Morgunblaðið - 11.06.1958, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.06.1958, Blaðsíða 2
2 MORCr’VJtr 41)IÐ Miðvik'udagur 11. júní 1958 Dokforsrífgerð um þróun sérhljóðakerfisins í fornu niáli Slörfum hlaðinn HREINN Benediktsson lauk ný lega doktorsprófi við Harvard háskólann í Cambridge í Massa chusetts í Bandaríkjunum. Fjall- aði ritgerð hans um þróun sér- hljóðakerfis íslenzkrar tungu frá landnámsöld til 14. aldar. Er hér um yfirgripsmikið efni að ræða, og hafa ýmsir fræðimenn fengízt við rannsóknir á einstökum þátt- um þess. Doktorsritgerðin mun ekki liggja fyrir prentuð. enda er þess ekki krafizt við háskóla í Bandaríkjunum. Hreinn Benediktsson fæddist 1928 á Stöð í Stöðvarfirði. Er hann sonur Benedikts Guttorms- sonar bankastjóra við Búnaðar- bankann.Hreinn varð stúdent frá M. A. 1946 og lauk meistaraprófi í indóevrópskri samanburðarmál- fræði í Osló 1954. Fjallaði próf- ritgerð hans um efni varðandi latínu og oskiumbrísku, sem er rómönsk mállýzka. Nám sitt stundaði Hreinn bæði í París og Osló, og að meistaraprófi loknu var hann við framhaldsnám í Freiburg og Kiel. Til Bandaríkj- anna fór hann á sl. hausti. S. M. F. móimælir „bjargráðunum" TlUNDI aðalfundur (ársþing) Sambands matreiðslu- og fram- reiðslumanna var haldinn 27. maí sl. Aðalfundinn sátu fulltrúar frá öllum fjórum sambandsfélög- unum, þ. e. Félagi matreiðslu- manna, Félagi framreiðslumanna, Matsveinafélagi SMF og Félagi starfsfólks i veitingahúsum. — Fundarstjóri var Magnús Guð- mundsson og til vara Guðmund- ur H. Jónsson og Sveinn Símon- arson; ritarar Janus Halldórs- son og Theódór Ólafsson. Formaður minntist Gísla heit- ins Stefánssonar, framreiðslu- manns, sem lézt á árinu, og flutti síðan skýrslu um starfsemi sam- bandsins á liðnu starfsári. Gjald- keri sambandsins lagði fram reikninga þess, og voru þeir sam- þykktir. 1 stjóm sambandsins voru kjörnir: Formaður: Sveinn Símonarson, varaformaður: Guðmundur H. Jónsson, ritari: Theódór Ólafs- son, gjaldkeri: Magnús Guð- mundsson, bréfritari: Janus Hall dórsson, meðstjórnendur: Guðný Jónsdóttir, Tryggvi Jónsson, Bjarni Jónsson og Elías Árnason. I varastjóm voru kosnir: Páll Arnljótsson, Árni Jónsson, Borg- þór Sigfússon og Hulda Bergs- dóttir. A aðalfundinum var eftirfar- andi tillaga samþykkt með sam- hljóða atkvæðum: „Aðalfundur Sambands mat- reiðslu- og framreiðslumanna mótmælir harðlega efnahagsmála frumvarpi því, sem ríkisstjómin hefur lagt fyrir Alþingi og telur fundurinn að með frumvarpi þessu sé gengið freklega á þau loforð, sem ríkisstjómin gaf verkalýðsfélögunum varðandi af- greiðslu efnahagsmálanna." Hjólið undan bílnusn „ALDREI detta hjólin af jeppun- um“, sagði bóndi einn, sem beið ásamt fleira fólki eftir strætis- vagni á mótum Langholtsvegar og Suðurlandsbrautar um hádegis bilið í gær. Ástæðan til þess að bóndinn gaf þessa athyglisverðu yfirlýsingu var sú, að eitt hjólið skoppaði undan einum af bílum Rafveitunnar, nýlegum Dodge- sendiferðabíl, í beygjunni á gatna mótunum — og valt góðan spöl fram úr bílnum áður en það féll flatt á götuna. Hafði felgan brotnað í beygjunni, en sem betur fór var bíllinn á littll ferð — DAMASKUS, 10. júní. — Fréttir frá Sýrlandi herma að Feisal krónprins, sem er forsætisráð- herra Saudi-Arabíu muni biðjast lausnar innan tíðar með það fyrir augum að mynda nýja stjórn, sem geri „raunhæfar ráðstafanir*1 til að bæta sambúðina við Araba- lýðveldið (Egyptaland og Sýr- land). Samkvæmt þessum frétt- um verður Feisal allt í senn: for- sætis- og utanríkisráðherra, her- málaráðherra og fjármálaráð- herra í hinni nýju stjórn. Minningarhátíð á aldarafmæli Selmu Lagerlöf MINNINGARHÁTÍÐ vegna ald arafmælis, Selmu Lagerlöf verður haldin dagana 14,—17. ágúst í Vermalandí í Svíþjóð. 1 því sam- bandi verður og haldið norrænt rithöfundamót í borginni Karls- stad. Rithöfundafélag Svíþjóðar ásamt S lmu Lagerlöf-félagi Sví- þjóðar standa að hátíðahöldunum og rithöfundamótinu og hafa boð- ið ísl. rithöfundaféiögunum og Rithöfundasambandi íslands að senda fulkrúa og eru yfirleitt all- ir ísL riti öfundar velkomnir á þessa hátíð. Frumsýnt verður í útileikhúsi leikritið „Dunungen“ eftír Selmu Lagerlöf. Farið /erður að gröf skáldkon- unnar og afhjúpað verður minnis- merki um hana. í dómkirkjunni í Karlsstad flytja fulltrúar rithöf- unda frá Svíhjóð, Noregi, Dan- mörku, Finm-ndi og Islandi er- indi um Selmu Lagerlöf, ræða þýðingu hennar fyrir bókmenntir sinna heimalanda og segja frá þýðingur á ritum hennar. Einnig verða skipulagðar hópferðir. Á rithöfundaþinginu verður að- alumræðuefnið Norrænar bók- menntir og bókamarkaður heims- ins, frumrnælandi verður dósent Gunnar Ahlström. Þá munu nor- ræn ljóðaskáld lesa úr verkum sínum. íslenzkir rithöfundar sem hyggj ast taka þátt í móti þessu skulu tilkynna RAhöfundasamhandi ís- lands það sem fyrst og í síðasta lagi 14. júní n.k. Björn í Holti áttræður í dag BJÖRN RUNÓLFSSON, fyrrver- andi hreppsstjóri og bóndi að Holti á Síðu, er áttræður i dag. Greinar um þennan mæta sveitarhöfðingja hafa tafizi, í pósti og birtast því síðar. Of fáar síma« hringingar LONDON, 10 júní. — Bretar nota símann alltof lítið, sagði póst- og símamálastjóri Bret- lands Ernest Marples, í dag. Á hvern síma í landinu eru tæpar tvær hringingar á dag, en það kostar 110 sterlingspund að leggja síma í hús. í Bretlandi eru 65.000 opinberir símaklefar, en það er meiri fjöldi en til er í öllum öðr- um löndum heimsíns samanlagt. Á hverjum símaklefa er árlegt tap að jafnaði 40 sterlingspund. Lisiamannaklúbbur LISTAMANNAKLÚBBURINN í baðstofu Naustsins er opinn í kvöid. Frjálsar umiæður hefjast kl. 9 stundvíslega. Skýrt verður frá umræðuefnum næstu mið- vikudagskvölda og tillögum þar að Iútandi. Tónlistarskólanum slitið TÓNLISTARSKÓLANUM í Reykjavík var sagt upp laugar- daginn 31. maí, í Trípólíbíói, og lauk þá 28. starfsvetri skólans. 133 nemendur voru innritaðir á vetrinum og skiptust þannig eftir aðalnámsgreinum: Píanóleik, 78 nemendur, fiðlu- leik, 30, knéfiðluleik, 4, söng, 9, tónfræði, 6, klarinettuleik, 5 og organleik 1 nemandi. í undirbúningsdeild voru 87, en í framhaldsdeild, sem er hinn eiginlegi sérskóli, 46 nemendur. Þrír nýir kennarar hófu á þess- um vetri störf í skólanum: Jón Nordal, tónskáld og píanóleikari, Asgeir Beinteinsson, píanóleikari, og Ingvar Jónasson, fiðluleikari. Guðmundur Matthíasson kenndi tónlistarsögu mestan hluta vetr- ar í sjúkdómsforföllum doktors Urbancic og eftir lát hans.. Að þessu sinni lauk aðeins einn nemandi burtfararprófi, en það var Jakobína Axelsdóttir. Hún lagði stund á píanóleik sem aðalnámsgrein og lauk prófinu með góðum vitnisburði. Tvennir opinberir nemendatón- leikar voru haldnir í Austurbæj- arbíói, fyrir fullu húsi. Komu þar fram margir nemendur í ýmsuni greinum og einnig hljómsveit Tónlistarskólans, undir stjórn Björns Ólafssonar, en hún var skipuð 26 hljóðfæraleikurum. Auk þess komu nemendur úr skólanum víða fram á barna- skemmtunum á sumardaginn fyrsta. Formaður skólaráðs, dr. Páll ísólfsson, stýrði Tónlistarskólan- um á liðnum vetri í fjarveru Ama Kristjánssonar, en hann kom aftur að skólanum eftir páska og tók þá við skólastjórn. Opnið Þorskafjarð- arheiði ÍSAFIRÐI, 7. júní. — Hér á ísa- firði og í nærliggjandi sveitum ríkir mikil og almenn óánægja yfir þvi að ekki skuli enn vera farið að moka Þorskafjarðarheiði. Að vísu höfum við flugsamgöngur hér, en þær geta brugðizt og gera það oft þar eð Flugfélagið hefur aðeins einn flugbát í förum hing- að. Má því segja að samgöngur hér séu iangt frá því að vera við- unandi. Er það eindregin krafa Isfirðinga að leiðin að ísaf jarðar- djúpi sé opnuð og það fyrr en seinna. —. G. Bury sigraði Fram 3:0 1 GÆRKVÖLDI léku hinir ensku gestir KR sinn fjórða leik og mættu nú Fram. Veður var hið á- kjósanlegasta til keppni, en samt var fremur fátt áhorfenda. Auðvelt fyrir Breta Bretarnir tóku leikinn strax í sínar hendur og ekki Ieið á löngu áður en þeir höfðu skorað. Gerði það hægri innherji eftir snöggt og vel skipulagt upphlaup fram miðju. Átti vinstri innherji drjúg an hlut þar að. Áfram hélzt sókn Bretanna og virtist lið Fram aldrei komast í gang; hreyfanleika vantaði þannig, að auðvelt var að „dekka þá upp“. Bury lagði sýni- lega ekki eins mikið á sig í þessum leik og tegn Akranesi sl. sunnu- dag, enda fór svo, að Fram tókst að sleppa út úr hálfleiknum með þetta eina mark. Seint í hálfleiknum kom Dag- bjartur inn á í stað Brldurs Sch- eving, sem hlaut áverka á höfði. Við komu Dagbjarts færðist nokkurt iíf I 1 ramara enda er Dag bjartur maður fóthvatur og hressi legur í spori. Markmaður Fram ver vel Síðari hálfleikur Var líflegar leikinn af hálfu Fram, en Bretarn ir færðust að sama skapi í auk- ana. Er stun.larf jórðungur var af leik, skapaði v. innherji fallegt tækifæri f/rir h. innh., sem skor- aði með laglegu skoti. Skömmu síðar kom hægri framvörður brun andi upp, skaut hörkuskoti ofar- lega í horn marksins, en Baldur Skaftason, nýliðinn í marki Fram varði glæsiiega með kröftuglegu stökki. ÞriSja markiS Framarar gera titraunir til samleíks, sem flestar eru stöðvað- ar áður en veruleg hætta skapast. Þó komust Dagbjartur og Skúli hvor um sig í mjög góð marktæki- færi, sem beir misnotuðu illilega. Síðasta mark Bury skoraði h. framvörður af stuttu færi eftir góða fyrirgjöf frá útherja. LiSin Lið fram var í þessum leik gjör breytt frá úrslitaleiknum gegn KR um daginn, eða alls fimm breytingar. Var liðið nú skipað mun yngri mönnnm og sumum lítt reyndum. Stóðu þeir sig misjafn- lega í þessum leik, en sjálfsagt er að spara ekki um of ungu menn- ina og gefa þeim fleiri tækifæri. Beztu menn Fram voni Ragnar framvörður, virkur og létt leik- andi maður, og Guðjóu, v. inn- herji, kraftmikill og duglegur. Markvörðurinn, Baldur, lofar góðu, en Lefur auðsjáanlega Iitla tilsögn fengið. Beztan varnarleik sýndi Rúnar, bakvörður. Beztur í liði Bury var tvímæla laust miðf ramvörðurinn, sem aldrei lét fipast og greip skemmti- lega inn í sóknina. Næstur honum kemur v. innherji, sem sýndi mjög skemmtilegar uppbyggingar og hefur næmt auga fyrir veikum hlekkjum í vörn mótherjanna. Kormákr. — Alsír Frh. af bls. 1. yggisnefndina við að grípa ekki fram fyrir hendurnar á lögmæt- um stjórnarvöldum, í ræðu sem hann hélt í Alsír. Áætlunin um bæja- og sveitastjórnakosningar í næsta mánuði var tögð fyrir de Gaulle á laugardaginn. Fyrsta sporið? I Alsír líta menn svo á, að uppreisn öryggisnefndarinnar gegn ákvörðunum forsætisráð- herrans sé upphafið á nýjum kafla í baráttu hreyfingarinnar sem hófst 13. maí s. 1. og kom de Gaulle í valdastólinn. Leið- togar þessarar hreyfingar hafa jafnan lýst yfir því að valdataka de Gaulle væri aðeins fyrsta spor ið i áttina til nýrra stjórnarhátta þar sem stjórnmálaflokkarnir verði útilokaðir, en landinu stjórnað af einni alsherjar „ör- yggisstjórn". Afnám tollahafta Öryggisnefndin krafðist þess ennfremur í dag, að tollahöft milli Frakklands og Alsír verði afnumin og landamærin milli einstakra franskra landsvæða verði þurrkuð út, t. d. landamær- in milli Alsír og Sahara. Vill afnám lýðræðis Sagt er að meginástæða þess, að yfiröryggisnefndin er andvíg kosningum í næsta mánuði, sé sú að hún líti á slíkar kosningar sem sönnun þess að de Gaulle og stjórn hans ætli ekki að af- nema það lýðræðisjega stjórnar- far sem nefndin reis gegn í upp- hafi. öryggisnefndin gerir sig alls ekki ánægða með það að hreyfingin, sem hún hefur vakið, deyi út hægt og hljóðlátlega, segja stjórnmálafréttaritarar. Blaðið „Paris-Presse“ birti í dag samtal við framkvæmda- stjóra þjóðlega lýðveldisflokks- ins (Gaullista), þar sem hann segir að búast megi við því, að myndaður verði stór miðflokkur, flokkur þjóðlegrar einingar, en hins vegar er ekki endilega nauð- synlegt að endurvekja hinn gamla flokk de Gaulle, sagði hann. Liðsauki til Alsír Fregnir sem borizt hafa tii Alsír frá París herma, að búast megi við 80.000 manna liðsauka til Alsír frá Frakklandi innan skamms. Á þessi liðsauki að leggja til atlögu við serkneska uppreisnarmenn þegar í stað. Meirihluti þeirra 400.000 her- manna, sem nú eru í Alsír, er bundinn við landamæri Túnis þar sem þess er gætt að enginn upp- reisnarmaður komist úr landi. De Gaulle ósveigjanlegur De Gaulle er staðráðinn í að láta ba.ja- og sveitastjórnakosn- ingar fara fram í ’' :ír í næsta mánuði, sagði formælandi stjórn- arinnar í dag. Hann gaf og í skyn að de Gaulle legði ekki sérlega mikið upp úr ákvörðun öryggis- nefndarinnar. Hún væri bara vottur skoðanamismunar sem væri eðlilegur í lýðræðisþjóð- félagi. Einnig hefur blaðafull- trúi öryggisnefndö -innar í Alsír, Neuwirth liðsforingi, reynt að draga úr áhrifum orðsendingar- innar til de Gaulle. Hún sé c _ki „stríðsyfirlýsing“ eða ögrun við de Gaulle, sagði hann. Salan andvigur nefndinni Salan yfirhershöfðiugi í Alsír talaði símleiðis /ið dc Gauile í dag og tjáði nonum, ..ð hann hefði ekki samþykkt ályxtun yfir- örygg' nefndarinnar. í blaðavið- tali, sem birtist dag, sagði Sal- an að óhætt væri að halda kosn- ingar í Alsír í næsta mánuði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.