Morgunblaðið - 05.07.1958, Page 9

Morgunblaðið - 05.07.1958, Page 9
Laugardagur 5. júlí 1958 M O R r. V N Ti T 4 n 1 F> 9 Séð af stöðvarhúsinu yfir stífluna og uppistöðuna. Xurninn t. v. er inntakið. Yfirfallið er 125 m. langt og plötustíflan 70 m. löng. Ler gst til hægri eru hinir nýju fossar, sem myndazt hafa við stífluna. (Ljósm. vig.) Frá Grímsárvirkju n verður veitt raf- magni um Austfirði frá Vopnafirði og að Djúpavogi Stöðin tók til starfa 15. júni s. I. OKKUR íslendingum finnst það jafnan mikið fagnaðarefni er nýtt mannvú-ki er tekið í notkun, sem verða á til farsældar og fram- kvæmdaaukningar á okkar lítt numda landi. Ekki gildir þetta hvað sízt um mannvirki sem fram leiðir ljós og yl á byggðu bóli. Svo skammt er síðan mestur hluti af orku þjóðarinnar fór í baráttuna við myrkur og kulda. gljúfursins. Nú fellur hún aftur á móti í þremur beljandi fossum fram af berginu nokkru neðar en eftir gömlu fossbrúninni má ganga þurrum fótum. Við mér blasti stíflugarður, sem er á 3. hundrað metra á lengd. Að sönnu er stíflan sjálf um 350 m löng, en landendar hennar eru undir jarð- vegi að mestu, en þeir eru 80—90 m hvorum megin. Á tanganum, er Miðaldra fólk man þessa tíma^vel árnar mynda sameiginlega rís stöðvarhúsið, sem er í rauninni stærra en það sýnist, því að undir því er frílega 30 m djúp hola, en i.iðri í henni eru þrjár hæðir byggingarinnar. svo ekki sé minnzt á þá sem 'eldri eru. Einn glæsilegasti þátturlnn í uppbyggingu þeirri og nýsköpun, sem fram hefir farið síðasta hálf- an annan áratuginn er bygging orkuveranna í landinu. Þessu hefir jafnan fylgt ört blómgandi at- vinnulíf á þeim stöðum þar sem oruverin hafa risið. Þau hafa ver- ið sá lífsins elixír sem breytthefir stöðum þar sem atvinna og af- koma hefir verið hrörnandi, í líf- vænleg og vaxandi byggðarlög. Það er ekki einasta að rafmagnið veiti orku til hvers konar iðnaðar og framkvæmda, heldur gefur birta þess og ylur í híbýlum manna bætta heilsu og aukinn þrótt, sem eru verðmæti, sem aldr- ei verða metin til fjár. AustfirSingar útundan Einn landshluti hefir lengi verið á eftir í þessu efni, en það er Austurland. Hann sækir þó fram á við þótt mörgum finnist skrefin óþarflega smá og jafnvel að byrj- að sé á öfugum enda. Hér skal ekki um það rætt frekar. Hitt er mest um -ært að rafmagnsmálum Austfirðinga miðar ekki aftur á bak heldur nokkuð á leið. Ég átti þess kost nú á dögun- um að skoða hina nýju Grímsár- virkjun, Scm tengd var við raf- magnskerfi Austurlands hinn 15. júní síðastliðinn. Þetta er kannske eitt umdeildasta mannvirkið á landinu þótt um eitt verði ekki deilt að það er þegar farið að veita orku sinni um nokkurn hluta byggðarinnar austur þar og stöð- ugt koma fleiri staðir sem njóta munu orkunnar frá Grímsá. Þegar er búið að veita rrfmagninu til Egilsstaðaþorps, Neskaupstaðar og Seyðisfjarðar og næstu daga mun Eskifjörður einnig verða tengdur við veituna. Þannig er enn sem komið ekki nýttur fullur helmingur hinna 2.800 kw., sem virkjunin framleiðir. Það var sólbjartur síðasti dag- ur júnímánaðar er ég ók inn Vell- ina og nokurn spöl eftir veginum, sem liggur upp í Skriðdal. Yfir Gilsá hefir verið byggð ný og voldug brú. Skömmu áður en ég kom að henni nam ég staðar og gekk niður að Grímsá til þess að virða mannvirkin fyrir mér hand- an af bakkanum austan gljúfurs- ins. Mér þóttu umskiptin mikil frá því er ég var á þessum sama stað fyrir tveimur árum síðan. Þá féll Grímsá fram af berginu í einum streng og sameinaðist Gilsá í enda um við Sigurður niður í holuna. Mér þykir heldur hafa skipt úm frá því fyrir tveimur árum þegar ég prílaði niður járnstigann með stálhjálm á höfðinu til að verjast grjóthruni úr berginu, í fylgd með Rögnvaldi Þorlákssyni verk- fræðingi. ' staðinn fyrir ójafnar bergnibburnar sem þá voru, var nú kominn rennsléttur, hringlaga veggur í holuna og í staðinn fyrir skröltandi rimlastigann var nú raf magnslyfta. Fyrst komum við nið ur á þriðju hæð eða þriðja góif, en þar er komið fyrir segulmögnunar vél og gangráð. Rétt þar undir er svo annað gólf, en þar er rafall- inn, sem framleiðir hin 2800 kw. og skilar þeim með 6200 volta spennu út í stöðvarspenninn sem hækkar spennuna í 33000 volt og með þeim krafti fer straumurinn til aðalspennistöðvarinnar fyrir Austurland, sem er staðsett á Eg- ilsstöðum. Á neðsta gólfi er svo sjálf túrbínan, en inn í hana kem- vefkstjóri hjá Verklegum fram- kvæmdum, en það fyrirtæki hefir annazt byggingu stöðvarinnar, skýrir nokkuð fyrir mér gerð stífl unnar og stærð. Yfirfallið er 125 m á lengd, plötustífla 70 m og landendar 90 m öðrum megin en 70—80 hinum megin. Þessir endar eru að mestu undir jarðvegi og grjóti, en aik er steypt nokkuð of- Stöðvarstjóraliúsin. Verlcstjóri og stöðvarstjórar. — Frá v. Guðleifur Guðmunds- son verkstjóri, Einar Sv. Pálsson stöðvarstjóri og lengst t. h. Sigurður V. Gunnarsson stöðvarstjóri. Enn niikið eftir Það er enn allt á tjá og tundri í ,nýlendunni‘ við Grímsá. Þótt stöð- in sé tekin til starfa er enn miklu verki ólokið við ýmsan frágang. Gert er ráð fyrir að stórir vinnu- flokkar muni verða þarna að störf um í allt sumar. Þar voru nú 40—50 manns að störfum. Stöðv- arstjórár við Grímsá eru tveir, þeir Sigurður V. Gunnarsson og Einar Sv. Pálsson. Sigurður fylg- ir mér um mannvii-kin og útskýrir í stórum dráttum fyrir mér hvað fyrir augun ber. 1 stöðvarhúsinu sjálfu er fyrst komið inn í svo- nefndan kranasal. Þar uppi undir lofti er 25 tonna krani, að sjálf- sögðu rafknúinn, en hann er not- áður til þess að setja niður og taka upp hin ýmsu stóru og þungu tæki, sem komið hefir verið fyrir í „holunni". 1 þessum kranasal er i jafnframt vei'kstæði stöðvarinnar.! Undir kranasalnum er svo geymslurúm, eða „lager“ stöðvar- innar. Ennfremur er lítilli diesel- stöð komið þar fyrir, sem nota á í viðlögum. Þegar komið er inn úr kranasalnum verður fyrir töflu salurinn, en það er hinn raunveru legi stjórnklefi s(öðvarin nar, enda er þaðan hægt að stjórna öllum tækjum. Þessu næst höld- ur vatnið eftir neðanjarðargöng- _ an £ klöpp til þess að varna því a' það raskist. Alls er því þessi stífla um 350 m á lengd. Grímsá er talin ákaflega breytilegt vatns- fall. 1 hana geta hlaupið gífur- leg flóð og hún getur einnig nær- fellt þornað upp. Taldir eru tveir möguleikar til vatnsöflunar inni í dölum, sem nota mætti sem vara- sjóð, en ekki er enn farið að byggja slíkar jöfnunarstöðvar. Talið er að með fullu álagi muni vatnið i uppistöðunni við stíflu stöðvarinnar endast sem svara 18 klst., ef áin þornaði alveg. Von- andi er að slíkt komi ekki fyrir. um og gengur svo frá henni út í gljúfrið. >4 milljón rúmmetra af vatni Þarna niðri hittum við Einar Sv. Pálsson að verki við túrbín- una. Nú er haldið upp með lyftunni og inn í töflusalinn þar sem tveir rafvirkjar eru í óða önn að merkja hinar fjölmörgu leiðsl- ur sem liggja inn í töflurnar. Næst klifrum við upp á kranann og komumst af honum út á þak stöðvarhússins. Nú blasir við okkur hin mikla uppistaða ofan stíflunnar. Þarna mun vera sam- an komin um Yi milijón rúmmetra af vatni. 70 rúmmetrar runnu á sekúndu yfir yfirfall stíflunnar þennan dag, en það vat líka tals- vert flóð í ánni. Stöðin notar um 12 rúmmetra á sekúndu við fullt álag, en ekki er gert ráð fyrir að það verði nema fáar stundir sólar- hringsins. Meðalrennsli í ánni þarf að vera um 6 rúmmetrar á sekúndu til þess að jafnan sé nægilegt vatn fyrir hendi. Guðleifur Guðmundsson, sem er Þægileg íbúðarhús Þegar lokið er skoðun mann- virkjanna niður við ána er haldið heim í hús Sigurðar stöðvarstjóra. Það er næsta einkennilegt útlits og fýsir mig að skoða það hið innra. Hús beggja stöðvarstjór- anna eru eins. Hið innra eru þau mjög smekkleg og öllu haganlega og skemmtilega fyrir komið. Það er með húsin eins og svo margt Framh. á bls. 13. Stöðvarhúsið t. v. og plötustíflan. Neðst á miðri myndinni kemur vatnið út frá túrbínunni, sem er staðsett um 30 metra niðri í jörðinni. Stallurinn framan við st:cIuna t. h. á myndinni er gamla fossbrúnin.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.