Morgunblaðið - 11.07.1958, Blaðsíða 9
Föcí>>r?aornr 11. júlí 1958
M O n r T’ v i> r JDif)
9
Jón E. Ragnarsson stud. jur.:
Á ísfandi byggjum v/ð einkum
úr steinum, sem yfirvöldin
leggja / göfu okkar
Hugleiðingar á tiu ára afmæli
þýzka marksins
KÖLN í öndverðum júlí. — Um
þessar mundir er tíu ára afmaeli
vestur þýzka marksins. Fyrir tíu
árum, þegar landið lá enn í rúst-
um og allt var í kalda koii, voru
seðlaskipti í Vestur-Þýzkalandi.
Með gömlu seðlunum brunnu
einnig ýmsar hæpnar efnahags-
kenningar, eins og t. d. stefnur
kenndar við sKömmtun. liöft og
einokun. Þá nófst nýtt tímabil,
Þjóðverjar hófu stefnu hins
frjálsa framtaks upp til skýjanna,
en hún hefur á tíu árum æxl-
að þeim fé úr öreigð, fært þeim
velmegun, uppbyggingu og einn
traustasta gjaldmiðil í veröld-
inni. Ef hægt er að þakka þetta
efnahagsundur eða Wirtschafts-
wunder, eins og þýzkir kalla það,
nokkrum einum manm. þá er það
Dr. Erhardt efnahagsmálaráð-
herra, enda er það engin tilvilj-
un, að hann hefur undanfarið
verið á þönum um Evrópu og
Ameríku og gefið fyrirmönnum
forskrift. Dr. Erhardt, sem einnig
er varaforsætisráðherra, er af-
burða vinsæll og almennt talinn
mestur ráðamaður um stefnu C.
D. U. eða Kristilega-Demókrata-
flokksins.
Mikið hefur verið rætt og ritað
um efnahagsundrið og hvernig
það var möguiegt og þrýtur mig
fróðleik til þess að dæina um þau
skrif eða bæta við Þó get ég
ekki stillt mig um að tilfæra hér
þýzkan húsgang, sem iýsir gjörla
hugsunarhætti þjóðaar, sem hef-
ur búið sér slík kjör.
Hollendingur einn spurði Þjóð-
verja, hverju það sætti, að þeir,
sem framleiddu kraftmestu bíla í
heimi, legðu ekki meiri áherzlu
á það að halda vegum sínum við.
Auljóst mál, svaraði sá þýzki,
vegi er ekki hægt að fiytja út.
Finim kílómtera ferð gegnum
verksmiðju.
Það er skemmtileg tilviljun, að
hér á vesturbakka Rínar í Köln,
þar sem dómkirkjuturnarnir
gnæfa við himinn, eins og tákn
um menningu og forna frægð, bjó
eitt sinn Albertus Magnus, kenn-
ari Tómasar af Aquinas, en hann
var talinn hafa komist næst því
að vita allt í heimi. Á eystvi
bakkanum gnæfa aðrir turnar við
himinn, skorsteinarnir tröllháir,
tákn velmegunar. Þar og norður
í Ruhr, hafa þeir komist skratti
nærri því að framleiða allí í
heimi.
Mér lék hugur á að líta eigin
augum sýnishorn af höfuðaðstoð
efnahagsundursins, verksmiðju-
iðnað og stóriðju. Hér hartdan
Rínar, á eystri bakkanum eru
stærstu verksmiðjur fyrirtækis-
ins Klöckner-Humbolt-Deutz A.
G., sem er elzta vélaverksmiðja
í heimi. Þar unnu þeir Daimler,
Diesel og Ford á sínum tima.
Verksmiðjan er stofnuð 1964 í
Deutz, útborg Kölnar, en heíui
nokkrum sinnum skipt urn nafn
við samruna við önnur fyrirtæki.
Hér var fyrsta fjórgengisvélin
smíðuð. 1912 srryðuðu þeir fyrstu
díselvélina, án samþjappaðs lofts,
sem gerði kleift að framleiða
litlar vélar, Þeir framleiddu
einnig fyrstu loftkældu díselvél-
ina og er stærsta verksmiðja á
því sviði í heiminum.
Ég fékk góða leiðsögn í gegnum
veerksmiðjuna. Þar voru tækni-
leg atriði útskírð og sjón sögu
líkari. Oft missti ég þráðinn, en
þá kiinkaði ég kolli í ákafa, til
þess að fáfræði mín yrði ekki
opinber. Hér eru framleiddir
sporvagnar, járnbrautarlestir,
brýr, sex gerðir dráttarvéla og
þrjár jarðýtutegundir og dísel-
vélar frá 4 upp í 4000 hestöfl,
þar af 80% loftkældar. Annars
staðar framleiða þeir vörubíla,
rútur og fjölmarga hluti, sein
ég kann ekki að nefna.
Þar er sérstakaur iðnskóli, og
þótti mér athyglisvert að sjá
lærlingaverkstæðið, en þar vinna
lærlingarnir undir handleiðslu
kennara eitt ár, áður en þeir
hefja raunverulega vinnu í verk
smiðjunum.
' Þeir hafa stórar tilraunastofur
og tilraunaverkstæði, þar sem
unnið er að uppfinningum og nýj
um gerðum mótora. Þangað fær
enginn óviðkomandi að stíga
fæti sínum. Eftir mikið þóf við
leiðsögumanninn fékk ég rétt að
líta inn um dyrnar, en þó ekki
fyrr en ég hafði lýst tæknilegri
fáfræði minni, mörgu morðum.
Mér var tjáð, að fimm ára til-
raunastarf lægi að bakj hverri
nýrri tegund. Og stela ekki verk-
smiðjurnar hugmyndum hver frá
annarri, spurði ég. Aber, svaraði
leiðsögumaðurinn, þarna hinum
megin er matsalurinn.
Verkamenn hefja vinnu kl. 7
og vinna til kl. 16,30 með hálftíma
matarhléi. Það er 45 stunda vinnu
vika og ekki unnið á laugardög-
um. I sumum deildum er unnið
á vöktum. Þeir kváðust ekki vera
farnir að framleiða fyrir Rúss-
ann, eins og Krupp, en á göngu
minni gegnum verksmiðjuna sá
ég ótrúlegustu landa- og borga-
nöfn á merkispjöldum.
90% rústir í stríðslok.
Þessi gönguferð stóð yfir í 6
stundir og var ég heldur velktur
að henni lokinni. Um hádegið var
mér boðið að snæða með Rúmmel
nokkrum, sem er yfirmaður þjón
ustudeildarinnar á staðnum,. Þar
gerði ég heiðarlega tiilraun til
þess að éta fyrirtækið út á gadd-
inn. Rúmmel þessi jók þjónustu-
bíl um fsland í fyrrasumar og hef
ur af því tilefni ritað ágæta mvnd
skreytta grein í blað vereksmiðj-
unnar. Hann biður að heilsa öll-
um, sem greiddu götu hans og
segist rétt vera að ná sér eftir
kaffidrykkjur og kökuát í sveit-
um íslands. Gestrisnir menn, ís-
lenzkir bændur, bætti hann við.
Yfir borðum spurði ég Herrn
Rúmmel um afdrif verksmiðj-
anna í stríðinu og gangi mála
við uppbyggingu.
Verksmiðjurnar skemn_iust
90% í stríðinu. Hitler hafði flutt
mikið af vélum burtu og eftir
stríðið gekk enn á þau 10%, sem
eftir voru. 1945 þótti hæpið áð
byggja verksmiðjurnar upp, en
þá hófust framkvæmdir með 400
mönnum. í dag vinna 15000
manns hjá fyrirtækinu í Köln, en
alls í Þýzkalandi um 25000
manns. Fram til 1948 var fram-
leiðslan takmörkuð af banda-
mönnum, en eftir það fengu Þjóð
verjar frjálsar hendur, Þá hljóp
skriðan af stað. Þeir fóru strax
að flytja út og hafa nú umboð
í 91 landi, þar af eigin hús í 14
löndum. 1956 fóru þeir langt yfir
mestu framleiðni (kapacitát)
fyrir stíð og eru nú stærri en
nokkru sinni fyrr með verksmiðj-
ur í fimm borgum.
Herra Rúmmel skýrði mér frá
mjög merkum samningum, sem
nú eiga sér stað milli þeirra og
Porche veerksmiðjanna. Báðir
framleiða dráttarvélar og eru
keppinautar á því sviði. Til þess
að geta boðið jafngóða fram-
leiðslu ódýrar ætla þeir að koma
upp sameiginlegri verksmiðju,
sem framleiðir undirvagna og
selur síðan hvorum um sig á sama
verði. Verksmiðjurnar keppa þó
áfram eftir sem áður.
Um frelsi og höft.
Og hvernig var þetta mögulegt,
spyr ég Herrn Rúmmel, og hann
segir mér frá hinu frjálsa íram-
taki, frá dugnaði, sparsemi og
heilbrigðri efnahagsstefnu stjórn
ar Adenauers gamla og vitsmun-
um Dr. Erhardt. Talið berst að ís-
landi og nú er það ég, sem þarf
að svaar spurningum. Ég verð að
viðurkenna, að ég atti í bölvuð-
um vandræðum með að útskýra
Eysteinskuna og að lokum gafst
ég hreinlega upp, því að hinn
námfúsi nemandi gi’eip í sífellu
Verksniiðjur mala Þjóðverjum gull. Hér er verið að setja
vél um borð í skip á Rín. Turnarnir í Köln í baksýn.
fram í: „Þetta getur ekki verið,
getur ekki verið“. Að lokum
sættumst við á, að á Islandi
byggðu menn einkum úr þeim
steinum, sem yfirvöldin legðu í
götu þeirra.
Ég lýsti þeirri skoðun minni, að
landinn hefði sennilega gleypt
fullmikið af hráum sósíaliskum
skoðunum og skýrði frá þeim
erfiðleikum, sem það hefði leitt
yfir lýðveldið. Þá spurði Þjóð-
verjinn hvers vegna við nýttum
ekki auðlindir okkar, vatns- og
hveraorku, og ég sagði honum að
fjármagn væri ekki við hendina.
En útlent fjármagn, það hafa
margar þjóðir reynt með góðum
árangri. Þá glötum við sjálfstæð-
inu, svaraði ég, en hann var ekki
á sama máli. Hann taldi á hinn
bóginn, að sú þjóð, sem ekki kapp
kostar að tryggja efnhagsgrund-
völl sinn og gjaidmiðil, yrði ekki
sjálfstæð til langframa. Þá þótti
mér hann hafa lög að mæla..
Á heimleið.
Á leiðinni yfir Deutzer Brúcke
varð mér litið út um gluggann
og sá borgina framundan. Hér lá
allt í rústum fyrir rúmum ára-
tug. Ég starði út um gluggann
og gleymdi næstum að fara út
úr sporvagninum á réttum stað.
Ég var að velta fyrir mér, hversu
lengi þeir hafi þurft að biða eftir
fjárfestingarleyfi hér.
Post festum
EINS og alkunnugt er, hefir leik-
flokkur frá Þjóðleikhúsinu ferð-
ast víða um landið og sýnt sjón-
leikinn „Horft af brúnni“, eftir
Arthur Miller.
Þessari leikför lauk hér á
Patreksfirði nú um mánaðamót-
in.
Ég get ekki á mér setið að taka
penna í hönd og láta í ljós þakk-
læti mitt og aðdáun á þeirri frá-
bæru list, sem þarna var fram
borin, og má þó geta nærri,
hversu ólíkar og erfiðar aðstæð-
ur eru á hinum ýmsu stöðum,
sem flokkurinn fer um, borið
saman við hans heima-leiksvið.
En það bar ekki á því, að aðstæð-
urnar háðu þessum snillingum
neitt.
Ég tel mig hafa haft opin augu
og eyru fyrir leiklist, alla mína
ævi, og ég leyfi mér að fullyrða,
að ég hefi ekki áður séð, það sem
ég vil kalla fullkomnari leiklist.
Má þar heita allt jafnágætt —
heildarsýningin og leikur hvers
einstaks. —
Það hlýtur að vera mikil þol-
raun að leika aðalpersónu leiks-
ins svo frábærlega sem hér er
gert, ekki sízt sökum þess, hversu
vangefin þessi leikpersóna er.
Ég er orðinn það gamall að
árum, að ég tel mig geta leyft
mér að segja við ungu stúlkuna
í leiknum: Gættu vel þeirrar
gáfu, sem guð hefir gefið þér.
Þegar leikhúsgestir gleyma því,
að þeir eru að horfa á sjónleik,
finnst þeir vera áhorfendur að
lífinu sjálfu, eins og því er lifað
innan þeirra þröngú takmarka,
sem um er að ræða í verki höf-
undar, þá held ég að ekki sé
hægt að komast lengra í list
leiksviðsins, en það vil ég full-
yrða, að þannig hafi það verið
hér.
Ég veit ekki hvernig þessar
„sendiferðir" Þjóðleikhússins
bera sig fjárhagslega, en það veit
ég, að vilji Þjóðleikhúsið vera —
og verða — óskabarn allrar þjóð-
arinnar, þá má það ekki láta
þessa starfsemi niður falla, og
hræddur er ég um, að ef svo
færi í framtíðinni, að þá myndi
allmiklum hluta þjóðarinnar
hætta að finnast Þjóðleikhúsið
vera þjóðleikhús.
Því vil ég segja: Hafi Þjóðleik-
húsið hugheilar þakkir fyrir
þessa leikstarfsemi úti um lands-
byggðina.
Það má öllum Ijóst vera, að
fyrir utan þann yndisauka sem
það veitir íbúum þeirra byggða,
er fiokkurinn heimsækir með
leiklist sína liverju sinni, hvílík
lyftistöng það er fyrir alla leik-
starfsemi út um landið, að fá
heimsókn þessara góðu gesta.
Fluttur sjúkur til
Ameríku
í GÆRKVÖLDI var bandarísk-
ur maður, er var meðal farþega
á skemmtiferðaskipinu Bergend
fjord fluttur fársjúkur suður á
Keflavíkurflugvöll, en þaðan
fer hann flugleiðis til Banda-
ríkjanna. Maðurinn hafði skyndi-
lega orðið veikur um borð í
skipinu, , sem var statt hér sl.
mánudag, og var þá fluttur í
Landsspítalann. Var hér um
hjartabilun að ræða
Fyrir þá áhugamenn, sem eru
að leitast við að halda uppi leik-
starfi í strjálbýlinu — oft við
ótrúlega erfiðleika — hljóta þéss-
ar leiksýningar Þjóðleikhússins
að vera mjög lærdómsríkar.
Þarna fá þeir að kynnast því
bezta og fullkomnasta, sem völ er
á í þessum efnum, og er ég viss
um, að af þessum leiksýningum
læra þeir margt og mikið.
Að endingu vil ég aðeins segja
þetta til hinna góðu gesta — og
veit ég að ég mæli þar fyrir
munn margra — :
Hafið hjartans þakkir fyrir
komuna og ógleymanlegar á-
nægjustundir, og við vonum, að
þrátt fyrir erfiða ferð, hafi förin
einnig orðið ykkur sjálfum til
ánægju.
Patreksfirði, 4. júlí 1958.
Jónas Magnússon.
Tónlistarfélag
á Eskifirði
ESKIFIRÐI, 9. júlí — í gær var
stofnað hér Tónlistarfélag Eski-
fjarðar með um 30 meðlimum.
Tilgangur félagsins er að efla tón
mennt a Eskifirði. í ráði er að
stofna tónlistarskóla og ráða tón-
listarmann til kennslu. Formað-
ur félagsins var kjörinn Kristján
Ingólfsson, skólastjóri, varaform.
Arnþór Jensen, pöntunarfélags-
stjóri, en aðrir í stjórn eru frú
Halldóra Guðmundsdóttir, Ásgeir
Júlíusson, sýsluskrifari og Valtýr
Guðmundsson, fulltrúi.
Togarinn Vöttur landaði á
Fáskrúðsfirði í dag og mun landa
hér á Eskifirði á morgun. Alls er
togarinn með um 300 lestir fiskj-
ar, sem fer til vinnslu í hrað-
frystihúsunum. —-Fréttaritari.