Morgunblaðið - 27.09.1958, Síða 13

Morgunblaðið - 27.09.1958, Síða 13
Laugardagur 27. sept. 1958 MORCUISBLAÐIÐ 13 — Þorsteirm Erlingsson Framh. af bls. 9 varð aldrei svo náinn, að ég geti dæmt um hann út frá því, en mér féll maðurinn Þorsteinn Erlings- son ákaflega vel í geð og leið vel nálægt honum, — alveg eins og mér hafðj liðið er ég sem barn og unglingur hafði lesið hin fögru kvæði hans. Hin svæsnustu ádeilukvæði hans höfðu engin á- hrif á mig, blátt áfram af því, að ég hafði ekki áhuga á því að berjast gegn kirkju og kristin- dómi og jafnframt af því ég sá enga ástæðu til þess, að lofa ekki hverjum manni að hafa sína skoð un. Mér finnst, og hefur alltaf fundizt, menn ættu að geta notið til fulls hins dásamlega skáld- skapar Þorsteins, án þess að hitt, sem þeim kann miður að líka, þurfi nokkuð að skyggja á. — Séra Magnús Helgason segir, að hann hafi sagzt „efa það í lengstu lög, sem hann þráði heitast." Það eru, sjálfsagt, nokkuð margir menn, sem geta tekið undir þessi orð skáldsins, — Tómasarnir. sem þurfa að sjá og þreifa á, áður en þeir trúa. ★ Ég hef skrifað þetta út frá sjón- armiði samtíðar Þorsteins Erlings sonar. Liðin er nú bráðum hálf öld, frá því hann fór af þessum heimi. Ótrúlega margt hefur breytzt síðan og þá ekki sízt hugsunarháttur manna, a. m. k. þeirra, sem miðaldra eru og yngri — raunar allra, sem ekki eru steinrunnir sérvitringar. — í skólum landsins læra börn og unglingar ennþá nokkur hinna gullfögru ljóða skáldsins og stöku sinnum heyra menn þau sungin. En unga fólkið les nú, yfirleitf, ekki Þyrna, né aðrar ljóðabækur, segja menn. Það les eitthvað annað, eða þá ekkert. En er munurinn, þegar öllu er á botninn hvolft, svo mikill frá því er var fyrir um 60 árum, þegar Þorsteinn Erlingsson var upp á sitt bezta og vakti mestan orr- ustugný með ádeilukvæðunum og unun og gleði með hinum krisfals tæra skáldskap um sólskríkjuna, ástina og vorið? Nú ies unga fólkið einhver tímarit, sem marg- ir telja siðspillandi, þá lásum við neðanmálssögur sérprentaðar úr blöðunum í Vesturheimi, flest reyfara. Þó held ég að fólk hafi þá, bæði gamlir og ungir, haft meiri mætur á Ijóðmælum en nú. En smekkurinn var oft lélegur. Og ekki voru öll Ijóðmælin og vísurnar, sem menn lærðu þá sið- bætandi. — ★ En það er ekki, ætiun mín, enda engin leið til þess nú, að reyna að skrifa um áhrif þau, er skáldskapur Þorsteins Erlingsson ar hefir haft á kynslóð þá, er upp hefur vaxið í landinu, síðan hann kvaddi sér hljóðs á skáldaþmgi. Sumir merkir prestar héldu því fram, fyrir og um aldamótir., að „guðleysiskvæði“ Þorsteins hefðu haft áhrif á fólkið, svo að kirkju- sókn hefði orðið minni. Ekki vai ð ég þess var að svo væri hjá söfn- uðum föður míns, meðan hann var prestur á Mælifelli og Ríp, en hann lét af prestskap 1904. Þar var kirkjusókn ágæt. Ekki efast ég þó um, að kvæði skálds- ins hafi nokkru orkað, einkum í þeim málum, sem nú eru nefnd félagsmál. Þau hafa opnað augu margra fyrir misrétti í þjððfé- laginu, rangindum og hörku við munaðarleysingja og orðið drjúg- ur þáftur í því að vekja mannúð gagnvart þeim er bágt áttu og þurfti að hjálpa. Þannig hefur Þorsteinn beinlínis prédikað í anda Krists, þótt hann réðist í orðj á kirkju hans. En það er nú einmitt þannig með kirlcjuna, að hún hefur ætíð verið stríðs- kirkja og oft átt í vök að verjast. Á þessu stríði og í því hefur hún lifað og dafnað. Hættulegust hafa verið hin innri mein, sem komið hafa frá þjónum kirkjunnar sjálfum, af því hafa margar grein ar visnað á hinum mikla meiði, sem Kristur sjálfur gróðursetti. En einmitt þá og ætíð þá, hafa komið afbragðsmenn, skáld og sjáendur, eldheitir ofstopamenn eins og Þorsteinn Erlingsson og sniðið hinar fúnu og eitruðu grein ar af lífsins tré. Sjálfsagt hefur, oft, eitthvað lífvænlegt fylgt með. En það virðist óumflýjanlegt. — Þessi stutta grein mín rituð í tilefni af aldarafmæli þjóðskálds- ins Þorsteins Erlingssonar er í flýti gerð. Til þess að gera hana úr garði þannig tem verðugt hefði verið, hefði ég þurft að hafa miklu lengri tíma. Við samningu greinarinnar hef ég notað margt af því, sem merkir menn hafa um Þorstein sagt og ég tel sann- ast. Vil ég enda þessar línur með því erindi sem ég tel einna feg- urst og tilþrifamest í skáldskap Þorsteins Erlingssonar og jafn- framt eitt hið rismesta, sem til er í íslenzkum kveðskap: Ó,þú fjalldrottning kær, settu sannleikann hátt, láttu hann sitja yfir tímanum djarfan að völdum. Svo að tungan þín mær beri boð hans og mátt eins og blikandi norðurljós fjarst eftir öldum. Vér öfundum soninn sem á þig að krýna, vér elskum hvern gimstein sem þar á að skína. Fram á tímanna kvöld raðist öld eftir öld, gamla ísland, sem tindtandi stjörnur í krónuna þína. Þorsteiim Jónsson. Kaffisala Kvenfélag Hallgrímskirkju SEIMDISVEINN óskast 1. október. Coffred Bernhöft & Co. hf. Kirkjuhvoli — Sími 15912 BíSageyms&a tek bíla til vetrargeymslu. Góð geymsla. — Sanngjarnt verð. Gunnar Sveinsson, sími 32000 Vélritari Æfður vélritari með góða málakunnáttu óskast í ríkisstofnun. Umsóknir auðkennd- ar „Ríkisstofnun — 7794“ leggist inn á af- greiðslu blaðsins fytrir 5. október. Vatnsrör svört og galvaniseruð, nýkomin Stærðir ¥2“ til 2“ Vatnsvirkinn hf. Skipholti 1 — Sími 19562 hefur sína vinsælu kaffisölu í Silfurtunglinu í dag, laugardaginn 27. september frá kl. 2—6.30 e.h. Verið velkomin. i KAFFINEFNDIN. Aðeins litið eitt nægir... jbví rakkremið er frá Dlátt OI\IO skilar yður HVÍTASTA ÞVOTTI í HEIIVfl! einnig bezt fyrir mislitan cerebos I HANDHÆGU BLÁU DÓSUNUM. HEIMSpEKKT GÆÐAVARa SAU i i Heildsölubirgðir: Globus hf., Hverfisgötu 50, sími 17148 Gillette Pað freyðir nægilega þó títið sé tekið. Það er í gæðaflokki með Bláu Giliette Blöðunum og Gillette rak vélunum. Það er framleitt til að fullkomna raksturinn. Það freyðir fljótt og vel . . . og inniheldur hið nýja K34 bakteríueyðandi efni sem einnig varðveitir mýkt húðarinnar. Reynið eina túpu í dag. Gillette „Brushless“ krem, einni? fáanlegt.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.