Morgunblaðið - 11.06.1958, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 11.06.1958, Blaðsíða 3
Miðvik'udagur 11. júní 1958 Wflurrvpr áfílf) 3 Búið að semja um sölu á 1 270,000 tn. saltsíldar SÍLDARÚTVEGSNEFND, sem hefur yfirstjórn á sölu saltsíldar, hefur nú gert samninga um sölu á alls 270.100 tunnum af saltsíld og er*það ýmist Norðurlandssíld eða Suðurlandssíld. Búið er að gera samninga við Finna um sölu á 55.000 tunnum síldar, með þeim rétti á af- greiðslu síldarínnar, að ef síld- veiðin bregðist fyrir Norðurlandi og ekki verði hægt að láta ein- göngu Norðurlandssíld, sé heim- ilt að fylla upp í skarðið með Suðurlandssíld. Sala saltsíldar í Svíþjóð ætti að geta orðið nokkuð meiri í ár en á síðasta ári, því að Svíar vilja kaupa 57.000 tunnur. Svíar hafa áskilið sér Norðurlandssíld. Eitthvert lítils háttar magn verður selt til Danmerkur. Rússlandssamningur var undir ritaður fyrir síðustu helgi um sölu á 150.000 tunnum síldar. Er gert ráð fyrir að um 100.000 tn. af þessu magni verði Norður- landssíld, en um 50.000 tunnur verði Suðurlandssíld. Svo til ekkert saltsíldarmagn hefur verið selt til Bandaríkj- anna, en samningar um sölu síld- ar þangað eru nú á lokastigi og er gert ráð fyrir að Bandaríkja- menn kaupi 8.100 tunnur. Um þessar mundir er‘í Pól- landi við samninga um síldarsölu þangað Gunnar Flóventz, skrif- stofustjóri Síldarútvegsnefnd- ar, og er í för með honum Gunnar Jóhannsson, alþingis- maður. Standa vonir til að hægt verði að selja þangað nokkurt magn umfram það sem ákveðið er með viðskiptasamningi milli landanna. Kjarnaknúið kaupfar STAKSTEIIVAR WASHINGTON, 10. júní — Arleigh A. Burk« flotaforingi sagði í dag, að náðst hefði sögu- legur áfangi í þróun siglinga þeg- ar kjölur var lagður að kaup- skipinu „Savannah“ 22. maí s. 1. „Savannah" verður fyrsta kaup- skipið í heiminum, sem knúið verður kjarnorku, og líkti flota- foringinn þessari miklu breyt- Jónas Guð- mundsson sextugur HANN Jónas Guðmundsson for- maður AA-samtakanna á íslandi er sextugur í dag. Að tala um AA-samtökin án þess að minnast á Jónas, eða Jónas án þess að minnast AA- samtakanna er óhugsandi hverj- um þeim er einhver kynni hefur haft af þeim merka félagsskap. í upphafi hóf Jónas merki sam- takanna hér á landi ásamt öðr- um góðum drengjum, og í hinni styrku hendi hins nú sextuga hugsjóhamanns hefir það hvílt síðan. Brautryðjandastarf Jónas- ar í fararbroddi AA-fylkingar- innar hér á landi hefur verið sannkölluð sigurganga. í hundr- aðatali njótum vér blessunar þessa menningarafreks sem unn- ið hefur verið af fórnfýsi, ósér- hlífni og undraverðri karl- mennsku. Þessa afreks sem Jónas hefur helgað krafta sína undan- farin ár, utan embættisanna og fræðistarfa. Hví skyldi þessi snjalli heims- borgari hafa viljað binda trúss sitt við fyrirlitlegar fyllibyttur og aumkunarverða laundrykkju- menn þegar hann sjálfur, fyrir Guðs náð, hafði sloppið frá bölv- un áfengisins fyrir mörgum ár- um, og hefði samkvæmt venju átt að vera búinn að gleyma sínu fyrra böli, og farinn að líta nið- ur á drykkjusjúklinginn sem vesalings ósjálfstætt rekald. Þessari spurningu vei'ður lengi ósvarað, nema menn taki gilda þá skýringu hans sjálfs, sem hann telur ofur eðlilega. En hún er, að þakkarskuld sú er hann standi í við Frelsara sinn vegna dásamlegrar lækningar á eigin drykkjusýki standi í réttu hlut- falli við framlag hans til áfengis- rnálanna. Hann sé m. ö. o. að greiða gamla skuld. Svona er hann Jónas okkar AA-manna. Hann þyriar ekki ‘ rykinu að ástæðulausu. Hans er starfið. Starf í kærleika. Okkar er uppskeran. Við hyllum hann sextugan og lítum vonglaðir fram til óunninna sigra undir forustu hans. „Hann Jónas sér um það“ er viðkvæðið ef bliku dregur á loft hjá okkur í AA. AA-félagi. ingu við það þegar gufuvélin tók við af seglunum. „Savannah" verður fullgert einhvern tíma á næsta ári, en það er nú í byggingu í Camden í New Jersey. Það verður í senn farþega- og vöruflutningaskip, 168,5 metra langt og 22,5 metra breitt. Það á að rúma 60—100 farþega, áhöfnin verður 130 manns og burðarmagn þess 9.500 tonn. Hraðinn verður 20,5 hnút- ar á klukkustund. Kjarnorkuvélin í skipinu á að nægja til að halda þvi gang- andi í 3Vi ár eða 300.000 sjómíl- ur án þess að það þurfi að bæta við sig eldsneyti. Þjóðleikhúsið heim- sækir Sauðárkrók SL. laugardag sýndi leikflokkur Þjóðleikhússins á Sauðárkróki leikritið Horft af brúnni. Var mikil hrifning meðal áheyrenda, sem hylltu leikendur og leik- stjóra lengi með dynjandi lófa- taki í leikslok. Leikfélag Sauðár- króks sendi leikflokknum falleg- an blómvönd og upp á leiksviðið bárust fleiri fagrir blómvendir, sagði fréttaritari Mbl. á Sauðár- króki. tannig hugsar teiknarinn sér sambúð Títós og ráðamanna í Kreml. Ráðstefna œðstu manna ekki mjög langt undan ? Hin mikla skuldasöfuun Núverandi ríkisstjórn hefur hækkað erlendar skuldir ríkis- ins um a. m. k. 500 millj. kr. á þeim tæpum tveimur árum, sem hún hefur setið við völd. Nú síð- ast hefur hún tekið rússneskt lán að upphæð 50 millj. kr. Var það í fyrsta skipti upplýst í eldhús- dagsumræðunum um daginn af einum ræðumanna Sjálfstæðis- flokksins. Vinstri stjórnin fékk fyrsta er- lenda lán sitt hjá Bandaríkýun- um um leið og hún gerði samn- inginn um áframhaldandi dvöl hins ameriska varnarliðs hér á landi. Sá samningur var gerður rétt fyrir jólin 1956 eða tæpu misseri eftir að stjórnin kom til valda og lofaði að reka herinn tal'arlaust burtu. Engum gat dul- izt sambandið milli lántökunnar og samningsins um áframhald- andi dvöl hersins í landinu. Vinstri stjórnin hóf þannig göngu sína með því að semja um dollaralán gegn því að liún sviki stefnu sina í varnarmálunum. LONDON, 10. júní—R. A. Butler, innanríkisráðherra Breta, sem gegnir störfum forsætisráðherra meðan Macmillan er í Bandaríkj- unum, sagði í neðri málstofu brezka þingsins í dag, að miðað hefði lítið eitt í áttina að ráð- stefnu æðstu manna. Butler sagði að viðræður sendiherra Vesturveldanna í Moskvu við Grómýkó utanríkis- ráðherra Rússa héldu áfram, en um það hefði orðið samkomulag að halda þessum viðræðum með öllu leyndum. Þess vegna gæti hann ekki sagt annað en það, að lítið eitt miðaði í rétta átt. Óvíst hvenær umræðum lýkur Hann sagði ennfremur, að það yrði hlutverk. utanríkisráðherr- anna, þegar þeir koma saman og ef þeim tekst að ljúka nauðsyn- legum undirbúningi, að gera all- ar frekari ráðstafanir varðandi ráðstefnu æðstu manna. Gaitskell foringi stjórnarand- stöðunnar spurði hvenær húast mætti við, að umræðunum i Moskvu lyki. Íslenzh-omerískur strengjo- kvnrtett heldur tónleikn hér Butler kvaðst ekki geta gefið áreiðanleg svör við því. Svipiuð sjónarmið Frank Beswick, þingmaður Verka mannaflokksins, spurði að hve miklu leyti tillögur Rússa um eftirlit með banni við tilraunum með kjarnorkuvopn væru í sam- ræmi við þær tillögur sem brezka stjórnin hefði nokkrum sinnum komið fram með. Butler sagði, að afstaða Breta og Rússa til þessarar spurningar væri nú mjög svipuð. Kvaðst hann vona að sérfræðingarnir gætu komið saman á næstu vik- um. Fulltrúar frá Bandaríkjun- um mundu áreiðanlega taka þátt í þeim viðræðum, en hins vegar gæti hann ekki sagt neitt ákveð- ið um þessi mál að svo stöddu. Kjaradeila FYRIR þremur árum voru hér á ferð nokkrir tónlistarmenn úr hinni kunnu sinfóníuhljómsveit 1 Boston, þar á meðal nokkrir ágætir strengjaleikarar, sem héldu tónleika víðs vegar um landið. Kynntust þeir þá íslenzk- um tónlistarmönnum og í gegn- um þau kynni kom fram sú hug- mynd, að gaman væri fyrir ís- lenzka og ameríska tónlistar- menn að halda hér nokkra sam- eiginlega tónleika. Fyrir milligöngu og aðstoð menntamálaráðuneytisins hér og bandaríska utanríkisráðuneytis- ins hefur þessari hugmynd nú að nokkru leyti verið hrundið í framkvæmd, með því að þeir Björn Ólafsson, konsertmeistari Sinfóníuhljómsveitar fslands, og Jón Sen, fiðluleikari, ásamt tveimur tónlistarmönnum úr sin- fóníuhljómsveitinni í Boston, þeim George Humphrey og Karl Zeise, hafa að undanförnu æft með sér kammermúsik og eru nú að hefja tónleikaferð víðs vegar um landið. Mun Björn Ólafsson leika fyrstu fiðlu í þessum kvart- ett og Jón Sen aðra fiðlu. George Humphrey mun hins vegar leika á víóla í þessum kvartett, en Karl Zeise á selló. Þeir hafa báð- ir verið meðlimir hinnar heims- kunnu Bostonhljómsveitar um árabil og eru kunnir tónlistar- menn þar vestra, sem víða hafa komið fram, bæði sem einleikar- ar og í strengjakvartettum. Þeir fjormenningarnir fóru til Akureyrar í gær og héldu þar fyrstu tónleika sína í gærkvöldi. Því næst fara þeir til Húsavíkur og koma þar fram á tónleikum í dag, en á morgun heldur kvart- ettinn tónleika á Seyðisfirði og í Neskaupstað á föstudagskvöld. Sunnudaginn 14. júní, er gert ráð fyrir, að þeir komi fram á tónleikum í Vestmannaeyjum, en síðan halda þeir vestur á land og leika í Bolungarvík, 18. júní, en á ísafirði 19. júní. Þá er einnig ákveðið, að kvartettinn haldi sér- staka tónleika á dagskrá Ríkis- útvarpsins. Ekki er enn full- ákveðið, hvort þessi strengja- kvartett mun koma fram á opin- berum tónleikum hér í Reykja- vík. Meðal verka þeirra, sem kvart- ettinn hefur á efnisskrá sinni, eru strengjakvartett eftir Beet- hoven í c-moll op. 18 nr. 4, kvartett í F-dúr op. 96 eftir Antonin Dvorák, þáttur úr kvart- ett í d-moll (Dauðinn og stúlk- an) eftir Franz Schubert, kaflar úr kvartett eftir bandaríska tón- skáldið Samuel Barber og fleiri verk Togararnir á karfaveiðum PATREKSFIRÐI, 7. júní. — Sl. miðvikudag kom togarinn Ólafur Jóhannesson til Patreksf jarðar af veiðum frá Austur-Grænlandi eft- ir 12 daga útivist með mjög góð- an afla. Var hann með um 350 tonn af 1. flokks karfa, sem fór til vinnslu i frystihúsum staðarins. Er karfinn stór og vel feitur. Að aflokinni löndun fór Ólafur Jó- hannesson aftur út á veiðar. B.v. Gylfi fór á þriðjudaginn í þess- ari viku til Græniands. Hann er líka á karfaveiðum. Fyrir nokkrum dögum komu hingað tveir þýzkir togarar. Ann- ar þeirra hét Wesel og er frá Bremerhaven. Sótti hann hingað tvo þýzka háseta, sem hafa legið í sjúkrahúsinu hér. Hinn hét Rostock frá Austur-Þýzkaiandi. Kom sá togari iíka hingað fyrir tæpum þremur árum. Var han ' að þessu sinni með veikan mann, en fékk ennfremur smávegis við- gerð á pollarúllunni. — Karl. Doktorsvörn í Háskólanum LAUGARDAGINN 14. júní fer fram doktorsvörn í hátíðasal há- skólans. — Friðrik Einarsson læknir ver ritgerð sína um upp- handleggsbrot (Fracture of the upper end of the humerus) fyrir doktorsnafnbót í læknisfræði. Andmælendur af hálfu lækna- deildar verða próf. dr. Snorri Hallgrímsson og dr. med. Bjarni Jónsson, en próf. dr. Sigurður Samúelsson stýrir athöfninni. Doktorsvörnin hefst kl. 1,30 e. h., og er öllum heimill aðgang- ur. síldveiðisjómanna f mörgum verstöðvum eru síld- veiðiskipin nú fullbúin undir sumarvertíðina. En þau geta ekki lagt úr höfn vegna þess að ennþá er ósamið um kaup og kjör sjó- mannanna, Samningum hefur verið sagt upp um land allt nema í Vestmannaeyjum. Afurðaverð hefur heldur ekki verið ákveðið ennþá. Ríkir því mikil óvissa um þessi mál öll. En blað kommún- ista hælir sjávarútvegsmálaráð- herra sínum þó daglega fyrir „röskleika“ hans og forystiu í málum útvegsins. Munu fáir aðr- ir koma auga á „farsæld“ þeirr- ar forystu. Sannleikurinn er sá að sildar- útvegurinn stendur frammi fyrir miklum erfiðleikum um þessar mundir. Útgerðarkostnaðurinn hækkar a. m. k. um 20% á bát. Er það afleiðing efnahagsmála- ráðstafana ríkisstjórnarinnar. — Þannig fer vinstri stjórnin að því að „hjálpa“ útflutningsfram- Ieiðslunni. k * Minnimáttarkennd Tímamanna Pétur heitinn Magnússon og nýsköpunarstjórnin markaði nýja og raunhæfa stefnu í landbúnað- armálium. Tæknin var tekin í þjónustu landbúnaðarins og við- urkennt að bændur ættu rétt á að hafa hliðstæðar tekjur og aðr- ir borgarar. Afturhaldsstefna Framsóknar- flokksins, sem miðaði að þvi að gera sem flesta íslenzka bændur að ríkisþrælum var brotin á bak aftur. Lánastofnanir bænda voru efldar og ný löggjöf sett um flesta þætti landbúnaðarmál- anna. Siðan þetta gerðist undir for- ystu Péturs Magnússonar og með stuðningi margra mikilhæfra bænda um land allt hafa Tíma- menn gengið með magnaða minni máttarkennd. Þcim svíður sárt að Sjálfstæðismenn skyldu verða til þess að svipta álagaham kyrr- stöðunnar af íslenzkum sveitum. Þeim þykir illt til þeirra stað- reynda að vita, að bezt upplýsti hluti bændastéttarinnar skuli viðurkenna hina giftusamlegu forystu Sjálfstæðisflokksins í landbúnaðarmálum. Þess vegna reynir Timinn siðustu daga enn einu sinni að endurtaka gamla róginn um stefnu nýsköpunar- stjórnarinnar í Iandbúnaðarmál-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.