Morgunblaðið - 13.08.1958, Page 9

Morgunblaðið - 13.08.1958, Page 9
Miðvikucfagur 13. ágúst 1958 MORGUIVBLAÐIÐ 9 Myndin er tekin ofan af Snækolli. T. v. sést Röðull, Hattur, ögmundur og Mænir, en fyrir framan Mæni og nær, er Fannborg og fremst Vesturnípa, Fannborgar- jökuli hægra megin við Fannborgina. 1 fjarska sér á Bláfell t. v., en síðan t. h. Hlöðufell, Jarlshettur, Skriðufell með skriðjökla beggja vegna og Hvítarvatn fyrir framan. Að baki er svo Langjökull og lengst t. h. Baldheiði. Ljósm.: Har. Teits. Haraldur Teitsson: KERLi NCARFJÖLL gróðursnauðasta fjalllendið, helzta hverasvæðió, með joklum og tindum Ijósra liparitafjalla Farið með Ferðadeild Heimdallar í Kerlingarfjöll um miðjan júli s. I. ÞAR er eitthvert hið gróður- snauðasta fjalllendi á íslandi, en jafnframt eitt helzta hverasvæði landsins. Þetta er sérstæð fjallaþyrping, sem rís yfir hásléttuna suðvestur af Hofsjökli og heitir Kerlingar- fjöll. Þau eru þétt þyrping rismikilla og hvassra nípna, en röðlar, dalkvosir, gljúfur og botnar á milli og við þetta bætast skriðjökiar og jökul- fannir í slökkum og skörðum. Kerlingarfjöll eiga sér engan sinn líka hér á landi að fjöl- breytni á jafnlitlu svæði. Það er Ferðadeild Heimd^llar, sem enn á ný leggur land undir fót — ef svo mætti segja, og nú er förinni heitið norður á Kjöl. Við ætlum að fara til Kerling- arfjalla, en þar er tindur, sem nefnist Snækollur. Af þeim tindi mun vera einna víðsýnast af öll- um fjallstindum á Islandi. í góðu skyggni sést af honum til hafs bæði fyrir norðan land og sunn- an. Þetta var dagana 9. og 10. júlí s. 1. Þegar lagt var af stað frá Valhöll í Reykjavík var glamp- andi sólskin og veðurútlit gott. Þetta ágæta veður brást heldur ekki og fengum við gott útsýni allan tímann. Kerlingarfjöllin munu draga nafn sitt af drang einum, sem stendur í ljósri líparítskriðu sunn an í Kerlingartindi. Er þetta dökkleitur drangur um 25 m á hæð og sést hann vel í góðu skyggni af Bláfellshálsi. Fjöllin hafa lítið verið könnuð fyrr á öldum og íjölmargar þjóðsögur, sem til eru benda til þess, að það hafi almennt verið trú manna, ið í fjárleitir fyrr en um og eftir miðja 19. öld. Þess vegna er til- tölulega fátt um örnefni þar frá eldri tímum, en fjölmörg nöfn hafa verið gefin ýmsum stöð um í fjöllunum af fræðimönn- um og ferðalöngum og virðast þau hafa verið gerð af mikilli nákvæmni og máltilfinningu. Ferðamannastraumurinn til urinn yfir stall í Jökulfallinu, þar sem Blákvísl rennur út í það. Fossinn heitir Gýgjarfoss og er farið á flúðum rétt við fossbrún- ina. Síðan er ekið meðfram Jökul- fallinu um malarbungur og kamba. Síðan kemur að Innri- Árskarðsá, og loks er farið yfir háan malarhjalla, en austan við hann er grösugur hvammur. Þar er sæluhús Ferðafélags íslands, Árskarð. Klukkan var um tíu um kvöld- ið, þegar við komum í Árskarð. Kerlingarfj alla hefur sífellt farið I Veðrið var fagurt, og við ákváð- vaxandi hin síðari ár. Er það að vonum, þar sem þau sjálf eru eindæma fögur og sérkennileg og svo hitt, að óvenjuvíðsýnt er um landið frá þeim. Leiðin til Kerlingarfjalla ligg- ur upp hjá Gullfossi og um Kjal- veg unz kemur á öldurnar rétt norðan við Innri-Skúta, sem er 700 m hátt fell. Þar sveigir veg- um að ganga á Snækoll þá um nóttina. Það var engan veginn öruggt að heiðskírt yrði daginn eftir og ekki gat hjá því farið, að við fengjum að njóta fagurs sólarlags og sólarupprásar á leið- inni upp og á tindinum. Um eittleytið var ekið af stað upp brattan melhjallann fyrir of- an sæluhúsið og síðan eftir mel- ''-"nWnVnli til vínstri o>» Mænír. m fyrir framan er stórt hverasvæði, Neðri-Hveradalir. urinn til austurs yfir grösugt dal- að þar hefðust útilegumenn við! [verpi við Fossrófulæki, síðan um Þangað mun ekki hafa verið far- lallháar melöldur. Þá liggur veg- 'yndin er af hópnum uppi við vörðuna á Snækc bungum upp með gljúfrum Ár- skarðsár, unz komið er að háum bungumynduðum líparíthjalla vestah við jökulinn niður af Fann borg. Þessi hjalli nefnist Keis. Þaðan verður að halda áfram gangandi. Fyrir framan og ofan okkur gnæfa Hánípur og Snæ- kollur, sem er hæsti tindurinn í Kerlingarfjöllum, 1477 m. Við göngum upp brattan Fannborgar- jökulinn og miðar vel áfram. Sólin er sezt og hefur skilið eftir ljósrauðan bjarma við sjóndeild- arhringinn vestan Langjökuls. Þegar við komum upp á Snækoll um kl. 3,30 var sólin í þann veg- i*in að koma upp á ný og við sáum hana mjakast upp yfir breiða bungu Hofsjökuls. Okkur verður það vafalaust öllum ó- gleymanleg sýn að sjá þennan ’lóandi eldknött eins og rísa upp Séð ofan af malarhjallanum vestan við sæluhúsið. Lengst t. v. Loðmundur, síðan Snækollur, Vesturnípa, Fannborg, Fann- borgarjökull og t. v. við hann er jökulbringa, en framan við ~r Keis. Fremst sér inn Árskarðsgil. Landmannaleið. Mýrdalsjökull, Torfajökull, Eyjafjallajökull, Tindafjallajökull og Hekla. Vest- ar er svo Búrfell í Þjórsárdal, Bláfell, Ingólfsfjall, Skjaldbreið- ur, Botnssúlur og Eiríksjökull. Og norðan við Langjökul sést Víðidalsfjall, Jörundarfell og Mælifellshnjúkur. f suðvestur- brún Hofsjökuls gnæfir Blágnípa (1068 m). Rétt austan við Snækoll er Loðmundur, næsthæsti tindur Kerlingarfjalla (1432 m), en sá þeirra, sem dregur að sér mesta athygli. Á þrjá vegu er hann girtur yggldum skriðjöklum, en rís sjálfur upp snarbrattur, girtur hamrabelti í kollinn. Aðeins á tveimur eða þremur stöðum er hægt að komast upp einstigi upp á flatan koll þessa stórhrikalega hamravirkis. Við gengum ofan af Snækolli og eftir Hánípuegginni niður í Neðri-Hveradali. Þar eru ótal- margir hverir í skorningum og giljum. Er þetta eitt af mörgum hverasvæðum í Kerlingarfjöllum. Allir eru hverirnir gufu- eða leirhverir, þar sem gufan streym- ir út um smágöt eða glufur. Þarna myndast mikill hveraleir, sem eykur litbrigði fjallanna. af víðáttumikilli fannbreiðunni, fyrst eldrauðan, en síðan æ ljós- ari og loks gulan. Gullnum bjarma slær á fjallstinda og bung ur nær og fjær, en dalirnir eru dimmir og djúpir að sjá, torráðn ir í þessu litverpa ljósi. Að norð an teygir dalalæðan sig suður eftir landinu eins og hvít slæða, sem hylur hrjúft landið. Víðsýni er geysilega mikið af Snækolli. Þarna sjáum við Hofs- jökul hvítan og bungubreiðan, Litla-Arnarfell og Arnarfell hið mikla, sem ber í Tungnafells- jökul norðanverðan. Og vel sjást Hágöngur og einnig Sveinstindur í suðaustri, en hann er hæstur fjalla vestan Vatnajökuls (1090 m). Þá kemur nær okkur og vest- ar Þórisvatn og Þóristindur suð- vestan þess. Þar fyrir vestan eru fjöllin umhverfis Veiðivötn o" í stuttri grein er það vonlaust að ætla sér að skýra til. hlítar frá öllu því sem fyrir augun ber í Kerlingarfjöllum. Þó hef ég viljað freista þess að gefa fólki ofurlitla hugmynd um þá undra- fegurð og það stórfenglega út- sýni, sem við manni blasir það- an. Til þess að hafa allt sem réttast hef ég stuðzt við Árbók Framh. á bis. 13.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.