Morgunblaðið - 27.07.1958, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 27.07.1958, Blaðsíða 9
Sunnuefagmr 27. júlí 1958 9 wonr.rvpr 4niB „Er fyllt var að harmi mín kvalanna krús.. Spjallað vrð Jóhannes á Borg 75 ára á morgun JÓHANNES JÓSEFSSON á Borg er 75 ára á morgun. Hann er þjóðkunnur maður og hefur látið margt til sín taka; hann hefur verið frægur íþróttamað- ur, unnandi bókmennta og gest- gjafi í Reykjavík. Morgunblaðið hefur hitt Jóhannes að máli i tilefni af þessum merku tíma- mótum í ævi hans. Við lögðum fyrir hann nokkrar spurningar og verðá þær nú prentaðar hér á eftir ásamt svörum Jóhannesar. — Hvað vilduð þér segja um æskuárin ,uppeldi og ævintýri unglingsáranna á Oddeyri? — Ég lærði að stafa og lesa hjá Önnu ömmu minni í gamla Benediktsbænum inni á Akur- eyri og fyrsta bókin, sem ég las, var lítið kver, sem hét Óli há- lendingur. Óli þessi var mjög að mínu skapi: hann stal frá þeim ríku og gaf þeim fátæku. — Þegar ég var 8 ára að aldri, var ég sendur að Samkomugerði til Eggerts bónda þar og átti að gæta kúnna fyrir hann; það var siður að reka þær í haga á morgnana og sitja yfir þeim á daginn. Það er leiðinlegasta verk, sem ég hefi unnið um dagana. — Síðan var ég nokkur sumur smali í sveit og sat yfir fé, m. a. hjá Hallgrími á Rifkelsstöðum, og Jódísarstöðum og fleiri bæjum. Á þeim árum var fært frá, sem kallað var, lömbin voru tekin frá mæðrunum og rekin á fjall, en setið yfir ánum á daginn, þeg- — Alberti Frh. af bls. 8. sungið um það á götunum og í gamanleikritunum, eins og þessi vísa er dæmi um: „Har I aldrig set Alberti? Det er ham, der laver falske veksler færtig. Har I aldrig set hans gode ven? Jo, det er J. C. Christensen ,.. Lok Albertis. Málið út af Alberti varð mjög langvinnt. Dómurinn var fyrst kveðinn upp hinn 17. desember 1910 og var Alberti dæmdur í 8 ára tukthús. Afplánaði hann það í fangelsinu í Hrossanesi, en 1917 var hann látinn laus og bjó hann eftir það í hinni mestu kyrrþey ar búið var að mjalta á morgn- ana ,og síðan voru þær r’eknar heim í kvíar á kvöldin og mjólk- aðar aftur. Meðan ég gegndi þessu starfi, byggði ég mér byrgi á fjöllunum og þar viðaði ég að mér öllum þeim bókum, sem fáanlegar voru; þar lærði ég fyrstu rímurnar og kvæðin. Það voru skemmtilegir tímar. Rétt fyrir aldamótin var ég hesta sveinn hjá Stefáni skólameistara á Möðruvöllum í Hörgárdal. Þar var nú líf í stúfunum. Þá voru margir góðir glímumenn á Möðru völlum, svo sem Ingólfur í Fjósa- tungu, Hallgrímur Kristinsson, Magnús föðurbróðir minn og fleiri og fleiri, sem oft voru að leikum. Lítið merkilegt bar fyrir mig á þessum árum og var ég síðan sendur að nema prentiðn hjá Birni Jónssyni. Þar var þá einnig í læri Þórhallur Bjarna- son, sá er gekkst fyrir stofnun ungmennafélaganna með mér Ekki undi ég við það en „stakk af“ og fór að róa frá Hrísey! Þá var ég látinn fara í tóvinnuverk- smiðjuna, sem nú er kölluð Gefj- un á Akureyri. En það gekk eins og með prentiðnina, að held- ur þótti mér það lítilfjörlegt starf og of mikil kyrrstaða; hvarf frá því í óleyfi föður míns og fór til sjós aftur. Eftir það gekk á ýmsu. Ég keyrði með föður mín- um, var í uppskipunarvinnu og við síld- og þorskveiðar. Þá var síldin veidd inni á fjörðum í og undir öðru nafni í Kaup mannahöfn. Hinn 11. júní 1932. þegar hann var orðinn 81 árs varð hann fyrir sporvagni og dó skömmu síðar á sjúkrahúsi. Þannig er í stuttu máli sagan um Alberti-hneykslið, en eins og vikið var að hér áður vakti það hinar mestu deilur í Danmörku og hafði það mikil áhrif á stjórn málin, þó ekki sé það rakið hér. Eins og þessi saga sýnir varð íslandsráðherrann Alberti að lokum sögulegur maður fyrif fleira en það, að gerast á örlaga- ríkum tímum oddviti af hálfu Dana í málefnum Islendinga. En þegar saga sambandsmálsins frá þessum tíma er rakin, er ekki unnt að komast hjá því að nefna nafn Albertis. ádrætti með stórum nótum, sem voru frá 180—220 faðma langar og 10—12 faðma djúpar, og var þetta kallað „nótabrúk“; tóku þátt í því 15 menn, auk mat- reiðslukonu. Var þessum hópi skipt þannig, að 8 voru á nóta- bát, 6 ræðarar, 1 nótkastari og 1 stýrimaður, 3 voru á spilbáti — og svo voru notaðar tvær skektur með yfir- og undirnóta- bassa og ræðarar á hvorri um sig. Þetta var skemmtilegasta at- vinna, sem ég hafði í æsku. . Við fórum nú að tala við Jó- hannes um íþróttahreyfinguna. Hann minntist hér að framan á ungmennafélögin. Við spurðum hann um, hvað hafi einna helzt borið til þess, að hann kynntist íþróttahreyfingunni. — Við glxmdum mikið strák- arnir, frá því við vorum smá- pmnar og áflogahundur var ég kallaður, enda hafði ég óskap- lega gaman af því að fljúgast á og marga höfum við hildi háð, við Júlíus Hafstein, sýslumaður Þingeyinga. Það var eins og mér væru áflog og glímur í blóð born- ar ,enda tók ég síðar ástfóstri við þær. I barnaskólanum var kennd leikfimi. Kennari var Karl Schiöth og hélt hann uppi góðum aga. Séra Matthías Joch- umsson kenndi okkur skylming- ar, hvort sem þér trúið því eða ekki. Mun þetta allt hafa orðið til þess að áhugi minn beindist að íþróttunum. — Hvað teljið þér, að hafi aðal lega ýtt undir ungmennafélags- hreyfinguna — og hvernig lituð þið fullhugarnir á stöðu Islands í heiminum? — Ég var á Johannsens-verzl- unarskólanum veturinn sem Norðmenn vildu losna undan Svíum, var þá félagi í Bergens Ungdomslag og fór oft á fundi. Var þá rætt úm frelsisbaráttu Norðmanna í heitum og alvarleg- um umræðum. Lauk fundum með því, að sungið vari „Ja, vi elsk er —“ og voru þá flestir með tár í augum, enda ýtti Per Sivle undir með „Vi ejer et land som er frelst og fritt, som ikke sln frihed skal borge, vi ejer et land, som er mitt og ditt, og dette vort land heter Norge, og har vi ikke det landet ennu, saa skal vi vinde det, jeg og du.“ í slíku umhverfi kemst enginn undan því að hrífast af frelsis- þrá og hugsa til sinnar eigin fósturjarðar og niðurlægihgu hennar. Og því var það, að þegar við Þórhallur Bjarnason hittumst aftur heima sumarið 1915, bárum við saman bækur okkar, og sáum að hugsjónir okkar áttu samleið — ákváðum því að reyna aö koma á fót ungmennafélögum hér heima, sem síðar varð — því ísland vildum við frjálst. Nú fórum við að ræða við Jóhannes um fornsögurnar og aðrar fagrar bókmenntir. Eins og kunnugt er, hefur Jóhannes á Borg alltaf haft mikið yndi af bókmenntum. Við spurðum hann því: — Ætli fornsögurnar haíi ekki haft sin áhrif? Þér kynntusí þeim ungur, ljóðum og sögum, hvað vilduð þér segja um þau kynni? — Jú, fornsögurnar hafa áreið- anlega átt sinn þátt „ því að móta mig eins og svo marga aðra, því að ég lá í þeim alla daga, Is- lendingasögum, Snorra-Eddu og íslenzku ljóðunum, enda kunni ég mikið af því utanbókar og kann enn. Sá maður, sem hefur haft einna dýpst áhrif á mig, var Matthías skáldjöfur Jochums- son — skáldskapurinn, andagift- in og innblásturinn. já, maður- inn. Eins og ég sagði áðan, kenndi hann mér í barnaskóla x mörg ár, og af honum lærði ég margt gott og nytsamlegt. Hann kenndi mér m. a. erlend kvæði og á þessum tíma var ég mest hrifinn af hetjukvæðum Rune- bergs og ljóðum Esaias Tegners, svo og Björnson og Per Sivle. I>8nsk samtímatelknlng af þvf, er Alberti kemur til fangelsis- ins, þar sem hann afpiánaði dóminn. Verðirnir heilsa.hinum fyrrverandi dómsmálaráðherra virðulega. Jóhannes á Borg Enskum og þýzkum skáldskap kynntist ég síðar, þegar ég var orðinn fulltíða maður og var þar í mörgu að gramsa. Mér dettur í hug eitt skáld enn, sem hafði mikil og sterk áhrif á mig Það var sænska skáldið Elias Sehlsted. Hann mun vera frem- ur lítið þekktur hér heima, þó er eins og mig minni, að ég haíi séð á íslenzku eitt kvæða hans, „Heimþrá Norðlendingsins“. Mér finnst harxn álíka ljóðrænt skáld og Þorsteinn okkar Erlingsson. Kanadiska skáldinu Robert Ser- vice kynntist ég persónulega. Hann er góður lyriker og liggja eftir hann kynstur af skáldskap en fjáraflamaður var hann ekki að því skapi, enda segir hann svo í einu kvæða sinna: „The gilded galley — slaves of Mammon — how my purse — proud brothers taunt me! I migth have been as well — to do as they, had I clutched like them my chances, learned their wisdom, crushed my fancxes, starved my soul and gone to business every day.“ — Þér hafið vafalaust lent 1 mörgum ævintýrum, þegar þér hélduð út í heim 1909 að kynna íslenzku glímuna, Hvað vilduð þér segja okkur um það? — Jú, ýmsum ævintýrum lenti maður nú í á svona ferðalögum, en það er allt skráð í útdrátta- bókum .mínum. . Þér. mættuð kannske minnast á glímu mina við japan'ska stórmeistarann Dia- butzu í Alhambra í London 1910, því það var í fyrsta skipti, sem hvítur maður sigraði garpinn og þótti því í frásögur iærandi. Ann- an Jápana felídi ég í New York í Madison-Square Garden 1913 sá hét Otagawer og var eins og Diabutza stórmeistari í báðum glímum Japana, ju-jitzu og sumo. Það var einnig í fyrsta skipti, sem hvítur maður hafði sigrað Japana i þeiri-a eigin í- þrótt. En það mun þó hafa aukið frægð mína mest ,er ég gekk vopnlaus á hólm við frægasta hnífmann Portugala í Lissabon hinn 4. janúar 1913; sá hét Cara- sjoso Valente, og var þessi við- ureign svo víðfræg, að hún kom í blöðum flestra landa Evrópu, svo og vestanhafs, en ég vil helzt ekki fara út í þessa sálma frek- ar og skulum við láta þetta nægja. Við minntum Jóhannes Jósefs- son á það, að hann hefði einu sinni talað um „að vinna fyrir ísland“. Við spurðum hann þvi, hvernig hann teldi, að það væri bezt gert nú á dögum. Hann svaraði: — Þessu ætla ég ekki að svara, það er of auðskilið mál til þess. Við létum auðvitað þar við sitja, en snerum okkur að síðustu spurningunni. Jóhannes dvelst um þessar mundir í sum- arbústað sínum við Hítará. Við sögðum: — Nú hvílið þér yður við veiðiskap á þeim slóðum, þar sem margt gerðist á gamalli tíð. Er það laxinn eða sambandið við fortíðina sem dregur yður hingað? — Ég held þessari spurningu sé bezt svarað með eftirfarandi vísu, segir Jóhannes á Borg að lokum, og mælir vísuna af munni iram: „Er fyllt var að barmi mín kvalanna krús, sem kyngin og erillinn lána, þá byggði ég hvíldar og kær- leikans hús á klettunum frammi við ána. Cufuketill 25 ferm. gufuketill gerður fyrir 2.5 kg. á fer.cm. vinnuþrýsting, til sölu. — Laiidsmiðjan Huseigendur athugið Getum senn bætt við okkur standsetningu á lóðum. Útvegum gróðurmold og ódýrustu túnþökur í bænum. — Gróðrastöðin við Miklatorg, sími 19775. h”DHI-BRITE<frb- dræ-bræt) Fljótandi gljávax — Léttir störfin! — — Er mjög drjúgt! — — Sparar dúkinn! — Inniheldur undraefnið „Silicones", sem bæði hreinsar, gljáir og sparar — tíma, erfiði, dúk og gólf. Fæst alls staðar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.