Morgunblaðið - 13.08.1958, Page 6
e
MORCUNBLAOIÐ
Miðvik'udagur 13. ágúst 1958
Togarinn komsf ekki á
veiðar vegna manneklu
PATREKSFIRÐI, 11. ágúst. —
Togarinn Ólafur Jóhannesson
landaði í sl. viku um 370 lestum
af góðum fiski, mestmegnis karfa,
sem veiðzt hafði við Grænland.
Var hér um góðan afla að ræða,
Þýzkt
skemmtif er ðaskip
hér um sl. lielgi
ÞÝZKA skemmtiferðaskipið Ari-
adne frá Hamborg-Ameríkulín-
unni lá í höfn í Reykjavík á
sunnudag og fram á hádegi á
mánudag. Þetta er í annað sinn
í sumar, sem þetta skip kemur
til fslands með skemmtiferða-
menn, um 250 í hvort skipti. Með
skipinu er fólk frá ýmsum lönd-
um á meginlandi Evrópu, þó mest
Þjóðverj ar.
Skipið kom kl. 8,30 á sunnu-
dagsmorgun og á sunnudaginn
fóru farþegar í skemmtiferðir á
vegum Ferðskrifstofu ríkisins, til
Þingvalla og í Hveragerði. Frá
Reykjavík fór skipið um hádegi
á mánudag, áleiðis til Akureyrar,
og í gær fór skemmtiferðafólk-
ið að Goðafossi.
Ariadne kom hingað frá Fær-
eyjum. Frá Akureyri fer skipið til
Noregs og mun sigla suður með
Noregsströnd, en ferðinni lýkur
í Cuxhaven.
sérstaklega með tilliti til þess að
hjá flestum togurum var afli
frekar rýr um svipað leyti. Að
lokinni löndun, fór togarmn aftur
á veiðar. Torfi Jónsson frá
Patreksfirði er skipstjóri á b/v
Ólafi Jóhannessyni.
í gær var aftur hægt að senda
b/v Gylfa út á veiðar. Hafði hann
legið . heimahöfn sinni á þriðju
viku vegna manneklu, sem er
mjög bagalegt um hábjargræðis-
tímann. Ekki eru nema tveir
færeyskir sjómenn eftir á Pat-
reksfjarðartogurum, annars voru
stöðugt 20—30 færeyskir sjó-
menn hér starfandi síðustu árin
og líkaði þeim vistin vel.
Hingað komu nýlega þrír „foss-
ar“, sem lestuðu sjávarafurðir til
útflutnings. Fóru alls um 15000
kassar af freðfiski, mestmegnis
karfa, á rússneskan markað.
Ennfremur fóru 260 lestir af karfa
og fiskimjöli á þýzkan og holl-
enzkan markað.
Austur-þýzki togarinn Meisser
frá Rostoc lá hér í höfninni í þrjá
daga vegna viðgerðar. Guðmund-
ur Júní frá Flateyri fékk við-
gerð á biluðu togspili.
I júní og júlí hefur verið land-
burður af fiski á handfæri og
hafa menn haft uppgripa-tekjur
af þeim veiðum.
Undanfarið hefur verið ein-
munatíð. Þurrkar hafa verið
góðir og eru margir bændur bún-
ir að hirða túnin. Silungsveiði í
ám og vötnum hefur verið léleg
það sem af er sumrinu. — Karl.
Austurstrœti 1886
Myndin að ofan er ein af mörgum skemmtilegum á sýningu
þeirri er opnuð verður að Skúlatúni 2 á mánudaginn kemur,
afmælisdag Reykjavíkur. — Eins og áður er getið í fréttum
standa Reykvíkingáfélagið eg Skjala- og minjasafn Reykja-
víkurbæjar fyrir sýningu þessari, en á henni verður sýnt stórt
safn gamalla mynda úr Reykjavík — og bæjarlífinu. — Mynd-
in sýnir útsýn yfir Austurstræti 1886. í baksýn sést vindmyll-
an við Bankastræti. Lága rishúsið hægra megin við miðju
myndarinnar, er þar sem Morgunblaðshúsið stendur nú.
Mökkur yfir
Reykjanesi
Á SUNNUDAGINN veitti fólk
hér í Reykjavík því athygli að
mökk lagði upp af Reykanesi,
og leiddi að því getum. að þar
væri aftur kviknað í mosa.
Svo var þó ekki. Vavnarliðið
var aðeins að brenna gömlum
tunnum, malbiki og því um líku,
sem ýtt hafði verið saman í bing,
eigi alllangt frá Keflavík. Lagði
reykinn á haf út, en ekki yfir
mannabústaði og sást hann langt
að.
Háspennustrengnum til
Akraness haldið uppi
með 15 m. masfri
Sementsverksmiðjan mun
hefja framleiðslu áburö-
arkalks í haust
AKRANESI, 11. ágúst. — Menn
gera ráð fyrir að búið verði að
tengja háspennulínuna hingað
frá Sogsvirkjuninni á miðviku-
dagsmorgun. Kominn var sæ-
strengur yfir Hvalfjörð á móts
við Kúludalsá, búið að setja nið-
ur alla staura beggja megin
fjarðarins og strengja á þá lín-
urnar, nýlega lokið við að grafa
fyrir jarðstrengnum frá spenni-
stöðinni að Sementsverksmiðj-
unni og verið er að tengja þar
í kvöld. Eftir var þó að koma
háspennustrengnum yfir Kolla-
fjörð, nærri 1 km. haf eða 900
m. Unnið hefur verið að því und
anfarna daga á Kollafirðinum og
orðið að sæta sjávarföllum vegna
þess að skeyta þurfti breiðum
palli, 5 m. háum ofan á Helgu-
sker, sem er á miðjum firði. Ofan
á skerið er reist 15 m. hátt mast-
ur úr stáli, sem á að bera raf-
Blómadrottning
kiörin í Hvera-
V
gerði
HVERAGERÐI, 11. ágúst. — Ár
hvert gengst kvenfélagið í Hvera
gerði fyrir „blómaballi." Er reynt
að vanda til þessarar skemmtun-
ar eftir föngum, borðin og allt
húsið skreytt með blómum. Þá
kjósa viðstaddir „blómadrottn-
ingu.“
Síðastiiðið laugardagskvöld var
þetta árlega blómaball hald'ð og
þótti takast vel. Sérstaklega var
leiksviðið fagurlega skreytt að
þessu sinni.
Þar sem þetta er auglýst
skemmlun er öllum heimil þátt-
taka og var Hanna Ólafsdóttir úr
Reykjavík kjörin blómadrottn-
inc.
Hanna er 19 ára gömul. Hún er
leikfimikennari, útskriíuð frá
Laugarvatni sl. vor. og vinnur í
•umar á barnaheimilinu í Kubara
vogi. — G. M.
strenginn uppi í nægjanlegri hæð
til þess að bátar þótt stórir seu,
geti siglt undir hann.
Að öðru leyti hafa verkamenn-
irnir notazt við árabát. Straum-
ur er mikill í firðinum. Þar er
misvinda og leggur stundum
hvassar rokur ofan af Esjunni.
Eina bótin að skerið er traust og
mastrið úr stáli. Verkstjóri
þarna er Ólafuf Jensson.
— Oddur.
SEMENTSVERKSMIÐJAN á
Akranesi mun hefja framleiðslu
á áburðarkalki seint á hausti kom
anda. Hafa verið keyptar vélar
til að fleyta kalk úr skeljasandi,
og mun það koma úr vélum þess-
um tilbúið til notkunar sem á-
burður. Vélarnar eru komnar til
landsins, en hafa ekki verið sett-
ar upp. Ársframleiðslan verður
allt að 20.000 tonn.
Ábrurðarkalk hefur ekki ver-
ið notað að neinu ráði hér á landi
til þessa. Ilins vegar er talið vafa-
laust, að full þörf sé á að nota
það, ekki sízt eftir að áburðar-
verksmiðjan hóf framleiðslu köfn
unarefnisáburðar og nýting rækt-
aðs lands jókst. Er álitið, að ýms-
ir kvillar í búfé, sem gert hafa
vart við sig, stafi m.a. af kalk-
skorti.
★
Dr. Jón Vestdal, forstjóri sem-
entsverksmiðjunnar, skýrði blaða
mönnum frá hinni fyrirhuguðu
áburðarkalkframleiðslu, er þeir
skoðuðu verksmiðjuna sl. laugar-
dag. Frá heimsókninni var að
öðru leyti sagt í sunnudagsblað-
inu. í þeirri frásögn var sagt, að
blaðamennirnir hefðu horft á
mælingu á styrkleika 13 daga
gamalla steyptra kubba. Kubbarn
ir voru 3 daga, en reyndust öllu
sterkari en gert er ráð fyrir, að
28 daga gamlir kubbar séu. —
Þá sagði, að sementið verði selt
frá skipshlið fyrst í stað. Sá hátt-
ur verður að sjálfsögðu aðeins
hafður á í Reykjavík, eins og lesa
má í málið. Á Akranesi verður
sementið afgreitt frá pökkunar-
húsi verksmiðjunnar.
Góð skötuveiði
AKRANESI. 11. ágúst. — Eyleif-
ur ísaksson lagði skötulóðir fyrir
tveim vikum. Þrisvar sinnum
hefur hann vitjað um lóðirnar
í fyrstu lögn fékk hann lVz lest
af skötu, í annarri fékk hann
tvær stórlúður og í þriðju lögn-
inni einnig tvær lúður og jafn-
framt lúðunum slangur af skötu.
— Oddur.
Meir og Lloyd
ræddust við
LUNDÚNUM, 11. ágúst. — Reu-
ter. — í dag ræddi brezki utan-
ríkisráðherrann Selwyn Lloyd
við utanríkisráðherra ísraels, frú
Goldu Meir. Fréttaritarar segja,
að þau muni hafa rætt um fram-
tíð Jórdaníu og brottflutning
brezkra hersveita frá Amman og
flutninga Breta til Jórdaníu um
lofthelgi ísraels. Frú Meir fer frá
Lundúnum á morgun.
f kvöld fór Selwyn Lloyd flug-
leiðis til New York til að sitja
aukafund Allsherjarþingsins,
sem hefst á miðvikudag.
Kristilegt ceskulýðsmót
Aðventista í Skógaskóla
SAMTÖK Aðventista á Islandi
héldu kristilegt æskulýðsmót að
Skógum undir Eyjafjöllum 28.
júlí til 4. ágúst. Þátttakendur
voru um 130, flestir á aldrinum
12—25 ára.
Flestir mótgestir vorU úr
shrifar úr
daqiega lifinu
Athugasemd
frá útvarpsþul
rpiNN af þulum Ríkisútvarpsins
hefir hringt í mig út af giein
þeirri um kynningu á hljómplöt-
um, sem birtist hér í dálkunum
sl. sunnudag. Kvað hann gæta
þar nokkurs misskilnings Það
væri ekki þulurinn hverju sinni,
sem réði því, hvernig hljómpiót-
urnar væru kyftntar. Hann fengi
kynningarnar allar uppskrifaðar
— frá tónlistardeildinni — og
læsi þær aðeins upp eins og pær
kæmu þaðan. Það væri því ekki
rétt né sanngjarnt að bregða þul-
unum um leti og kæruleysi í
þcssu efni.
Gleymist of oft
ÞAÐ er nú svo. — Auðvitað var
það ekki af löngun Velvak-
anda til að „ráðast á þessa fá-
mennustu stétt landsins — út-
varpsþuli" — eins og viðkom-
andi þulur tók til orða — að
hann skrifaði pistil þennan held-
ur fremur til að ýta dáiítið við
þeim með þetta atriði — og tala
þar með fyrir munn margra.
Kynningarnar koma uppskrifað-
ar frá tónlistardeildinni í hendur
þulanna og það er gott og blessað
enda er hljómplatan venjulega
skýrt og skilmerkilega kynnt á
undan — en kynningin á eftir
gleymist alloft og það ev auðvitað
af því, að þulurinn annaðhvort
gleymir eða hirðir ekki um að
endurtaka kynninguna — en þar
er einmitt kjarni málsins. — Nú
er ég alveg sammála þulnum, við
mælanda mínum, að það tekur
því ekki að kynna vandlega bæði
á undan og eftir, lög eins og t. d.
Ólafur reið með björgum fram —
ísland ögrum skorið — eða syrpu
af smálögum. En þegar um er að
ræða sígild verk — eða þætti úr
þeim, hversu þekkt, sem þau
kunna að vera, þá er það stór
hópur hlustenda, sem vill ákveð-
ið fá kynninguna á eftir líka. Er
vonandi, að sá hópur fái þeirri
ósk sinni fullnægt í framtíðinni.
Y — 380
MAÐUR nokkur, sem hafði ver-
ið á ferð uppi í dvalfirði
um helgina kom til Velvakanda
á mánudaginn og hafði meðferðis
hjólkopp af bíl, sem auðsjáanlega
hefir tapazt ~þar í umferðinni.
Eigandi viðkomandi bíls hefir
verið svo hygginn að merkja hjól
koppana, en inni í þessum, sem
Velvakandi hefir nú í vörzlu
sinni stendur Y — 380 og getur
eigandi þess bíls sem sagt vitjað
koppsins til hans þegar hann vill.
Er sýningum lokið?
KÆRI Velvakandi,
Fyrir skömmu var sýndur
hér í bæ gamanleikurinn „Haltu
mér — slepptu mér“ á vegum
Heimdallar. Nú vill svo kynlega
til, að sýningum hefir venð hætt
þrátt fyrir ágætar undirteKtir
bæði blaða og sýningargesta. Þar
sem ég var í sumarleyfi, er sýn-
ingar stóðu yfir, gat ég ekki kom-
ið þvi við að sjá leikinn þá en
þegar ég kom í bæinn aftur var
sýningum lokið mér til undrunar
og mæðu. NU langaði mig til að
spyrja þig, vísi Velvakandi, hvort
þú gætir gefið mér nokkra skýr-
ingu á þessu fyrirbæri og hvort
nokkur von sé til þess, að leikur-
inn verði sýndur aftur.
Vonsvikinn"
Sýningar hefjast aftur
EG get giatt hinn vonsvikna
með því, að sýningum á um-
ræddum gamanleik er alls ekki
hætt. Hlé varð aðeins á sýning-
um, meðan leikararnir þrír
brugðu sér út á land með leikinn
og hafa þeir sýnt fyrir norðan
og austan að undanförnu við á-
gætar undirtektir. En nú er „þrí
hyrningurinn" sem sagt kominn
heim aftur og tekur aftur upp
sýningar hér í Sjálfstæðishúsinu.
Sú fyrsta verður hinn 17. ágúst —
á sunnudaginn kemur.
Reykjavík og Vestmannaeyjum,
en einnig frá ýmsum öðrum
stöðum á landinu, svo sem Árnes
sýslu, Keflavík, Akureyri og af
Austurlandi. Þátttakendur móts-
ins úr Vestmannaeyjum fengu
leigða flugvél hjá Flugfélagi ís-
lands og flugu á Skógasand, en
þangað er um 10 mínútna flug
frá Vestmannaeyjum.
Mótgestir bjuggu ýmist í tjöld-
um, sem reist voru á flötinni
suður af skólanum eða í heima-
vist skólans. Samkomur og
kvöldvökur fóru fram í sal skól-
ans og máltíðir í borðsal.
Hver dagur hófst með morgun-
bæn úti við fánastöng skólans,
en að henni lokinni var fámnn
dreginn að hún. Mótgestir stóðu
á meðan í skipulögðum hálfhring
umhverfis fánastöngina og sungu
Ég vil elska mitt land.
Hver dagur var fyrirfram
skipulagður. Biblíulestur og and-
leg uppbygging fór fram fyrn
hluta dags. Síðdegis voru knatt-
leikir, hópgöngur og þ. u. 1. A
kvöldin voru kvöldvökur með
stuttum erindum, framsögn,
hljómlist, kórsöng, einsöng o. s.
frv. Einnig voru sýndar fræðslu-
kvikmyndir. Tveim dögum var
varið til hópferðar á Þórsmörk.
Heiðursgestur mótsins var séra
M.E. Lind, en hann er ritari
æskulýðsdeildar Aðventista í N.-
Evrópu og býr í London. Flutti
hann nokkur snjöll erindi um
kristindómsmál miðuð við
þroskastig unglinga. Sýndi hann
einnig litkvikmynd, sem nefnist
Dögun yfir Afríku, en í Afríku
dvaldist hann áður sem trúboði
um 20 ára skeið. Það kom einnig
í ljós, að séra Lind, sem er norsk-
ur að uppruna, hafði á sínum
tíma verið meðlimur norska
landsliðsins í knattspyrnu. Eftir
að þetta komst upp, komst hann
ekki undan því að vera dómari
í öllum knattleikum mótsins.