurinn. Ef komið er með bifreið til við- gerðar, verður eigandinn sjálfur að kaupa varahlutinn í verzlun- inni og afhenda hann viðgerða- verkstæðinu. Húsbyggjandinn verður sjálfur að kaupa rafmagns efnið í bygginguna, en getur ekki notað fagþekkingu rafvirkja- meistarans, nema ríkið komi þar inn á milli með 9% galdi. Hér er því algjör öfugþróun á ferð, sem löggjafinn hefur árinu 1957, svo og að samræmd yrðu vextir og lánskjör þeirra til útvegsmanna. Þrátt fyrir hækkun á fiskverði til hlutasjómanna og annars aukins tilkostnaðar við rekstur útgerðarinnar, hefir út- vegsmönnum og vinnslustöðvum enn ekki tekist að fá lagfæringu á útlánum bankanna, til sam- ræmis þessum aukna tilkostnaði. 3.) í bréfi L.Í.Ú. til hæstv. sjávarútvegsmálaráðuneytis dags. 31. des. sl. segir meðal annars: „Tilboð hæstv. ríkisstjórnar var lagt fyrir fulltrúafund L.Í.Ú. sem haldinn var í gær og var gerð eftirfarandi samþykkt í trausti þess að samningar tækj- ust milli ríkisvaldsins og fisk- kaupenda: „Fulltrúafundur L.Í.Ú. sam- þykkir fyrir sitt leyti þann starfs grundvöll fyrir vélbátaútveginn, sem fellst í bréfi sjávarútvegs- málaráðuneytisins dags. 30. des. 1957, að því tilskyldu að fjárhags afkoma vélbátaútvegsins verði ekki rýrð með nýjum álögum af hálfu ríkisvaldsins á árinu 1958 frá þvi sem fellst í nefndu bréfi“.“ Þessu skilyrði var ekki mót- mælt af hæstv. ráðuneyti, enda var sjávarútvegsmálaráðh. sam- ur, koma í hús, pakka henni og trúa L.Í.Ú. Á þessum forsendum þykkur því í samtölum við full- mæli sín til allra meðlima innan L.Í.Ú. að hefja róðra strax upp úr áramótunum. Verður að telja, að þar sem hæstv. ríkisstjórn neitaði ekki kröfu L.Í.Ú. í þessu efni, hafi hún þar með undirgengist, að engar breytingar yrðu fram- kvæmdar á árinu 1958 af hennar Framh. á bls. 12. áreiðanlega ekki reiknað með við setningu laganna. Það er einnig annað mjög alvar legt, sem þessi lög hafa ýtt und- ir. Einstaklingar, sem vinna sjálf stæðir sams konar verk og skatt- skyld eru hjá fyrirtækjum, sleppa algjörlega við að innheimta skatt inn. Hefur þetta orðið til þess, að slíkar ófullkomnar vinnustofur hafa þotið upp í öllum iðngrein- um, fagmennirnir tvístrast oft frá þjóðnýtum störfum, en ríkið missir af þessum illa séða skatti. Sama þróun er stórlega farin að gera vart við sig í verksmiðju- iðnaðinum. í byrjun árs 1957 fóru fram viðræður við fjármálaráðuneytið um þetta mál, án þess að þær leiddu til niðurstöðu og nú hefir iðnaðarmálaráðherra verið skrif- að um málið. Að því bréfi standa m.a. Vinnuveitendasamband ís- lands, Vinnumálasamband S.Í.S., Landssamband iðnaðarmanna, svo og ýmis sérgreinafélög innan iðnaðar. Framkomin tillaga er alminnsta bót, sem hægt er að bera fram til leiðréttingar á þessu misræmi, og eins og nú er komið, má reikna með, að þessi tillaga feli ekki í sér nema tiltölulega smávægi- lega skerðingu á tekjum ríkis- sjóðs, þar sem landsmenn hafa með fyrrnefndum hæstarétlar- dómi endanlega vaknað, ekki að- eins til umhugsunar, heldur emn ig til varnar þessu herfilega mis- rétti — og hver greiðir 9% meira en hann þarf samkvæmt lögum? Eg skal sleppa því nú að ræða um söluskattinn almennt á ann- arri þjónustu eða framleiðslu. Hann er allur óréttmætur, þótt hér keyri um þverbak. Ég þyk- ist vita, að fjármálaráðherra telji sér ekki fært að mæla algjörlega með afnámi hans nú, enda þótt ég treysti því, að hann og aðrir hv. alþingismenn veiti þessari til- lögu liðsinni. Ræða Sveins Guðmundssonar á Alþingi: Óréttmœt gjaldheimta ríkissjóðs af efnivöru og þjónustu iðnaðarins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.