Morgunblaðið - 05.07.1958, Blaðsíða 6
6
tonncT’vnT Artif:
Laugardagur 5. júlí 1958
Kosning í stjórn
Sogsvirkjunar
og Sparisjóðs
A BÆJARSTJÓRNARFUNDI á
fimmtudag voru kosnir menn í
stjórn Sogsvirkjunar og Spari-
sjóðs Reykjavíkur.
í stjórn Sogvirkjunarinnar
skyldi kjósa þrjá menn til
þriggja ára. Fram komu tveir
listar og voru á öðrum þeirra
Gunnar Thoroddsen og Guðmund
ur H. Guðmundsson en á hinum
Einar Olgeirsson. Urðu þeir allir
sjálfkjörnir þar eð ekki var stung
ið upp á fleiri mönnum en kjósa
átti. Varamenn urðu einnig sjálf
kjörnir af fyrri listanum, Tómas
Jónsson og Helgi Hermann Ei-
ríksson, og af seinni listanum,
Björn Bjarnason.
í stjórn Sparisjóðs Reykjavíkur
skyldi kjósa tvo menn. Komu
fram tveir listar og voru á fyrri
listanum Bjarni Benediktsson og
Baldvin Tryggvason en á hinum
var Ólafur H. Guðmundsson. Við
atkvæðagreiðslu hlaut .fyrri list-
inn 10 atkvæði og báða menn
kjörna en sá seinni 3 atkv. og
engan mann kjörinn. Tveir at-
kvæðaseðlar voru auðir.
I>á skyldi kjósa tvo endurskoð-
endur við Sparisjóðinn og fór á
sömu leið að listi með Birni Step
hensen og Helga Sæmundssyni
hlaut 10 atkv. og báða menn
kjörna en listi með Sigurði Sig-
mundssyni hlaut 3 atkv. og náði
ekki kjöri. Tveir atkvæðaseðlar
voru auðir.
Nýjungsr
í bókbandsiðn
GUÐMUNDUR GlSLASON, bók-
bandsmeistari hjá ísafold, er ný-
lega kominn heim eftir nokkurra
vikna námsdvöl erlendis.
Guðmundur dvaldist um hríð
á nýtízku bókbandsverkstæðum,
m. a. hjá Gyldendal og Pedersen
P. Pedersen í Kaupmannahöfn.
Kveðst Guðmundur hafa séð
ýmislegt nýtt, nýjar vélar, ný
verkfærí og breytt handbrögð
„Okkur vantar ýmsar nýjar vél-
ar hér heima“ segir Guðmund-
ur, „og til þess að geta fengið
þær vantar gjaldeyri — því
miður“.
Indriði G. Þorsteinsson og Gísli Halldórsson ræðast við.
79 af stöðinni"
sem útvarpsleikrit
//
í KVÖLD, laugardagínn 5. júlí,
verður byrjað að flytja skáld
söguna „Sjötíu og níu af stöð
inni“ í útvarp. Gísli Halldórsson,
leikstjóri og leikari, hefur búið
söguna til flutnings í leikrits-
formi, svipuðu og þegar Amok
eftir Stefan Zweig var flutt s.i.
vetur, og verður sagan lesin og
leikin alls fimm laugárdagskvöld
í röð.
Aðalhlutverk eru í höndum
þeirra Gísla Halldórssonar Krist-
bjargar Kjeld og Guðmundar
Pálssonar. Sagan verður flutt að
mestu leyti óstytt, nema hvað
fyrsta kaflanum er sleppt. Þrjár
persónur koma einkum við sögu
í bókinni, þau Ragnar Sigurðs-
son, sem jafnframt er sögumað
ur, Guðríður Faxen og Guðmund
ur bílstjóri. Gísli mun leik.,
Ragnar, en Kristbjörg og Guð-
mundur þau Guðríði og Guð-
mund. Þetta er í fyrsta sinn að
íslenzk skáldsaga er flutt í út-
varp í formi sem þessu.
Indriði G. Þorsteinsson ritaði
skáldsöguna „Sjötíu og níu af
stöðinni“ á Akureyri haustið
1954. Kom hún síðan út hjá Ið-
unnarútgáfunni í Reykjavik
snemma árs 1955. Fyrsta útgáfa
bókarinnar seldist upp á mjög
skömmum tíma. Nokkru síðar
gaf Iðunn söguna út í svonefndri
vasaútgáfu og mun hún enn til
í þeirri útgáfu. Sjötíu og níu af
stöðinni er önnur bók Indriða,
en áður var komið út smásagna-
safnið Sæluvika, og snemma á ár
inu 1957 kom út smásagnasáfnið
Þeir sem guðirnir elska. — Iðunn
hefur gefið út allar bækurnar.
Komið hefur til tals, að Sjötíu
og níu af stöðinni yrði kvikmynd-
uð. Enn hefur þó ekkert verið
ákveðið í því efni. Islenzki aðil-
inn að kvikmyndun sögunnar er
Edda-film. Hefur verið lögð á
það mikil áherzla af þeim, sem
um þetta hafa fjallað, að leikarar
yrðu íslenzkir.
Hreppsnefndar-
kosningar í Kjalar-
neshreppi
í KJALARNESHREPPI voru
hreppsnefndarkosningarnar ó-
hlutbundnar, og eftirtaldir menn
kosnir: Teitur Guðmundsson,
Móum, Jón Ólafsson, Brautar-
holti, Bjarni Þorvarðsson, Bakka,
Ólafur Kr. Magnússon, Klébergi
og Sigurður Loftsson, Hrafnhól-
um. í sýslunefnd var kosinn Ól-
afur Bjarnason, Brautarholti.
Kadar segir:
Osanngjarnt, ef Nagy og
félagar hefðu sloppið
Við hötum refsað fjölda gagnbyltingar-
manna — hví ekki þeim ? spyr kvislingurinn
BtJDAPEST. — A sunnudag-
inn hélt Kadar, kvislingur
Ungverjalands. ræðu og talaði
m.a. um aftökur Nagys, Male-
ters og blaðamannanna 2ja,
sem kommúnistar rufu grið á,
eins og kunnugt er. Kadar,
sem gegnir embætti aðalritara
ungverska kommúnistaflokks
ins, hélt því fram, að komm-
únistar hefðu alls ekki brotið
lög á þessum fjórum fórnar-
dýrum sínum: — Nagy hefði
aldrei verið kallaður fyrir
rétt. sagði Kadar, ef hann
hefði ekki gerzt lygari og kom
izt til valda á föiskum for-
sendum.
Ræðu þessa flutti Kadar á flug-
vellinum í Búdapest. þegar hann
kom heim úr för sinni til Búlg-
aríu. Ræðan var ekki birt í ung-
verskum blöðum fyrr en í gær.
Kadar sagði m.a.: — Ef Nagy
hefði um kvöldið 23. október 1956
lýst því opinberlega yfir, að það
væri skoðun hans, að rétt væri að
endurvekja Smábændaflokkinn
og skipa fulltrúa hans í róðherra
embætti og auk þess krafizt þess,
að Ungverjaland segði sig úr Var-
sjárbandalaginu, þá hefði hann
aldrei orðið forsætisráðherra,
aldrei meðlimur miðstjórnarinn-
ar — og þá hefði hann ekki held-
ur verið ákærður og dæmdur.
— Hann minntist ekkert á
þetta, hélt Kadar áfram, en komst
með svikum til valda, og með
aðstoð þjóðfjenda. Við höfum
refsað fjölda gagnbyltingar-
manna, bætti Kadar við, og það
væri því ósanngjarnt, ef við hefð-
um látið Nagy og félaga hans
sleppa.
Skoiað d verðlagsyfirvöld að
stuðlesta óhjdkvæaiilegar
afleiðingar bjargrdðanna
BÆJARSTJÓRN Reykjavíkur
samþ. á fimmtiud., að skora ein-
dregið á viðkomandi verðlags
yfirvöld, að staðfesta hækkanir
þær sem bæjarstjórnin sam
þykkti fyrir rúmum mánuði i
töxtum rafmagnsveitu, hitaveitu
og strætisvagna.
Gunnar Thoroddsen gerði grein
fyrir þeim erfiðleikum, sem drátt
ur á staðfestingu hinna nýju
taxta ylli í rekstri þessara
bæjarfyrirtækja. Hækkanirnar
væru nauðsynlegar vegna hinna
stórauknu útgjalda, sem leiddi aí
bjargráðalögum ríkisstjórnarinn-
ar.
Borgarstjóri kvað það þeim
mun óskiljanlegra að verðlags-
yfirvöldin skyldu fresta staðfest-
ingu á> hinum nýju töxtum, að
þau hafa samþykkt hverja verð-
hækkunina á fætur annarri, bæði
í viðskiptalífinu og einnig á
margs konar þjónustu ríkis og
ríkisstofnana.
Askorunin var samþykkt með
9 atkv. gegn 1.
PRAG, 3. júlí. — Síroki, for-
sætisráðherra Tékkóslóvakíu,
sagði í ræðu í dag, að ef vestur-
þýzki herinn verði búinn kjarn-
orkuvopnum, muni Varsjár-
bandalagsríkin grípa til sinna
ráða og væntanlega koma upp
kjarnorkustöðvum í löndum sín-
Engir sérsamningar við
Norðmenn, J yrði rætt um fiskveiðilandhelg-
segir Haraldur
Cuðmundsson
í blaðaviðtali
í REUTERSSKEYTI til Mbl. í
gærkvöldi segir, að norska blaðið
„Haugesunds Dagblad" hafi átt
viðtal við Harald Guðmundsson
sendiherra íslands í Osló. Sendi-
herrann kveðst ekki trúa því, að
möguleikar séu á því, að gerðir
verði sérsamningar milli íslands
og Noregs um fiskveiðilandhelg-
ina. Slíkir samningar, segir hann,
yrðu túlkaðir á þann veg, að ís-
lendingar væru að mismuna fisk-
veiðiþjóðum. Það er skoðun ís-
lendinga, heldur sendiherrann
áfram að það mundi verða öllum
viðkomandi löndum til góðs, ef
fiskurinn yrði verndaður með 12
mílna landhelgi. Þá benti hann á,
að Norðmenn hefðu ávallt stund-
að síldveiðar sínar á íslandsmið-
um fyrir utan 12 sjómílna tak-
mörkin.
Johannes Sellæg, fulltrúi í
fiskimálaráðuneytinu, sagði í dág
(skv. Reutersskeytinu), í sam-
tali, sem Lofotposten hefur átt
við hann, að Nils Lysö, fiskimála-
ráðherra Noregs, mundi sitja
fimmtu ráðstefnuna um fiskveið-
ar í norðurhöfum, sem haldin
verður í Danmörku frá 11.—14.
ágúst, en ósennilegt væri, að þar
Hagur Sparisjóðs
Dalasvslu góður
AÐALFUNDUR Sparisjóðs Dala
sýslu var haldinn að Búðardal
föstudaginn 20. júní sl. Hagur
sjóðsins er góður. Sparifjárinn-
stæða hækkaði á árinu 1957 um
700,000.00 kr., en um 1.200,000.00
kr. frá árslokum 1955. Útlán á
árinu 1957 námu tæpum 2 millj.
Arður ársins varð rúmlega 110
þús. kr. Varasjóður er nú á 7.
hundrað þúsund. Á fundinum
mættu margir ábyrgðarmanna
sjóðsins og lýstu þeir ánægju
sinni yfir gengi sjóðsins og góð-
um rekstri.
í stjórn voru kosnir Friðjón
Þórðarson, sýslumaður, og Ólaf-
ur Jóhannsson, bóndi, Skarfastöð
um, sem aðalmenn, og varamenn
þeir Aðalsteinn Baldvinsson kaup
maður, Brautarholti og Jóhannes
Sigurðsson, hreppstjóri, Hnúki,
Sýslunefnd Dalasýslu kýs einn
fulltrúa í stjórnina. Var endur-
kjörinn Sigtryggur Jónsson,
hreppstjóri Hrappsstöðum, sem
aðalmaður, en varam. hans Hjört-
ur Ögmundsson, hreppstj, Álfa-
tröðum. Form. sparisjóðsstjórn-
ar er Friðjón Þórðarson, sýslu-
maður, en gjaldkeri Sigtryggur
Jónsson, hreppstjóri, Hrappsstöð
um. —E.G.Þ.
sbrifar úr
daglega lífinu j
Þrengist í höfninni
EKKI blæs enn byrlega í far-
mannadeilunni. Skipin stöðv-
ast hvert af öðru. Það er hall-
ærislegt að sjá höfnina fuila af
aðgerðarlausum og mannlausum
skipum svona um hábjargræðis-
tímann. Já, þegar við tölum um
„bjargræði" íslenzku þjóðarinnar,
þá dettur sennilega flestum fyrst
í hug þorskur og síld, sem við ó-
neitanlega eigum mikið undir kom
ið — eða kannski „bjargræði"
vinstri stjórnar okkar, sem við
þurftum að bíða sem lengst eftir
og sumir, reyndar allmargir,
vilja kalla glapræði eða öðrum
þaðan af verri nöfnum og það
eftir allt þetta ógnar basl, þóf og
þref, sem þetta afsprengi vinstri
samvinnunnar hafði kostað. Vissu-
lega var mörgum til nokkurs hug-
arléttis, að olíuskipunum skyldi
veitt undanþága frá verkfalls-
banninu, svo ekki skyldi þurfa að
koma til þeirra óskapa að fisi-
flotinn stöðvaðist. — Ástandið er
nógu afleitt fyrir því.
Erlendum ferðamönnum
settur stóllinn fyrir dyrnar
HUGSUM okkur t. d. hvaða
áhrif þetta farmannaverkfall
hefir á ferðamannastrauminn
hingað frá útlöndum, sem undir
eðlilegum kringumstæðum gæti
fært okkur ekki svo lítinn pening
í erlendum gjaldeyri. Já, og
nákvæmlega þetta sama skeði
í fyrra: Skipin stöðvuðust, vegna
verkfalls um há-sumarmánuðina
og þúsundir útlendinga, sem ráð-
gert höfðu ferð til íslands i sum-
arleyfi sínu fengu engan farkost
og komust hvergi. Skyldi þetta
fólk, sem nú í ár gerir ef til vill
aðra tilraun til að komast til ís-
lands — og verður fyrir því sama
skyldi það nenna að standa
lengur í að reyna að komast til
„sögueyjarinnar" í norðri, sem nú
gerist helzt söguleg fyrir allt ann
að en það, sem hún hefir hlotið
þetta nafn fyrir, er við svo gjarn-
an höldum á lofti.
Óskemmtilegt verk
NEI, það er nokkurn veginn
áreiðanlegt og augljóst, að
þessi farmannaverkföll — ár eftir
ár — hljóta að hafa mjög nei-
kvæð áhrif á þessa nýju „atvinnu-
grein“ okkar, erlenda ferðamenn,
sem við höfum verið að rembast
við að byggja upp á síðari árum
— af vanefnum þó. Og þeim
mönnum sem fást við þessi mál,
og sjá nú mikinn undirbúning og
erfiði að engu gert og bíða þar
á ofan stórkostlegt fjárhagstjón,
er varla láandi þótt þeir
missi að nokkru móðinn og séu
bæði leiðir og reiðir. Og það er
ekkert skemmtilegt verk fyrir
starfsfólkið í ferðaskrifstofum
okkar, að þurfa nú enn á ný að
sejast niður skrifa út um allar
jarðir bréf til að afsaka, útskýra
og endurkalla — og bjóða Mr.
Smith eða frú Hansen velkomin
til íslands næsta ár!
Lítil saga um Ijóta
umgengni
KARL í Kleppsholtinu skrifar:
„Velvakandi góður,
því er ekki að neita að mikið hefir
verið bætt úr brýnni þörf fyrir
strætisvagnaskýli hér í Reykja-
vík, þó að mörgum finnist peir
vera settir út undan í þessu efni.
Yfirleitt eru þessi skýli góð og
ekkert að þeim að finna — nema
þá hirðingu þeirra. Þannig er t.d.
eitt skýli inni við Kleppsveg, sem
ég hefi komið í — eða öllu heldur
að nokkrum sinnum að undan-
förnu. Ég myndi sem sagt ekki
fara inn í það, nema mikið lægi
við, svo ófýsilegt sem það er inn-
göngu. Þetta er eitt af þessum
steyptu járnslegnu skýlum, sem
eru lokuð nema hvað á því eru
einar þröngar dyr — opnar. Það
veitir því ágætt skjól ef hægt væri
að haldast við þar inni fyrir ó-
daun og sóðaskap. Þar hefir.verið
fleygt alls konar rusli og óþverra
og ramma k-ytulykt leggur að
vitum þess, sem í sakleysi ætlar
að leita þar skýlis.
Þettá er auðvitað algerlega ó-
þolandi ómenning og vítaverð van
ræksla af þeim, sem hér á um
að hirða. Eða getur það verið, að
það sé enginn sérstakur, sem hefir
umhirðu strætisvagnskýlanna með
höndum? Ef svo er, væri sannar-
lega ekki vanþörf á að skipa ein-
hvern í þann starfa — og það fyrr
en seinna, því að við svo búið má
engan veginn standa. Ég býst
ekki við að þetta umrædda skýli
sé nein undantekning. — Karl í
Kleppsholtinu".