Morgunblaðið - 27.07.1958, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 27.07.1958, Blaðsíða 18
18 MORCVISRT. AÐIÐ Sunnudagur 27. júlí 1958 Fólk hvarf með leynd flugleiðis frá Englandi sl. þriðjudag og var fyrsti áfangastaður hennar París, þar sem nokkrir ættingjar henn- ar tóku við henni. Meistarinn Picasso keppist enn við að búa til myndir — og stöð- ugt skapast um hann kímnisögur — margar af- bragðs góðar. — Hér er ein hin nýjasta: Póst- beri, nýbyrjaður í starfi sínu, kom í fyrsta skipti i bústað Picassos á Rivieraströnd- inni frönsku, og hafði meðferðis póstávísun. — Picasso tók hon ríkin. Á sínum yngri árum ferð- aðíst Stevenson um Rússland sem fréttaritari INS-fréttastof- unnar. „Ég setla að tala eins lítið og mögulegt er“, sagði Stevenson í Leningrad. „Ég þarf að kynnast Fazilet, hin 17 ára gamla tyrk- neska prinsessa, sem trúlofuð var Feisal írakskonungi, varð niður- brotin af sorg, er hún heyrði hin- ar skelfilegu íréttir um afdrif unnusta síns, en fullvíst er nú talið, að hann hafi verið myrtur. Hann hafði í lok þessa mánaðar ráðgert að sækja unnustu sína til Englands, þar sem hún hefur ver- ið undanfarið í heimavistarskóla og brúðkaupið skyldi standa inn- an skamms í Bagdad. Fazilet um mjög vinsamlega og bauð honum jafnvel inn í vinnustofu sína. Dóttir hans, 10 ára gömul, var þar og póstberinn, sem fannst hann skuldbundinn til að vera vingjarnlegur á móti, klappaði telpunni á kollinn og sagði um leið og hann leit upp á myndirn- ar á veggjunum: „Svo að þú ert líka byrjuð að mála, litla mín“. Adlai Stevenson, frambjóðandi Demókrata í Bandaríkjunum í tveimur síðustu forsetakosning- um, er nú á ferðalagi um Sovét- lífi og starfi sovézku þjóðarinn- ai eins vel og kostur er á. Það skiptir miklu máli fyrir varð- veizlu friðar í heiminum, að við skiljum hverjir aðra“. En Stev- enson mun samt sem áður eiga að reka erindi bandarískra rit- höfunda í Sovétríkjunum. Bækur ýmissa bandarískra rithöfunda, t.d. Ernest Hemingways og Williams Saroyans hafa verið gefnar út í Sovétríkjunum, án þess að þeir fengju nokkur rit- laun. Stevenson hefir verið falið að kippa þessu í lag. I IIíiI!\SKU\! SPURT! ERUÐ ÞÉR I EINLÆGNI ÁNÆGÐAR MEB RÁR YflHR? Enginn undanbrögð — athugið nú hár yðar vandlega. Hvað um blæfegurðina? og snyrtingu hársins yfirleitt? — Hver svo sem er uppáhaldshárgreiðslu yðar, þá ætlist þér til að hár yðar haldist án þess að nota límkennt hárlakk, eða brillantine, sem fitar hárið — eða með öðrum orðum þér viljið fá gott permanent. — Vér bjóðum yður TONI permanent fyrir aðeins lítinn hluta af því sem stofupermanent kostar. — Athugið þess vegna kosti TONI-permanents. TONI er auðvelt, fljótvirkt og handhægt. TONI-hárliðun endist lengi og hárið verður blæfagurt og eðlilegt. TONI-hárbindingin er jafn auðveld og venjul. skolun TONI-hárliðunarvökvi hefir góðan ilm. TONI-hárliðunarpappírinn inniheldur lanolin, til ab hindra slit á endum lokk- anna. SUPER fyrir hár, sem erfitt er að liða. REGULAR fyrir venjulegt hár. GENTI.E fyrir hár, sem tek- ur vel liðun. TONI er einmitt fyrir yðar hár. Hvor tvíburanna notar TONI? Pat og June Mackell eru hinar frægu sörg- stjörniár Breta. Pat sútil hægri er með TONI. June systir hennar er með dýrt stofuperm- anent. Pat er hæstánægð með TONI og finnst hárið fara prýðilega. Jfekla Austurstræti 14. Sími 11687. Hinn þeldökki ameríski dæg- urlagasöngvari, Harry Belafonte hefir að undanförnu dvalið í sum arleyfi sínu á Ítalíu ásamt eigin- konu sinni, Julie Robinson og Davíð syni sínum, 9 mánaða gömlum snáða. Belafonte hefir einnig aflað sér vinsælda fyrir leik í allmörgum kvikmyndum og sérstaklega þótti honum tak- ast upp í „Carmen Jones“, sem sýnd var hér í Reykjavik fyrir nokkru við mikla aðsókn. Að Ítalíudvöl sinni lokinni leggur Belafonte leið sína til London, þar sem hann mun koma fram opinberlega — í fyrsta skipti í Evröþu. í fregnum frá Ösló segir, að brezki lögfræðingurinn, Russell Iávarður frá Líverpool, sem þekktur er af bókum sínum um hryðjuverk heimsstyrjaldarinn- ar, Svipa Hakakrossins og Ridd- ararnir af Bushido, hafi orðið við tilmælum Ólafs Noregskonungs um að skrifa ævisögu föður hans, Hákonar Noregskonungs VII. Mun það vera ákveðið, að bókin komi fyrst út á ensku hjá Cassell í Lundúnum. Gina Lollobrigida heldur á- fram baráttu sinni gegn poka- kjólunum, sem hún telur vera mjög óklæðilega. Nýjasta athuga semd hennar er á þessa leið: — Ég get vel skil- ið, að verkfræð- ingar leggi vegi þ a n n i g, að hvergi séu hættulegar bog- línur. En það er hreint og beint hneykslanlegt, að tízkuteiknar- arnir skuli fylga sömu sjónar- miðum í sinni iðn. „ sek., í 24 dagleiðum, sem hafa verið ein óslitin taugaspenna. Meðalhraði hans hefir verið um 37 km. á klst. 78 þátttakendur af 120 sem byrjuðu komust hið erfiða skeið á enda. Leiðin hefir legið um hnullótta grjótvegi, brosandi vínekrur og torsótt háfjalla hér- uð. Charly fær tvær milljónir franka að sigurlaunumfyrirsjálft afrekið — og sennilega nokkrar milljónir að auki fyrir ýmislegt í kringum sigurvegaratitilinn. Hinni heimsfrægu hjólreiða- keppni, „Tour de France“ er ný- lokið, hinni 45. í röðinni. Sigur- vegarinn í ár, er frá Luxem- bourg, Charly Gaul að nafni. Hann hefir farið 4,312 km. vega- Vlengd á 116 klst., 59 mín og 5 Eva l>aiine? — ljóshærð og lag leg dönsk stúlka, sem allt í einu hefir verið uppgötvuð, sem eíni- leg stjarna. Hún er 19 ára, fædd í Nyköbing á Falstri en hefir lengst af ævi sinni verið á flugi og ferð: Tveggja ára gömul flutt ist hún til Kaupmannahafnar. Þegar hún var sex ára fór hún til íslands með móður sinni, sem gift var í annað sinn og 12 ára fiuttist hún til Bandaríkjanna. Þar var hún í þrjú ár en þá lá leiðín aftur til íslands, þar sem hún fór nú í leikskóla hjá Ævari Kvaran. Stjúpfaðir Evu var stað- settur á Keflavíkurflugvelli og þar byrjaði hún nú að syngja í amerískum klúbbum og einnig kom hún fram í Keflavíkur-sjón varpinu. Síðan hefir hún farið til Sviss og Spánar til frekari söngnáms — og nú hefir henni boðizt að leika í kvikmynd — í Holly- wood.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.