Morgunblaðið - 16.08.1958, Blaðsíða 6
6
MORGUNBLAÐIÐ
Laugardagur 16. ágúst 1958
Lersner
von Papen
Boeselager
Roosewelt
Roosewelt torseti svaraði ekki
Þá hefði veraldarsagan
tekið aðra stefnu
.44
Frásögn Ceorge H. Earte, sendimanns
Roosewelts forseta
SÍÐAN skýrir Earle frá því, að
dag nokkurn hafi Lersner hringt
til sín. Var auðheyrt á röddinni
að honum var mikið niðri fyrir.
Kvaðst hann nú geta lagt fram
ákveðna áætlun, hvernig hagað
skyldi málum og kom þeim Eaile
og Lersner saman um að hittast
um kvöldið á sama stað og áður.
Það kom í ljós að von Papen var
nýkominn frá Berlín og hafði
hann komið með þessar tillögur
til Istanbul. En þær voru í stór-
um dráttum á þessa leið:
Hitler skyldi tekinn fastur
Allstór flokkur mjög áhrifa-
mikilla manna í Þýzkalandi
hafði svarizt í fóstbræðralag um
að losa landið undan ofurvaldi
nazista. Meðal samsærismanna
voru Ludwig Beck, fyrrverandi
yfirmaður herforingjaráðs þýzka
hersins, Wolf Heinrich von Hell-
dorf greifi, lögreglustjóri í Ber-
lín, Gottfried von Bismarck
fursti, stjórnarráðsmaður í Berlín
og háttsettur herforingi, von
Boeselager fríherra. Boeselager
skyldi láta umkringja aðalstöðvar
Hitlers í Austur-Þýzkalandi og
.réðast á þær. Skyldi þá taka Hitl-
er höndum og nánustu aðstoðar-
menn hans. Siðan skyldu þeir
hafðir í haldi og afhentir Banda-
mönnum við friðarsamnmga.
Beck og þeir hinir skyldu taka
að sér forustu allra herja Þjóð-
verja, sem þá stæðu uppi. Síðan
skyldu herforingjarnir bjóða
Bandamönnum skilyrðislausa upp
gjöf með þeim fyrirvara að
þeir hindruðu Rússa í því
að fara inn í Mið-Evrópu eða
lönd, sem Þjóðverjar höfðu náð
á vald sitt en það eru einmitt þau
lönd, sem nú eru orðin að lepp-
ríkjum Rússa. Samsærismenn
vildu fá skriflega staðfestingu frá
Bandamönnum um, að fyrirvari
þeirra væri samþykktur og lögðu
þeir mesta áherzlu á, að Roose-
welt skuldbindi sig í því sam-
bandi: Earle segir í greininni:
Allt frá þeim morgni, þegar
Canaris barði á dyr mínar, var
ég sannfærður um að nú vissi ég
leið út úr styrjöldinni. Kommún-
istarnir, sem að mínu áliti voru
sízt betri en nazistar, ýrðu
hindraðir í því að streyma
inn í Vestur-Evrópu. Þá væri
líka hægt að koma í veg fyrir til-
gangslausar blóðsúthellingar og
þjáningar. Eg lofaði Lersner að
gera allt sem unnt væri. Innan
12 stunda var ný skýrsla enn
komin á leið til Roosewelts. í
þetta skipti var það ekki póst-
sÞrifar úr
daglega lifinu
Mjólkurlaus með barn
ASUMRIN er oft kvartað undan
veitingahúsunum okkar úti á
landi, enda er víða ýmsu ábóta-
vant, þó sum uppfylli þær kröf-
ur sem gera verður til veitinga-
húsa.
Undanfarið hafa Velvakanda
borizt nokkur bréf með kvörtun-
um vegna þjónustu á veitinga-
húsinu á Laugarvatni. Eitt þeirra
hljóðar svo: „Við hjónin ókum
austur í sveitir einn daginn með
tveggja ára barn okkar. Ferðinni
var heitið að Laugarvatni, því
þar vissum við að er greiðasala.
Við komum þangað undir kl. 2,
en gátum engar veitingar fengið
því brytinn svaf, að því er okkur
var tjáð. Nú datt okkur í hug að
bíða þess að maðurinn vaknaði,
og synda á meðan, en laugina
fengum við ekki að fara í aí því
við vorum ekki fastir hótelgestir.
Klukkan 3.15 gátum við svo feng
ið að kaupa kaffi og með því
handa okkur hjónunum, en mjólk
handa barninu fengum við ekki.
Nú hafði okkur ekki dottið í
hug, að ekki væri hægt að kaupa
mjólkurglas á greiðasölustað
uppi í sveit, og höfðum hana því
ekki meðferðis úr bænum.
Áður en við yfirgáfum staðinn
spurðum við hótelstjórann hvort
Lyngdalsheiði mundi fær bifreið-
um og fengum það svar, að við
skyldum bara fara þá leið og hafa
svo bílinn á verkstæði í mánuð
á eftir. Þetta voru síðustu orða-
skiptin sem við áttum við nokk-
urn mann á þeim stað. Við vild-
um gjarnan koma þessari sögu
okkar á framfæri, til þess að þaö
komi ekki fyrir fleiri að vera á
ferðinni þarna mjólkurlausir með
lítil börn.“
Enn um danslög
KONA nokkur hringdi til Vel-
vakanda og langaði til að
leggja orð í belg, varðandi dans-
lögin í útvarpinu. Hún kveðst nú
orðið sjaldan heyra í útvarpinu
danslög, sem sungin séu með ís-
lenzkum textum. Laugardags-
kvöldið 2. ágúst segist hún ekki
hafa heyrt eitt einasta lag með
íslenzkum texta allt kvöldið. Á
sunnudagskvöldið hlustaði hún
ekki allan tímann, því hún þurfti
að skreppa frá, en meðan hún
hlustaði var leikið eitt lag, sem
Erla Þorsteinsdóttir söng. Allt
hitt voru erlend lög með erlend-
um sönglagatextum.
Finnst henni að ekki megj svo
til ganga, að danslögum með ís-
lenzkum textum sé stungið al-
gerlega undir stól.
Vatnið bindur göturykið
IÞURRKUNUM í sumar hef-
ur verið óvenjulegt ryk
í þeim hverfum, þar sem
götur eru ekki enn mal-
bikaðar. Fíngerða rykið rýk-
ur upp, í hvert sinn sem bill ekur
um götuna. Þetta er að sjálfsögðu
slæmt, einkum þar sem börn eru
að leik úti allan daginn.
Tilefni þess að ég fer að rninn-
ast á þetta er það, að daglega
sé ég íbúana í húsi við eina slíka
götu, bregða sér út með garð-
slöngu um hádegið og sprauta
á götuna fyrir framan sitt hús.
Þetta er ekki nema fimm mín-
útna verk, og rakinn bindur ryk-
ið á götunni, svo það fer ekki
upp í vitin á krökkunum á með-
an. Þetta ættu fleiri að gera.
flugvél utanríkisráðuneytisins,
sem skýrslan fór með, heldur fór
hún á vegum hers og flota. Ég
vildi ekkert eiga á hættu og taldi
öruggara að skýrslan kæmist
í réttar hendur með slíkri
ferð. Fyrir öllu var að öðru leyti
vel séð. Von Papen hafði umráð
yfir flugvél og þegar samþykki
Roosewelts lægi fyrir skyldi ég
fara á lítinn einkaflugvöll fyrir
utan Istanbul. Lersner stakk upp
á að ég skyldi ekki vera i ein-
kennisbúningi mínum, ,heidur her
Sibari grein
mannabúningi, sem ég hafði rétt
til að bera. Yfir hermannabún-
ingnum skyldi ég bera regnkápu,
eins og sjóliðsforingjar nota og
mundu þá tignarmerkj mín ekki
sjást. Ég hlaut að gera ráð fyrir
því, að ef til vill kæmi ég aldrei
aftur. Flugið til Berlínar mundi
taka 6 klukkustundir en síðan
skyldi ég hitta Helldorf og Bis-
marck á tilteknum stað norðar-
lega í Berlín. Þar skyldi ég
afhenda þeim tveim hina skrif-
uðu tryggingu, sem beðið var um.
Það var hið eina, sem þeir biðu
eftir. Innan fárra stunda mundi
Boeslager síðna taka aðalstöðvar
Hitlers og þar með var leikurinn
hafinn.
Síðan liðu margir dagar og
Lersner spurði sifellt, hvort nokk
uð fréttist. Flugvélin beið — allt
var tilbúið, ef eitthvað gerðist.
Ég sat við skrifborð mitt og mér
leið verr og verr m°ð hverjum
deginum. Ekkert svar barst við
neinu af því, sem ég hafði skrifað
til Washington.
Svarið, sem barst
Loks kom svar frá forsetanum
og var það stutt: „Allar áætlanir
varðandj mögulegan frið verða
að leggjast fyrir æðsta yfirmann
Bandamanna í Evrópu, Eisen-
hower hershöfðingja."
Á diplomatisku máli þýddi
þetta endanlegt nei. Jafnvei þó
að við hefðum þegar í stað lagt
málið fyrir Eisenhower, þá hefði
svo þýðingarmikið mál þegar far
ið beint frá honum til Roosewelts
forseta. Svar forsetans þýddi þess
vegna það, að hann vildi ekkert
skipta sér af þessum tilraunum.
Ég reyndi ekki til þess að út-
skýra þetta fyrir Lersner, það
hefði verið tilgangslaust.
Lok þessarar sögu eru mér enn
eins og martröð, skrifar Earie.
í maí 1944 flaug ég til Washing-
ton. í fundaherbergi nokkru í
Hvíta húsinu hitti ég flotamála-
íðherrann, James Forrestal. Það
var 5 árum áður en hann framdi
sjálfsmorð, sem mjög var umtal-
að í heimsfréttunum. Ég skýrði
honum frá áhyggjum mír •’T>
varðandi Rússland.
„Guð minn góður, George“,
sagði hann, „þú, ég og William
Bullit erum þeir einu af þeim,
sem hafa samband við Roose-
welt, og ekki lokum augunum
fyrir því, hvað rússnesku komm-
únistarnir raunverulega eru“.
Hjá Roosewelt forseta
Þegar ég svo hitti forsetann,
leit hann mjög vel út og virust
vera fullur af trúnaðartrausti
gagnvart framtíðinni. „Þú skalt
alveg hætta að gera þér nokkrar
áhyggjur, George", sagði hann,
„við undirbúum nú innrás í Nor-
mandí, og hún getur ekki mis-
tekizt. Þýzkaland hlýtur að gef-
ast upp innan fárra mánaða“.
„Herra forseti", svaraði ég,
„hin raunverulega hætta stafar
ekki frá Þýzkalandi. Hún stafar
frá Rússlandi!"
F. D. R. brosti. „George, Rúss-
land er þjóðland 180 milljóna
manna, sem tala 120 mismunandi
tungur og mállýzkur. Eftir stríðið
mun það springa í þúsund mola,
rétt eins og þegar skilkarl hreklc-
ur upp af standinum, vegna of
mikils snúningshraða."
Sendur í „útlegð“
í febrúar 1945 hafði ég ekkert
lengur að gera í Istanbul, svo eg
bað um að ég yrði fluttur til og
í marzmánuði var ég kominn til
Bandaríkj anna. Ég ætlaði mér að
ferðast um Ameríku til þess að
segja þjóðinni sannleikann um
Rússland. Ég vildi vara hír.n
frjálsa heim við hættunum, sem
stöfuðu af því að gera eitt eða
annað bandalag við kcmmúnista.
Forsetinn átti nú ekki eftir að
Framh. á bls. li
Rústir í þýzkri borg.