Morgunblaðið - 19.08.1958, Qupperneq 15
MORCUNBLAÐIÐ
15
T»riðjudagur 19. ágúst 1958
Einfeldningsleg og
heimskuleg skoðun
— segir Manchester Guardian
Gœti leitt til harmleiks
Kaupmannahöfn, 18. ágúst.
— Einkaskeyti til Mbl.
„MANCHESTER GUARDIAN“
ræðir landhelgismáiið í dag og
segir það hyggilegt af brezku
stjórninni að senda herskip til
íslands, þegar fiskveiðilandhelg-
in verði færð út. Með þeirra að-
stoð geti brezkir togarar virt land
helgina að vettugi.
En Bretar eiga að vera reiðu-
búnir til að ganga að málamiðl-
un jafnskjótt og íslendingar sýni
samstarfsvilja. Það er nauðsyn-
legt að veita íslendingum viðnám
— og það harðnar sennilega, ef
marka á ummæli Lúðvíks Jósefs-
sonar þess efnis, að fslendingar
telji það árás á ísland-, ef Bret-
ar verja togsra sína innan 12
mílna landhelginnar. íslendingar
hlaupa á sig, ef þeir halda, að
Bretar séu aðeins að reyna að
leika á íslendinga með hótunum
sínum, eins *g I.úðvík Jósefsson
telwr. Þessi einfeldningslega skoð
un er heimskuleg af því að
hún er ekki á rökum reist. Brezka
stjórnin hefur andanlega ákveðið
að senda herskip togaraflotanum
til verndar, e« við getum ekki
haft herskip til eilífðar á þessum
slóðum, enda þótt verndar sé
þörf.
— Lúðvik
Framh. af bls. 1
Lúðvík Jósefsson var spurður
að því, hvort íslendingar teldu,
að hægt væri að jafna deiluna um
fiskveiðilandhelgina með samn-
ingaviðræðum. Svaraði hann því
til, að íslendingar mundu taka
þátt í ráðstefnu, ef boðuð yrði
á sama grundvelli og alþjóðlega
sjóréttarráðstefnan, sem haldin
var í Genf á þessu ári. — En um-
ræðugrundvöllur er ekki fyrir
hendi á meðan 12 mílna landhelg-
in er ekki viðurkennd, sagði
hann. íslendingar hefðu ekki séð
ástæðu til þess að ræða landhelg-
ismálið við aðrar þjóðir eftir
Genfarráðstefnuna. Ekki hefði
verið hægt að fallast á viðræður
við vestræn ríki, sem hagsmuna
hefðu að gæta á íslandsmiðum,
því að ljóst væri, að afstaða allra
viðkomandi landa væri öndverð
afstöðu íslands.
★ ★ ★
En ef fiskgengdin innan nýju
fiskveiðitakmarkanna eykst í
framtíðinni umfram þarfir íslend
inga sjálfra munum við fúsir til
þess að ræða málið, sagði Lúðvík
— en ekki kvað hann slíka þró-
un sennilega.
Þá sagði ráðherrann, að aðstaða
íslendinga væri sterk, því að
mörg ríki um víða veröld hefðu
sama sjónarmið og íslendingar
hvað fiskveiðimálunum viðkæmi.
Meirihluti þátttökuríkja á Genfar
ráðstefnunni hefði verið fylgjandi
12 mílna fiskveiðilandhelgi. Allir
íslendingar, allir stjórnmálaflokk
arnir, væru einhuga í málinu —
og hann yrði sakaður um svik-
semi í starfi, ef hann fylgdi mál-
inu ekki fast eftir.
★ ★ ★ -
Sem fyrr segir neitaði Lúðvík
því að hafa rætt málið við komm-
únistaforingjana í Moskvu, en
minnti þó á, að Ráðstjórnin hefði
lýst stuðningi við rétt íslendinga
til útfærslu landhelginnar.
Þá sagði hann, að stefna ís-
lendinga í landhelgismálinu mót-
aðist aðeins af íslenzkum hags-
munum, ekki áformum um að
grafa undan Atlantshafsbandalag
inu eða samvinnu við önnur lönd.
Atlaritshafsbandalagið kæmi í
rauninni máli þessu ekkert við.
Því má bæta við, að Morgun-
blaðið spurðist fyrir um það i
gær í atvinnumálaráðuneytinu,
hvort Lúðvík Jósefsson væri kom
inn til Iandsins. Gat ráðuneytið
engar öruggar upplýsingar gefið
um það.
Við verðum að ganga að mála-
miðtun jafnskjótt og íslendingar
eru fýsandi til þess. /Eskilegt
væri, að brezka stjórnin gæfi
KAUPMANNAHÖFN, 18. ágúst.
— Fréttaritari „Poletiken" í
Lundúnum símar, að brezku tog-
urunum á íslandsmiðum muni
verða safnað saman í þrennu lagi
þegar íslendingar færa út fisk-
veiðitakmörkin — og halda síðan
undir hervernd upp að 4 mílna
landlielginni gömlu til veiða. 10
skip brezka sjóhersins verða þá
á íslandsmiðum, stærst þeirra
verður freigátan „Eastburne",
20.000 lestir að stærð.
Brezkir togaraskipstjórar hafa
fengið ströng fyrirmæli um það,
að þeim sé undir engum kring-
amstæðum heimilt að hafa vopn
meðferðis á íslandsmið.
NEW YORK, 18. ágúst. — Róstu-
samt var á Allsherjarþinginu í
dag. Norski fulltrúinn flutti álykt
unartillögu, sem studd var af
nokkrum öðrum ríkjum — og var
þar skorað á Hammarskjöld að
gangast fyrir því, að deilurnar
í löndunum fyrir botni Miðjarð-
arhafsins yrðu jafnaðar í anda
S.Þ.
Columbía var meðal þeirra,
sem stóðu að tillögunni og lýstu
fulltrúar margra S-Ameríkuríkja
yfir vanþóknun á afstöðu sendi-
nefndarinnar þar eð ekki var
skýrt tekið fram, að Bandaríkja-
menn og Bretar ættu tafarlaust
að flytja her sinn frá Líbanon og
Jórdaníu.
Japanski fulltrúinn var beðinn
að styðja tillöguna, en ekki
fékkst hans stuðningur — og var
Aðcins 9 líkanna
þekktust
GALAWAY, 18. ágúst — Til-
kynnt var í dag, að einungis 9
þeirra 34 líka, sem fundust eftir
flugslysið mikla, er Super-Con-
stellation-flugvél frá KLM fórst
um 65 mílur vestur af írlands-
strönd með 99 manns innanborðs,
hefðu þekkzt aftur. Óþekktu lík-
in verða jarðsett hér, en hin 9
verða flutt flugleiðis til átthaga
ninna látnu.
Nokkur síld til
Seyðisfjarðar
SEYÐISFIRÐI, 18. ágúst. — í
nótt lönduðu hér þrjú skip síld
í bræðslu: Höfrungur AK 244
mál, Hvannaröst 295 og Vonin II
416. Þessi skip eiga ólandað: Vík-
ingur 300 mál, Jökull SK 250,
Hvanney SF 200 og Þorbjörn GK
250. Síldin hefir veiðzt úti fyrir
Vopnafirði og við Digranes. Tal-
ið er nokkurt magn síldar á mið-
unum en veður hamlar veiðum
— sama brælan úti fyrir en
sæmilegt innfjarða.
Alls hafa borizt hingað í sumar
33 þús. mál síldar til bræðslu.
Saltaðar hafa verið 4400 tunnur
og frystar 2700 tn.
— Fréttaritari
BELGRAD, 18. ágúst. — Tito
hefur beðið Bandaríkin um meira
en 300 millj. dollara lán til langs
tíma til iðnvæðingar landsins.
þetta fyllilega til kynna fyrir 1.
september.
Fiskimiðin við ísland eru nægi-
lega stór bæði fyrir íslendinga
og Breta. Erfiðleikarnir liggja e.
t. v. í því, að stórir brezkir tog-
arar hrekja minni íslenzk fiski-
skip af miðunum. E. t. v. væri
hægt að ákveða einhver svæði
innan 12 milnanna, sem íslenzk-
um fiskibátum einum væri heim-
ilt að veiða á.
Gamall togaraskipstjóri frá
Hull, John Withley á „St. Crisp-
in“, sagði við fréttaritarann:
— í gamla daga notuðum við
krókstjaka og sprautuðum sjóð-
andi vatni — og við gerum það
aftur nú. Við viðurkennum ekki
12 mílna fiskveiðilandhelgi, ég
læt ekki reka mig af miðunum,
sem ég hef veitt á í 15 ár. íslend-
ingar segjast ætla að vopna gamla
Catalinu með 5 punda fallbyssu
— og þegar þeir hafa skotið tveim
skotum fyrir framan togarann
segjast þeir munu skjóta á skipið.
En það hræðir okkur ekki. Ég
hef a. m. k. ekki í hyggju að láta
í minni pokann.
hún dregin til baka um stundar
sakir. — Fulltrúar Rúmeníu For-
mósu og Indlands fluttu stuttar
ræður. Ingverjinn ræddi um þörf
iná á að flytja her Breta og
Bandaríkjamanna strax úr lönd-
unum fyrir Miðjarðarhafsbotni,
kvaðst hann ekki geta sætt sig
við lögreglusveitir S.Þ. þar, að-
eins eftirlitssveitir. Þá lýsti Gro-
myko andúð sinni á norsku til-
lögunni.
Nú var norska tillagan aftur
lögð fram — eg studdu hana þá
fulltrúar Danmerkur, Columbíu,
Líberíu, Panama og Paraguay.
Líkindi eru talin til þess að %
hlutar þingsins fáist til þess að
styðja þessa tillögu, en endanleg
úrslit málsins verða þó ekki kunn
fyrr en í lok vikunnar að því
talið er.
Bretar og Bandaríkjamenn
hafa tilkynnt Hammarskjöld, að
þeir muni flytja herinn frá Lí-
banon og Jórdaníu strax og S.Þ.
eða stjórnir landanna æskja þess.
— Engin einstök
Framh. af bls. 1
júní. Þar sagði, að hin fyrirhug-
aða 12 míina landhelgi sam-
rýmdist ekki alþjóðalögum.
Brezka stjórnin teldí það skyldu.
sína að koma í veg fyrir ser-
hverja óiöglega tllraun til a®
stækka fiskveiðilögsögu.
Talsmaðurinn var spurður að!
því, hvort skipzt hafi verið á skoð
unum í málinu á alþjóðlegum
vettvangi — og sagði hann sam-
bandið aldrei hafa fallið niður.
Bætti hann því við, að brezka
stjórnin mundi með ánægju ræða
málið. Brezka stjórnin hefði
vænzt þess, að hægt yrði að finna
lausn á málinu, en engin einstök
ríkisstjórn gæti breytt alþjóða-
lögum.
★
Samkvæmt fyrri fregnum
höfðu enskir togaramenn ekki
viljað láta neitt uppi um fyrir-
hugaðar aðgerðir gegn íslend-
ingum. Var vísað til flotamála-
stjórnarinnar, sem vísaði til land
búnaðar- og sjávarútvegsmála-
ráðuneytisins — sem aftur vísaði
til utanríkisráðuneytisins.
Samkomur
Fíladelfta:
Almennur biblíulestur kl. 8,30.
Allir velkomnirl Næsta föstudag
kl. 6 e.h. verður barnasamkoma.
öll börn velkomin.
— segir Aftenposten
KAUPMANNAHÖFN, 18. ágúst.
— Einkaskeyti til Mbl. — „Aften
posten" í Ósló ræðir landhelgis-
málin í dag og segir, að ástandið
sé nú greinilega orðið svo slæmt,
að lengur megi ekki við svo búið
standa. Gripa verði til skjótra úr-
ræða — og nauðsyn sé, að við-
ræður hefjist.
til harmleiks, ekki einungis
hvað íslandi viðkemur, heldur
okkur öllum, segir ,Aftenposten‘.
Þess vegna biðjum við norsku
stjórnina, að hafa frumkvæðið
áður en klukkan slær tólf.
MOSKVU, 15. ágúst. — Krúsjeff
er að fara i mánaðar sumarlri
suður á Krím, segir Tass-frétta-
stofan.
Núverandi ástand getur leitt
Móðir mín
GUÐFINNA JÓNSDÓTTIB
frá Skuld í Garði,
andaðist 18. ágúst að Eilliheimilinu Sólvangi, Hafnarfirði.
Óskar Guðlaugsson.
Konan mín og móðir okkar
DANFRÍÐUR BRYNJÓLFSDÓTTIR
lézt í sjúkrahúsinu Sólvangi í Hafnarfirði sunnudaginn
17. þ.m.
Kristján Pálsson og börn.
Okkar kæri faðir
PÉTUR FJELDSTED KRISTJÁNSSON
frá Guðnabakka,
andaðist 16. ágúst í Elliheimilinu Grund.
Dætur hins látna.
Maðurinn minn
ÁRNI PÁLSSON
lézt í Heilsuverndarstöðinni að kvöldi 15. þ.m.
Ingibjörg Sveinsdóttir.
Hjartkær sonur minn og bróðir okkar
SIGURJÓN PÉTURSSON
lézt af slysförum laugardaginn 16. ágúst.
Guðrún Guðmundsdóttir og systklni.
Útför konu minnar
FRÍÐU GUÐLAUGSDÓTTUR
er andaðist á hjúkrunarheimilinu Sólvangi, miðvikudag-
inn 13. ágúst s.l. fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju laug-
ardaginn 23. þ.m. kl. 2 e.h. að aflokinn bæn heimá.
Kransar og blóm vinsamlegast afbeðið
Þóroddur Hreinsson.
Jarðarför
SIGRÍÐAR STEFANÍU BJARNADÓTTUR
frá Borgarnesi,
sem andaðist að Sólvangi í Hafnarfirði 12. þ.m., fer fram
frá Fossvogskapellu á morgun (miðvikudag) kl. 2 e.h.
Kirkjuathöfninni verður útvarpað.
Fríða Þórðardóttir, Ól. Bergm. Erlingsson.
Hjartkær eiginmaður minn, faðir, sonur og bróðir
okkar
MAGNÚS jóhannsson
vélstjóri frá Akureyri,
verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 20.
þ.m. kl. 10,30. Jarðarförinni verður útvarpað.
Blóm og kransar afbeðin.
Ragna Ólafsdóttir og börn,
Jóhann Hallgrímsson og systkini
Þakka auðsýnda samúð og vináttu við andlát og
jarðarför sonar míns,
GUNNARS HJÁLMSSONAR
Hjarðarfelli.
Ragnheiður Guðbjartsdóttir.
Okkar innilegustu þakkir færum við öllum nær og f jær
fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför
ÞORSTEINS JÓNSSONAR
vélvirkja, Neskaupstað.
Sérstaklega viljum við þakka Dráttarbrautinn h.f. fyrir
að heiðra minningu hins látna með því að kosta útför
hans, svo og Sveini Guðmundssyni forstjóra Héðins h.f.
fyrir rausnarlega gjöf.
Eiginkona, börn, foreldrar, systkini og tengdaforeldrar.
Togaraskipstjórum harð-
lega bannað að hafa vopn
Einhverjar samkomulags-
hortur á Allsherjarþingi