Morgunblaðið - 19.08.1958, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 19.08.1958, Qupperneq 2
2 Þrit^judagur 19. ágúst 1958 MORGVNBLAÐIÐ Héraðsmót að Skúlagarði, Norður-Þingeyjarsýslu: Hverjum manni ber að hugsa hlut laust um þjóðmálin Við verðum að bera gæfu til sameinaðra átaka Þjóðin er farin oð þekkja stjórnina Fjislsótt héraðsmót í Ólafsvík á sunnud. GRUNDARHÓLI, 19. ágúst. — Héraðsmót Sjálfstæðismanna i Norður-Þingeyjarsýslu var hald- ið að Skúlagarði, félagsheimili Keldhverfinga, s.l. sunnudag. Víkingur Guðmundsson, Grund- arhóli, setti mótið og stjórnaði því. Að setningu lokinni hófst dagskrá með söng Kristins Halls- sonar við undirleik Fritz Weiss- happel. Virkjun Dettifoss Síðan tók Barði Friðriksson, héraðsdómslögmaður til máls. Fyrri hluti ræðu hans fjallaði um sérmál Norður-Þingeyinga. Barði sagði m.a., að framkvæmd- ir í Norður-Þingeyjarsýslu hefðu verið miklar að undanförnu, og hefði þær fyrst og fremst byggzt á dugnaði fólksins, en ekki að- gerðum hins opinbera. Taldi hann mjög hafa skort á fullan skilning stjórnvaldanna á þörfum sýslubúa. Ræðumaður talaði um framtíð sýslunnar og minnti á, að þar myndi unnt að efla atvinnulífið með margvíslegum hætti. Fyrst og fremst væru gífurlegir mögu- leikar í sambandi við stórvirkjun hjá Dettifossi. Hefðu ýmsir aðilar áhuga á vatnsréttindum þar, en allt væri í óvissu um, hvað verða myndi. En lífsskilyrðin má bæta með öðrum aðgerðum og smærri í sniðum, sagði Barði Frið riksson: auknum fisk-og síldar- iðnaði, t.d. á Raufarhöfn, og mjólkurvinnslu. Hann kvað mikla nauðsyn til bera, að at- vinnulif sýslubúa yrði gert fjöl- breyttara og benti á framkvæmd ir í vega- og orkumálum, sem flýta myndu fyrir því. Loks vék hann í þessum kafla ræðu sinnar að sandgræðslunni í sýslunni og taldi hana mjög ánægjulega. Séttabarátta Þá ræddi Barði Friðriksson um stéttabaráttuni í þjóðfélaginu. Stéttarígur hefur oft á tíðum ill áhrif og verkfallsrétti er beitt ómjúklega. Stéttavaldið er orðið slíkt, að nauðsynleg gernýting véla og stórra framleiðslufyrir- tækja er óframkvæmanleg og nokkrir menn við vélar í frysti- húsum geta með verkfalli eyði- lagt ársframleiðslu 2—3 þús. manna. Við getum ekki haldið endalaust áfram á sömu braut, sagði ræðumaður. Við verðum að bera gæfu til sameinaðra átaka. Kjörorð Sjálfstæðismanna er stétt með stétt. Þjóðin þarf að hugsa hlutlaust um mái sín Þá tók til máls Ingólfur Jóns- son alþingismaður. Hann hóf mál sitt með því að ræða um stefnur og starfshætti hinna pólitísku flokka og taldi nauðsynlegt, að allir góðir íslendingar gæfu sér tíma til að hugsa hlutlaust um þjóðmálin. Þá myndi heilbrigð dómgreind þjóðarinnar ráða stefnunni Afleiðingin verður örugglega sú, sagði ræðumaður, að núver- andi stjórnarflokkum verður refsað vegna ráðleysis þeirra og fyrir að leiða nú hraðvaxandi dýrtíð yfir þjóðina. Hann taldi þjóðarnauðsyn, að bieytt yrði um stefnu, verðbólgan stöðvuð, kaup máttur krónunnar tryggður, at- vinnulífið gert fjölbreyttara, út- flutningsframleiðslan aukin og komið í veg fyrir hraðvaxandi skuldasöfnun erlendis. Starfs- hættir núverandi ríkisstjómar hafa verið slíkir, að hún hefur tekið erlend lán til að flytja inn neyzluvarning og aukið gjald- eyrisskuldirnar m.a. með því. Auka þarf útfluíningsframleiðsluna Efnalegt stjálfstæði þjóðarinn- ar verður ekki tryggt, sagði Ing- ólfur Jónsson, nema útflutnings- framleiðslan verði aukin og jafn framt gerð fjölbreyttari. i Ræðumaður taldi, að Sjálf- stæðisflokkurinn myndi taka stjórnarforystuna að næstu kosn ingum loknum og vinna það erf- iða starf að byggja upp úr þeim rústum, sem vinstri stjórnin skil ur eftir. Með samstarfi við al- menning myndi viðreisnarstarfið takast. Myndi fólkið fúst til þess að leggja nokkuð að sér í bili, þegar vitað væri, að tekið væri á verkefnunum á raunhæfan hátt, sem að gagni mætti verða til frambúðar. Frambjóðandi Sjálfstæðismanna Þá sagði ræðumaður m.a., að hann teldi öruggt, að Norður-Þing eyingar myndu ljá sitt lið til við- reisnarstarfsins. Þeir myndu við hlutlausa athugun komast að raun um, að hagsmunum þeirra væri bezt borgið með því að fela FLUGFÉLAG íslands hefur nú tekið að sér að annast innan- landsflug í Grænlandi. Verður flogið vikulega á milli Syðri- Straumfjarðar og Ikateq á veg- um Bandaríkjahers. Flugmenn Fiugfélagsins hafa mikið flogið til Grænlands og eru margir þeirra vel kunnugir staðháttum í helztu byggðarlög unum. Þar df leiðandi taldi fé- lagið sér ekkert að vanbúnaði að taka að sér þessa flutninga og var yfirmaður innanlands flugsins, Birgir Þórhallsson, ný- lega vestanhafs þar sem hann undirritaði samninga þar að lút andi. Skymasterflugvélin Sólfaxi verður notuð til þessara ferða. Hún hefur þegar farið eina ferð — og sú næsta verður farin á sunnudaginn — og jafnan á sunnudögum til októberloka. Héðan er flogið til Ikateq, en þangað er 2Vz stundar flug. Ika- teq er á vesturströndinni, skammt frá Angmaksalik — og er þar sæmilegur flugvöllur, sem byggður var á styrjaldarár- unum. Syðri-Straumf jörður er á austurströnd Grænlands — og er því flogið frá Ikateq beint yfir Grænlandsjökul. Er þetta um klukkustundar flug, en flog- STOKKHÓLMI, 18. ágúst: — Vil- hjálmur Einarsson tognaði á æf- ingu i Vesterás síðastliðinn mið- vikudag, en er á batavegi og verð ur með í þrístökkskeppninni á Evrópumeistaramótinu n.k. föstu dag. íslenzku keppendurnir búa i ágætu yfirlæti i Vestertorp barna skóla, ásamt írum, Dönum, Aust- urríkismönnum og Belgum. I Blöð hér ræða að líkum mjög Barða Friðrikssyni, frambjóð- anda Sjálfstæðisflokksins, umboð sitt á Alþingi. Myndi hann reyn- ast því byggðarlagi, sem fóstraði hann, hinn nýtasti maður. Að lokum sagði Sveinn Bene- diktsson framkvæmdastjóri nokk ur orð. Hann minntist m.a. á Barða Friðriksson og sagði, að kynni sín af honum væru slík, að hann ætti ekki aðra ósk betri Norður-Þingeyingum til handa en að Barði yrði fulltrúi þeirra á Alþingi. Fólk kom víða að Máli ræðumanna var ágætlega tekið. Næst á dagskránni voru ýmis skemmtiatriði, sem flutt voru af Ævari R. Kvaran, Kristni Halls- syni, Steinunni Bjarnadóttur og Fritz Weisshappel. Var þeim óspart klappað lof í lófa. — Að lokum var stiginn dans. Mótið sóttu á fjórða hundrað manns víðs vegar að úr Norður- Þingeyjarsýslu. Fór það í alla staði prýðilega fram. Það eitt vakti óánægju, að ekki fékkst opinbert leyfi til að halda skemmtunina lengur en til kl. 1 eftir miðnætti. Þótti það harður úrskurður, þar sem margir voru komnir að um mjög langan veg. — Fréttaritari. ið er hátt, því að jökullinn er víða um 11,000 fet. 1 Straumfirði er góður flug- völlur. Þar hafa viðkomu flug- vélar SAS, sem fara á milli Kaupmannahafnar og Los Ang- eles. Síðan flýgur Sólfaxi aftur til Ikateq — og þaðan heim. í fyrstu ferðinni voru fluttir 45 farþegar auk farangurs margs konar. KAUPMANNAHÖFN, 15. ágúst. — Bankavextir í Danmörku voru lækkaðir í dag úr 5% í 4 Vá %. CAPE CANAVERAL, 18. ágúst — Fyrsta tilraun Bandaríkjamanna til þess að skjóta flugskeyti til tunglsins misheppnaðist. Það var fjögurra þrepa eld- flaug, sem skotið var á loft — og var ætlunin að hún kæmist til tunglsins á 2—3 dögum — og gengi síðan umhverfis tunglið. Vel tókst í fyrstu. Var e!d- flaugin komin í mikla hæð, er hún tók að hallast — og sprakk hún síðan, þegar hún hafði verið 77 sekúndur á lofti. Bandarískir vísindamenn eru mikið um mótið og virðast Gunn- ar Huseby, Vilhjálmur Einarsson og Valbjörn Þorláksson Vera vin- sælastir okkar manna. Mjög góður andi er ríkjandi meðal íslendinganna og hafa þeir náð ágætum árangri á æfingu, þannig hefir Huseby t.d. varpað kúlunni 16,30 og Valbjörn var mjög náiægt því að fara yfir 4,50 m i stangarstökki. Hilmar Þorbjörnsson og Svav- ÓLAFSVÍK, 18. ágúst — Héraðs- mót Sjálfstæðismanna á Snæ- fellsnesi var haldið í Félagsheim- ili Ólafsvíkur á sunnudaginn.' Hinrik Konráffsson, oddviti i Ólafsvík, setti mótið og stjórn- aði því. Gaf hann þingmanni Snæfellinga, Sigurði Ágústssyni, fyrstum orðið. Blómlegt atvinnulíf í Ólafsvík Sigurffur Agúsísson hóf ræðu sína með því að fagna því, að þetta mót væri nú haldið hér í Ólafsvík, og kvað hann það ánægjulegt fyrir mótsgesti að fá að kynnast hinum miklu fram- kvæmdum, sem hefðu átt sér stað hér undanfarin ár. Nú mætti Frá Portoroz PORTOROZ, 17. ágúst. — Bið- skák Bronsteins og Benkös úr fimmtu umferð lyktaði með jafn- teflí eins og búizt var við. en Neykrich vann Friðrik Ólafsson í 7. umferð. Úrslit í áttundu um- ferð urðu sem hér segir: Matano- vic vann Szabo, F'ilip vann de Greiff, Cardoso vann Sherwin, Friðrik Ólafsson vann Fiister, og Fischer vann Larsen. Jafntefli varð hjá Neykirch og Tal, Gligo- ric og Petrosjan, Rossetto og Panno, Bronstein og Averbach. Staðan eftir 8. umferð: 1. Pet- rosjan 6 vinninga, 2. Benkö 5ti, 3. Friðrik Ólafsson 5 Vz v., 4.—tí. Averbach, Tal og Matanovic 5 v„ 7.—9. Larsen, Sanguinetti og Gligoric 4y2 v., 10.—12. Fischer, Bronstein og Pachman 4 v., 13.—14. Panno og Filip 4 v., 15. Szabo 3 v., 16.—17. Cardoso og Neykirch 3 v., 18. Rossetto 2 v„ 19. Sherwin IV2 v„ 20. de Greiff 1 v. og 21. Fúster 1 v. — Þeir, sem átt hafa frí og teflt einni umferð færra en himr, eru taldir á undan, þar sem um jafna vinn- inga er að ræða. samt sem áður mjög ánægðir með árangurinn — og brezkir starfs- bræður þeirra hafa sent þeim heillaóskaskeyti. Tilkynnt hafði verið fyrirfram, að ólíklegt væri, að vel heppn- aðist í fyrstu tilraun. Kafarar hafa nú fiskað upp hluta úr eid- flauginni, sem féll í hafið undan Canaveralhöfða. Þykir sýnt, að fyrsta þrepið hafi brugðizt, en hin þrjú hafi verið í stakasta lagi — og eru Bandaríkjamenn vongóðir um að næsta tilraun, sem á að fara fram eftir u. þ. b. mánuð, heppnist betur. ar Markússon keppa á morgun á fyrsta degi mótsins. Hilmar í 100 m hlaupi og Svavar 1 800 m hlaupi. — A. St. ★ STOKKHÓLMI í gærkvöldi: — Dregið var í riðla í kvöld, og verður Hilmar að teljast heppinn. Hann lenti í riðli með Bartanjev (beztur tími 10,3), Goldovany, Ungverjalandi (10,5), Stesso. Tékkóslóvakíu (10,5) og Rass- mussen, Danmörku (10,7). Svavar var einnig heppinn með riðil. Með honum eru Scavo (bezt 1.49,8), Johnson, Engl., (1.46,6), Saintgali, Ungverjalandi (1.47,1), Marin, ’Spáni, (1.53,5) og Haas, Hollandi, (1.51,6). Fjórir fyrstu halda áfram. — A. St. telja, að Ólafsvík væri í fremstu röð kauptúna landsins Og atvinnu skilyrði slík, að árlega þyrfti að fá fjölda aðkomufólks til að vinná úr verðmætum þeim, sem hin mikla útgerð bæri að landi. Landhelgismáiið Þá minntist ræðumaður á land- helgismálið og hvernig að því alvarlega og þýðingarmikla máli landsmanna hefði verið unnið af núverandi ríkisstjórn. Hann minnti á óeiningu stjórnarinnar innbyrðis, en hins vegar nauðsyn þess að skapa þjóðareiningu um málið. Þetta velferðarmál allrar þjóðarinnar ætti að vera hafið yfir dægurþras og illindi flokka á milli og ætti að sínu leyti að sýna samstöðu íslenzku þjóðar- innar eins og árið 1944, þegar gengið var til kosninga um sam- bandsslit okkar við Dani. Þá bar hann saman undirbúning þessa máls nú og þann undirbúning, sem hafður var um stækkun land helginnar 1952. Sýndi hann glögg lega fram á þann mismun sem á er og hve gæfurík lausn þess í fyrra skiptið var undir forystu ’.Sj álfstæðismanna. Þjóffin þekkir stjórnina Loks vék ræðumaður nokkrum orðum að hinum alkunnu bjarg- ráðum núverandi ríkisstjórnar, sem þó eiga aðeins að duga til haustsins. Skýrði hann, hvernig þau kæmu við aðalatvinnuvegi þjóðarinnar, sjávarútveg og land búnað. Þá minntist hann á, að núverandi stuðningsflokkar ríkis stjórnarinnar hefðu talað um það 1956, að Sjálfstæðisflokkurinn væri með þjóðina á eyðimerkur- göngu og sýndi fram á hina öm- urlegu göngu þeirra sjálfra nú. Þjóðin er farin að þekkja vinstri stjórnina og kann að meta hana réttilega, sagði þingmaðurinn. Það sýndi hún í lcosningunum í vetur og vor. Öllum er skylt að fylgjast með stjórnmálum Næsti ræðumaður var Magnús Jónsson, alþingismaður. Hann ræddi um Sjálfstæðisstefnuna og minnti á, að meginstefnur flokk- anna væri það, sem fyrst og fremst bæri að hafa að leiðar- ljósi, þegar menn skipa sér 1 flokka. Sjálfstæðisstefnan byggist á víðsýni og frjálslyndi, hún vill hafa í heiðri manngildi og frelsi og telur sjálfsagt, að hver maður fái að nýta krafta sína til fram- kvæmda og framfara, hugsa um vandamálin að fengnum upplýs- ingum um sjónarmið allra aðila og segja álit sitt ótruflaður. Þá talaði ræðumaður um af- stöðu almennings til stjórnmál- anna. Sumir vilja ekki við það kannast, sagði hann, að þeir eyði tíma sínum í að hugsa um stjórn- mál. En þeir geta búizt við, að slíkt sinnuleysi leiði til þess, að aðrir muni fyrr eða síðar koma þeim í þá aðstöðu, að þeir eigi ekki afturkvæmt í ríki frjálsra og sjálfstæðra manna. Það er skylda hvers manns að fylgjast með á sviði stjórnmálanna, hugsa um þau, taka afstöðu til þeirra og breyta samkvæmt henni. Fjölbreytt mót A mótinu fóru leikararnir Brynjólfur Jóhannesson og Bald- ur Hólmgeirsson með ýmis skemmtiatriði, sv® og Hanna Bjarnadóttir, söngkona, og Skúli Halldórsson, tónlistarmaður. Félagsheimilið var þétt setið mótgestum. Munu hafa verið á samkomunni 400—500 manns. Komu þeir víða að, m. a. fóru um 90 Dalamenn hópferð til Ól- afsvíkur. Ræðumönnum var ágætlega tekið og listafólkinu einnig. — B. Ó. Sólfaxi í innanlandsflugi s Grcenlandi Evrópumeistaramótið í frjálsíþróttum hefst í dag Hilmar og Svavar keppa i dag Tunglferðin mistókst

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.