Morgunblaðið - 05.07.1958, Page 13

Morgunblaðið - 05.07.1958, Page 13
Laugardagur 5. júlí 1958 MOnCTnsrtl4ÐlÐ 13 Stjórnmálafundirnir og V. stjórnin SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN boðaði, eins og ■ kunnugt er, um 20 almenna stjórnmálafundi, eft- ir að Alþingi sleit. Voru þeir haldnir víðs vegar um land og í öllum landsfjórðungum. Hefir þess háttar fundaferðalag eigi átt sér stað svo almennt síð- an 1935. En mikill munur er á þeim svip, sem þá gerðist og nú. Árið 1935 var vinstri stjórn í landinu eins og nú. En hún og hennar fyrirmenn mættu á öllum fundum og rökræddu stjórnmál- in af fullri einurð og djörfung. Nú þora þeir ekki að mæta. Tvær undantekningar urðu þó í þessu efni. í Borgarnesi og á Seyðis- firði snerust þingmenn Hræðslu- bandalagsins til varnar. Var þeirra vörn eins og efni standa til harla óþægileg. En mennirnir sýndu manndóm, sem alltaf er virðingarvert. Allir aðrir þing- menn stjórnarflokkanna, og stjórnin sjálf, komu sér hjá að mæta og unnið var að því eftir megni, að fólkið, sem fylgt hefir stjórnarflokkunum kæmi ekki á fundina. Þessi mikla breyting frá 1935 er skiljanleg. Þá var stjómarliðið í baráttuhug. Það þóttist vera að berjast fyrir málstað, sem það taldi réttan. Nú er það sokkið í þá gryfju, sem alkunn og yfir- drifin svik við gefin loforð hafa grafið. Það vill forðast að mæta rökræðum andstæðinga og vill koma í veg fyrir það, að fólkið, sem ekki er vonlaust að hægt sé að blekkja enn um stund mæti á opinberum fundum. Að láta slíkt fólk heyra sagt frá öllu ástandinu, sem stjórnin hefir skapað í landinu og vera vitni að ráðaleysissvörum ráðherra og þingmanna stjórnarliðsins, það gat verið hættulegt. Þetta er skiljanleg hugsun og eftir henni var yfirleitt farið. Það er líka kunnugt mál, að þetta er ekki í fyrsta skipti, sem pólitisk vinnubrögð núverandi ríkisstjórnarflokka eru á þessa leið. Þeir vilja sem minnst af opinberum rökræðum á fundum, og hafa unnið að því árum sam- an, að hafa helzt eingöngu flokks fundi, þar sem hægt er mótmæla- laust að segja fólkinu hvað sem er. Einmitt þess vegna er stjórn- málalífið í landinu orðið svo rot- ið, sem reynslan sýnir. Flokks- fundaaðferðin kemur í veg fyr- ir það, að fólkið heyri opinberar umræður, þar sem málin eru rædd frá öllum hliðum. Sumir lesa blöðin að vísu. En ekki nærri allir. Og mjög margir utan Reykjavíkur lesa aðeins eitt blað. Auk þessa er það kunnugt, að hið talaða orð er alltaf áhrifa- meira en lesmál. Og þegar and- stæðir menn eigast við á opin- berum vettvangi frammi fyrir fólkinu, þá er betri aðstaða, en ella til að gera sér grein fyrir því hvað er rétt, heilbrigt og sanngjarnt. í þessu sambandi er vert að geta þess, að það er engin til- viljun, að í Reykjavík hefur fylgið rakazt af núverandi stjórn- arflokkum að undanförnu svo gem síðustu bæjarstjórnarkom- ingar vitna bezt um. Þar taer fólkið alltaf jafnharðan að vita hvað er að gerast Það fylgist með því, og lætur ekki í það endai_u. r blekkjast af röngum uppl' .ui. Víða úti á lands- by^ . er þessu á allt annan ve* .0. Þar er unnið gegn því, ao rið mæti á opinberum íui...n. Þar er unnið gegn því, að j-ö kaupi eða sjáii nema viss biöj. Þar getur það líka tekizt í kringum kosningar, að dreifa út einhverjum rosalegum ýkjusög- um eins og Tímamenn iðka mest. Nú í vor hefur t. d. verið á lofti sú saga, að Bjarni Benediktsson fyrrv. ráðherra. hafi gefið út bréflega fyrirskipun til sinna flokksmanna, um land allt, um það að nú skyldu allar fulltrúa- kosningar í sýslunefndir, hrepps- nefndir, búnaðarsamböndum, kaupfélögum o. s. frv. vera ftokkslegar, þ. e. fylgja stjórn- málaflokkunum skilyrðislaust. Þessi saga kom fyrst upp, svo vitað sé, norður í Skagafirði. Síð- an hefir henni verið dreift út víðs vegar norðanlands og ef til vill um land allt. Þessi saga, sem er tilhæfulaus frá rótum, er sett á gang til þess að fóðra sams konar fyrirskipun frá Tímalið- inu og sem nú er ekki sett fram í fyrsta sinn. En það er vitað, að víða um sveitir er það ekki alls kostar vinsælt, að fara ekkert eftir hæfni manna til slíkra starfa, en miða allt við pólitísk- an lit. Sagan um fyrirskipun Bjarna er nú svo klaufaleg, að hún er í augum allra kunnugra sora- mörkuð lyginni. Ekkert slíkt hef- ur komið til mála. Hvorki Bjarni né aðrir gerðu minnstu tilraun í þessa átt. Og hitt er víst, að Bjarni gefur ekki út nein flokks- bréf. Það gerir framkvæmdastjóri flokksins, Magnús Jónsson eða formaður flokksins Ólafur Thors. Þessi saga er tekin hér til dæmis af því að hún er ný af nálinni. En ekki af því, að aðferðin sé ný. Þvert á móti er það fastur siður einkum hjá Framsóknarmönnum, þegay þeir ætla að vinna einhver óvinsæl verk, að breiða það út á meðal fólksins úti um landið, að þetta ætli Sjálfstæðismenn að gera. Á eftir segja þeir svo: Ef við hefðum ekki orðið fyrri til, þá hefðu Sjálfstæðismenn áreið- anlega gert þetta sama. Það er aðferð afbrotamannsins, sem reynir að leiða athygli frá sín- um eigin brotum með því að kenna öðrum um. Engin furða þó slíkir menn forðist opinberar umræður. ÞÖgn in og flokksklíkufundaaðferðin er þeim hentugust. Jón Pálmason. — Utan úr heimi Frh. af bls. 8. aftur og var þá alklæddur, og fangavörðurinn spurði: Hvers vegna farið þér ekki að hátta? Nú hófust sýningarnar á klám- myndunum að nýju. Og ekki nóg með það. Sukkið og ólifnaðurinn varð nú raunverulegur í herberg- inu, og dr. Nemeth tók þátt í því, meðan fanginn lá uppi í rúminu og mókti. Menn munu ef til vill minnast þess, að Mindszenty kardínáli hefir einnig sagt frá á líka atburðum. ★ Ég fór nú að verða alvarlega hræddur um hugarástand mitt. Dr. Nemeth náði sífellt meira valdi yfir mér. Hann breytti nú um viðræðutækni, talaði sam hengislaust af ásettu ráði og skipti sífellt um umræðuefni. Ég var sannfærður um, að nú væri ég orðinn svo langt leiddur, að yrðx ég dreginn fyrir rétt, myndi ég játa á mig, hvað sem væri. Þeim hafði tekizt að fá mig til að hugsa eins og þeir óskuðu. Líf mitt snerist um dr. Nemeth. Nú trúði ég í blindni öllu, sem hann sagði mér. Hann einn var vinur minn, ekkert var raunveru legt } þessum heimi nema dr. Nemeth og „galdraherbergið". Ef ég hefði verið leiddur fyrir dóm- stól, hefðu allar hugsanir mínar snúizt um að komast aftur til dr. Nemeths, og ég hefði játað, hvað sem var til að fá þær óskir upp- fylltar. ★ Er fanginn hafði verið í „galdraherberginu“ um sex vik- ur, kom fyrir atvik, sem raun- verulega var kraftaverk. Hann datt af tilviljun og braut nátt- Úislit hreppsnefndnrkosninga í Snæfellsness- og Hnnppadolssýsln STYKKISHÓLMI, 1. júlí. — Við hreppsnefndarkosningar í Snæ- fellsness- og Hnappadalssýslu sem fram fóru hinn 29. f. m. voru í eftirtöldum hreppum þessir menn kjörnir í hreppsnefnd og sýslunefnd. Kosning var óhlut- bundin. S kógar str andarhr eppur: Hreppsnefndarmenn: Vilhjálm- ur Ögmundsson, oddviti, Narf- eyri, Þorsteinn Sigurðsson, bóndi, Vörðufelli, Kristján Sigurðsson, bóndi, Hálsi, Jakob Jónsson, bóndi, Litla-Langadat, Guðm. Ólafsson, bóndi, Dröngum. — Þórður Þorsfeinssou M I n n i n g Fæddur 26. des. 1939. Dáinn 26. júní 1958. í DAG verður. til moldar bor- inn Þórður Þorsteinsson, Suður- götu 30 í Keflavík. Hann fæddist í Gerðum í Garði 26. des. 1939. Sonur hjónanna Þorsteins Þórðarsonar skipstjóra og önnu Bjarnadóttur. Hann var elztur fjögurra systkina og eini sonur þeirra hjóna. Til Keflavík- ur fluttist hann með foreldruxr. sínum tveggja ára að aldri og ólst þar upp. 1 marz síðastliðnum missti Þórður föður sinn eftir langt og þungbært sjúkdómsstríð og var hann því fyrirvinna heim- ilisins, stoð og athvarf móður og yngri systra, allt til þeirrar stund ar, er hann sjálfur varð að lúta í lægra haldi fyrir hjörvi dauð- ans í sviplegu og sorglegu slysi, er hann var við vinnu sína hinn 26. júní sl. Þórður var mannsefni hið mesta, góður drengur og hvers manns hugljúfi. Hann var glað- lyndur og góður félagi, enda mikils metinn af vinum sínum. Hann var prúður og stilltur í framkomu og fasi, — hreinskil inn og djarfmáll, ef því var að skipta, - einbeittur og vilja- sterkur, þegar stefna skyldi að borðslampann. Fyrst varð hann skelfingu lostinn, en síðan ofsa- reiður, og tók nú að eyðileggja allt í herberginu. Honum varð Ijóst, að honum yrði hegnt, ef fangaverðirnir uppgötvuðu, að hann hefði gert þetta af ásettu ráði. Hann varð að látast vera geðveikur. Hann neitaði að borða, eyðilagði allt, sem hönd á íesti, og hegðaði sér eins og hann væri bandvitlaus. Þetta bjargaði honum. í fimm daga samfleytt fylgdust þeir með hegðun hans. Hendur hans voru bundnar, og hann var settur í spennitreyju, en að öðru leyti var hann ekki beyttur líkamlegu ofbeldi. Dr. Nemeth komst nú að þeirri nið- urstöðu að meðhöndlun hans hefði raunverulega firrt fangann viti. Og eitt sinn meðan hann svaf, var hann fluttur úr „galdra herberginu" í geðveikrafangelsi leynilögreglunnar. Þar var hann aðeins skamman tíma, en var þá úrskurðaður nægilega hress til að vinna í fangasjúkrahúsinu. Um þetta leyti var Mindszenty kardínáli í fangasjúkrahúsinu, og var m.a. verk Lajos Ruff að gera klefa hans hreinan. Kardí- nálinn sagði fátt, en hugsun hans var skýr. Þeim hafði ekki tekizt að eyðileggja andlegt þrek hans, segir sögumaður. ★ Er ég hafði verið þi-já mánuði i fangasjúkrahúsinu, var ég á ný fluttur í fangelsi. Allt í einu reið byltingin yfir, dyr fangelsisins voru opnaðar, og ég var frjáls maður. Ég heimsótti mína gömlu félaga svo fljótt sem unnt var. Þeir ákváðu nokkru síðar, að ég skyldi flýja land, og er ég væri kominn á erlenda grund, skyldi ég segja frá því, sem fyrir mig hafði borið í „galdraherberginu". settu marki. Hann hafði mikinr. áhuga á íþróttum, einkum knatt- spyrnu. Og vafalaust hefði hann átt mikla möguleika á þeirri braut. En stærsta hugðarefnið hans var þó heimilið — mamma — og systurnar þrjár. Hann var staðráðinn í því, þótt ungur væri. að fylla hið auða sæti heimilis- föðurins svo vel, sem í hans valdi stóð. Fyrir þá hugsjón vildi hann öllu fórna. Eiginhagsmunir hlutu vægðarlaust að víkja. Og hanr* stóð í stöðu sinni með sæmd Naumast hefði sonur getað reynzt móður sinni betur en hann. Þórður var einn í hópi minna fyrstu fermingarbarna, og þar lágu leiðir okkar fyrst saman. Frá þeim dögum verður hann mér jafnan minnisstæður. Ég gleymi því ekki hve góður hann var og sífellt reiðubúinn tii að rétta fram hjálparhönd, þegar þess gerðist þörf. Ég minnist þess, hve einlægur og hjartahlýr hann var. Og síðast en ekki sízt er hann mér minnisstæður vegna þess, hve augljóst var, að ferm- ingarundirbúningurinn, og sú stund, sem hann miðaði að, var honum heilagt alvörumál. Það er sárt að sjá á bak þess- um mannvænlega og vammlausa dreng, sem frá okkar sjónarmiði hvarf svo alltof fljótt. En um það skal eigi sakazt. Hann er genginn Guðs á fund, ungur og æskuhreinn. Því skal hann fal- inn eilífri föðurnáð. Móður, systrum og öðrum ást- vinum votta ég mína dýpstu og innilegustu samúð. Og þess bið ég góðan Guð, að hann blessi þá björtu mynd, sem minningin geymir um hugljúfa og hjart- fólgna drenginn. „Guð huggi þá, er hryggðin slær.“ Bj. J. Sýslunefndarmaður: Jón V. Hjaltalín. Eyjarhreppur: Hreppsnefndarmenn: Kjartan Halldórsson, hreppstjóri, Rauð- kollsstöðum, Þorsteinn L. Jóns- son, sóknarprestur, Söðulsholti, Guðmundur Sigurðsson, bóndi, Höfða, Guðmundur Guðmunds- son, bóndi, Dalsmynni, Helgi Finnbogason, bóndi, Gerðubergi. Sýslunefndarmaður: Þorsteinn L. Jónsson. Miklahol tshr eppur: Hreppsnefndarmenn: Eiður Sig urðsson, oddviti, Lækjarmóti, Stefán Ásgrímsson, bóndi, Þúfu, Kristján Þórðarson, bóndi, Mið- hrauni, Einar Guðbjartsson, úti- bússtjóri, Vegamótum, Alexander Guðbjartsson, bóndi, Stakkhamri. Sýslunefndarmaður: Gunnar Guðbjartsson, b'óndi, Hjarðar- felli. Staðarsveit: Bjarnason, oddviti, Hlíðarholtí, Þorgrímur Sigurðsson, sóknar- prestur, Staðastað, Kristján Guð bjartsson, hreppstjóri, Hólkoti, Júlíus Kristjánsson, bóndi, Slit- vindastöðum, Jón Lúthersson, bóndi, Brautarholti. Sýslunefndarmaður: Kristján Guðbjartsson. Breiðavíkurhreppur: Hreppsnefndarmenn: Karl Magnússon, oddviti, Knerri, Ilar- aldur Jónsson, hreppstjóri, Gröf, Kristbjörn Guðlaugsson, bóndi, Arnarstapa, Kristinn Kristjáns- son, kaupmaður, Hellnum, Guð- mundur í. Guðmundsson, Litla- Kambi. Sýslunefndarmaður; Karl Magnússon. Fróðárhreppur: Hreppsnefndarmenn: Ágúst Lárusson, oddviti, Kötluholti, Ólafur Bjarnason, hreppstjóri, Brimilsvöllum, Karl Magnússoa, bóndi, Tröð, Sigurður Brancte- son, bóndi, Fögruhlíð, Þorgils Þorgilsson, bóndi, Efri-Hrísum. Sýslunefndarmaður: Ólafur Bjarnason. Helgafellssveit: Hreppsnefndarmenn: Haukur Sigurðsson, bóndi, Arnarstöðura, Jónas Þorsteinsson, bóndi, Kónga bakka, Bjarni Jónsson, bóndi, Bjarnarhöfn, Björn Jónsson, bóndi, Kóngsbakka, Guðm. Guð- jónsson, kennari, Saurum. Sýslunefndarmaður: Bjðm Jónsson. A. IL — Grimsárvirkjun Framh. af bls. 9 fleira við Grímsá, ekki allt sem sýnist hið ytra. Frá Grímsárvirkjun er ætlunin að leiða rafmagn allt norður á Vopnafjörð og suður á Djúpvog. Sjálfsagt mun rafmagnsþörf Aust firðinga verða meiri en stöðin við Grímsá getur annað og mun því brátt verða nauðsyn nýrra fram- kvæmda í þessu efni. Það úrlausn- arefni bíður síns tíma. Yfir hinu er glaðzt að með þessu mannvirki hefir miðað í áttina til fullkominn ar í’afvæðingar á Austurlandi og er vonandi að jafnan megi far- sæld fylgja þessu orkuveri. Enn sem komið er hefir stöðin staðizt vel þær prófanir, sem á henni hafa verið gerðar. Sem fyrr segir hafa Verklegar framkvæmd- ir hf. séð um byggingu mann- vix-kja, en vélar ei’u tékkneskar og taldar traustar þótt á sumum svið um séu tæki ekki talin eins þægi- leg að fyrirkomulagi og fullkomn- ast þekkist. Stjórntæki stöðvarinn ar er að rniklu leyti sjálfvii’k og mun í framtíðinni ekki þui-fa nema tvo menn til þess að annast umsjá þeirra. Séi’stakt bjöllukerfi er heim í stöðvai’stjórahúsin sem ger ir viðvai’t ef eitthvað er að. Er því ekki naðsynlegt að sérstakur maður sé við gæzlu stöðvarinnMT um nætur. Línulagningu frá stöðinni hefir Snæfell hf. á Eskifii’ði séð um gsw og ýmsar fleiri línulagningar 1 rtf magnserfi Austurlands. vl«. Spaak: Kommúnisminn ógnar Afríku og Asíu PARÍS, 3. júlí. — Spaak, «<Sal- ritari NATO, sagði í ræðu i að kommúnisminn ógnaði nú aS- allega Afríku og Asíu, og þ«r gætti meira áhrifa hans á.sviM efnahags- og félagsmála en h»- mála. Þá sagði Spaak einnlg ,að Ev>- rópuþjóðirnar yrðu að halda vöku sinni og kvaðst vera and- snúinn einhliða afvopnun Vestur veldanna, brottflutningi Banda- ríkjahers frá Evrópu og hlutleyal Þýzkalands. Loks sagði Spaak, að það væri skoðun sín, að eldflaugastöðvar víðs vegar um heim ,væru bezta vörnin gegn kjarnorkuársum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.