Morgunblaðið - 11.07.1958, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 11.07.1958, Qupperneq 12
12 MOPCrvnT 4Ð1Ð Föstudagur 11. júlí 1958 SU2IE WONCr Í>kÁLDí><AC-A RltHARO MA>*N Það var fjarstæðukennt, ótrú- legt — og J>ó var ekki um að vill- ast. Þetta var Mee-ling. Mee-ling með hárið laust yfir axlirnar en ekki bundið saman i hnakkanum. Mee-ling í kínverskum kjól í stað hnjábuxna. Tvimælalaust Mee- ling. Hún virtist ekki heyra. „Mee-iing!“ endurtók ég. Stúlkan leit við. Hún horfði á mig með tómlæti í svipnum. Hún virtist hvorki kannast við mig né nafn sitt. Hún fór í lyftuna og sjómaðurinn á eftir henni. Lyftan lokaðist og hélt af stað upp. Eg stóð og starði ringlaður á eftir henni. Annað hvort er þessi stúlka Mee-hng, hugsaði ég, eða ég er að missa vitglóruna. Eg flýtti mér út. Eg gekk hægt eftir hafnarbakk- anum, staðráðinn í að rasa ekki um ráð fram. Þetta var að vísu í annað skipti, sem slíkt -atvik kom fyrir mig, en að þessu sinni gegndi nokkuð öðru máli. Ég hafði verið mjög nærri henni. Þetta var Mee-ling — ég var viss um það. Á þessu voru tvær skýringar. Annað hvort hafði hún bætzt í þessa atvinnugrein, síðan við hittumst á ferjunnin, eða allt, sem hún hafði sagt mér, var hel- ber uppspuni. Stúlka, sem hafði verið hrein mey viku áður, hefði aldrei hringt lyftuna meS slíku offorsi. — Nei, stúlkan, sem stóð við lyft- unan, hafði sannarlega verið nnút unum kunnug — hún hafði ekki verið neinn nýliði í greininni. Fyrri skýringin var því óhugs- andi. Þess vegna hlaut hún að hafa skrökvað öllu, sem hún sagði mér um borð í ferjunnin; um ríka föðurinn, húsin fimm, bifreið- arnar óteljandi og væntanlegt hjónaband. Nei, það var einnig óhugsandi, hugsaði ég. Það var ýmislegt, sem benti til þess, að hún segði satt — til dæmis það, að hún sagðist hafa gaman af að aka í sporvagni. Hefði hún verið að skrökva á sig ríkidæmi, hefði hún eflaust sagzt fyrirlíta almennings vagna. Það útilokaði einnig síðari skýringuna — og sannaði um leið, að þetta hefði ekki getað verið Mee-ling. Ég hafði aftur farið villur vegar. Mér er nær að gá að mér, hugs aði ég. Ég verð að fara varlega í að ávarpa stúlkur í framtíð- inni vilji ekki fá óorð á mig. Þar sem ég þóttist nú kominn til botns í málinu, hraðaði ég mér upp í Hennessystræti og náði í strætisvagn, sem ók að kvik- myndahúsinu. Ég gekk heim að sýningu lok- inni. Klukkan var nærri tíu, er ég kom niður að höfninni, en margar búðanna voru enn opnar. Skrölt saumavéla heyrðist út úr búð skyrtusalans, og inn um gluggann mátti sjá fjóra snögg- klædda unga menn að vinnu undir skærri Ijósaperu. Á verk- stæðinu við hliðina var maður að logsjóða, bjart, skerandi hvítt ljós logsuðutækisins varpaði skuggum á loftháa hlaða af ýmis konar málmrusli. Nokkru fjær glóðu rauðar ljóspípur yfir upp- ljómuðum inngangi. Það heyrð- ust skellir eins og í verksmiðju, sem dofnuðu, er nær dró — eitt algengasta hljóðið á kvöldum í Hong Kong, hljóðið, sem fylgir mah-jong fjárhættuspilinu. Ég leit inn í troðfullt reykmettað herbergið, þar sem menn sátu og skelltu hvítum bríkkunum á harðar borðplöturnar. Ég fór fram hjá nokkrum fleiri húsum og sá brátt blátt ljósaskiltið fyrir ofan dyr Nam Kok. Ég sá Minnie Ho, sem stóð ein og umkomulaus eins og flækingsköttur fyrir utan innganginn að veitingastofunni. Ég vissi, að hún myndi taka mér Hvernig sem hár yðar er, þá gerir '/dtf/rl'RÍ/ý/ ‘ shampooið það mjúkt og fallegt...og svo meðfœrilegt Reynið White Rain í kvöld — á morgun munið þér sjá árangurinn. White Rain er eina shampooið, sem býður yður þetta úrval: Blátt fyrir Hvítt fyrir þurrt hár venjulegt hár Bleikt fyrir feitt hár Notið /Ótf/tí/RÍ/Á/'' shampooið sem freyðir svo undursamlega HEILVERZLUNIN HEKLA HF., Hverfisgötu 103 — sími 11275 opnum örmum. „Ó, Róbert“, myndi hún segja. „Leyfðu mér að koma inn með þér“. Það bænaróp heyrði ég oft á dag, því að stúlkunum var að nafninu til óleyfilegt að koma inn í veitinga- stofuna, án þess að vera í fylgd með karlmanni. Þær höfðu því oft haft gagn af nærveru minni. Á morgnanna voru þær vanar að gægjast inn um glerdyrnar til þess að gá að, hvort ég væri í veitingasalnum, og berja síðan laust á hurðina þangað til ég tók eftir þeim. Ég fór þá jafnan út og fylgdi þeim inn aftur — stund um allt að sex stúlkum í einu. Það sparaði þeim hina löngu leiðinlegu bið eftir fyrsta sjó- manninum. Minnie tók allt í einu eftir mér. „Ó, Robert! Lofaðu mér að koma inn með þér“. Um leið og ég kom nær, tók hún um handlegg minn og þrýsti sér upp að mér um leið og hún dæsti. „Ó Robert, þú ert indæll“ Ég opnaði dyrnar og við gengum inn. Veitingasalurinn var fullur af fólki og það bar talsvert á drukknum mönnum. Ég sá Gwenny, sem sat við borð hjá nokkrum Bandaríkja- mönnum. Ég settist við borð, sem var autt að undanskildum einum sjóhða, sem grúfði sig fram á það. Ég kallaði á þjóninn og bað um einn bjór. Sjóliðinn lyfti þrútnu andlit- inu. t „Fred?“ sagði hann og rang- hvolfdi í sér augunum. „Því miður ekki“, sagði ég. „Hvar er Fred? Hvar er vinur minn?“ „Ég veit það ekki, ég var ok koma“. „Fred er vinur. Við erum eins og bræður, það erum við, Fred og ég“. Bandarískur sjóliði rakst áá borðið. „Fred “ Bandaríkjamaðurinn hélt áfram. Það rumdi í sjóliðanum, og síðan lokuðust augu hans á ný. Hann grúfði sig aftur niður í borðið. Rétt í því tók ég eftir stúlkunni, sem ég hafði séð hjá lyftunni. Hún sat hjá bandarísk- um sjómanni við borð í einum básanna og virtist niðursokkinn í að daðra við hann. Hún tók undir handlegginn á honum, dró hann síðan að sér hönd hans og bjóst til að lesa í lófann. Hún virtist nú ekki eins lík Mee-ling. Að vísu var kringluleitt, ávalt andlitið með möndlulaga augun- um talsvert svipað — hún var eflaust líka ættuð úr norðurhlut- anum. En það var fráleitt af mér að villast á þeim! Stúlka var að smeygja sér fyrir aftan mig fram hjá borðinu. Það var Fifi, hin gamansamasta af stúlkunum. „Heyrðu nú Show-fan, þú ert alltof feitur“, sagði hún ertnis- lega. Chow Fan þýddi steikt hrís grjón. Hún hafði heitið mig eftir þeirri fæðutegund, þar sem ég lifði nærri eingöngu á henni. „Fifi hvaða stúlka er þetta “ spurði ég og benti á stúlkuna, sem líktist Mee-ling. „Þessi? Suzie“. „Nú, svo þetta er Suzie“! „Já, hún er nýkomin aftur. Vin ur hennar fór í morgun. Lízt þér vel á hana?“ ,Nei, ég var að brjóta heilann um, hvort þetta væri hún“. „Ef þig vantar vinstúlku, gét- urðu fengið mig“, sagði húri hlæjandi. 1) „Þú hafðir rétt fyrir þér, Sirrý“, segir Siggi. „Snjóbylur- inn er svo sannarlega að skella á“. 2) Á sama tíma úti í hríðinni: „Farðu varlega með kassann með sprengiefninu. Okkur veitir ekki af því öllu til að sprengja fram snjó- og grjótskriðu“. 3) Sprengingin kveður við og þorpararnir halda fyrir eyrun. „Þú myndir láta mig hlæja allt of mikið Fili“. „Til hvers annars myndirðu svo sem fara í rúmið? Tæplega í sama tilgangi og allir aðrir?“ ,Svo þetta var þá Suzie, vin- stúlka Gwenny, eða öllu heldur átrúnaðargoð hennar. Suzie hafði tvívegis, þegar fátt var um skip í Hong Kong og lítið að gera, hlaupið undir bagga með Gwenny fjárhagslega. Hún var mjög eftirsótt og hafði drjúgar tekjur, jafnvel tvisvar eða þrisv- ar sinnum meiri en Gwenny. Gwenny sá ekki sólina fyrir henni og þreyttist aldrei á að hæla henni. Hún hafðj. beðið þess með óþreyju, að Suzie kæmi aft- ur, til þess að hún gæti kynnt okkur. Suzie hafði verið í burtu hálfan mánuð. Hún hafði eytt honum með „vini“ sínum, meðai* í skip hans var i viðgerð. Rétt í þessu k»m Gwenny aS borðinu til mín. Hún settist við hlið sjómannsins, sem grúfði sig enn fram á borðið. Hann umlaði j upp úr svefninum, en hún var allof uppveðruð til þess að taka eftir því. „Vinstúlkan mín er komin aftur“, sagði hnú. „Þú veizt — Suzie. Hún er komin aftur“. „Já — ég veit, hver hún ar“, sagði ég. „Þú hefur ekki talað viS hana?“ sagði hún kvíðin. „Nei, ekki orð“. Henni létti sýnilega. Hún hafði hlakkað svo mjög til að kynna okkur hvort fyrir öðru“. Hvernig lízt þér á hana Þykir þér hún ekki falleg?“ Ég leit aftur á stúlkuna. Sjólií inn þröngvaði henni upp í hornið og var að reyna að kyssa hana en hún streyttist á móti, þó eins og af hálfum huga. Ég sá því aðal lega fætur hennar, sem spörkuðu út í loftið. Mér varð á að hlæja. „Hún hefur að minnsta kosti fall ega fætur". „Finnst þér hún ekki fallegasia stúlkan héma inni?“ „Ég veit ekki. . . ." „Hún er það- Hún er mjdg falleg! Þú munt sjá það, þegar ég kynni hana fyrir þér ailltvarpiö Föstudagur 11. júlí. Fastir liðir eins og venjulega. — 13.15 Lesin dagskrá næstu viku. — 19.30 Létt lög (pl.). —r 20.30 Erindi: Þroskaleiðirnar þrjár; niðurlagserindi: Vegur allra vega (Grétar Fells rithöf- undur). — 20.55 Tónleikar (pl.); Atriði úr óperunni „La Bohérne" eftir Puccini. — 21.30 Útvarps- sagan: „Sunnufell" eftir Peter Freuchen; XIII. (Sverrir Krist- jánsson sagnfræðingur). — 22.15 Garðyrkjuþáttur: (Jón H. Björns sm skrúðgarðaarkitekt). — 22.30 Sinfónískir tónleikar frá tónlist- arhátíðinni í Bergen 1958 (fluttir af segulbandi): Sinfónía nr. 1 eftir Klaus Egge (Hljómsveit fíl- harmoníska félagsins í Bergen leikur; Odd Griiner-Hegge stj.). — 23.10 Dagskrárlok. Laugardagur 12. júlí. I Fastir liðir eins og venjulega. — 12.50 Óskalög sjúklinga (Bryn- j dís Sigurðardóttir). — 14.00 Um- ; ferðarmál: Sverrir Guðmunds- son lögregluþjónn talar um merkjagjöf í umferð. — 14.10 „Laugardagslögin". — 19.30 Sam- söngur: Andrews-systur syngja (pl.). — 20.30 Raddir skálda: „f ljósaskiptunum" eftir Friðjón Stefánsson (Höf. les). — 20.45 Tónleikar (pl.). — 21.30 „79 af stöðinni": Skáldsaga Indriða G. Þorsteinssonar færð í leikform af Gisla Halldórssyni, sem stjórn ar einnig flutningi. Leikendur: Kristbjörg Kjeld, Guðmundur Pálsson og Gísli Halldórsson. — 22.10 Danslög (pl.). — 24.00 Dag- skrárlok. ÖRN CLAUSEN neraösdumsiuginað ur Malf'ulniniesskrifaloía. ' Bankastræti 12 — Simi 18499.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.