Morgunblaðið - 27.09.1958, Page 8
6
MORCZJIS BL AÐIÐ
Laugardagur 27. sept. 1958
.ttstMniHfr
(Jtg.: H.t Arvakur, Reykjavfk.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Aðairitstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.)
Bjarni Benediktsson.
Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur
Einar Asmundsson.
Lesbók: Arni Óla, sími 33045
Auglýsmgar: Arni Garðar Knstinsson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480
Askriftargjald kr 35.00 á mánuði innanlands.
1 lausasölu kr. 2.00 eintakið.
FORSETI ALÞÝÐUSAMBANDSINS
SVEIK „LÁGMARKSSKILYRÐI
VERKALÝÐSHREYFINGARINNAR".
TUTTUGASTA og fimmta
þing Alþýðusambands ís
lands var háð haustið
1956. Vinstri stjórnin var þá ný-
lega sezt að völdum og allmargt
fólk byggði á henni nokkrar
vonir. Sérstaklega trúðu margir
fylgismenn Sósíalistaflokksins og
Alþýðuflokksins á þau fyrirheit
stjórnarinnar, að verðbólgu og
dýrtíð skyldi útrýmt úr íslenzku
efnahagslífi. Þetta fólk gerði sér
von .um það, að þessi vandamál
yrðu leyst, án þess að lagðar yrðu
nýjar byrðar á almenning í land-
inu.
Þessi skoðun almennings í hin-
um svokölluðu „verkalýðsflokk-
um“ kom greinilega fram á Al-
þýðusambandsþinginu haustið
1956, þegar vinstri stjórnin var
nýtekin við völdum og búizt var
við aðgerðum hennar í efnahags-
málunum á hverri stundu. Þing-
ið gerði ýtarlega samþykkt um
dýrtíðar- og atvinnumál og var
þar m. a. komizt að orði á þessa
leið:
„Þingið lýsir því yfir, að við
aðgerðir þær í efnahagsmál-
unum, er nú standa fyrir dyr-
um, er það algert lágmarks-
skilyrði verkalýðshreyfingar-
innar, að ekkert verði gert er
hafi i för með sér skerðingu
á kaupmætti vinnulaunanna
og að ekki komi til mála að
auknum kröfum útflutnings-
framleiðslunnar verði mætt
með nýjum álögum á alþýð-
Reisupassi Hannibals
Upp á þessi „lágmarksskilyrði"
var Hannibal Valdimarsson kos-
inn forseti Alþýðusambandsins
áfram. Þetta var reisupassi hans
frá þingi verkalýðssamtakanna
til tjaldbúða vinstri stjórnarinn-
ar. —
Nú er Alþýðusambandsþing á
ný fram undan. Aðeins tvö ár
eru liðin síðan verkalýðssamtök-
in mótuðu „lágmarksskilyrði
verkalýðshreyfingarinnar“ fyrir
aðgerðum vinstri stjórnarinnar í
efnahagsmálunum.
Fróðlegt væri nú að kynna sér,
hvernig forseti Alþýðusambands-
ins, sem einnig er félagsmála- og
verðlagsmálaráðherra hefur stað-
ið við og framfylgt „lágmarks-
skilyrðum verkalýðshreyfingar-
innar“.
Hann hefur framfylgt þeim
þannig, að aðeins rúmum mán-
uði eftir að Alþýðusambands-
þinginu haustið 1956 lauk, lagði
vinstri stjórnin á þjóðina um 300
milljónir króna í nýjum skött-
um og tollum. Jafngilti það
9400.00 kr. gjaldabyrði á hverja
einustu 5 manna fjölskyldu í
landinu.
Vitanlega bitnaði þessi skatta-
álagning langsamlega þyngst á
verkalýðnum og launþegum í
landinu yfirleitt.
Gleyminn maður
Það var stutt leið frá fundar-
sal Alþýðusambandsþingsins upp
í stjórnarráð, þar sem forseti Al-
þýðusambandsins sat í ráðherra-
stól. Það leið líka aðeins stutt-
ur tími frá því að 25. þingi Al-
þýðusambandsins lauk, þar til
vinstri stjórnin gerði sínar fyrstu
ráðstafanir í efnahagsmálunum.
Engu að síður hafði forseti Al-
þýðusambandsins, maðurinn, sem
síðar þorði ekki að túlka málstað
íslendinga í landhelgismálinu á
verkalýðsþinginu í Bretlandi,
gleymt öllum samþykktum Al-
þýðusambandsþingsins, þegar
hann var seztur í þann stól, sem
verkalýðurinn hafði lyft honum
upp í. í staðinn fyrir að gera ráð-
stafanir til að tryggja kaupmátt
launanna, beitti hann sér fyrir
því, að vandam. atvinnuveganna
skyldi „mætt með nýjum álög-
um á alþýðuna“. Hann hafði
sjálfur rétt upp höndina með því
á Alþýðusambandsþingi að engar
„nýjar álögur á alþýðuna" yrðu
samþykktar innan vinstri stjórn-
arinnar eða á Alþingi. En hann
munaði ekkert um að svíkja
þetta loforð sitt og ganga í ber-
högg við yfirlýsingu 25. þings
Alþýðusambandsins.
Svona gleyminn er forseti
Alþýðusambands íslands, þeg
ar annars vegar er um að
ræða „lágmarksskilyrði verka
lýðshreyfingarinnar" og hins
vegar setu í þægilegum valda-
stól.
Enn syrtir í álinn
En síðan vinstri stjórnin mætti
yfirlýsingu síðasta Alþýðusam-
bandsþings með 300 millj. króna
nýjum sköttum á almenning fyr-
ir jólin árið 1956 hafa fleiri stór-
atburðir gerzt á sviði íslenzkra
efnahagsmál'a. Stjórnin hefur
hætt við að flytja tillögur um
„nýjar leiðir" og „varanleg úr-
ræði“ til lausnar vanda efna-
hagsmálanna. í staðinn hélt hún
áfram að sýna virðingu sína og
trúnað við „lágmarksskilyrði
verkalýðshreyfingarinnar“. Vor-
ið 1958 barðist forseti Alþýðu-
sambandsins eins og ljón fyrir
því að lagðir væru á almenning
nýir skattar og tollar, er nema
tæplega 800 millj. kr. á ári. Vit-
anlega fékk forseti Alþýðusam-
bandsins þessum vilja sínum
fram komið. Þessar álögur þýddu
25 þúsund kr. viðbótar skatta-
byrði að meðaltali fyrir hverja
einustu 5 manna fjölskyldu á ís-
landi.
Biður um endurkosningu
Þrátt fyrir þetta biður Hanni-
bal Valdimarsson verkalýðinn nú
um að endurkjósa sig sem for-
seta Alþýðusambands íslands.
Hann biður um nýjan reisu-
passa frá fundarsal verkalýðs-
samtakanna upp í stjórnarráð.
Þar bíða hans menn, sem heita
Hermann Jónasson og Eysteinn
Jónsson. Þessir menn eru að und-
irbúa hinar nýju efnahagsráð-
stafanir, sem Eysteinn boðaði í
ræðu sinni á „hólmanum þar sem
Gunnar sneri aftur". Það eru ný-
ir skattar og tollar, „nýjar álög-
um á alþýðuna“.
Heimsfriðinum stafar mest hætta
af ástandinu í austurlöndum
Málefni Kina vekja mesfa athygli
á Allsherjarþinginu
Eftir ÞÓR VILHJÁLMSSON.
fréttaritara Mbl. í aðalbæki-
stöðvum SÞ.
New York, miðvikudaginn
24. september.
ALLSHERJARÞING Sameinuðu
þjóðanna hefur nú setið á rök-
stólum í vikutíma. Hinar al-
mermu umræður eru komnar
nokkuð áleiðis, og lokið er harðri
sennu um dagskrá þingsins.
Þingstörfin
I megindráttum fara störfin á
Allsherjarþinginu fram á þennan
hátt: Fyrst eru kosnir forsetar
þingsins og formenn hinna 7
fastanefnda þess. Því var sem
kunnugt er lokið þegar á fyrsta
degi. Síðan hefjast almennar um-
ræður. „Umræður“ er þó e. t. v.
ekki rétta orðið, því að hér er
aðallega um að ræða yfirlits-
ræður, þar sem talsmenn rikj-
anna reifa þau mál, sem liggja
þeim þyngst á hjarta.
Meðan almennu „umræðurnar"
standa yfir, hefja ýmsar nefnd-
anna störf, þó ekki stjórnmála-
nefndirnar tvær. Sjö fastar nefnd
ir fjalla um öll mál, sem fyrir
þingið koma, og auk þess fjallar
stjórnarnefnd þess um dagsskrár-
atriði. I fastanefndunum eiga öll
þátttökuríkin, 81 að tölu, sæti,
en í stjórnarnefndinni forseti
þingsins, varaforsetarnir 13 og
formenn fastanefndanna.
Almennu umræðurnar standa
venjulega 2 til 3 vikur, en að
þeim loknum hefjast nefndastörf-
in fyrir alvöru. Þegar nefndirnar
hafa lokið afgreiðslu málanna
fyrir sitt leyti, vísa þær þeim
aftur til Allsherjarþingsins. Á
þinginu eru þau reifuð af fram-
sögumanni viðkomandi nefndar
og síðan er um þau rætt og þau
afgreidd.
Sæti Kína hjá S.Þ.
Tillaga Indlands var fyrst
rædd í stjórnarnefndinni. Banda-
ríkin lögðust eindregið gegn
henni. Kváðu talsmenn þeirra
Thor Thors
ekki unnt að þola, að Peking-
stjórnin brytist inn í S.Þ. með
byssukúlum. Jafnframt bentu
þeir á, að kínversku kommúnist-
arnir voru taldir árásaraðilar i
Kóreu af langflestum hinna sam-
einuðu þjóða. Töldu Bandaríkja-
menn tillögu Indlands því ótíma
bæra.
Úrslitin urðu þau, að tillögu
Indlands var hafnað í stjórnar-
nefndinni og samþykkti neíndin
tillögu Bandaríkjanna um að
ræða ekki um sæti Kína á þessu
þingi. Málið kom fyrir Alxsherj-
arþingið, og voru þar harðar um
ræður á mánudaginn og í gær.
Alls tóku fulltrúar 28 ríkja til
máls, og var þeirra á meðal Thor
Thors sendiherra, formaður ís-
lenzku sendinefndarinnar. Ræða
hans fer hér á eftir í heild:
Herra forseti:
Má ég leyfa mér að óska yður
Almennu umræðurnar hófust! til hamingju með kosningu yðar
að þessu sinni daginn eftir að j þessa virðulegu stöðu.
þingið var sett. Fyrstur talaði | Áður en ég sný mér að þvi að
utanríkisráðherra Brazilíu og síð- ræða þær tillögur, sem hér eru
ar þennan sama dag þeir Dulles, J til umræðu í dag varðandi, hverj-
utanríkisráðherra Bandaríkjanna, J jr skuli vera fulltrúar Kína i
og Gromyko, utanríkisráðherra J Sameinuðu þjóðunum, þá vil ég
Sovétríkjanna.
Kína í brennipunktinum
Málefni Kína vekja langmesta
athygli. Fyrir nokkrum vikum
var það ástandið í Arabalöndun-
um, sem allir hugsuðu um. Auka-
fundir Allsherjarþingsins um það
mál í ágúst virtust bera góðan
árangur. Arabarikin sjálf sam-
einuðust um ályktun, sem náði
samþykki, og forstjóri S. þ. brá
sér austur til að greiða fyrir
tryggum málalokum.
En nokkru áður en þessi áfangi
náðist, hafði Krúsjeff farið til
Peking, og þess vár ekki langt
að bíða, að austur þar gerðust
mikil tíðindi, — Seint í ágúst
hófu kommúnistar skothríð á
eyjar þjóðernissinna við Kína-
strendur.
Á vettvangi S.Þ. hefur þegar
komið til snarpra orðaskipta um
Kína, þótt ástandið þar sé form-
lega ekki á dagskrá Allsherjar-
þingsins. Utanríkisráðherrarnir
Dulles og Gromyko viku báðir
að málinu í ræðum sínum, en
fyrst og fremst hefur það borið
á góma í sambandi við tillögu
Indverja um að ræða á Allsherj-
arþinginu, hvort Fekingstjórnin
skuli skipa sæti Kína hjá S.Þ.
Um tillögur um aðgerðir eða
ályktanir S.Þ. vegna hernaðar-
aðgerðanna austur þar, er hins
vegar ekki að ræða enn sem kom
ið er, enda fara fram umræður
milli sendiherra Bandaríkjanna
og Pekingstjórnarinnar í Varsjá
þar um.
leyfa mér að skýra fyrst afstóðu
okkar til þessa vandamáls í heild.
Að okkar áliti er heiminum í
dag búin alvarlegasta hættan
vegna ástandsins, sem nú ríkir
í fjarlægum austurlöndum. Þar
er bæði um hernaðarlegt og
stjórnmálalegt viðhorf að ræða.
Islenzka sendinefndin lýsti yfir
þeirri skoðun í allsherjarumræð-
unum árið 1953, að það sé óhyggi-
legt og óhugsandi að halda utan
samtaka hinna Sameinuðu þjóða
til langframa ríkisstjórn, sem
hefir stjórn og ráð yfir meira
en 600 milljónum manna, og hefir
á sínu valdi slíkt geysilegt land-
flæmi sem allt meginland Kína.
Við höfum, samt sem áður, allt-
af verið þeirrar skoðunar, a8
stjórn alþýðulýðveldisins kín-
verska verði að bæta sambúðina
við Sameinuðu þjóðirnar, aður
en hún getur vænzt þess, að
meiri hluti aðildarríkjanna vilji
bjóða henni að taka sæti sem með
limur þessarar stofnunar. Það er
alltaf álitamál, sem háð er vand-
legri yfirvegun, hvenær sá heppi
legasti og rétti tími sé kominn til
þessa. Sendinefnd okkar álítur
einnig, að þær 10 milljónir
manna, sem byggja Taiwan (For-
mosa) eigi að hljóta rétt til
sjálfsákvörðunar, og að fólkið
þar eigi sjálft að ákveða framtíð
sína og stjórnskipulag. Ef íbúar
Taiwan vilja, sem sjálfstætt ríki,
verða meðlimur ’Sameinuðu þjóð-
anna, þá ber að bjóða hið nýja
ríki velkomið sem meðlim stofn-
unar vorar. Skefjalaus styrjöld í
austurlöndum mundi bæði leggja
Taiwan í rústir og eyða miklum
hluta kínversku þjóðarinnar á
meginlandinu, og þess vegna að-
eins hafa í för með sér eyðilegg-
ingu, þjáningar og eymd, í stað
skynsamlegrar lausnar á málinu.
Þetta ættum við allir að hafa í
huga og viðurkenna, áður en það
verður of seint.
Með hliðsjón af þessu álítum
við, að tími til lagfæringar á
þessu ástandi nálgist óðfluga, og
að það beri að hefja undirbúning
til breytinga með gætni og stcfna
áfram að þeim á stjórnmálalegan
hátt. Slíkur undirbúningur mun
taka tíma, en engin skyndibreyt-
ing gæti leitt til aukinnar festu
í alheimsmálum, eða tryggt ör-
yggi og frið. Við höfum nú þegar
hlustað á um 40 ræðumenn, bæði
í Stjórnarnefndinni og hér á Alls-
herjarþinginu, sem lýst hafa skoð
unum ríkisstjórna sinna í þessu
máli. Við verðum að efast um, að
nokkrar langvarandi umræður á
þessu núverandi þingi mundu
verða til góðs eða til þess að leysa
málið farsællega og hyggilega.
Við getum þess vegna ekki greitt
atkvæði með tillögu Indlands um
að taka málið upp sem sérstakan
dagskrárlið til frekari umræðu á
þessu þingi. Hins vegar álítum
við, að það séu lýðræðislegar
grundvallarreglur að leyfa alltaf
umræður á Allsherjarþinginu
um mál, sem einhver sendinefnd
ber fyrir brjósti. í þessu tilfelli
er um að ræða eitt af hinum
brennandi vandamálum í núver-
andi alheimsmálum. Við verðum
að stefna fram í þessu máli að
heppilegri og endanlegri lausn,
að hinni óumflýjanlegu lausn en
halda áfram með varfærni. Við
munum þess vegna sitja hjá við
atkvæðagreiðsluna um tillögu
Indlands.
Hvað snertir tillögu Banda-
ríkjanna, sem nú er orðin ályktun
meiri hluta Stjórnarnefndar
þingsins, þá munum við einnig
sitja hjá við atkvæðagreiðslu um
báða hluta hennar, þar sem við
viljum engan þátt eiga í endan-
Frainh. a bls. 15.
Hér sést Charles Malik í forsetastóli ræða við Dag Hammar-
skjöld (t. v.)