Morgunblaðið - 12.07.1958, Síða 16
VEÐRIÐ
Hæg breytileg átt. Léttskýjað
með köflum
155. tbl. — Laugardagur 12. júlí 1958
20. iðnþingið
Sjá grein á bls. 9.
Missfu fingurna er hey
var dregið í hlöðu
Tveir drengir stórslasast í Eyjafirði:
AKUREYRI, 11. júlí. — Það svip-
lega slys vildi til að Grund í
Eyjafirði.í gær, að tveir ungir
drengir stórslösuðust er verið var
að draga hey inn í hlöðu.
Nánari atvik slyssins eru þau,
að drengirnir Bjarni Aðalsteins-
son, 5 ára, og Gunnar Hjartarson,
12 ára, höfðu farið inn í heyhlöð-
una þar á staðnum, sennilega án
þess að þeir sem að heyflutn-
ingunum unnu yrðu þeirra var-
ir. Þannig háttar til að þegar
hey er sett í hlöðu þessa, er not-
aður blakkarútbúnaður og heyið
dregið inn með honum. Liggja
því taugar frá baggagati og inn í
encfa hlöðunnar og renna þar í
blökkum.
Drengirnir munu hafa verið að
Úrslifahuidar
í nótt
ÞEGAR blaðið var fullbúið til
prentunar í gærkvöldi, stóð yfir
súttafundur í Alþingishúsinu í
farmannadeilunni. Hefur hver
sáttafundurinn rekið annan nú
síðustu daga. Úti í Alþingishúsi
virtist það liggja í loftinu, að
sáttasemjari ríkisins, Torfi Hjart-
arson, legði hart að samninga-
mönnum um að slíta ekki fundi
fyrr enn öll sund virðist lokuð.
Mun því fundurinn í gærkvöldi,
sem búizt var við að standa
mundi fram á nótt, hafa verið
nokkurs konar úrslitatilraun til
þess að koma á samkomulagi í
farmannadeilunni, sem nú hefur
staðið í 18 daga. Talið var, að
færi svo að samningar strönd-
uðu í nótt, þá myndu allar frek-
ari samningaumleitanir til lausn-
ar deilunni strandaðar um ófyrir-
sjáanlegan tíma.
leika sér að því að hanga i taug-
unum. Þegar bólsturinn er dreg-
inn inn, herðist á taugunum, og
gerðist það á sama tíma sem
drengirnir héngu í þeim. Notuð er
dráttarvél við að draga heyið inn,
og er henni ekið langt frá hlöð-
unni um leið og bólsturinn fer
inn í hana. Heyrðist því ekki til
drengjanna.
Skipti það engum togum að
fingur drengjanna klipptust af á
strengjum, þannig að Bjarni litli
missti 4 fingur hvorrar handar of-
an við miðju, en Gunnar 4 fing-
ur annarrar handar og 3 fingur
hinnar. Þumalfingrunum héldu
þeir heilum.
Drengirnir voru strax fluttir á
sjúkrahús á Akureyri og gert að
sárum þeirra. Er líðan þeirra eft-
ir atvikum. Bjarni Aðalsteins-
son er fóstursonur hjónanna á
Grund, Aðalsteinu Magnúsdótt-
ur og Gísla Björnssonar. Gunn-
ar Hjartarson var hins vegar gest
komandi á staðnum, en er sunn-
an úr Reykjavík. — vig.
Danir unnu
7:1
FYRSTI leikur úrvalsliðs knatt-
spyrnumanna af Sjálandi fór
fram á Laugardalsvellinum í
gærkveldi. Lékú Danirnir við
gestgjafa sína, Fram, og sigruðu
með yfirburðum, 7 mörkum gegn
1, og gefur markatalan rétta
hugmynd um yfirburði þeirra.
Öll voru mörkin vel undirbúin
og mjög fallega skoruð. Staðan
í hálfleik var 2—1. — Mark Fram
skoraði Dagbjartur Grímsson. —
Nánar um leikinn í blaðinu á
morgun.
Hér sér yfir nýja endastöð Strætisvagna Reykjavíkur hér í Miðbænum. Stöðin er rétt norðan við
bílastöð Hreyfiis. Þar verður endastöð fyrir sex leiðir og verður hún væntanlega tekin í notkun
áður en langt um líður. Þarna verða Lögbergsvagnar, hraðferðavagnarnir í Vogahverfið, hrað-
ferðin Austurbær—Vesturbær, hraðferðin Klepnur og Bústaða-hraðferð. Myndin er tekin af
Arnar hóli.
Ekkert ákveðið um kaup
Loftleiða á Electravélum
í NÝÚTKOMNU hefti af „Flug-
mál“ er þess getið að talið sé að
flugfélagið Loftleiðir hafi selt
samning sinn um kaup á Electra-
flugvélum og að félagið hyggist
kaupa DC-6 og slíta samvinnu
við Braaten.
Mbl. sneri sér til stjórnarfor-
manns Loftleiða, Kristjáns Guð-
laugssonar, og spurðist fyrir um
hvað hæft væri í þessum fregn-
um.
Sagði Kristján að enginn fótur
væri fyrir þessu. Loftleiðir hefðu
samning um kaup á Electravél-
um og væri þegar búið að borga
inn á slíka vél, en þó væri fyrir-
vari í þeim samningi. Vildi félag-
ið ekki ákveða neitt endanlega
fyrr en komin væri einhver
reynsla á Electravélarnar. Væri
einmitt verið að reyna þær um
þessar mundir og mundu forráða
menn Loftleiða sennilega fara
utan í ágúst eða september í
þessu sambandi. Hvað" kaupum á
DC-6 viðvéki, hefði ekkert verið
ákveðið. Það væri ura svo margar
aðrar tegundir flugvé'la að ræða,
ef til kæmi.
Sem sagt, ekkert hefði endan-
lega verið ákveðið um flugvéla-
kaupin.
M jólkin
hœkkar ef...
★□★
Blaðinu er kunnugt um að full-
trúar verkamannafélagsins Dags-
brún og Vinnuveitendasambands
íslands áttu viðræður í gær um
væntanlega samninga.
Targjöld á sérleyf-
isleiðum hækka
VERÐLAGSYFIRVÖLDIN hafa
veitt leyfi til þess að hækka öll
sætagjöld á sérleyfisleiðum um
15%. í allmörgum tilfellum er
hér um að ræða aðra hækkunina
sem verður á fargjaldi á þessu
ári.
Allmargar sérleyfisleiðir sem
liggja frá kaupstöðum og kaup-
túnum út um land, var eftir ára-
mótin leyft að hækka sætagjöld
um 22—30%. Um það mun á sín-
um tíma ekki hafa verið tilk. op-
inberlega og þessi nýja hækkun
kemur ofan á þá hækkun, sem
þá var leyfð.
H. C. Hansen í fegursta
veðri á Þingvöllum
í FEGURSTA sumarveðri ók
forsætis- og utanríkisráðherra
Dana, H. C. Hansen, „Hringin“
í gærdag. Hafði veðrið verið
dásamlegt á Þingvölium meðan
ráðherrann var þar, en í Vaihöll
snæddi hann hádegisverð í boði
Guðmundar í. Guðmundssonar
utanríkisráðherra. Á Þingvöllum
sagði Bjarni Guðmundsson. blaða
fulltrúi, ráðherranum frá sögu
staðarins. Komið var við í orku-
verunum við Efra-Sog og íra-
fossi, og eins var komið við í
Garðyrkjuskólanum á Reykjum
í Ölfusi. H. C. Hansen var með
kvikmyndavél sína meðferðis og
myndaði ráðherrann ailmikið á
viðkomustöðunum.
í gærkvöldi var óvíst hvort
ráðherrann myndi halda för sinni
áfram í dag, áleiðis til Græn-
lands. Hann mun fljúga með
bandarískri flugvél frá Keflavík-
urflugvelli, — þega^ hann fer ög
verður þá flogið til Keflavíkur.
í gær var mjög tvísýnt útlit um
flugveður á leiðinni.
Gott veður —
engin síld
í GÆRKVÖLDI var gott veður
á síldarmiðunum, en engin síld.
Blaðið átti tal við Síldarleitina
á Siglufirði seint í gærkvöldi.
Þá voru báðar leitarflugvélarnar
á ferðinni og höfðu þær leitað
á víxl, djúpt og grunnt, frá því
kl. 7 í fyrrakvöld, en ekki orðið
varar við neina síld. 'Síldarflotinn
mun vera dreifður um miðin, en
ekki hefur heyrzt að nein skip
hafi fengið síld.
Félagsbréf
NÝKOMIÐ er út 8. hefti af Fé-1
lagsbréfi Almenna bókafélagsins,
fjölbreytt að efni. Hefst það á
því, að kynntar eru tvær næstu
mánaðarbækur félagsins, en þær
eru, Hlýjar hjartarætur eftir
Gísla Ástþórsson (septemberbók)
og úrval úr smásögum Guðmund-
ar G. Hagalín (októberbók). —
Eiríkur Hreinn Finnbogason
minnist Steins Steinars, sænski
rithöfundurinn Eyvind Johnson
á þarna grein, sem hann nefnir
AB komið
Skáldsagnahöfundurinn og verk
hans. Tvær sögur eru í heftinu,
Fullnumi eftir kínverska rithöf-
undinn Nakashima Ton og
Böggla-Stína eftir Ingimar Er-
lend Sigurðsson. Tvö ung skáld
eiga þarna kvæði, þeir Jóhann
Hjálmarsson og Gylfi Gröndal.
Rætt er við Matthías Jóhannes-
sen um skáldskap hans og um
bækur skrifa Ingimar Óskarsson
og Baldur Jónsson. Þá má einnig
nefna ritstjórnargreinar o. fl.
Drengur fyrir bifreið
Slökkviliðið kvali út
KLUKKAN 16,20 í gær varð
drengur á reiðhjóli fyrir bifreið
við Herk'astalann í Reykjavík.
Hann var - fluttur á Slysavarð-
stofuna, en meiðsli hans ekki
talin mikil.
Slökkviliðið var kvatt á Óð-
insgötu 10 kl. liðlega 13. Hafði
kviknað í feiti í potti og var
smávegis eldur í kring. Ekki tók
langan tíma að slökkva hann og
skemmdir urðu engar.
Aflafréllir frá
Akranesi
AKRANESI, 11. júlí. — Reknetja
bátarnir Fram og Sigurfari fengu
í dag sínar 30 tunnurnar hvor.
Þriðji síldarbáturinn Aðalbjörg
fer ekki út á veiðar í dag. Norskt
skip, Konastindur frá Aalesund
tók hér í gær 2200 kassa af freð-
fiski til Frakklands og Englands.
— Oddur.
SEINT í fyrrakvöld náðist sam-
komulag í kjaradeilu mjólkur-
fræðinga, en þá var verkfall
þeirra yfirvofandi eins og kunn-
ugt er. Samkvæmt hinum nýju
samningum fá mjólkurfræðingar
5Vz% launahækkun umfram hina
lögboðnu 5% hækkun.
Enn hefur ekki verið ákveðin
hækkun á mjólkurverðinu af
þessum sökum, en ef aðrir starfs-
hópar við mjólkurvinnsluna fá
samsvarandi kjarabætur og þeir
hafa þegar sagt upp samningum,
má búast við að það hafi í för
með sér verðhækkun á mjólk-
inni.
Ánœgjulegt skátamót að
Gilsbakka c
AKRANESI, 10. júlí. — Skáta-
félögin á Akranesi og í Borgar-
nesi héldu skátamót að Gilsbakka
á Hvítársíðu 2. til 6. júlí sl. Auk
Akraness- og Borgarnessskáta
sóttu mótið skátar frá Patreks-
firði og Hafnarfirði. Mótstjóri
var Bragi Þórðarson, skátafor-
ingi á Akranesi. Mót þetta var
haldið fyrst og fremst til að
þjálfa skátana betur í útilegu-
starfinu. Þeim var skipt í hópa
og annaðist hver hópur sig alger-
lega sjálfur, svo sem við matseld.
í flokkakeppni ýmis konar, o. fl.
viðkomandi skátastarfinu Farnar
voru ferðir um nágrennið, í Surts
helli, Stefánshelli, Víðgelmi og að
Barnafossum. Einnig gengu
nokkrir skátar á fjallið Strút, en
þaðan er útsýni mikið og fagurt
eins og kunnugt er. Á hverju
kvöldi voru varðeldar með fjöl-
óreyttum skemmtiatriðum og
1 Hvítársíðu
söng. Sunnudaginn 6. júlí var úti-
guðsþjónusta á fögrum stað í
Skógarhrauni. Predikaði séra Ein
ar Guðnason í Reykhelti. Hátt á
þriðja hundrað manns sótti mótið
þegar flest var. Veður var hag-
stætt og mótið hið ánægjulegasta
í alla staði. Skátarnir senda hjón-
unum á Gilsbakka beztu þakkir
fyrir alla greiðasemi þeirra í sam
bandi við mótið. — Oddur.
Island
vann 4:0
1 ÚRSLITAKEPPNI á Stúdenta-
skákmótinu keppir ísl. sveitin í
B-riðli. í gær unnu Islendingar
íra með 4:0. Friðrik vann Kenn-
edy, Ingvar vann Cochran, Frey-
steinn vann Cacthy, Árni vann
Rowlis.