Morgunblaðið - 11.07.1958, Blaðsíða 15
Fösfu3agur 11. júlí 1958
MORCVVRl 4ÐÍÐ
15
Vppieisnarmenn viljo, nð
Chomonn lóti þegnr of emhætti
BEIRUT, 10. júlí. — NTB — AFP
— Uppreisnarmenn og stjórnar-
herinn skiptust á skotum í grennd
við Trípóliolíuvinnslustöðina, en
þangað liggur ein af olíuleiðsl-
unum frá írak. Ekkert tjón varð
á olíuvinnslustöðinni. Skammt
fyrir norðan Trípóli gerði ein
af flugvélum stjórnarhersins árás
á flutningalest, er talið var, að
væri á leið til bækistöðva upp-
reisnarmanna með vopn og skot-
færi. Til nokkurra átaka kom
einnig í Beirut og annars staðar
í landinu. Óvissa ríkir enn í
stjórnmálum Líbanons þrátt fyr-
ir þá yfirlýsingu Chamouns for-
seta, að hann muni ekki reyna að
ná kosningu aftur, er kjörtíma-
bili hans lýkur í september. —
Lýsti Chamoun yfir þessu við
bandarískan blaðamann, og er
það í fysrta sinn, sem hann hefir
gefið beina yfirlýsingu um, að
hann muni láta af embætti að
kjörtímatali loknu.
Ekki er þess vænzt, að stjórn-
arandstaðan verði ánægð með
þessa yfirlýsingu Chamouns,
heldur muni hún einnig gera þá
kröfu, að löggjafarþingið verði
leyst upp. Þingið á samkvæmt
áætlun að koma saman 24. júlí
til að kjósa forseta. Ekkert bendir
til þess, að samkomulag hafi
náðzt um, hver verði eftirmaður
Chamouns. Foringi uppreisnar-
manna, Saeb Salam, sagði í dag,
að uppreisnarmenn vildu, að
Chamoun segði þegar af sér. —
Þeir myndu ekki viðurkenna for-
setakosningar, er fram færu,
meðan hann gegndi enn forseta-
embættinu.
Sumir fréttaritarar í Beirut eru
nú þeirra skoðunar, að uppreisn-
armenn hyggi á nýja sókn og að
tilgangurinn með yfirlýsingu
Chamouns sé sá að réttlæta í-
hlutun Bandaríkjamanna, ef til
hennar skyldi koma, ef stjórnar-
herinn byði ósigur fyrir öflugri
sókn uppreisnarmanna.
Sennilegt er, að ályktanir, sem
gerðar verða á fundi Múhameðs-
ríkjanna í Bagdadbandalaginu í
Istambul, muni styrkja aðstöðu
Chamouns forseta og gera hon-
um kleift að hafa áhrif á val
eftirmanns síns.
Moskvublaðið Trud segir í dag,
að Bandaríkjamenn og Bretar
ætli sér að hernema Líbanon með
aðstoð hersveita frá írak og
Jórdaníu. Slík íhlutun myndi
leiða til mikilla alþjóðaátaka í
löndunum fyrir botni Miðjarðar-
hafs, segir blaðið.
★□★
í dag var stofnað í úthverfi
í Beirut sérstök nefnd, er hyggst
beita sér fyrir því að reyna að
stöðva bardagana milli stjórnar-
hersins og uppreisnarmanna og
koma í veg fyrir trúarbragða-
styrjöld í landinu, en tæplega
helrningur íbúanna er Múhameðs-
trúar og rúmlega helmingurinn
kristnir. Nefndin gaf út áskorun
til íbúanna um að ,h,alda uppi
friði og standa gegn aðgerðum
þeirra, sem vilja nota sér óeirð-
irnar í landinu."
Þingnefnd rak Shack-
lette úr þjónustu sinni
WASHINGTON, 10. júlí. — Þing-
nefndin, sem undanfarið hefir
rannsakað Adamsmálið, ákvað á
sl. þriðjudag að reka aðstoðar-
mann nefndarinnar, er uppvís
varð að því að hlusta á það, sem
fram fór í gistihúsherbergi, sem
— Frú Rajk
Framh. af bls. 1
sé að ræða, en aðrir eru þeirrar
skoðunar, að hún hafi verið
dæmd til 10—12 ára fangelsisvist-
ar. Einnig er talið, að flestir aðr.
ir, er leiddir hafa verið undan-
farið fyrir rétt hafi verið dæmdir
til langrar fangelsisvistar.
★
í óstaðfestum fregnum segir,
#ð Istvan Bibo, sem var ráðherra
í stjórn Nagys, hafi verið yfir-
héyrður og dæmdur. Talsmaður
ungversku stjórnarinnar neitaði
því, -að Bela Kovacs, annar ráð-
herra í stjórn Nagys, hefði veiið
handtekinn. Hann hefði verið á
sjúkrahúsi en væri nú kominn
heim til sín til Pecs í Suður-
Ungverjalandi. Bela Varga, fyrr-
verandi forseti ungverska þings-
ins, sagði í París í gærkvöldi, að
hann hefði fengið fregnir um, að
Kovacs væri í fangelsi.
★
í Washington sagði talsmaður
banuaríska utanríkisráöuneytis-
ins í dag, að Bandaríkjastjórn
hafi fengið fregnir um, að a.m.k.
100 Ungverjar hafi verið dæmdir
fyrir gagnbyltingarstarfsemi und
anfarna viku. Sagði talsmaður-
inn, Lincoln White, að eftir af-
tökur Nagys og fjögurra aðstoðar
manna hans hefðu málaferluifi
gegn ungverskum frelsishetjum
fjölgað mjög. Miklu fleiri hafa
verið dæmdir en þeir 100 menn,
sem hlotið hafa dóma undanfarna
viku. Kvaðst hann ekki geta
nefnt neinar ákveðnar tölur í
þessu sambandi, en utanríkisraðu
neytinu hefðu borizt nákvæmar
upplýsingar, sem það myndj láta
Ungverjalandsnefnd SÞ í té.
★
Frá ungversku iðnaðarborginni
Györ berast þær fregnir, að 14
manns, sem ákærðir voru fyrir
að hafa smyglað flóttamönnum
úr landi í byltingunni 1956, hafi
verið dæmdir til samtals 22 ára
fangelsisvistar. Fjórir menn voru
dærndir til fjögurra ára fangelsis-
vis tar.
★
Seint í gærkvöldi bárust þær
fregnir, að opinbera fréttastofan
MTI hefði skýrt svo frá, að frú
Rajk hefði hvorki verið dregin
fyrir rétt né tekin höndum.
B'ilstjórinn slapp
— billinn ónýttist
AKRANESI, 10. júlí. — Árla í
morgun um kl. 6 skeði það, að
fólksbíll Sementsverksmiðjunnar
fór út af veginum rétt fyrir utan
Litlu-Fellsöxl. Danskur maður,
er vinnur í verksmiðjunni, ók
bílnum og var á leið inn í kísil-
námuna á Hvalfjarðarströnd. —
Bíllinn fór tvær veltur og stað-
næmdist á hvolfi með hjólin
upp. Bílstjórinn var einn síns
liðs og meiddist eitthvað lít-
illega á höfði, en bíllinn er
talinn ónýtur. — Oddur.
Viðræðum Títós og
Nassers lokið
PULA, JÚGÓSLAVÍU, 10. júlí.
Reuter. — Tító forseti Júgóslavíu
og Nasser forseti Arabíska Sam-
bandsríkisins gáfu í dag út sam-
eiginlega yfirlýsingu, þar sem
þeir bentu á nauðsyn þess að
binda endi á „kalda stríðið“ og
vígbúnaðarkapphlaupið. í yfir-
lýsingunni fordæma þeir erlend
yfirráð, íhlutun um innanríkis-
mál annarra ríkja og valdbeit-
ingu af hálfu ríkis. Nasser og
Tító hafa ræðzt við undanfarna
8 daga og er viðræðum þeirra nú
lokið. í yfirlýsingunni tjáðu þeir
sig samþykka ríkisleiðtogafundi
austurs og vesturs og banni við
tilraunum með kjarnorkuvopn.
Tító neitaði í dag, að í ráði
væri, að Grikkland, J úgóslavía
og Arabíska sambandsríkið ætl-
uðu að gera með sér vinattu-
bandalag. Gríski utanríkisráð-
herrann Averoff fór í dag frá
Júgóslavíu. Mun hann gefa stjórn
sinni skýrslu um viðræðurnar á
Brioni. Sagði hann við frétta-
menn í dag, að sambandið miJIi
Júgóslavíu og Grikklands væri
ágætt dæmi um góða sambúð
tveggja mjög ólíkra landa,
Engar franskar eld-
flaiigasiöðvar
PARÍS, 10. júlí. — Reuter. —
Utanríkismálanefnd franska
þingsins var tjáð í dag, að engar
líkur væru á, að komið yrði á fót
bandarískum eldflaugastöðvum í
Frakklandi í náinni framtíð.
Maurice Schumann sagði, að um-
ræður um þetta væru enn á
frumstigi. Schumann hafði átt við
ræður við utanríkisráðherrann
de Murville um fund þeirra
Foster Dulles og de Gaulle um
sl. helgi.
blaðafulltrúi milljónamæringsins
Bernard Goldfines bjó í. Hefir
nefndin beðið dómsmálaráðuneyt
ið, bandarísku leynilögregluna og
lögregluna í District of Colum-
bia að láta fara fram nákvæma
rannsókn í þessu viðkvæma máli.
Formaður nefndarinnar . Oren
Harris tilkynnti á blaðamanna-
fundi í gær, að nefndin hefði
einróma ákveðið að reka Shack-
lette barón fyrir að hafa komið
hljóðnema fyrir undir dyrum að
herbergi blaðafulltrúa Goldfines.
Eins og kunnugt er, hefir Sher
man Adams, sem er hægri hönd
Eisenhowers, verið ásakaður um
að hafa þegið mútur af milljóna-
mæringnum. Nefndin yfirheyrði
hann í þrjá daga í sl. viku, og
átti hann að koma á ný fyrir
nefndina á þriðjudaginn var, en
fékk 24 klukkustunda frest, þar
sem hann kvaðst vera of þreytt-
ur til að láta yfirheyra sig.
Soldán í Aden
gerður útlægur
KAIRÓ og LUNDÚNUM, 10. júlí.
Reuter. — Tilkynnt var opinber-
lega í Yemen í dag, að þrjár
brezkar sprengjuflugvélar hefðu
verið skotnar niður í grennd við
landamæri brezka verndarríkis-
ins Aden. í gær var tilkynnt í
Aden, að brezk orrustuþota hefði
verið skotin niður á svipuðum
slóðum sl. þriðjudag. — Brezka
stjórnin hefir lýst yfir því, að
hún viðurltenni ekki soldáninn í
Lahej furstadæminu í Aden. —
Hefir hann verið gerður útlægur
og dvelst nú á Ítalíu. Segir
brezka stjórnin, að hann hafi
ekki verið nógu „fús til sam-
starfs“ við brezk yfirvöld í Ad-
en. Mun soldán ekki eiga aftur-
kvæmt til Aden.
Tilraunir með
kjarnorkuhreyfil
WASHINGTON, 10. júli. NTB og
Reuter. — Tilraunir með kjarn-
orkuhreyfilinn, Rover, sem flutt
getur eldflaug til hvaða hnattar
sem er, innan 587 millj. km. fjar-
lægðar frá Jörðu, munu héfjast
á tilraunasvæðinu í Nevada í
nóvember. Var þetta upplýst í
greinargerð til kjarnorkunefnd-
ar Bandríkjaþings í dag. Vísinda-
menn eru sannfærðir um, að
hægt sé að nota kjarnorkuhreyf-
ilinn til að senda geimfar til Mán
ans, Mars, Venusar og annarra
hnatta, sem eru innan þessarar
tilteknu fjarlægðar frá jörðinni.
ALLT t RAFKERFIÐ
Bílaraftækjaverzlun
Halldórs Ölalssonar
Rauðarárstíg 20. — Sínu 14775.
INGl INGIMUNDARSON
héraðsr'ómslögmaður
Vonarstræti 4. Sími 2-47-53.
EGGERT CLAESSEN og
GÚSTAV A. SVEINSSON
hæstaréttarlögmenn.
Þórshamri við Templarasund
Þorvaldur Ari Arason, bdl.
LÖGMANNSSKRIF8TOFA
Skólavörðiulig 38
«/«» Páll Jóh-Murlrttsson hj. - Pósth 621
Sirnar IÍ416 og If4l7 - Símnrfm
Magnús Thorlacius
hæstaréttarlógmaður.
Málílutningsskrifstola.
Aðalstræti 9. — Sími 11875.
Við þökkum öllum þeim, sem glöddu okkur á sjötíu
og sjötíu og fimm ára afmælisdegi okkar með heilla-
skeytum og gjöfum. Einkanlega þó Ragnari Jónssyni og
frú Þórscafe, sem gáfu alla veizluna og gerðu okkur
þann dag ógleymanlegan.
Guð blessi ykkur öll.
Margrét Magnúsdóttir, Tórfi Iíjarnason.
Huðheilar þakkir til ykkar allra, sem heiðruðuð mig
og glöddu á einn eða annan hátt á 75 ára afmæli mínu
27. f.m. og gerðuð mér daginn ógleymanlegan.
GuÖ blessi ykkur ölL
Vigfús Jónsson, Gimli.
Þakka af alhug vinsemd og hlýhug er mér var sýnd
með gjöfum, skeytum og heimsóknum á sextugsafmæli
mínu 29. júní 1958.
Wiiliam Þorsteinsson.
Brekkugötu 23, Ólafsfirði.
AKR AIMES
Til sölu er járnklætt timburhús á steyptum kjallara.
Hagstætt verð og greiðsluskiimála1-
Uppl. veitir.
VALGARÐUR KRISTJÁNSSON lögfr.
Akranesi. Sími 398.
Systir mín
GUÐRÚN SIGNÝ JÓNSDÓTTIR
frá Ytri-Kleif í Breiðdal,
andaðist í sjúkrahúsi Hvítabandsins 10. júlí.
Fyrir hönd aðstandenda.
Þórunn Jónsdótótir.
Maðurinn minn
SIGURÐUR GUÐLAUGSSON
rakarameistari í Keflavík
andaðist 3. júlí s.l. í sjúkrahúsi í Kaupm.höfn. Kveðju-
athöfn fer fram frá Hallgrímskirkju föstudaginn 11. júlí
kl. 13,30. Athöfninni verður útvarpað.
Þeim, sem vildu minnast hans er bent á líknarstofnanir.
Kristín Guðmundsdóttir.
Hjartkær eiginmaður, faðir og tengdafaðir
ANTON FRIDRIKSSON
verkstjóri, Miklubraut 76 lézt af slysxorum að kvöldi hins
7. júlx. sl.
Helga Þorkelsdóttir,
Fétur Autonsson, Sigrún Jónsdóttir.
Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jarðar-
för
EINÖRU GUÐBJARAR HELGADÓTTUR
Sérstaklega þökkum við læknum og stai'fsfóiki sjúkra-
húss Vestmannaeyja.
Hjálmar Jónsson,
börn, tengdabörn og barnabörn.
Innilegustu þakkir fyrir auðsýnda samúð og hluttekn-
ingu við andlát og jarðarför móöur okkar, tengdamóður
og ömmu
GUÐRÚNAR INGUNNAR JÓNSDÓTTUR
frá ísafirði
Sérstaklega viljum við þakka þeim innilega vinkonum
hennar Guðríði Óladóttur og Guðrúnu Kristjánsdóttur.
Guð blessi ykkur öll.
Börn, tengdabörn og barnabörn