Morgunblaðið - 12.07.1958, Page 9
Laugardaínir 12. júlí 1958
xnr 4 nji.
9
íslenzkir iðnaðarmenn vilja fúsir liggja
sinn skerf til þjóðhollrar viðreisnar
atvinnuveganna
Ræða Björgvins Frederiksen form.
Landssambands Iðnaðarmanna
á Iðnþingi Islendinga
FORSETI bæjarstjórnar, góð-j
ir iðnþingsfulltrúar og gestir.
Eg býð yður öll hjartanlega I
velkomin til setningar 20. Iðn-
þings íslendinga.
Eg þakka ísfirzkum iðnaðar-
mönnum fyrir að bjóða okkur að
halda þingið að þessu sinni hér
á ísafirði. Þá vil ég sérstaklega
þakka formanni Iðnaðarmanna-
félagsins og stjórn þess fyrir hve
vel er tekið á móti okkur öllum
og fyrir það hve vel virðist búið
í haginn að öllu leyti fyrir full-
trúana til að geta starfað að mál
efnum Iðnþingsins.
Ég vona að þingfulltrúarnir
endurgjaldi alla þessa fyrirhöfn,
með miklum og góðum störfum,
sem verði iðnaðinum til hagsæld-
ar og sóma. Það teldi ég hina
beztu afmælisgjöf til tuttugasta
Iðnþingsins.
Á síðastliðnu sumri átti Lands-
sambandið 25 ára afmæli. Var
þess minnzt á síðasta Iðnþingi,
og þá jafnframt rifjuð upp nokk-
ur atriði úr starfssögu iðnþinga,
mun ég ekki ræða þau mál að
sinni, en vitna til setningarræðu
19. Iðnþings, sem birt er í Tíma-
riti Iðnaðarmanna 7.—8. hefti
1957.
Hinn fjölmenni hópur iðnaðar-
manna, sem hér er samankominn
í dag á hinum mestu annatímum
ársins í mörgum iðngreinum, ber
því bezt vitni hve almennur á-
hugi ríkir um iðnaðarmálin og
hvert aðdráttarafl ísafjörður hef-
ur haft bæði á iðnþingsfulltrú-
ana og konur þeirra.
Á
Löngum hefur staðið hinn
mesti frægðarljómi af ísfirzkum
iðnaðarmönnum, framsækni
þeirra og menntaþrá, sem bezt
kemur fram í hinni löngu sögu
Iðnaðarmannafélagsins, sem úm
þessar mundir er 70 ára og auk
þess að vera annað elzta iðnað-
armannafélag á landinu. Mann-
virki og byggingar í höfuðstað
Vesturlands eru talandi tákn um
dugmikla hagleiksmenn, sem sett
hafa svip á bæinn, augljósan svip,
sem sýnir þróun og framför kaup-
staðarins í verki. Því er það svo
að þegar. gesti ber að garði úr
hinum ýmsu byggðarlögum þá
veldur miklu um allt hið ytra
og innra útlit hverjir eru iðnað-
armenn staðarins. ísfirzkir iðn-
aðarmenn hafa fylgt tímans tönn,
þeir hafa unnið úr litlu og miklu.
þeir hafa upplifað hina breyti-
legustu tíma, þeir hafa byggt
kaupstaðinn við hinar ólíkustu
aðstæður og þannig mun ísafjörð-
ur halda áfram að þróast fyrir
atbeina starfssamra handa til
sjós og lands. Öll þessi verk mun-
um við gestir ykkar skoða næstu
daga auk þess að endurnýja göm-
ul vináttubönd og treysta ný. En
það er fleira sem heillar hér
vestra ,sem yfirgnæfir öll mann-
anna verk, það er hin stórfeng-
lega náttúrufegurð ísafjarðar,
sem er og verður langmestur
allra fjarða vestra. Að sigla fram
fjörðinn milli himinhárra blárra
fjalla í fögru veðri er ógleyman-
leg sjón og stórfengleg. Þannig
er hann í dag og þannig var
hann er Jón Indíafari tók skip-
rúm hér fyrir álíka mörgum ár-
um og dagarnir eru í árinu og
gerðist víðförlastur allra íslend-
inga. Ef hlíðarnar beggja vegna
við kaupstaðinn mættu mæla þá
gætu þær sagt okkur margar sög-
ur um líf og fjör á Tanganum, er
hinar happasælu fleytur dugmik-
illa vestfirzkra sjómanna hafa
svamlað inn á Pollinn færandi
björg í bú, þá björg, sem er enn
aðalundirstaða til gjaldeyrisöfl-
unar íslendinga.
í þessum forna höfuðstað Vest-
urlands er ánægjulegt að koma
til skrafs og ráðagerða við ís-
firzka iðnaðarmenn og stéttar-
bræður þeirra af öllu landinu.
★
Á málaskrá Iðnþingsins eru að
vanda nokkur þau mál, sem áð-
ur eru okkur kunn, en sem hafa
Björgvin Frederiksen
ekki ennþá fengið fullnaðaraf-
greiðslu og enn önnur sem oftast
munu fylgja okkur vegna þess
að þeim þarf að þoka í rétta átt
eftir öllum aðstæðum, eins og
þær eru á hverjum tima. Ég mun
ekki nema lítillega gera þeim skil
núna því að gerð er grein fyrir
nokkrum þeirra í skýrslu stjórn
ar Landssambandsins og verða
þau rædd undir þeim lið. Iðn-
fræðsla og iðnskólar er gamall
og sjálfsagður fylgifiskur Iðn
þinga og ekki að ástæðulausu,
því að fátt mun okkur skyldara
og nauðsynlegra viðfangsefni en
að huga að því hvort iðnfræðslan
sé í samræmi við það sem tím
arnir krefjast hverju sinni og
hvort hún er samræmd við hið
bóklega og hið verklega nám.
Öll aðstaða hefur stórbatnað hin
síðari ár vegna betra húsnæðis
iðnskólanna og þá sérstaklega í
Reykjavík vegna nýju skólabygg-
ingarinnar til bóklegs náms, en
öðruvísi horfir við um skilyrði
skólans til eflingar verknámi,
þótt örfáar iðngreinar hafi feng-
ið húsnæði í nýja skólanum til
verklegrar kennslu og námskeiða,
þá er hér aðeins um örmjóan
vísi að ræða af því, sem koma
skal, ef við förum að hætti ann-
arra þjóða, sem lengra eru komn-
ar í iðnfræðslu og tæknimenntun
almennt. Það er vitað mál að iðn-
fræðslu hefur í nokkrum iðn-
greinum stórhrakað hin síðari
ár, sérstaklega eftir að iðnfyrir-
tækin fóru að stækka, því nem
endur eru þá ekkixeins og var
undir handleiðslu meistara síns,
heldur starfandi með ýmsum
mönnum sem hvorki hafa áhuga
fyrir að kenna né heldur að þeir
telji það skyldu sína, en svona
má þetta eigi lengur ganga. Þessi
öfugþróun ér þekkt fyrirbæri í
öllum öðrum löndum með stækk-
andi fyrirtækjum, þar til ráðin
var bót á þessum málum í ná-
grannalöndunum með tilkomu
verknámsskóla. Með stækkandi
fyrirtækjum í ýmsum iðngrein-
um á íslandi, mun það verða
krafa tímans að kenna iðnnám
að einhverju eða öllu leyti í
verknámsskólum. Þess vegna er
það tímabært að þetta Iðnþing
geri það að sínu máli að benda
á nauðsyn þess að byggður verði
verknámsskóli í sambandi við
Iðnskólann í Reykjavík. Þetta
þarf að vera sérstök bygging með
öllum þeim útbúnaði, sem því
tilheyrir, bygginguna má byggja
í áföngum eftir því sem þróunin
krefst. Þótt Iðnskólanum í
Reykjavík sé engan veginn lokið,
þá er hann fyrst og fremst byggð-
ur sem vandaður bóknámsskóli,
en ekki sniðinn fyrir vinnustofur,
þótt nokkrar léttar iðnir hafi
fengið þar húsnæði fyrir verk-
nám, svo sem prentarar og raf
virkjar og málarar Við skulum
reikna með því að ótal nýjar
aðrar iðngreinar muni óska eftir
samskonar fyrirgreiðslu á næstu
árum. Þess vegna er tímabært að
hefjast nú handa um nauðsyn-
legan undirbúning til þess að
hrinda þessu stórmáli í fram-
kvæmd eftir þeim fyrirmyndum
sem bgztar gerast í nágranna-
löndum. Við verðum að vanda
meir til kennslunnar í þeim iðn-
greinum, sem nemendur ekki
njóta beinnar tilsagnar meistara
síns en gert hefur verið um nokk-
urt skeið í ofurkappi atvinnu-
veganna um útvegun vinnuafls.
Það sem hefur farið úr skorðum
verður að bæta upp, við þurfum
vandvirka, vel menntaða og
sanngjarna iðnaðarmenn, sem
hugsa sér framtíð sína fólgna
í starfi í iðngrein sem þeir geta
treyst að sé líkleg til að veita
þeim sómasamlega afkomu fyrir
sig og sína.
★
Góðir iðnþingfulltrúar. Þótt
við séum fyrst og fremst hingað
saman komnir til þess að ræða
iðnaðarmál, gömul og ný vanda-
mál okkar stéttar, til þess að
setja fram sanngjörn sjónarmið,
að við teljum, og til að færa
fram frómar óskir til þings og
stjórnar, eins og ávallt gerist á
iðnþingum, þá veit ég að engum,
sem hér er inni blandast hugur
um það að í dag ríkir meira
öngþveiti í efnahagsmálum ís-
lendinga en gert hefur um lang-
an aldur, af þessu leiðir af at-
vinnumálin munu líða hið mesta
tjón fyrir efnahagsöngþveitið,
sem fram undan er. Ég er því
ekki í nokkrum vafa um það
að núverandi ástand í þjóðmál-
um okkar mun hafa sín áhrif á
öll störf þingsins og erfiðara mun
í dag að spá nokkru um fram-
kvæmd mála en oftast áður,
vegna þess að það sem þótti gott
og gilt fyrir nokkrum vikum er
horfið í dag, samanber þá sam-
keppnisaðstöðu, sem hin nýju lög,
svokölluð bjargráð, áttu að skapa
nokkrum iðngreinum í sam-
keppni við útlönd, ef kaup héldist
óbreytt miðað við lögin, bjart-
ir álitu þessi ráð mundu duga til
haustsins eða jafnvel til áramóta,
en hvað hefur skeð, verkfalls-
alda hefur skollið yfir, samkeppn
isaðstaðan hefur stórversnað og
krónan orðið minni. Þetta tel
ég mál málanna í dag, mál sem
varðar okkur öll, að engar áætl-
anir standast, allt svífur í lausu
lofti, öryggisleysið í atvinnu- og
fjármálum eykst frá degi til dags.
Við erum í dag eins á vegi stödd
með allan heildarrekstur þjóðar-
búsins eins og sá sem berst und-
an straumi á ísjaka og veit aldrei
hvenær hann brestur.
En hvað getum við gert, við
sem styðjumst við þriðja hluta
þjóðarinnar að baki okkar, þegar
við beitum okkur fyrir framgangi
okkar eigin mála við þing og
stjórn. Við hljótum að geta gert
mikið ef við og allt okkar lið
hugsar af einlægni um þjóðar-
heill. Hér þarf vissulega hina
fæ'rustu menn til að bjarga efna-
hags- og atvinnumálunum og
koma öllu á traustan grunn.
Það er til lítils fyrir eina og
eina stétt að berjast fyrir kröf-
um misjafnlega sanngjörnum,
sumum beinlínis ósanngjörnum,
eins og við erum áhorfendur að
síðustu daga á hendur þrautpínd-
um atvinnuvegum, sem lifa á
styrkjum, sem heita á fínna máli
,,millifærsluleið“ og svo er með
lægni og sjónhverfingum og milli
færsluleiðum aftur beitt til þess
að ná svokölluðum kjarabótum
til samræmingar við einhvern
annan þjóðfélagsþegn, í formi
hækkaðs vöruverðs, dýrari þjón
ustu, með tollum og sköttum og
þannig koll af kolli. Meðan svo
er ástatt að þjóðina vantar á-
byrga forustu og meðan þing og
stjórn skortir allt framkvæmda
vald yfir þegnum hins unga lýð-
veldis, þá er eiginlega skuggi og
óvissa yfir því að gera áætlanir
um framgang mála og um sam-
keppnishæfni einstakra iðngreina
við útlenda framleiðslu eða að
ræða samkeppnisaðstöðu útflutn-
ingsatvinnuvega Islendinga. Allt
verður þetta vanskapningur, sem
breytist frá degi til dags, allt
heildarkerfið er byggt upp á ís-
jaka, sem getur sprungið þá og
þegar.
★
Til þess að þing iðnaðarmanna,
aðalfundir útvegsmanna, búnað-
arþing og ráðstefnur kaupsýslu-
manna beri árangur annan og
meiri en þann sem felst í þeirri
íþrótt, er menn í reiptogi streit-
ast við að draga hvern annan of-
an í grugguga tjörn, eins og gerist
suður í Tívoli í Reykjavík á viss-
um dögum. Þá þurfa allir þessir
aðilar, sem eru hvor öðrum háð-
ir, að sameinast um starfsgrund-
völl fyrir alla aðalatvinnuvegi
þjóðarinnar og á sama tíma verð-
ur löggjafarvaldið að breyta
vinnulöggjöfinni þannig að allar
hinar vinnandi stéttir setjist að
sameiginlegu samningaborði og
geri hvor annarri grein fyrir
kröfum sínum á hendur þeim,
sem greiða ber og þjóðfélaginu í
heild. Ef slík lausn er ekki fram-
kvæmanleg undir sameinaðri
þjóðhollri, sterkri stjórn, þá er
hætt við að sú ógæfa hendi okk-
ur, að verða öfgaöflum að bráð
eða skerða sjálfstæði okkar. En
slíkt má ekki henda þjóðfélag
vort eftir að hafa unnið stóra
sigra, eftir að hafa skapað þegn-
um sínum betri og jafnari lífs-
kjör en þekkist í öðrum lönd-
um.
Hvað er ömurlegra, en að sjá
hinn glæsilega skipastól lands-
manna bundinn við festar, nú um
hábjargræðistímann, vegna þess
að nokkrir menn af áhöfn hvers
skips krefjast hærri launa, þess-
ir af áhöfninni í ár, aðrir á síð-
astliðnu ári. Allir beita þeir verk-
fallsvopninu og allir telja þeir
sig hafa fullt leyfi til þess að
vega að atvinnuvegunum og
stofna eigin atvinnu í hættu í
ofurkappi sínu til þess að fá fleiri
og verðminni krónur, öllum til
tjóns. Við höfum með réttu dáðst
að uppbyggingu iðnaðarins, bætt-
um húsakosti, auknum afkasta-
miklum vélum, meðal annars í
vélsmiðjum. Nú hafa þær stærstu
í Reykjavík undanfarið staðið
mannlausar að kalla má og öll
hjól stöðvazt. Verkfall skollið á
rétt einu sinni, afleiðingin versn-
andi samkeppnisaðstaða við út-
lönd, varðandi allar meiriháttar
smíðar og vélaviðgerðir skipa.
Verkfall blikksmiða, skipasmíða,
rafvirkja, öll að vísu leyst í bili
á kostnað fólksins í landinu, þess
fólks, sem allt á eftir að óbreyttu
að gera verkföll í einhverri
mynd, til þess að bæta sér upp
tjónið af að kaupa þjónustu ann-
arra stétta dýrari verði, en var,
Framh. á bls. 14
ÍIIIÍÉá ' 4
Sumarið 1950 fóru Flugvélar Flugfélags íslands fyrstu Ieiguflugin til Grænlands og voru þau far-
in fyrir rannsóknarleiðangur dr. Lauge Koch. Sumarið eftir annaðist félagið flutninga fyrir
leiðangur Paul Emii Victor og voru þá farnar fjórtán ferðir. Sumarið 1952 voru enn farin 36
Grænlandsflug og frá þeim tíma hafa þau verið fastur liður í starfsemi Flugféiagsins. Um þessar
mundir ljúka „Faxarnir“ fimmhundraðasta fluginu. Meðfylgjandi mynd er af Sólfaxa á flug-
vellinum i Ikatec. (Ljosm.: Sv. S.)