Morgunblaðið - 06.07.1958, Page 9
Sunnudajpur 6. jálí 1958
MOFCT’Vnr 4»1Ð
9
* KVIKMY N DIR +
Dýramyndir Walts Disneys
Skoðar hér það, sem augu for-
feðra hans hvíldu á
FYRIR nokkrum árum byrjaði
teiknimyndahöfundurinn frægi,
Walt Disney, sérstakan kvik-
myndaflokk um líf dýranna. Þessi
myndaflokkur ber heitið „Sönn
ævintýri úr lífinu“, og er sorg-
lega lítið kunnur íslenzkum kvik-
myndahúsgestum.
Tildrög þess að Disney fór að
kvikmynda dýrin sjálf, í stað
þess að gera þau að aðalpersón-
unum í teiknimyndum sínum, eru
sem hér segir: Áður en Disney
byrjaði að teikna eitthvert dýr,
eyddi hann oft löngum tíma 1
að fylgjast með athöfnum þess
og viðbrögðum og skoða hreyf-
ingar þess. Frægasta dæmið er
músin, sem hélt til í herberginu
hans, og varð fyrirmyndin ,að
Mikka Mús. Af þessum sökum
lágu hann og samstarfsmenn hans
oft langtímum saman í leyni í
nánd við bústaði villtra dýra. Það
varð til þess að þeir fengu svo
mikinn áhuga á dýrunum
sjálfum að þeir fóru að kvik-
mynda athafnir þeirra og tengja
þessar myndir svo saman í sög-
ur.
í fyrstu voru kvikmyndirnar
úr dýralífinu í ofurlítið grófum
skopstíl, til að fanga athygli hins
almenna kvikmyndahúsgests. En
smám saman hvarf þessi stíll fyr-
ir tilgerðarlausum náttúrulýsing-
um. Nú voru kvikmyndahúsgest-
X komnir á bragðið og ekki þurfti
lengur að lokka þá. Sá sem
stjórnar þessum myndaflokki
Eitt af „Ijónunum í Afríku“
úr inynd Disneys
heitir James Algar, reyndur
fræðslumyndahöfundur.
Fyrsta langa myndin í flokkn-
um, „Undur eyðimerkurinnar“,
hefur verið sýnd hér, en hún er
sú eina, að því er okkur er bezt
kunnugt. Hún varð gerð árið
1953, en þá voru áður komnar
nokkrar stuttar myndir úr lífi
dýranna.
Af stuttu kvikmyndunum má
nefna myndina um bjórinn. Hún
er að mestu tekih undir vatns-
borðinu og sýnir hvernig bjór-
inn stofnar bú að vorinu, nær
sér í konu, safnar trjábútum,
byggir stíflur o. s. frv. Aðrar
stuttar myndir eru: „Paradís
hjartanna", „Bjarnarland“ og
„Daglegt líf sjófuglanna".
Af löngu kvikmyndunum má
nefna, auk kvikmyndarinnar
„Undur eyðimerkurinnar" sem
áður er nefnd, „Sléttan að deyja
út“, Leyndardómar lífsins" og
„Ljónið í Afríku“. í síðastnefndu
kvikmyndinni er því lýst hvernig
Ijónynjan er húsbóndinn á heimil
inu og ber ábyrgð á fjölskyld-
unni meðan karlljónið lifir
makindalegu lífi. Hún elur upp
börnin, ver þau fyrir ágangi ut-
anaðkomandi dýra og veiðir
handa þeim, eftir þeim fjöl-
breytta matseðli, sem ljónin í
myndinni virðast hafa, þar sem
eru hin dýrin í kringum þau.
í þeirri mynd eru sýnd fleiri dýr
á veiðum, eins og t. d. hlébarði,
sem kastar sér á bráðina ofan
úr tré.
Kvikmyndirnar úr þessum
myndaflokki eru ekki einungis
fróðlegar, heldur eru þær líka
bráðskemmtilegar og fallegar.
Sjálf kvikmyndatakan vekur að-
dáun og áhorfandanum er það
alveg óskiljanlegt hvernig kvik-
myndatökumaðurinn hefur get-
að náð sumum myndunum, án
þess beinlínis að vera étinn upp
til agna af villidýrium.
’.Vlt Disney
Það er vissulega skaði að kvik-
myndahúsin skuli ekki gefa okk-
ur tækifæri til að sjá feiri af
þessum frábæru myndum.
„Á villigötum',
ÞESSI ameríska kvikmynd, sem
Austurbæjarbíó sýnir, segir að
vísu frá kaldrifjuðum bófum, en
er þó ólík flestum bófamyndum
að því leyti að þar er varla hleypt
skoti úr byssu, en hins vegar mik
ið „rokkað“ og ofsalega og sung-
in þar mörg rokk- og calypsolög,
enda fer þarna með aðalhlutverk-
ið Mamie van Doren, en hún
hlaut viðurnefnið „rokkdrottn-
ingin“ eftir leik sinn í þessari
mynd, að því er segir í kvik-
myndaskránni. — Þar segir
reyndar líka að myndin fjalli um
„æskufólk á villigötum", en væri
réttara „eldra fólk á villigöt-
um“, því að unga fólkið þarna
er yfirleitt ágætt, eða að minnsta
kosti stórum betra en hið eldra.
— Myndin gerist á búgarði Russ
Tropp’s, sem er leynilega kvænt-
ur héraðsdómaranum Cecile
Steel, en hún sér manni sínum
fyrir ódýru vinnuafli með því
að dæma ungt fólk fyrir smá-
afbrot til vinnu á búgarði hans
um ákveðinn tíma. Tropp er
mesta varmenni bæði í kvenna-
málum og fjármálum, og verða
stúlkurnar á búgarðinum mjög
fyrir áleitni hans. — Systurnar
Penny og Janey Low hafa verið
dæmdar til vinnu á búgarðinum
og sonur Cecile dómara ræðst
þangað einnig sem starfsmaður.
— Hann veit ekkert um giftingu
móður sinnar í fyrstu, en þegar
hann kærir Tropp fyrir henni
vegna framkomu hans við Penny,
játar móðir hans fyrir honum að
hún elski Tropp og sé gift honum.
— Syninum tekst þó að lokum
að opna augu móður sinnar fyrir
glæpsamlegu athæfi Tropps og
kemur þá til kasta hennar sem
dómara.
Myndin er hvorki verri Ȏ
betri en amerískar myndir af
þessu tagi gerast, — sam sé fr-em-
ur lítilmótleg.
Ego.
„Glaöa skólaæska"
BANDARÍSKT háskólalíf er um
margt ærið ólíkt því sem gerist
við háskóla í Evrópu ef dæma má
eftir því sem við fræðumst um
þessa hluti af sögum og kvik-
myndum. — Frjálsræði er við
ameríslca háskóla mjög mikið og
þar blómgast fjölþætt félagslíf
meðal nemenda og margs konar
skemmtanir eru þar einnig á boð-
stólum, sem nemendurnir sjá óft-
ast um sjálfir.
í kvikmyndinni „Slaða skóla-
Samtal v/ð
„Onkel Lauritz"
í norska útvarpinu
BARNADAGSKRÁIN í útvarp-
inu er mikilvægasta dagskrár-
efnið og jafnframt það hættuleg-
asta, því börn eru svo næm og
opin fyrir áhrifum. Við, starfs-
menn útvarpanna, höfum bein-
línis á valdi okkar að breyta
fólki. Gegnum okkur fær barnið
sín fyrstu kynni af tónlist, leik-
list o.s.frv. Það má því ekki
flytja barninu nema það allra
bezta.
Þetta eru orð Lauritz Johnsons
sem allir krakkar í Noregi
þekkja undir nafninu Onkel
Lauritz, en hann hefur að und-
anförnu setið hér fund norrænna
útvarpsmanna, sem sjá um barna
tima og skólaútvarp. Þetta er
gráhærður maður með kýmnis-
glampa í augunum og manni
finnst að einmitt svona hljóti
frændinn að vera, sem hefur unn
ið hug og hjörtu norsku barn-
anna.
— Ef til vill er gert of mik-
ið að því í útvarpinu að fræða
börnin, ^heldur Lauritz Johnson
áfram. Fræðslan dynur á þeim
alls staðar frá, í skólunum jafnt
sem á heimilunum. Það ætti
ekki að vera höfuðmarkmið út-
varpsins, heldur það að auðga
ímyndunarafl barnanna. Ég vil
leggja mesta áherzlu á að ala
börnin upp til að vera frjálsir
lýðræðissinnar, í smáu sem stóru,
og til að vera sannir alheims-
borgarar. Það má ekki tala við
börn eins og maður sé langt yfir
þau hafin.
Hvernig barnadagskránni er
háttað í Noregi? Við byrjum á
þeim yngstu og endum á þeim
elztu. Á hverjum morgni er
barnadagskrá fyrir yngstu börn-
in, 3—4 ára. Við höfum sérstaka
dagskrá fyrir 10 ára börn, fyrir
unglinga og fyrir foreldra. En
vinsælustu banatímarnir eru þó
laugardagstímarnir, sem við köll
um fjölskyldudagskrá. Hún er
miðuð við 7—12 ára börn, en all-
ir hlusta, ungir og gamlir. Leigu-
æska“, sem Gamla Bíó sýnir nú
og gerist í einum af háskólum
Bandaríkjanna fáum við nokkra
hugmynd um lífið þar — þó að
vísu nokkuð einhliða. — Nem-
endur taka margir hverjir nám-
ið ekki hátíðlega, en njóta í þess
stað lífsins í ríkum mæli við
dans og daður og brennandi ást
þegar því er að skipta. Allt ólg-
ar þarna af æskugleði og lífs-
fjöri, en allt þó með prúðmann-
legum hætti sem sæmir góðu
ungu fólki. — Dobi Gillis, ung-
ur stúdent hefur setzt í Grainbelt
háskólann og er aðaláhugamál
hans hinar ungu og friðu skóla-
systur hans, enda er hann mesta
kvennagull. En hann verður þeg-
ar ástfanginn af Pansy Iíammer
og lítur ekki við annarri þrátt
fyrir allan gáskann og fjörið. Og
hún, sem hafði verið svo iðin við
námið fer nú að slá algerlega
slöku við það af eintómri ást
til Dobies. — Faðir hennar send-
ir hana til New York til þess
að stía þeim sundur. — En
„kærleikurinn sigrar allt“, segir
gamalt máltæki og svo reynist
einnig í þessari mynd.
í myndinni er mikið „rokkað"
og mörg önnur atriði eru þar
bráðskemmtileg. Einkum hlýtur
myndin að verða vinsæl meðal
unga fólksins — ef ég þekki það
rétt. Aðalhlutverkin, þau Dobie
og Pansy, leika Bobby Van og
Debbie Reynolds og eru þau bæði
mjög aðlaðandi og leikur þeirra
prýðilegur.
Ego.
bílstjórarnir í Osló segja að milli
klukkan 6 og T á laugardögum
séu göturnar auðar. Þá sitja all-
ir saman fyrir framan útvarpið
með kökur og gosdrykki, og
þannig er það um allan Noreg.
Þetta er einasti dagskrárliðurinn
okkar, sem þrír ættliðir hlusta á.
Lauritz Johnson er ákaflega
ánægður með árangurinn af ráð
stefnu útvarpsmannanna, sem nú
Lauritz Johnson
er afstaðin. Það fékkst samþykkt
að útvörpin á Norðurlöndum
sendu árlega skýrslur um barna
tíma sína hvert- til annars og
hvert útvarp sendi að minnsta
kosti einu sinni á ári fulltrúa í
kynnisferð til annarrar útvarps-
stöðvar.
Og nú er ráðstefnunni lokið og
Johnson hefur snúið sér að hinu
erindinu, sem hann átti til ís-
lands. En það var að heimsækja
tvo staði á landinu, Espihól í
Eyjafirði og Dýrafjörð, til að
skoða það sem augu forfeðra
hans hafa hvílt á, eins og hann
orðar það. Því Lauritz Johnson
er ættaður frá íslandi.
Gísli Jónsson, bróðir Jóns
Espolins, íluttist til Noregs og
gerðist þar prestur um 1800. Af
honum er mikill ættleggur í
Noregi. Og afkomendur hans
halda mjög á lofti tengslum sín-
um við ísland. T.d. heita öll börn
Lauritz Johnsons, Espolín að
seinna nafni. Hann segir að oft
hafi sér dottið í hug að taka upp
ættarnafnið Espolín, en nú er
nafn hans orðið of þekkt í Noregi
til að skipta um.
Dýrafirði er hann líka tengdur
gegnum forfeður sína. Afi hans,
Lauritz Berg, rak þar hvalstöð.
Hann lét byggja þar litla kirkju
úr timbri, sem hann flutti með
sér frá Noregi, og um leið og sú
kirkja var vígð, voru faðir John-
sons og móðir gefin þar saman í
heilagt hjónaband. Kirkjan
stendur þar enn, en hvalstöðin
og íbúðarhúsið ei horfið.
Johnson segir að á dögum afa
síns og ömmu hafi Dýrafjörður
alls ekki verið eins afskekktur
og ætla mætti. Þangað hafi kom
ið margt stórmenna, eins og t.d.
Karl prins, sem seinna varð
Hákon Noregskonungur, Frið-
þjóf Nansen og margir aðrir
þekktir heimskautafarar. Og nú
ætlar Johnson að fara að skoða
þessa staði, sem hann hefur
heyrt svo mikið um og fara ríð-
andi sömu leiðina og móðir hans,
þegar hún brá sér á ball í gamla
daga, frá Dýrafirði oe inn til ísa-
fjarðar.
Auk heimkynna ættmenna
sinna hefur Lauritz Johnson
heimsótt marga gamla sögustaði
á íslandi í þessari ferð. Hann er
búinn að vera á Borg á Mýrum
Bergþórshvoli og í Reykholti, og
hann er búinn að fara norður í
Mývatnssveit og taka upp á stál-
band kraumið í hverunum á
Námaskarði.
Það hefur í sumar verið jafn
mikið ævintýri að kynnast hin-
um óbeizlaða frumkrafti íslenzkr
ar náttúru, eins og að mæta allt
í einu steinöldinni, en það fannst
mér ég gera þegar ég í fyrrasum
ar ferðaðist um Afríku, segir
hann.
Þar búa menn í strákofum,
éiga aðeins leirkrukku með mat
og þurrkaðar baunir, en þeir
gefa sér líka tíma til að sitja fyr-
ir utan kofann sinn og túlka til-
finningar sinar hömlulaust með
því að hnoða í leir eða með ein-
hverju öðru móti. Við að kynn-
ast þeim verður manni ljóst,
hvað mennirnir hafa í rauninni
lítið breytzt, þó að þeir hafi þró-
azt tæknilega. Þessir menn eru á
svipuðu stigi og víkingarnir. Ef
við lítum á það sem eftir þá
liggur, sjáum við að þó að þá
skorti tæknikunnáttu, höfðu þeir
andlega þroskaðan og listrænan
smekk.
— Það gleður mig að sjá hvern
ig nútíðin hér er tengd fortíð-
inni, sagði Johnson að lokum.
Það er svo mikilvægt að gæta
þess bezta úr gamalli arfleifð.
En ég er ekki síður hrifinn af
nýja íslandi en hinu gamla. Allt
þetta ónotaða landrými hér, öll
þessi óbeizlaða fossorka, allir
þessir möguleikar. Hér er rúm
fyrir þúsundir íbúð í viðbót. Ég
er líka búinn að ganga um þessa
nýbyggðu borg ykkar þvera og
endilanga, og fæ ekki betur séð
en að í listrænu tilliti standið þið
okkur í Noregi framar.
Sinfóníuhljóm-
sveitmni vel fagn-
að í Bolungarvík
BOLUNGARVÍK, 4. júlí. — Sin-
fóníuhljómsveit íslands hélt
hljómleika hér í félagsheimil-
inu á miðvikudagskvöldið undil
stjórn Paul Pampichlers. Óperu-
söngvararnir Guðmundur Jóns-
son og Þorsteinn Hannesson
sungu með hljómsveitinni, senj
lék sinfóníu nr. 94 eftir Haydn
og ýmis sönglög, innlend og er-
lend. Var hljómsveitinni og
söngvurunum ákaft fagnað. Bol-
víkingar fjölmenntu á hljómleika
pessa, enda var hér um einstæð-
an viðburð að ræða hér um slóð-
ur Hjaltason, sveitarstjóri, bauð
hreppsnefnd Hólshrepps hljóm-
sveitinni til hófs, sem var haldið
< kaffisal félagsheimilisins. Þórð
ur Hjaltason, sveitarstjóri, bauð
gestina velkomna með ræðu. Þá
ílutti Friðrik Sigurbjörnsson,
ræðu, en Jón Þórarinsson, fram-
kvæmdastjóri hljómsveitarinnar,
flutti svarræðu og þakkaði mót-
tökurnar fyrir hönd gesta. Um
60 manns mun hafa setið hóf
þetta, sem var mjög ánægjulegt.
Er Sinfóníuhljómsveitinni og for
ráðamönnum hennar mjög þökk
uð koman hingað. — Fréttaritari.
Urslit kosiiinga í
Bessastaðalireppi
í NÝAFSTÓÐNUM kosningum f
Bessastaðahreppi voru þessir
menn kjörnir í hreppsnefnd:
Eyþór Stefánsson, Akurgerði;
Gunnlaugur Halldórsson, Hofi;
Sæmundur Arngrimsson, Landa-
kotij Sveinn Erlendsson, Grund
og Ármann Pétursson, Eyvindar-
holti. I sýslunefnd var kjörinn
Eyþór Stefánsson.