Morgunblaðið - 27.09.1958, Side 6
e
MORGUNBLAÐIÐ
Laugardagur 27. sept. 1958
Magnús Sveinsson, Leirvogstungu
Minningarorb
Fæddiur 3. ágúst 1900.
Dáinn 20. september 1958.
í DAG 27. sept. verður jarðsung-
inn að Mosfelli í Mosfellssveit
oddviti hreppsins, Magnús
Sveinsson bóndi, Leirvogstungu.
Hann kaus sér legstað hjá föður
sínum, afa og öðrum frændum í
garðinum, þar sem MosfellsT
kirkja stóð, sem hinir eldri menn
hörmuðu svo mjög að var flutt
að Lágafelli.
Það var rétt íyrir jólin síðustu
að við nágrannar hans fréttum að
hann ætlaði á spítala, og þótt
það sé oft alvarlegt sem því
fylgir, datt engum í hug að þessi
þáttaskipti yrðu svo fljótt sem
raun bar vitni. Enginn utan
heimilis merkti á Magnúsi að
hann væri ekki heill heilsu, hvað
þá að hann væri helsjúkur. Af
sjúkrahúsinu kom hann líka glað-
ur og hress og vinir hans allir
vonuðu að enn myndu þeir njóta
samvistar hans lengi. Svo þrátt
fyrir þennan aðdraganda, hygg
ég að margir séu þeir, sem eiga
bágt með að trúa því að hann
sé alveg horfinn svo fljótt, þessi
hvatlegi og skarpi maður, sem
var í fullu starfi af lífi og sál,
glöggur og skemtinn á menn og
málefni, eins og ekkert færi
framhjá honum.
Magnús var fæddur í Leir-
vogstungu 3. ágúst, aldamótaár-
ið 1900, sonur hjónanna Þórunn-
ar Magnúsdóttur, ættuð af Kjal-
arnesi og Sveins Gíslasonar,
Gíslasonar frá Minna-Ármóti í
Flóa. Voru þau 7 börn Þórunnar
og Sveins, ein systir en sex bræð-
ur. Einn af þeim, Guðmundur,
dó uppkominn nú fyrir allmörg-
um árum. Bjuggu þau Sveinn og
Þórunn allan sinn búskap í Leir-
vogstungu. Gísli, faðir Sveins bjó
þar einnig, hann var hreppstjóri
Mosfellshrepps. Báðir, Gísli og
Sveinn, voru skarpgreindir menn,
báðir voru þeir góðir smiðir, eink-
um Sveinn, smíðaði hann mikið
utan heimilis síns, bæði fyrir
sveitunga sína og aðra, og var
þá oft ekki heima dögum saman.
Veit ég víst að Sveinn vann mörg
handtök fyrir lítið, enda var hann
hjálpsamur og gæðadrengur.
Sveinn varð bráðkvaddur heima
í Leirvogstungu 1948. Þórunn,
móðir Magnúsar lifir nú son sinn
í hárri elli og dvelur nú hjá
börnum sínum. Hún var framúr-
skarandi dugleg, harðgerð og
myndarleg; bætti hún oft upp
fjarveru bónda síns með því að
leggja á sig meiri vinnu við
heimilið jafnt utanbæjar sem inn
an. Magnús erfði alla þessa eðlis-
kosti foreldra sinna. Hann var
afbragðs smiður á tré og málm.
Hann hafði glöggt auga og haga
hönd til hvers sem var. Honum
tókst allt vel sem hann bar við
að gera, jafnvel verk sem mátti
ætla að hann hefði enga sér-
þekkingu á. Magnús var líka
harðgerður, viljafastur og dug-
legur til allra verka og hlífði
ekki sjálfum sér. Hann átti ríka
sjálfsbjargarhvöt og líktist í því
meir hugsunarhætti þeirrar kyn-
slóðar sem nú er að líða undir
lok með okkar þjóð, þeirrar kyn-
slóðar sem mátti allt sækja í
skaut náttúrunnar með handafl-
inu einu.
Ekki má þetta skiljast svo að
Magnús hafi ekki tileinkað sér
tækni nútímans. Hann var á því
sviði allra manna fljótastur að
færa sér hana í nyt. T. d. byggði
hann fyrstu og varanlegustu
vatnsrafstöð hér um slóðir, sem
hefur verið notuð fram á þennan
dag bæði til hita og Ijósa og um
tíma til iðnaðar, að vísu ekki í
stórum stíl, en þá sýndi Magnús
hvað hann var framsýnn og eygði
marga möguleika, þótt hann gæti
ekki öllu því framfylgt með
heimilisverkunum og búskapnum,
illa menntur éins og flestir, hlað-
inn margbrotnum sveitarstörfum
og oft ekki heill heilsu. Einnig
byggði Magnús upp flest öll hús
jarðarinnar úr varanlegu efni,
stækkaði og bætti túnið í stór-
um stíl. Ein fyrstu súgþurrkunar-
tæki til heyverkunar voru sett í
heyhlöðuna í Leirvogstungu og
þótti þá nýjung mikil og vakti
athygli manna.
Magnús var skarpgreindur mað
ur og vel að sér þó hann væri
ekki skólagenginn eins og það
er kallað. Hann las mikið af góð-
um bókum og fornum fræðum,
og var óvenjulega vel að sér 1
sögu lands og þjóðar. Hann var
ljóðelskur og kunni ógrynni af
kvæðum, bar það stundum við á
gleðistundum að hann las uppúr
sér kvæði og fannst þeim sem á
hlýddu að kvæðið fengi nýtt líf
og meira gildi heldur en þó þeir
læsu það á bók. Magnús hafði
ágætt vit á skáldskap. Heyrði ég
hann rökræða skáldskap við
ágætlega menntaðan mann, sem
einnig var skáld, fór Magnús þar
ekki halloka, enda var hann vel
skáldmæltur, en rækti það lítt
svo vitað sé. Ritaði hann og tal-
aði gott mál.
Magnús var alla sína ævi í
Leirvogstungu. Hann og faðir
hans keyptu jörðina saman og
bjó Magnús móti foreldrum sín-
um fyrst nokkur ár, en tók svo
alla jörðina þegar þau hættu fyr-
ir aldurs sakir.
Magnús giftist 1933 Steinunni
Guðmundsdóttur, ættaðri úr
Breiðafirði. Eignuðust þau tvo
syni, Guðmund, 24 ára, sem i vor
tók við jörðinni af föður sínum.
Yngri sonurinn Hlynur Þór er nú
11 ára. Einn son eignaðist Magnús
áður en hann kvæntist, Harald,
sem starfar við Landsbankann í
Reykjavík.
Magnús var glaður og léttur í
máli, hafði næmt auga og eyra
fyrir því skoplega í lífinu. Minn-
ist ég margra ógleymanlegra
skemmtistunda með honum á
Réttunum — réttoirum
Pilsunum — pilsonum
ESANDI“ hefur skrifað Vel-
„ vakanda bréf um málefni,
sem vissulega er tímabært að
ræða. Hann skrifar:
„Ég. get ekki orða bundizt
vegna smágreinar í Mbl. í gær,
þar sem dægurlagasöngvari nokk
ur er gerður að umtalsefni. Þar
segir, að textaframburður hans
sé skýr og réttur: „Hann syngur
pilsunum, réttunum, en ekki pils-
onum, réttonum, eins og einn á-
gætur söngvari söng hér um árið“
Hvaðan kemur greinarhöfundi
sú vizka, að þessi framburður
söngvarans sé réttari en sá, sem
tíðkazt hefur hjá nær öllum
mæðrum og feðrum, öfum og
ömmum þeirrar kynslóðar, sem
nú lifir á íslandi? Flestir segjast
vilja elska og varðveita móður-
málið. En ef sú ást og varðveizla
er fólgin í því að „leiðrétta" mál
foreldra sinna eftir einhverjum
annarlegum forskriftum þeirra
manna, sem virðast hafa stafsetn
ingu fyrir sinn guð, þá er ég
ótalmörgum fundum, skemmtun-
um og öðrum samkomum, sem
við vorum saman á, en um-
fram allt á heimili hans og þeirra
hjóna. Oft var rennt heim að
Tungu með lítið erindi; aðeins
til að spjalla og fá skörp og glett-
in svör við hinum ýmsu viðburð-
um dagsins.
Þegar ég enda þessi fáu og
fátæklegu kveðjuorð, finnst mér
næstum því að þögnin væri bezt.
Að missa gamlan tryggan vin er
eins og bresti taug í manns eigin
lífi.
Að endingu færi ég konu
Magnúsar, aldraðri móður hans
og öllum vandamönnum hans
mínar innilegustu samúðarkveðj-
ur.
Jónas Magnússon.
— ♦ —
AÐ morgni þess 20. september
barst mér sú harmafregn, að
Magnús Sveinsson oddviti í Leir-
vogstungu væri látinn.
Reyndar má segja, að andláts-
fregn þessi kæmi mönnum, er til
þekktu, ekki algerlega á óvart,
því að grunur lék á, að sjúkdóm-
urinn væri sá, sem ógjarnan
sleppti herfangi sínu. En hér hef-
ur maðurinn með sigðina gengið
hart að verki, því að á tæpu ári
leggur hann fórnarlamb sitt að
velli. Sjúkdómslegan var þung og
erfið, en hana bar Magnús með
dæmafáu þreki og stillingu.
Hann fylgdist að sögn kunnugra,
með málum hreppsfélagsins og
afgreiddi mál tíl síðustu stund-
ar. Svo var hugurinn mikill og
þrekið lengi við lýði, að í hug
manns læddist sú von, að um líf
væri vonandi að ræða.
Magnús Sveinsson er nú fall-
inn í valinn, varð að láta undan
síga fet fyrir fet fyrir ofureflinu
mikla, svo sem vér allir verðum
að gera.
Nú er sár harmur kveðinn að
eiginkonu hans, sonum hans, móð
ur aldurhniginni, tengdadóttur
og öllum ættingjum við fráfall
Magnúsar og nú er hann
á bezta starfsaldri horfinn frá
starfi, frá fjölmörgum áhugamál-
um, sem hann hefði unnið að ef
aldur hefði enzt til.
Magnús Sveinsson var greind-
ur maður, prýðilega ritfær, góð-
ur starfsmaður og vel fallinn til
forustu, enda hlóðust á hann
margvísleg störf. Hann var odd-
viti Mosfellshrepps um allmörg
ár og fulltrúi sveitar sinnar í
mörgum félagasamböndum, svo
sem Búnaðarsambandi, Jarðrækt
arsambandi, Mjólkursamlagi Kjal
arnesþings og Nýbýlanefnd Kjós-
arsýslu. Hann var félagsmaður
Mjólkurfélags Reykjavíkur og
síðan 1948 fulltrúi sveitar sinnar
hættur að skilja orðin ást og
varðveizla.
Leiðréttingartízka
Á söngvari, sem í grein þessari
er nefndur, er þó ekki sekari
um tilgerðarlegar leiðréttingar á
móðurmálinu en margir aðrir, og
ég efa ekki, að hann hafi í þessu
farið einungis eftir hinni al-
mennu leiðréttingartízku. Menn
bögglast við að segja réttunum,
í staðinn fyrir réttonum, sem er
þó móðurmál okkar flestra, nema
þeirra sem eiga svo unga móður,
að einnig hún hafi fengið leið-
réttingaræðið, og mörg fleiri
dæmi mætti nefna um þessa til-
gerð, hver í staðinn fyrir hvur
eða kvur o. s. frv.
Hér skal ekki deilt um, hvaða
einstaklingar eða hópar eigi
mesta sök á þessu leiðréttinga-
fargani, en svo mikið er víst, að
gegn því þarf að vinna, og ber
málfræðingum og skólamönnum
að hafa forystu í þeirri málhreins
un.“
á fundum þess og endurskoðandi
síðustu árin. Öll þessi störf vann
hann með samvizkusemi og ár-
vekni. Mér er ljúft að segja það
hér, að Magnús Sveinsson var
ágætur samstarfsmaður og til-
lögugóður í málum. Hann var
hugsjónamaður, hygginn, og sá
leiðir um framgang mála, sem
öðrum voru huldar. Þá vil ég
fullyrða að hann var einn af þeim
mönnum, sem vildu sjá árangur
af starfi manna á fundum og að
samþykktir sem gerðar voru yrðu
til heilla og góðs gengis fyrir
fólkið sem sveitirnar byggir.
Magnús Sveinsson var fæddur
3. ág. árið 1900 í Leirvogstungu og
ólst þar upp og dvaldi þar öll sín
æviár. Foreldrar hans voru
merkishjónin Syeinn Gíslason og
Þórunn Magnúsdóttir, sem bjuggu
um tugi ára í Leirvogstungu
ágætu búi og við mikla rausn.
Þann 15. desember 1933 giftist
Magnús eftirlifandi konu
sinni, Steinunni Guðmundsdótt-
ur, hinni ágætustu konu, sem
reyndist manni sínum bezti lífs-
förunautur og stundaði hann
með mikilli umhyggju og elsku.
Þau hjónin eignuðust tvo syni,
Guðmund, sem byrjaður er bú-
skap í Leirvogstungu og er gift-
ur Selmu Bjarnadóttur, og Hlyn
Þór, sem er enn barn að aldri,
11 ára gamall.
Enda ég þessi fáu orð mín með
því, að biðja góðan guð að styrkja
alla ættingja hins látna, og hinn
látna vin minn kveð ég með
kærri þökk fyrir alla vinsemd
okkur hjónum til handa og bið
honum guðs blessunar.
Ólafur Bjarnason.
- ♦ —
I DAG þegar Magnús Sveinsson
oddviti Mosfellshrepps er borinn
til hinztu hvíldar, langar mig að
færa þakkir fyrir liðin ár.
Þó okkar samstarf væri ekki
langt, fann ég strax glöggt af
hversu mikilli festu og krafti þú
í DAG kl. 2 fer fram seinasta
frjálsíþróttamótið á sumrinu,
sem nefnt hefur verið SEPTEM-
BERMÓTIÐ. — Keppnisgreipar
verða 100 m. hl., 400 m. grindahl,
3000 mtr. hl., 200 mtr. hl. ungl-
inga, 800 mtr. hlaup unglinga,
1000 mtr. boðhl., kringlukast,
kúluvarp, spjótkast, langstökk
og hástökk.
Allgóð þátttaka er á þessu
lokamóti og er kunnugt m. a. að
keppendur hyggi til mettilrauna
í 400 mtr. grindahl., 3000 mtr
hl. og jafnvel hástökki, en sern
gefur að skilja fer árangur þess-
Frægðarför
TVTÚ er stórmeistarinn okkar
’ kominn heim, þó ekki verði
viðstaðsin löng í þetta sinn. Það
er enginn vafi á því að skákför
sú sem hann kom nú úr, er fræki-
legri en nokkur önnur, sem ís-
lenzkur skákmaður hefur farið.
Varla hefur í annað sinn verið
fylgzt af jafnmiklum áhuga með
íslendingi í keppni erlendis. Urð
um við í blaðaskrifstofonum
rækilega vör við það, einkum síð-
asta dag keppninnar í Portoroz,
þegar áhöld voru um það hvort
Friðrik yrði einn af sex. Þá linnti
ekki spurningunum í símann.
Menn gátu ekki beðið eftir frétt-
unum í blöðum og útvarpi.
En fólk má ekki láta sitja við
áhugann einan. Það er hægt að
sýna áhugann á skákíþrótt-
inni og framhaldandi af-
rekum stórmeistarans, með því
að gleyma ekki Friðrikssjóði. Það
er dýrt og tímafrekt að vera skák
meistari.
sóttir öll mál, og hversu hugur
þinn var ávallt vakandi fyrir öllu
því sem hreppinn snerti og mátti
verða honum til hagsbóta.
En fyrr en varði dró ský fyrir
sólu, þegar þú á síðastliðnum
vetri varst fluttur á sjúkrahús
til uppskurðar. Þar barðist þú
við manninn með ljáinn af sama
krafti og dugnaði og þú varst
vanur að beita við allt sem þú
komst nærri. Sigurinn varð þinn,
en eftir þá viðureign fannst þú
þó jafnframt, að fyrst um sinn
yrðir þú að hlífa þér við erfiðis-
vinnu. Þess vegna var það svo
eðlilegt að þú héldir áfram störf-
um fyrir hreppsfélagið þegar
kosningar fóru í hönd sl. vór.
Mig grunaði þá ekki að okkar
samstarf væri senn á enda, en
brátt varð mér þó Ijóst að undan
hallaði, og heilsu þinni hnignaði
óðum. En þú varst eins og hetj-
urnar fornu, sem gengu óhaltar
meðan báðar fætur voru jafn-
langir, því allt til hinzta dags var
hugur þinn allur við hreppsmál-
in, enda höfðu þau jafnan gengið
fyrir öllu hjá þér, heimili þitt og
allt annað varð að víkja fyrir
þeim.
Þess vegna er það nú sann-
færing mín að þú sért kallaður
burt frá okkur hér til annarra
æðri starfa, því starfið varst þú
sjálfur, iðjuleysi gat ekki þrifizt
nálægt þér.
Þeir sem á undan eru gengnir
bíða nú í varpa og fagna komu
þinni, en við sem stöndum eftir
kveðjum þig með söknuði og
þakklæti fyrir samfylgdina og
starfið, því okkur var ljúft að
starfa með þér og við finnum svo
vel að þitt skarð verður ekki
fyllt að sinni.
Við vottum konu þinni og fjöl-
skyldu og þá sérstaklega yngsta
syninum hjartanlega samúð, og
biðjum algóðan Guð að blessa
þau og styrkja í framtíðinni.
H. M.
ara tilrauna mjög eftir veðurskil-
yrðum.
í 400 mtr. grindahl. eru 6 kepp-
endur og þeirra á meðal er Guð-
jón Guðmundsson, sem tvívegis
hefur hlaupið á 54,8 sek., en nú-
gildandi met Amar Clausen er
54.7 sek. Einnig hlaupa þeir
Björgvin Hólm ÍR, sem hlaupið
hefur bezt á 55.8 sek, Þórir Þor-
steinsson Á, en hann hefur, sem
kunnugt er náð mjög góðum
tíma í sumar í 400 mtr. hlaupi
eða 48.5 sek. Er gaman að vita
hvort honum tekst nú upp við
grindahlaupið.
í 3000 mtr. hlaupi hleypur
m. a. Kristleifur Guðbjörnsson
og mun gera tilraun til að
hnekkja metinu.
1 hástökki eru 6 keppendur og
er Jón Pétursson meðal þeirra,
en hann hefur stokkið 1.93 mtr.
í sumar. Met Skúla Guðmunds-
sonar í hástökki er 1.97 mtr. en
Jóni tókst mjög nærri að fara
1.98 mtr. í landskeppninni í
sumar.
í kringlukasti eru 5 keppendur
og þar á meðal eru þeir Þor-
steinn Löve, Friðrik Guðmunds-
son og Gunnar Huseby. í kúlu-
varpi eru 3 keppendur, þeir
Gunnar Huseby, Friðrik Guð-
mundsson og Pétur Rögnvalds-
son. 1 langstökki eru 6 keppend-
ur og meðal þeirra er sigurveg-
arinn úr landskeppninni Einar
Frímannsson KR. í spjótkasti eru
meðal keppenda Jóel Sigurðsson,
Björgvin Hólm, Ingvar Hall-
steinsson FH og Pétur Rögn-
valdsson.
Óhætt er að spá mjög spenn-
andi keppni í flestum ofan-
greindra keppnisgreina fyrir
fullorðna, en auk þess fara fram
tvær unglingagreinar, þ. e. a. s.
200 metra og 800 metra hlaup
og eru margir efnilegir íþrótta-
menn, sem taka þátt í þessum
greinum.
skrifar ur
daqleqa lífinu
Septembermót frjáls-
íþróttamanna í dag kl. 2