Morgunblaðið - 27.09.1958, Side 1
45
16 síður og Lesbók
árgangur
220. tbl. — Laugardagur 27. september 1958
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Ólafur Thors frum-
mœlandi á fundi
Stúdentafélagsins
um landhelgismálið
Á MORGUN, sunnudag, gengst Stúdentafélag Reykja-
víkur fyrir umræðufundi um landhelgismálið. —
Frummælandi verður Ólafur Thors, fyrrv. forsætis-
ráðherra. Fundurinn verður haldinn í Sjálfstæðishús-
inu og hefst hann kl. 2 e. h. — Mun marga fýsa að
heyra Ólaf Thors ræða landhelgismálin, sem nú eru
öllum íslendingum efst í huga. Má gera ráð fyrir að
fjölmenni verði á þessum fundi Stúdentafélagsins og
miklar umræður.
Danir telja Fœreyinga
sýna pólítískan þroska
með samkomulagsstefnu
KAUPMANNAHÖFN, 26. sept.
ast Bretar vona, að samkomulag
við Færeyinga muni bæta aðstöðu
þeirra í deilunni við íslendinga,
en íslenzku fiskimiðin séu miklu
þýðingarmeiri heldur en þau fær-
eysku.
Fulltrúar
Astralíu, Kanada
og Danmerkur
ræddu um land-
helgismálin
NEW YOHK, 26. sept. — Einka-
skeyti frá fréttaritara Mbl. hjá
S.Þ. — Þegar Guðmundur í. Guð-
mundsson hafði lokið ræðu sinni
í gær héldu umræður áfram. Tal-
aði þá m.a. Casey utanríkisráð-
herra Ástralíu og var fylgjandi
því að ný sjóréttarráðstefna yrði
haldin.
Einnig talaði Sidney Smith ut-
anríkisráðherra Kanada, sem
einnig vildi nýja ráðstefnu en
jafnframt lýsti hann áframhald-
andi stuðningi sínum við sex
mílna landhelgi og sex mílna
belti til viðbótar, þar sem strand
ríki hefði einkarétt til fiskveiða.
Jens Otto Krag fulltrúi Dan-
merkur lýsti yfir stuðningi við
sex mílna landhelgi. Til viðbótar
því vildi hann, að heimiluð væri
12 mílna fiskveiðilandhelgi strjál
býlla ríkja, þar sem íbúarnir
hefðu að langmestu leyti afkomu
sína af fiskveiðum. — Þór.
Fyrir nokkru gerði bandaríski flotinn tilraun á Kyrrahafi til
að skjóta fjarstýrðri eldflaug frá kafbáti. Sýnir myndin þann
atburð, þegar eldflaugin lyftist frá þilfari kafbátsins. Þessi
atburður þykir hafa mikla hernaðarlega þýðingu.
Fá Fœreyingar leyfi til
veiða í ís/. landhelgi?
Frakkar ánægðir með kosn-
ingaþátttöku í Alsír
Þeim tókst að vernda kjósendur fyirir árásum
skæruliða
ALGEIRSBORG, 26. sept. — Reuter. — Þjóðaratkvæðagreiðsla irm
stjórnarskrárfrumvarp de Gaulle hófst í Norður-Afríku í morg-
un. Skýrir yfirkjörstjórnin svo frá að þátttaka í atkvæðagreiðsl-
unni hafi verið mikil, víða um 60%. Yfirleitt hefur lögreglunni
tekizt að hindra að skæruliðar trufluðu atkvæðagreiðsluna. Sums
staðar kom þó til átaka og er sagt, að síðasta sólarhringinn hafi
84 skæruliðar fallið og 18 verið handteknir.
(Frá Páli Jónssyni). — Politiken
segir í forystugrein í dag, að hinn
færeyski meirihluti hafi sýnt
mikinn pólitískan þroska með
því að velja samningaleiðina í
stað þess að sækjast eftir auð-
fengnum pólitískum gróða.
Blaðið segir einnig að Þjóð-
veldisflokkurinn hafi valið auð-
veldustu leiðina, þ.e.a.s. að hella
úr sér skömmum og bera fram
kröfur án þess að taka tillit til
aðstæðna.
Fréttaritari Ritzau-fréttastof-
unnar dönsku í Þórshöfn símar,
að um tíma hafi virzt sem sam-
einingu danska ríkisins hefði
verið ógnað þegar viðræðurnar
í Þórshöfn hófust, en nú virðist
sem áróður Þjóðveldisflokksins
hafi ekki þau áhrif, sem til er ætl
azt.
Þá segir fréttaritarinn, að
meirihluti Færeyinga fagni
ákvörðuninni um að fara samn-
ingaleiðina og telja að sú leið
sé vænlegri til árangurs þegar til
lengdar lætur, heldur en alger
neitun.
Blaðið Socialdemokraten segir
að færeysku samninganefndar-
mennirnir hafi sagt dönsku sendi
nefndinni hvernig breyta verði
tillögunni til þess að ná bráða-
birðalausn. Þessi skilyrði Fær-
eyinga eru:
1) Að landhelgislínan fylgi ekki
ströndinni, heldur grunnlínu,
sem drengin er beint milli yztu
tanga eyjanna.
2) Nokkur hrygningarsvæði
utan landhelgislínunnar verði
friðuð.
3) Færeyingar fái betri kjör
við fisksölur til Bretlands, lönd-
unarskilyrði verði bætt og 10%
tollurinn afnuminn.
Það er búizt við að samninga-
viðræður Breta og Dana hefjist
aftur í næstu viku.
Frá London berast þær fregnir
til Kaupmannahafnar, að sum
brezku blöðin telji niðurstöður
Þórshafnarviðræðnanna jákvæð-
ar, en önnur telji þær neikvæðar.
Bretar virðast álíta að fyrst
Færeyingar vilja fara samninga-
leiðina þá muni þeir vilja ganga
að samningum um minni land-
helgi en 12 mílur, að minnsta
kosti til bráðabirgða, því ella
væri út í loftið að halda samn-
ingaumleitunum áfram. Þá virð-
• Washington, 26. sept. — Hal-
vard Lange, utanríkisráðherra
Norðmanna heimsótti i dag banda
ríska utanríkisráðuneytið
KAUPMANNAHÖFN, 26. sept. —
Frá Páli Jónssyni. — Einn af lög-
þingsmönnunum Johan Poulsen
lagði í dag þá spurningu fyrir
Erlend Patursson, hvort hann
hefði fengið bindandi loforð frá
íslendingum um að Færeyingar
megi veiða með línu og færi inn-
an íslenzku landhelginnar.
Spurning þessi er lögð fram
í tilefni yfirlýsingar Erlends, for-
manns Þjóðveldisflokksins um að
Færeyingar eigi að gera bandalag
við fsland um útvíkkun landhelg
innar. Ef þeir gerðu það, sagði
Erlendur Patursson að það væri
öruggt að Færeyingar fengju að
veiða með línu og færi innan ís-
lenzkrar landhelgi.
Ekki er ýkja langt síðan Erlend
ur var í heimsókn á íslandi og
spyr Johan hann hvort hann hafi
• Beirut, 26. sept. — tjtlitið
versnar enn í Beirut höfuðborg
Libanon. Hinir kristnu falangist-
ar hafa að engu bann Chehabs
forseta við fjöldasamkomum. —
Fóru þúsundir falangista í fjölda-
göngu um aðalstræti borgarinn-
ar til að mótmæla valdatöku
Karamis uppreisnarforingja mú-
hameðstrúarmanna, sem forsæt-
isráðherra landsins.
fengið nokkurt bindandi loforð
frá íslenzkum yfirvöldum í þessu
efni. Segir Johan, að ekki alls
fyrir löngu hafi íslenzk yfirvöld
tekið illa undir færeyska beiðni
um slík veiðiréttindi.
Þetta er í fyrsta skipti, sem
evrópskir menn og serkneskir
ganga jafnréttháir til atkvæða-
greiðslu í landinu, enda hefur
de Gaulle heitið Serkjum full-
komnu jafnrétti á við evrópska
menn.
Foringjar serknesku skærulið-
anna hafa lýst því yfir að hver
sá Serki, sem greiði atkvæði með
de Gaulle skuli engu fyrr tína
en lífinu. Frönsk lögregla hef-
ur því verið önnum kafin í dag,
að vernda líf serkneskra borg-
ara, sem greitt hafa atkvæði.
Atkvæði eru greidd þannig, að
kjósandi fær tvo miða, á öðrum
stendur ,,já“, en á hinum „nei“.
Kjósandi fer inn í kosningaklefa
og stingur öðrum miðanum í lok-
að umslag. Er það atkvæði hans,
en hinum seðlinum heldur kjós-
andinn sjálfur.
Skæruliðahreyfingin lýsti því
yfir í nótt, að hún myndi koma
eftir kosningarnar til þeirra
BREZKA flotamálaráðuneytið
gaf í gærkvöldi út tilkynningu
um Paynter-atburðinn við
Vestfirði. í tilkynningunni seg
ir, að íslenzku varðskipsmenn
irnir hafi beitt gúmkylfuin
er þeir fóru um borð í togar-
ann. Segir þar, að þrír menn
af brezka togaranum hafi
særzt og talið sé að einn ís-
lenzkur varðskipsmaður hafi
manna, sem neytt hefðu atkvæð-
isréttar og sjá hvaða atkvæða-
seðli þeir hefðu haldið eftir. —
Þegar yfirkjörstjórnin í Alsir
heyrði þetta lét hún prenta i
skyndi mikið magn af auka „já“
seðlum, sem kjósendur geta feng-
ið til vonar og vara til að sýna
skæruliðum, ef þeir heimsækja
þá. —
Kolumbía vann
BANDARÍSKA seglskipið
Kolumbía hefur unnið keppn-
ina um Ameríkubikarinn. í
gær keppti það við brezka
seglskipið Sceptre um fjórða
riðilinn af sjö sem fram
skyldu fara. Sigruðu Banda-
ríkjamennirnir og hafa þar
með unnið fjóra fyrstu riðl-
ana og þar með keppnina í
heild.
hlotið hnífsstungu. Þar seglr
og að varðskipsmenn hafi far-
ið úr togaranum, þegar þeir
sáu að tunrdurspillirinn Diana
kom brunandi út fjörðinn.
I tilkynningunni segir svo, skv.
Reutersfrétt: — Tveir hópar ís-
lenzkra varðskipsmanna réðust í
gær um borð í brezkan togara
undan íslandsströndum.
Skömmu eftir að fyrri hópur-
inn (líklega frá Óðni) hafði farið
um borð, kom annar hópur (lík-
lega frá Maríu Júlíu). Sá hópur
var miklu ákveðnari og var vopn
aður gúmkylfum.
Bardagi varð milli togaramanna
og íslenzku sjóliðanna, eftir að
togaramönnunum hafði tekizt að
eyðileggja vél togarans og kasta
akkerum. Særðust þrír togara-
menn í þessari viðureign.
Einn þeirra, sem særðust, var
vélamaður togarans, sem, að því
er sagt er, hlaut högg frá gúm-
kylfu varðskipsmanns. Vikadreng
urinn fékk einnig högg, er hann
var að bera fram mat fyrir áhöfn
ina.
Þá birtist úti við sjöndeildar-
hring eftirlitsskipið Diana, sera
hafði verið fjarverandi, þegar
varðskipsmennirnir fóru um borð.
Fóru þá báðir hópar varð,skips-
mannanna aftur til skipa sinna.
Sú frétt barst síðar frá Diana,
að einn af íslenzku sjóliðunum
hefði orðið fyrir hnífsstungu frá
togaramanna. Það hafi hins vegar
ekki fengizt staðfest hjá skip-
verjunum á Paynter.
Engin formleg tillaga
komin frá brezku
stjórninni um Haag
MORGUNBLAÐIÐ sneri sér í gær til setts utanríkisráð-
herra, Gylfa Þ. Gíslasonar og spurð'i hann að því, hvort
rikisstjórnin hefði tekið afstöðu til þeirrar uppástungu
Selwyn Lloyds, utanríkisráðherra Breta, er hann setti
fram í ræðu sinni á Allsherjarþinginu í fyrradag, að deil-
an um fiskveiðitakmörk Islands skyldi fengin alþjóða-
dómstólnum í Ilaag til úrskurðar.
Ráðherrann svaraði fyrirspurn blaðsins á þá leið, að
ríkisstjórn Islands hefði ekki borizt nein formlcg tillaga
frá brezku stjórninni ennþá, um að deilan um fiskveiði-
takmörkin yrði lögð fyrir Haagdómstólinn. Hann kvað
slíka tillögu því alls ekki hafa verið rædda innan íslenzku
stjórnarinnar ennþá.
En teljið þér ekki líklegt, áð afstaða verði fljótlega
tekin til hennar af hálfu ríkisstjórnarinnar?
— Ég geri ráð fyrir að hún verði rædd strax og efni
hinnar brezku tillögu liggur fyrir, sagði ráðherrann.
Brezka flotamálaráðuneytið segir:
,,Varðskipsmenn hurfu úr
Paynter þegar Diana kom
aftur á vettvang"
Barizt hafi verið með kylfum og hnifum