Morgunblaðið - 27.09.1958, Side 16
VEÐRIÐ
Stinning-skaldi, rigning öðru
hverju.
Þorsteinn Erlingsson
Sjá bls. 9.
220. tbl. — Laugardagur 27. september 1958
Fréttum af landhelgisdeilunni
haldið fyrir íslenzkum blöðum
Brezka flotamálardðuneytið og brezkit
fréttamenn um borð í landhelgisbrjótunum
voru lengi eina heimildin um atburðina
fyrir Vestfjörðum í fyrradag
HJÁ því verður ekki komizt að víta harðlega framkomu forsætis-
ráðuneytisins gagnvart blöðunum og almennu fréttafrelsi í sam-
bandi við störf landhelgisgæzlunnar. Ráðuneytið hefur bannað
yfirstjórn landhelgisgæzlunnar að gefa blöðunum upplýsingar um
það, sem er að gerast við strendur landsins milli íslenzku varð-
skipanna annars vegar og brezkra landhelgisbrjóta og brezkra
herskipa hins vegar.
í fyrradag, þegar brezkur
tundurspillir fór með veikan tog-
arasjómann inn í landhelgi, sam-
kvæmt leyfi forsætisráðherra og
íslenzk varðskip tóku veiðiþjóf
út af Vestfjörðum, en slepptu
honum aftur samkvæmt fyrir-
skipun forsætisráðherra, var
blöðunum t. d. allan daginn neit-
að um fregnir af þessum atburð-
um. Það er fyrst þegar komið
er kvöld, sem Ríkisútvarpið fær
að flytja tilkynningu, þar sem
sagt er undan og ofan af um það,
sem gerzt hefur. En allan dag-
heimi frá erlendum fréttastof-
um og blöðum, sem hafa fregnir
sínar, oft stórlega rangfærðar,
frá brezka flotamálaráðuneytinu
eða brezkum fréttariturum um
borð í herskipum og veiðiþjófum
við íslandsstrendur.
Ýtir undir hviksögur og
flugufregnir
Slík framkoma gagnvart ís-
lenzkum blöðum og lesendum
þeirra er ósæmileg og óþolandi.
Þjóðin á rétt á því að blöð henn-
ar hafi aðstöðu til þess að segja
inn hafa borizt fréttir utan úr sannar og réttar fréttir af rás
Utvarpsrœða forsœtisráðherra í gœrkv'öldi:
Varði tvœr vafasamar
ákvarðanir sínar í átök-
unum um fiskveiðitak-
mörkin
HERMANN JÓNASSON, forsætisráðherra, flutti í gærkvöldi út-
varpsræðu í fréttaauka Ríkisútvarpsins. Var ræða hans tvíþætt.
Hann varði í fyrsta Jagi þá ákvörðun ráðuneytis síns að leyfa
brezka herskipinu Diönu að flytja veikan brezkan togaramann
til hafnar á Patreksfirði, í stað þess að benda togaranum sjálfum
á að hann þyrfti ekkert leyfi til þess að Ieita íslenzkrar hafnar
með veikan mann.
Notað sem rógsefni.
í öðru lagi varði forsætisráð-
herra þá ákvörðun sína, að fyrir-
skipa íslenzkum varðskipsmönn-
um að yfirgefa brezka togarana
Paynter, er þeir höfðu tekið
að veiðum í landhelgi með-
an brezka herskipið, sem að-
stoðar við landhelgisbrotin var
að flytja veikan skipverja sama
togara til Patreksfjarðar. Taldi
forsætisráðherra að taka togar-
ans meðan þannig stóð á myndi
hafa verið notuð sem rógsefni
gegn íslendingum erlendis. Áleit
hann því ákvörðun sína um að
sleppa togaranum hafa verið
skynsamlega og eðlilega.
Tvær hliðar á málinu.
Á þessu máli eru áreiðan-
lega tvær hliðar. Margir munu
líta öðru vísi á það en for-
sætisráðherra gerði í ræðu
sinni. Athyglisvert er að tvö
af stuðningsblöðum forsætis-
ráðherrans, Alþýðublaðið og
Þjóðviljinn, ráðast á ráðu-
neyti hans í gær fyrir fyrr-
greindar ákvarðanir, auk þess
sem deilt er á það fyrir lé-
lega fréttaþjónustu, sem vissu-
lega er full ástæða til.
atburða í deilunni um fiskveiði-
takmörkin. Það er fráleitt að
ráðuneyti forsætisráðherra eða
dómsmálaráðuneytið skuli ætla
sér þá dul, að hindra íslenzk blöð
í að fylgjast með því sem er að
gerast um leið og það gerist. —
Slíkt framferði er engum til
gagns. Það ýtir undir alls konar
hviksögur og flugufregnir um
þessi þýðingarmiklu mál, sem
eru nú efst í huga allra íslend-
inga.
Það er líka fráleitt að íslenzk
blöð skuli þurfa að leita frétta
af því, sem gerist í landhelgis-
deilunni við strendur íslands í til
kynningum brezka flotamálaráðu
neytisins eða í fregnum erlendra
fréttastofa, sem fá fréttir sínar
frá fréttamönnum um borð í
herskipum og landhelgisbrjótum,
oft stórlega ýktar og úr lagi
færðar. Þessu verður að kippa
í lag. Fréttafjötrar forsætisráðu-
neytisins gagna engum, allra sízt
hinum góða málstað íslenzku
þjóðarinnar í landhelgismálinu.
Kosning fulltrúa
á þing A.S.Í.
ALLSHERJARATKVÆÐA-
GREIÐSLA um kjör fulltrúa á
Alþýðusambandsþing í Sjómanna
félagi Hafnarfjarðar hefst í dag
kl. 4 síðd. og stendur til mið-
nættis. Kosið er í skrifstofu fé-
lagsins. Á morgun heldur kosn-
ingin áfram frá kl. 1 e. h. til 10
síðd. og er þá lokið.
Listi lýðræðissinna er A-listinn
og er hann skipaður eftirtöldum
mönnum:
Aðalfulltrúar: Einar Jónsson
og Kristján Kristjánsson. — Til
vara: Guðjón Frímannsson og
Sigurður Pétursson.
Hér stendur ein starfsstúlkan hjá bókaútgáfu ísafoldar við
stafla af heildarútgáfunni af verkum Þorsteins Erlingssonar.
(Ljósm. Mbl. Ól. K. M.).
Heildarútgáfa á verkum
Þorsteins Erlingssonar
Tómas Guðmundsson sá um hana, en
útgefandi er Isafoldarprentsmiðja
ANNRÍKI var mikið hjá bóka- hans, lífsskoðanir og ljóðagerð.Þá
útgáfu ísafoldar í gær, og hefufr
verið undanfarna daga vegna
heildarútgáfu á verkum Þorsteins
Erlingssonar, sem kemur út í dag
á hundrað ára afmæli hans. Er
hér um að ræða þrjú bindi.
Tómas Guðmundsson hefur séð
um útgáfuna og ritað formála að
öllum bindunum og eftirmála við
hið síðasta. í fyrsta bindinu er
ritgerð eftir Sigurð Nordal um
Þorsteins Erlingsson, æviferil
Hafliði landar
karfa á Siglufirði
SIGLUFIRÐI, 26. sept. — Bæjar-
togarinn Hafliði fór aftur á veið-
ar í gær eftir að hafa losað hér
til frystihúss Síldarverksmiðja
rikisins 293 tonn af karfa, sem
veiðzt hafði á Fylkismiðum.
— Guðjón.
Minningarhátíð í tilefni aldar-
afmœlis Þorsteins Erlingssonar í dag
Afhjúpuð brjóstmynd at skáldinu
í Þorsteinslundi í Fljótshlíð
í DAG verður minnzt aldarafmælis Þorsteins Erlingssonar skálds
með því að minnismerki hans verður afhjúpað að Hlíðarenda-
koti í Fljótshlíð í lundi þeim er nefndur hefir verið Þorsteins-
lundur. Það er Rangæingafélagið í Reykjavík, sem gengizt hefir
fyrir undirbúningi þeirrar hátíðar.
Tilhögun hátíðahaldsins
Félagið hefir hlutazt til um að
fólk geti komizt með áætlunar-
bifreið frá Bifreiðastöð Islands
kl. 12 á hádegi austur í Fljóts-
hlíð.
Sjálf athöfnin hefst kl. 3 síðd.
með því að Hákon Guðmundsson
hæstaréttarritari setur hátíðina
og býður gesti velkomna.
Því næst flytur Björn Þor-
steinsson formaður Rangæinga-
félagsins ræðu og skýrir frá starfi
því, sem unnið hefir verið fyrir
Þorsteinslund.
Þessu næst verður afhjúpuð
brjóstmynd af skáldinu, sem
Nína Sæmundsson m,yndhöggv-
ari hefir gert.
Síðan flytur prófessor Sigurður
Nordal ræðu.
Séra Sigurður Einarsson í
Holti flytur Þorsteinsminni, frum
ort kvæði.
Þorsteinn Ö. Stephensen leik-
ari les úr Ijóðum Þorsteins Er-
lingssonar.
Þeir Sigurður Tómasson odd-
viti á Barkarstöðum og Erlingur
Þorsteinsson læknir, sonur skálds
ins, flytja ávörp.
Sigurður Björnsson syngur
einsöng með undirleik Ragnars
Björnssonar og söngflokkur
Rangæingafélagsins í Reykjavílc
syngur.
Kvöldverðarboð að Hellu.
Forseti Islands mun verða við-
staddur athöfnina. — í kvöld
efna sýslunefnd Rangárvalla-
sýslu og kaupfélögin í sýslunm
til kvöldverðarboðs að Hellu.
Þorsteinslundur er á fögrum
Félag bifvélavirkja
í FYRRAKVÖLD kaus Félag bif-
vélavirkja fulltrúa sína á Al-
þýðusambandsþing. Kjörnir voru
Árni Jóhannesson og Sigurgestur
Guðjónsson. Til vara Pétur Guð-
jónsson og Kolbeinn Guðnason.
stað innst í Fljótshlíðinni. Land
það, er lundurinn stendur á, er
hluti úr landareignum 3ja jarða
og er um tveir hektarar að stærð.
Það hefir þegar verið girt og
er fyrirhugað að hefja gróður-
setningu trjáa þar þegar á næsta
vori.
er þar og fyrri hluti Þyrna. I II.
bindi er síðari hluti Þyrna og
Eiðurinn, en í því þriðja sögur
og ritgerðir.
Tómas Guðmundsson segir svo
m. a. í formóla að I.bindi:
„Um langt skeið hafa ljóðmæli
Þorsteins Erlingssonar, önnuv en
Eiðurinn, verið ófáanleg í bóka-
verzlunum, og mátti þegar af
þeirri ástæðu teljast tímabært,
að koma þeim á framfæri við
lesendur, En nú hagar auk þess
svo til, að í haust, hinn 27. sept-
ember, eru hundr.að ár liðin frá
fæðingu skáldsins, og þarf ekki
að efa, að þess verði víðsvegar
minnzt með ýmsum hætti. En
maklegasta sóma mundi þjóðin
veita minningu Þorsteins með því
að kenna nýrri kynslóð að meta
verk hans og Iesa, og fyrir því
hefur þótt sjálfgert að tengja út-
gáfu þeirra svo markverðu af-
mæli“.
Útgáfa þessi er í alla staði hin
vandaðasta.
Friðrik Ólafsson verður
ekki í skáksveit Islands
FRIÐRIK Ólafsson stórmeistari,
verður ekki í íslenzku skáksveit-
inni, sem þátt tekur í Olympíu-
skókmótinu í Miinchen.
í gærkvöldi hélt stjórn Skák-
sambandsins fund með honum,
þar sem hann færðist eindregið
undan því að þurfa að fara til
Munchen. Kvaðst Friðrik vera
þreyttur og vera hvíldarþurfi
eftir hina miklu áreynslu á
Portoroz-mótinu.
Á þetta urðu Skáksambands-
menn að fallast, jafnvel þó þeim
hafi ekki verið það ljúft í sjálfu
sér, því vissulega veikir það
mjög skáksveit íslands að Frið-
Á Olympíumótinu er skipan
mála þannig að frá hverju landi
er 4 manna aðalsveit og vara-
menn eru tveir. Ingi R. Jóhanns-
son mun tefla á 1. borði, Guð-
mundur Pálmason á 2. Freysteinn
Þorbergsson á 3. borði. Þá mun
Ingimar Jónsson frá Akureyri
tefla á 4. borði. Það er í athugun
hjá Skáksambandinu að fá annað
hvort Baldur Möller eða
Arinbjörn Guðmundsson til þess
að taka sæti í skáksveitinni.
Einnig verður varamaður Jón
Kristjánsson frá Hafnarfirði.
Þeir Ingi, Guðmundur og Jón
fara utan í dag með flugvél til
rik skuli ekki tefla á fyrsta borði. : Hamborgar, en þeir Ingimar og
En stjórninni var það mjög vel Freysteinn eru nú suður í Miinc-
ljóst að Friðrik er sannarlega hen. Olympíumótið hefst 1. októ-
hvíldarþurfi. ber.