Morgunblaðið - 16.08.1958, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 16.08.1958, Blaðsíða 15
MORCinsnr 4.Ð1Ð Lauerardaeur 16. ágðst 1958 15 KR-ingar höfðu ekki 75 mínútur -- og írar unnu með 4 mörkum gegn 1 IÆIKUR íranna gegn KR var bezti leikur írsku heimsóknarinn ar. írar náðu sér mun betur upp en áður og KR-ingar veittu þeim harða keppni unz stundarfjórð- ungur var eftir af leik. Voru þá liðsmenn þreyttir orðnir og írar dembdu á þá 3 mörkum svo leik- urinn endaði með 4 mörkum gegn 1. Meðan KR liðið dugði þ. e. a. s. í 5 stundarfjórðunga sýndi það leik sem er með því bezta, sem sézt hefur til ísl. liðs í sumar og sýndi að KR er í dag okkar bezta knattspyrnufélag. ★ A fyrstu mínútum leiksins áttu KR-ingar frumkvæðið og sköp uðu sér færi sem ekki nýttust. Síðan jafnaðist leikurinn og bæði lið sýndu fallegan leik, góð u_pp- hlaup og tækifæri, Á 20. mínutu gefur Þórólfur Beck fram í eyðu og örn Steinsen óð fram að marki og skoraði af 12 m færi laglegt mark. Var þetta snilldar- lega framkvæmt af þessum tveins 18 óra „gulldrengjum“ KR. Sjö mínútum síðar jafna írar. Var Ambrose þar að verki, skoraði af stuttu færi undir þverslá eftir að hafa fengið sendingu frá Mc- cann. Það sem eftir var hálfleiks náðl KR betri tækifærum. Þeir voru nær því að ná forystunni hvað mörk snertir en svo varð ekki og með 1:1 var flautað til hálfleiks. í síðari hálfleik breyttist leik- urinn. KR náði ekki því spili sem svo mjög truflaði í fyrri hálfleik og nú sóttu írar æ fastar. Lá all-' an hálfleikinn meir á KR og þeir náðu aldrei góðu tækifæri vi'i> mark íra. Hins vegar skall hurð stundum nærri hælum við KR markið. Heimir bjargaði mjög vei er Mcquire var einn og óvaldað- ur framan marksins og Ambrose átti fast skot í þverslá. Þol KR inga var búið þegar stundar- fjórðungur var eftir og írar skor- uðu þrívegis. Mccann skoraði á 31. mín. hálfieiksins eftir fallegt upphlaup hans og Ambrose. Á 38. mín. skoraði Mcquire af stuttu færi eftir sendingu frá Am brose sem kominn var upp að endalínu við markið. Á næst síð- ustu mínútu leiksins bætti O’Ro- urke hinu fjórða við af stuttu færi og höfðu framherjar áðui leikið KR-vörnina „sundur og saman“. Þetta var langbezti leikur Ir- anna og nú voru skot þeirra betri en t.d. í leiknum við Akranes. Var liðið leikandi létt og sam- stillt í góðum samleik. Liðsins beztu menn voru Thouy útherji, Ambrose miðherji sem vinnur ákaflega vel fyrir framlínuna og Mccann. ★ Einmitt af því að írar náðu svo vel saman í þessum leik var það ánægjulegt að sjá ágætan leik KR-inga, sem því miður entist ekki út leiktímann. Fyrri hálf- leik var KR með frumkvæði í leiknum og náði ágætum samleik. Bar í þeim efnum langmest á Þórólfi Beck sem hvað eftir ann- að skapaði samherjum sínum tækifæri á snilldarlegan hátt með því að draga að sér írsku varn- arleikmennina og gefa svo knött- inn í eyðurnar til hinna. I fram- línunni vöktu og athygli örn Steinsen fljótur og harðskeyttur, Ellert Schram og Reynir Þórðar- son. En það var aðeins fyrri hálf- þol nema í leikinn sem framlínan bar uppi leik KR. í hinum síðari fékk vörn in nóg að starfa og gaf sig alger- lega þegar úthaldið þvarr. Fengu þá innherjar íranna að leika mjög lausum hala og aftasta vörn in réði ekki við sóknarþungann. Allir varnarleikmennirnir hafa sýnt betri leik en þennan. Þó stóð Heimir sig mjög vel í markinu og verður ekki sakaður um þau 4 mörk sem írar fengu skorað í þessum leik. Irarnir halda heimleiðis í dag (laugardag). Þeir fara ósigraðir héðan og hafa skorað 9 mörk gegn 4 í þessum þremur leikum. — A. St. Skáfadagur í Tívolí á morgun Róðrarmót íslands háð um helgina UM HELGINA verður 7. Róðrar- mót íslands háð hér í Reykjavík. Hefst mótið í dag kl. 14,30 með iceppni á 2000 m. vegalengd. A morgun verður síðan keppt kl. 10,30 og og verða þá rónir 500 m. og síðan kl. 14,30 rónir 1000 m. Þátttakendur verða frá 2 félög- um, Róðrarfélagi Reykjavíkur með 1 sveit á hverri vegalengd, og Róðrarklúbbi Æskulýðsfélags Akureyrarkirkju, sem einnig sendir eina sveit á hverri vega- lengd. Er þetta í fyrsta sinn sem sveit utan Reykjavíkur tekur þátt í Róðrarmóti íslands. Keppt er á bátum með 5 manna áhöfn, 4 ræðurum og stýrimanni. Róðrarmót íslands var fyrst háð 1952 og var fyrstu 6 mótin aðeins keppt á 2000 m. vegalengd, en nú er bætt við 2 vegalengdum. Fyrstu árin var keppt um grip, sem Árni Siemsen ræðismaður gaf til keppni á 2000 m., en þann grip vann Glímufélagið Ármann 1955. Síðan hefur verið keppt um grip, sem „Sjóvá“ gaf og hefur Róðrarfélag ReRykjavíkur unmð hann síðustu 2 árin . Mótið fer fram á Skerjafirði. Auka verzlun við kommúnistaríkin LONDON, 15. ágúst. — Sérstök nefnd Vesturveldanna, sem fjall- ar um verzlunarviðskipti við kommúnistaríkin, hefur sam- þykkt að auka þau viðskipti að miklum mun, en þó verður ekki \ erzlað með neinar þær vörur, sem hægt verði að nota til hern- aðar. Hefur ákvörðun þessari ver ið vel tekið af kaupsýslumönn- um og iðnfyrirtækjum víða um lönd. SKÁTAFÉLAG Reykjavíkur hef- ir ákveðið að efna til skátadags í Tívolí á morgun, sunnudag. Verður það í rauninni framhald mótsins, sem haldið var i Þjórs- árdal. Skátadagurinn byrjar kl. 4 með ýmsum skátasýningum, svo sem hjálp í viðlögum, hraðtjöldun o. fl. Þá munu þýzkir skátar koma þar fram og syngja og leika. Einnig sýna þeir leikþátt, sem þeir hafa samið um „Gömlu- Mæju“ — bílskrjóð skátanna. Um kvöldið klukkan 9 verður svo varðeldur. Munu íslenzku, ensku og þýzku skátarnir sýna þar allt það bezta og skemmtilegasta, sem fram kom á varðeldunum í Þjórs- árdal. Er ekki að efa að marga muni fýsa að koma á sunnudag- inn í Tívolí og sjá skátana þar. Batnandi veður fyrir norðan SIGLUFIRÐI, 15. ágúst. — Veð- ur fer nú batnandi og skipin er legið hafa inni streyma út á mið- in. Öll halda þau austur á bóg- inn en þ»r mun helzt veiðivon. Krúsjeff skrifar afvopn- unarsamtökum LONDON, 15. ágúst. — Birt hef ur verið bréf, sem Krúsjeff hef- ur ritað samtökum í Bretlandi, sem berjast fyrir kjarnorkuaf- vopnun. Segir í bréfi þessu, að Rússar séu reiðubúnir til þess að heita því að nota ekki kjarn- orkuvopn hvernig sem á stæði, ef Bretar og Bandaríkjamenn vildu gera hið sama. Rússar myndu halda áfram að vinna að banni á notkun kjarn- orkuvopna, sagði í bréfinu. Þá minntist Krúsjeff á það, að Bretar og Bandaríkjamenn hefðu nýlega ógnað heimsfriðinum með Norðmenn gœfu tapað miklu á 12 mílna fiskv. landhelgi Kaupmannahöfn, 15. ágúst. Einkaskeyti til Mbl. FORMAÐUR samtaka norskra útgerðarmanna hefur látið svo ummælt, að af hálfu samtakanna verði norskum skipstjórum, sem veiða við ísland ekkj gefin nein fyrirmæii. Þeir verði að ráða sjálfir hvað þeir geri, sennilega virða þeir 12 mílna landhelgina, sagði hann. Hún hefur sáralitla þýðingu fyrir Norðmenn, en ef síldin leitar nær landi næstu sum ur munu Norðmenn tapa þrjátíu Félag mafreiðslumanna semur án uppsagnar FÉLAG matreiðslumanna annars vegar og Eimskipafélag íslands h.f., Skipaútgerð ríkisins, Sam- band ísl. samvinnufélaga, skipa- deild, EimskipafHag Reykjavík- ur h.f. og h.f. Jöklar hins vegar gerðu 15. þ.m. með sér samkomu lag án uppsagnar á samningum aðila um að matreiðslumenn og búrmenn fái tiltekinn tíma laun í slysa- og veikindatilfellum en slík ákvæði voru ekki til í samn ingum áður. Einnig skuli útgerð- irnar greiða 25% yfirfærslugjalds af gjaldeyri matreiðslumanna og búrmanna en þeir sjálfir 30%. Sömuleiðis varð samkomulag um að hafnar skuli viðræður milli aðila um lífeyrissjóð matreiðslu- og búrmanna er taki til starfa eigi síðar en 1. jan. n.k. í samninganefnd Félags mat- reiðslumanna áttu sæti þeir Böðvar Steinþórsson, formaður nefndarinnar, Karl Finnbogason og Árni Jónsson. 30. ágúst í fyrra undirrituðu þessir aðilar samkomulag án upp sagnar á samningum, og er það því í annað sinn, sem þessir að- ilar semja án uppsagnar samn- inga. Framlengjast samningar samkvæmt þessu samkomulagi til 1. des. 1959, nema ef breyting verður á 31. gr. laga nr. 33/1958 er hvorum aðila heimilt að krefj ast endurskoðunar á skuldbind- ingu vinnuveitenda varðandi yf- irfærslugjaldið (Frá Félagi matreiðslumanna). miiljónuui króna árlega vegna nýju fiskveiðitakmarkanna. — Byggingamála- ráðstefna Framh. af bls. 9 iðnsýning, sem haldin hefir verið á Norðurlöndum, og verða þar sýndar helztu nýjungar í bygg- ingartækni, byggingarefni og vinnuaðferðum. Aðalmálefni ráðstefnunnar sjálfrar verða að þessu sinni smá- húsabyggingar og samræming undirbúningsvinnu að byggingar framkvæmdum (Totalprojekter- ing), en þau mál eru nú einna efst á baugi. Má t.d. geta þess, að árlega eru byggð á Norður- löndum rúmlega 50 þúsund smá- ibúðarhús, og því um fróðlegan samanburð að ræða hvernig hver þjóð um sig leysir þann vanda, og það, sem til málanna er lagt í þeim efnum. Niðurstöður ráðstefnunnar í Osló, og heildaryfirlit, er svo gefið út í bókum strax að ráð- stefnunni lokinni. Stjórn íslandsdeildar N.B.D. skipa: Hörður Bjarnason, húsa- meistari ríkisins, formaður, Gunn laugur Pálsson, arkitekt, ritari, Axel Kristjánsson, frkvstj., Tómas Vigfússon, byggingar- meistari og Guðmundur Halldórs son, byggingarmeistari. Auk þess er starfandi fulltrúaráð með ein um fulltrúa frá hverjum félags- aðila íslandsdeildar. aðgerðum sínum í löndunum fyr- ir botni Miðjarðarhafsins. Á laugardagskvöld verður loka dansleikur í Skátaheirnilinu. Munu Þjóðverjarnir m. a. leika þar fyrir dansinum. Lýst eftir verðraætum EINS og skýrt hefur verið frá hér í blaðinu var sendiferöabif- reiðinni R-1638 stolið af Skúla- götunni á mánudagskvöld. Hún fannst á miðvikudag, en þá var saknað úr henni verðmætra muna. Eru það tvö silfurföt, sem merkt eru veitingahúsi einu hér í Reykjavík, svo og eitt stálfat frá sama aðila. Öll fötin eru stór og sporöskjulaga, ætluð til að bera fram á þeim mat. — Rann- sóknarlögreglan biður þá, sem einhverjar upplýsingar geta gef- ið, vinsamlega að hafa tal af henni. Nasser til ♦ Eisenhowers BEIRUT, 15. ágúst. — Eitt Beirut-blaðanna segir í dag, að ekki sé óliklegt, að Nasser ein- ræðisherra fari til fundar við Eisenhower eftir að umræðum á Allsherjarþinginu lýkur. Hafi Murphy komið fram með þessa tillögu, þegar hann ræddi við Nasser á dögunum. ’Sa* JÓN PÁLSSON frá Stóru Völlum, andaðist 12. þ.m. Jarðarförin fer fram á mánudaginn 18. ágúst ki. 1,30 frá Fossvogskirkju. Athöfninni verður út- varpað. Sigríður Guðjónsdóttir og systkini hins látna. Innilegar þakkir færum við öllum fyrir hluttekningu við andlát og jarðarför SÆUNNAR JÓNSDÓTTUR Ásvallagötu 61. Börn, tengdabörn, barna og barnabörn. Þökkum innilega auðýnda samúð við andlát og jarðarför KATRÍNAR JÓNSDÓTTUR kennara. Jóhanna Þ. Jónsdóttir, Sigríðnr Jónsdóttir, J. Kristín Sigurðardóttir, Helgi Sigurðsson. Þökkum af alhug öllum þeim fjær og nær er vottuðu okkur samúð og hluttekningu við andlát og jarðarför GUÐBJARTAR JÓNASftON AR frá Bíldudal. Aðstanendur. Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför konunnar minnar og móður okkar SIGRlÐAR GUÐMUNDSDÓTTUR alla þá vináttu hlýhug og nærgætni sem henni var sýnd í veikindum hennar, bæði af vinum og vandamönnum, hjúkrunarliði og læknum þökkum við af hrærðu hjarta og biðjum Guð að blessa ykkur öll. Sumarliði Guðmundsson og börn Lækjargötu 5, Hafnarfirði. Þökkum hjartanlega öllum þeim, er auðsýndu okkur samúð og vinarhug, við andlát og jarðarför SIGURÐAR JÓNSSONAR Ásvallgötu 17. -— frá Svínafelli Öræfum. Sigríður Jónsdóttir, Sveinbjörg Jónsdóttir, Þórhallur Jónsson, Ólöf Runólfsdóttir, Þorfinnur Guðbrandsson, Jóhanna Þórhallsdóttir, Gunnar Jóhannesson, Katrín Jónsdóttir, Runólfur Jónsson, *

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.