Morgunblaðið - 27.07.1958, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 27.07.1958, Blaðsíða 6
6 MOHCVTSB14Ð1Ð Sunnudagur 27. júlí 1958 ^J^venhjóÉin ocj. LeitniíiÁ Hvenær, hverníg á að flengja börn? Betri er flenging en afskiptaleysi, segir greinarhöfundur og hvort NÝLEGA rákumst við á grein í bandarísku tímariti eftir David Dempsey, „þriggja barna föður, er hefur lesið næstum allar bæk- ur um barnauppeldi“. Greinin hét: „Hvenær, hvernig og hvort á að flengja?“ Tilefni greinar- innar er það, að Harriman borg- arstjóri 1 New York neitaði fyr- ir skömmu að fallast á það að kennarar fengju leyfi til að flengja nemendur sína, en það er algerlega bannað þar í landi eins og er. „Þó ég sé einn af þeim feðrum sem flengir — í hófi — þá geri ég mér fulla grein fyrir að margt mælir gegn því“, segir greinar- höfundur. „Ég fellst meira að segja á það að líkamleg refsing sé ekki einungis gagnslaus þeg- ar um verulega erfið börn er að ræða, heldur geri of mikið af slíku þau oft aðeins ennþá erfið- ari. Vandamálið varðandi hegð- un unglinga er gert einfaldara en svo að nokkurra bóta sé von, þeg ar því er haldið fram að lausnin liggi eingöngú í því hvort þeim sé refsað á unga aldri eða ekki — en þetta hættir sumu ofstækis fullu fólki til að gera. Mér er líka fullkunnugt um, að margir barnasálfræðingar og þeir sem fást við velferðarmál (auk næstum hvers einasta barns) eru á móti flengingum. Viðkomandi aðilar halda því m. a. fram (1( að barnið sé varnar laust og þess vegna sé níðst á því, (2) að flenging ali upp í barninu fjandskap og hvetji það til ofbeldisverka til „að ná sér niðri“, (3) að flenging komi oft í stað rannsóknar á orsökum þess að barnið gerði það sem það átti ekki að gera, (4) að flenging sé refsing sem byggist á ótta, og (5) að hún geri ekkert gagn. „Þegar bezt lætur getur refs- Flengjendur segja að það sé ekkert annað en vanræksla af foreldranna hálfu að láta barn- ið ekki rækja skyldur sínar. ing komið í veg fyrir að barnið haldi áfram að gera það sem það á ekki að gera“, skrifar frú Sid- onie Matsner Gruenberg, fyrr- verandi framkvæmdastjóri Barnarannsóknarráðsins. „En hún bætir ekki skoðanir barns- ins eða viðbrögð. Ekki kemur hún drengnum eða telpunni heldur í skilning um hvað sé æskilegt að þau geri“. Þannig getur „litli engillinn" heima, sem hefur fengið strangt uppeldi, verið hreinasti umskift- ingur í skólanum eða á leikvell- inum. Hann hefur lært að vera þægur, en ekki af neinni já- kvæðri ástæðu, heldur af ótta við að falla í ónáð. Á unglings- árunum eiga þessi börn svo oft erfitt með að samlaga sig heimi hinna fullorðnu. Þeir, sem fylgja þeirri kenn- ingu að sýnd skuli linkind, finnst ekki skipta mestu máli að barnið „hegði sér vel“, heldur að það „samlagist vel“. Máli sínu til stuðnings segja þeir að aldrei „hafí verið barin skynsemi í nokkurt barn“, þvert á móti sé miklu líklegra að barið barn verði utanveltu í þjóðfélaginu. Þó við flengjendur samþykkj- um þetta, viljum við halda því fram að slík tilfelli komi sjaldan fyrir við venjulegar heimilisað- stæður. Fæst börn eru „vand- ræðabörn“ og fæstir feður sál- fræðingar. Auk þess föllumst við ekki á að ekki sé hægt að gefa barninu „frjálsar hendur“ og hafa á því sæmilegan aga. Það er eins og að hafa lög án fang- elsa að setja hegðunarreglur án þess að hægt sé að fylgja þeim eftir með refsingu. hætta á að vanrækt barn verði vandræðagripur. Að minnsta kosti er hægt að fullyrða að föð- ur sem flengir standi ekki á sama. Ef til vill er okkar sterkasta tromp það, að það kemur fyrir næstum alla foreldra að flengja, jafnvel þá sem í orði kveðnu eru því mótfallnir. Til að fullvissa refsingarinnar sem mestu máli skiptir, heldur hugsunin sem að baki býr“. „Andleg“ refsing, sem veitt er af skilningsleysi, getur skilið eftir meiri ör en nokkuð sem hægt er að gefa með flötum lófanum eða vendi. Ég er Bernhard Shaw alveg sammála, þegar hann gefur eftir- farandi aðvörun: „Sláið aldrei barn nema í reiði“. Ef svo væri ekki, þá .væri ég kaldrifjaður ruddi, og það álít ég ekki að nein ir foreldrar megi vera. Því þeim mun fyrr sem barnið kemst að því að foreldrar þess eru mannlegir — að þau geta átt til þessi ósjálfráðu hefnivið- brögð sem þjóðfélagið á seinna eftir að svara þeim með — þeim mun færari verða þau til að sam- laga sig veröldinni eins og hún raunverulega er. Ég ætla að eiga Við segjum að það sé ekkert annað en vanræksla af foreldr- anna hálfu að láta barnið ekki rækja skyldur sínar og standa við ábyrgð, undir því yfirskini að það þurfi að hafa „frjálsar hendur". Það er betra að refsa börnum en sýna þeim afskipta- leysi, og það er miklu meiri Betra að gefa ....... Það er vafamál hvort þægilegrt er að búa með föður sem bælir niður reiði sína. mig um að ég hefði rétt fyrir mér, spuiði ég 18 barna bekk í barnaskólanum okkar um þetta. Öll kváðust có’nin hafa hlotið líkamlega rsfsirgu, en misjaín- lega oft. Kifði flengingin þá gort nokkurt gagn: flest þeirra viðjr kenndu að hun hefði komið í veg fyrir að þau brytu af sér aftur. Sum hefðu fremur kosið annars konar refsingu, einn hélt því þó fram að hann vildi miklu heldur fá flengingu og þar með væri máíið úr sögunni, heldur en að vera sviptur einhverju í heila viku. Sautján nemendum fannst foreldrarnir hafa rétt til að flengja og' ellefu þeirra lýstu þvi yfir að þau myndu sjálf flengja börn sín, þegar þau væru orðin fullorðin. Nú á dögum er barnauppeldi talið list fremur en ögun — en list sem stundum krefst líkam- legrar refsingar. Próf. Goodwin Watson, sálfræðingur sem ný- lega hefur lokið rannsóknum sín um á hegðum barna strangra for eldra, segir: „Það er ekki form það á hættu að virðast væminn og leyfa mér að segja: Lífið fleng ir okkur öll fyrir mistökin sem aldrei hefðu þurft að henda okk- ur, ef foreldrar með nægilega mikinn áhuga á þeim til að leið- rétta þau hefðu snúizt gegn þeim fyrr. Þjóðfélag okkar hefur því mið- ur komið sektarkennd inn hjá foreldrum sem flengja — og það í svo ríkum mæli að þeir grípa til lyginnar. Flengingin fær ekki meira á foreldrana en barnið, eins og þau segja svo oft, heldur líður flestum þeirra miklu betur á eftir. Það er reyndar oftast að- alástæðan fyrir því að þau flengja — taugaspenna sem ann- ars hefði verið byrgð inni fær heilsusamlega útrás. Það er að vísu satt að barnið er ekkert ánægt með þetta, en það er ekki víst að það væri neitt ánægðara með föður sem .bælir niður reiði sína, en er í staðinn sífellt þreytt ur og gramur við það. „Góð fleng ing hreinsar andrúmsloftið", segja mæður stundum, þegar þær sÞrif“ar úr daglega lífinu , í örvæntingu sinni hafa gripið til að flengja. Margir sálfræðing- ar eru á sömu skoðun og benda á, að langvarandi sektarkend 1 vegna einhvers konar refsingar geti haft varanleg og skaðleg áhrif. „Barn skilur réttláta reiði for- eldra sinna“, skrifar einn pfcss- ara manna og bætir því við, að flenging sé ekkert verri en sífellt jag og aðfinnslur. Hún er vissu- lega minna skaðleg en það að senda barnið eitt til herbergis síns eða í bólið og svipta það vasapeningum eða öðru, sem frek ar bendir til úthugsaðra refsi- aðgerða en hæfilegrar valdbeit- ingar. Stundum er því haldið fram, að f.enging komi oft í stað rannsókn ar á orsökum þess að barnið gerði það sém það átti ekjki að gera. Ég efast um að þetta sé rétt, því ég held að ekki sé alltaf ástæða fyrir því að börn hegða sér illa. Á vissu aldursskeiði vilja þau aðeins sýna vald sitt. Þetta er upp að vissu marki merki um heilbrigði, en það verður hættu- legt (bæði fyrir barnið sjálft og þjóðfélagið) ef það gengur of langt. Þess vegna er betra að setja takmörkin jafnóðum — með góðu ef hægt er, en með flötum lófa, ef nauðsyn krefur. Aðlöðunarhæf börn koma yfir- leitt frá heimilum, þar sem rík- ir rólegt, heilbrigt andrúmsloft. Og flenging er aðeins ráð til að fá þau til að gangast undir þarf- ar reglur fjölskyldunnar, þegar allt annað bregst. í venjulegu, lýðræðislegu heimilishaldi, þar sem allir hafa sín réttindi ekki síður en skyldur, verður fleng- ing ekki oft nauðsynleg. En þeg- ar hún er það, er ástæðulaust fyrir foreldrana að finna til sekt- ar. Ef til vill geta ráðleggingar sumra heimilisráðunauta leið- beint þeim sem það gera: (1) Fléngið aðeins þegar ekk- ert annað dugir, en ekki í hvert sinn sem eitthvað smávegis bját- ar á. (2) Flengið ekki vegna ein- hverra erfiðleika utan heimils- ins. Barnið má aldrei verða fórn- arlamb gremju foreldranna. (3) Flengið aldrei að öðrum viðstöddum. Það vekur reiði og skömm. (4) Æskilegast er að báðir foreldrarnir haldi uppi aga. Barn inu má ekki finnast faðirinn vera harðstjórinn en móðirin verndari þess — eða öfugt. (5) Aginn verður að vera „á- kveðinn, ófrávíkjanlegur og sann gjarn“. Flengið ekki fyrir ein- hverja smámuni. Leysið ekki eitt barn frá skyldum, sem systkini þess verða að leysa af hendi. Ef reglurnar eru sanngjarnar, gremst barninu ekki að þurfa að ‘ fylgja þeim. (6) Ef nauðsynlegt reyndist að flengja barnið verður líka að sýna því ástúð. Vinabæja heimsóknir. AÐ undanförnu hafa dvalið hér margir norrænir gestir í svo kallaðri vinabæjaheimsókn, þeirri fyrstu sinnar tegundar hingað til lands. Hinsvegar hafa allmargir íslendingar farið í slík- ar heimsóknir til hinna Norður- landanna og allir rómað mjög gestrisni þá og vinsemd, sem þeir hafa átt að mæta hjá frændum okkar. Mikið hefur verið ritað og rætt á undanförnum árum um norræna samvinnu og hvernig megi treysta hana sem bezt á menningarlegum og efnahagsleg- um grundvelli í senn. Persónuleg kynni. ENGINN vafi er á, að þessi vina bæjakynnig, sem til hefur verið stofnað, getur fengið miklu áorkað í viðleitni hinna nor- rænu frændþjóða til að þoka sér meir saman — og efla gömul og ný tengsl. Hér er stofnað til per- sónulegra vinakynna, sem oft reynast raunhæfari og haldbetri en samningar og samþykktir frá þingum og ráðstefnum. — f hópi þessa fyrsta norræna vinabæja- hóps á íslandi er margt máls- metandi fólk úr ýmsum stéttum, sem líklegt er til að miðla lönd- um sínum heima fyrir nokkru af þekkingu þeirri og kynnum af íslandi og íslendingum, sem það hefir öðlazt í heimsókninni hing- að. Meinleysisleg skaðræðisakepna ÞAÐ er oft skemmtilegt að sjá, hvernig jafnvel gæfustu menn geta gengið berserksgang er þeir hafa veður af gestafiðr- ildi í nánd við sig. Auðvitað vita þeir sem er, að þetta litla mein- leysislega dýr eða reyndar af- kvæmi þess, möllirfan er í raun- inni mesta skaðræðisskepna, sem hefur frá fyrstu tíð angrað menn ina og valdið þeim oft tilfinn- anlegu tjóni. Ég las fyrir nokkru í ensku tímariti grein um möi — háttalag hans og skemmdarverk. Fyrir það fyrsta er viðkoma hans gífurleg. Ein einasta mölfluga getur orpið um milljón eggjum árlega. Lirfurnar úr þessum eggj um geta étið upp um 50 kg. af ull á einu ári. Og áætlað er, að mölur eða fölfrændur um víða veröld éti upp allt að því 11 milljón kg. af ull á ári hverju. — Það er hreint ekkert smáræði. Vopn til varnar. MENN hafa snúizt gegn þessum óvini með öllum tiltækileg- um ráðum og drjúgum skildingi er árlega varið í heiminum í þessu skyn. Þannig verja banda- rískir ullarvöruframleiðendur, kaupmenn og vöruhús um 500 milljón dollurum á hverju ári til möleyðingar — og fleiri tölur mætti taka til sönnunar því, hví- líkt óargadýr mölurinn er. Nei, það er svo sem ekkert einkenni- legt — og raunar er það bráð- nauðsynlegt að vera vel á verði gegn sjálfri mölflugunni, gesta- flugunni — ekki sízt þegar heitt er í veðri á vorin og fyrri hluta sumars — þegar mölurinn er í ess-inu sínu. Félagslíi Ármenningar — Handknattleiksdeild Æfingar á morgun (mánudag). Kl. 7,30 kvennaflokkar. Kl. 8,30 karlaflokkar. — Mætið vel og stundvíslega. — Þjálfarinn. Samkomnr Fíladelfía Brotning brauðsins kl. 4 e. h. Almenn samkoma kl. 3,30. Allir velkomnir! Z I O N Almenn samkoma í kvöld kl. 8,30 HafnarfjörSur: Samkoma í dag kl. 4 e.h. Allir velkomnir. Heimatrúboð lei'kmanna. Hjálpræðisherinn Kl. 11: Helgunarsamkoma. Kl. 16: Útisamkoma. KI. 20,30: Al- menn samkoma. Allir velkomnir. Fimmtudag kl. 20,30: Fagnaðar- samkoma fyrir nýja deildarstjór- ann, majór Fritjof Nilsen og frú. Bræðraborgarstígur 34 Samkoma í kvöld kl. 8,30. Allir velkomnir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.