Morgunblaðið - 03.10.1958, Blaðsíða 11
Fostudagur 3. október 1958
MORCUNBLAÐIÐ
1
Hugmyndir eru áhrifa-
meiri en vaid,
segir fyrrum sendiherra Ungverja í
Róm, sem hér hefur verið
Samtal við dr. Stephan D. Kertesz, sem
œtlar að fjalla um aðild íslands að
alþjóðastofnunum
HÉR á landi hefur dvalizt í
nokkra daga ungverskur mennta-
maður og fyrrum diplómat, dr.
Stephan D. Kertesz að nafni.
Hann er doktor í lögum, stundaði
nám í Budapest, París, við Yale-
háskóla í Bandaríkjunum, Oxford
og víðar, og er nú prófessor í
stjórnmálavísindum við Notre
Dame háskóla í Indíanafylki,
Bandaríkjunum. Einnig hefur
hann kennt sem „visiting prof-
essor“ við Yale-háskóla. Auk lög
fræðinnar hefur hann einkum
kynnt sér stjórnmálavísindi og
alþjóðalög og hefur nú í smíðum
bók, sem kemur inn á hið síðar-
nefnda:
— Ég hef í hyggju að skrifa
bók um alhliða diplómasíu xnnan
NATO, þingræðisdiplómasíu inn-
an S.Þ. og vandamál þau, sem
samvinna Atlantsríkjanna hefur
í för með sér. Mun ég fyrst birta
nokkrar greinar í tímaritum um
þessi efni, er að minni hyggju eru
hin athyglisverðustu á margan
hátt. Einkum finnst mér þáttur
íslands í alþjóðasamstarfi afar-
merkilegur. Þess vegna hef ég nú
heimsótt ísland á ferðalagi mínu
um Evrópu. Það er einkar athygl-
isvert að sjá stöðu smáríkjanna
í nútíma heimi og segja má, að
þáttur íslands í alþjóðasamstarfi
sé með eindæmum. Fólksfjöldinn
á íslandi er ekki meiri en í hverri
annarri borg í Bandaríkjunum en
samt eiga íslendingar hina ágæt-
ustu fulltrúa í hinum ýmsu al-
þjóðastofnunum og njóta þeir
virðingar allra annarra fulltrúa.
Einnig hafa íslendingar jafnan
rétt á við stórþjóðirnar, s.s. á
vettvangi S.Þ. og innan Atlants-
hafsbandalagsins. T.d. er atkvæði
rússneska eða bandaríska fulltrú-
ans á Allsherjarþinginu ekki
þyngra á metaskálunum en at-
kvæði íslenzka fulltrúans. Þarna
stendur 160 þús. manna þjóð jafn
fætis 200 millj. manna stórveldi.
Við spurðum dr. Stephan,
hvort hann teldi það sanngjarnt,
að svo væri. Hann svaraði:
— Já, oftast. Fyrir lögunum eru
allir jafn réttháir. — Þið komið
fram með hugmyndir ykkar og
eigið að hafa fullan rétt til að
koma þeim á framfæri. Þær geta
verið eins merkilegar og hug-
myndir þær, sem stórveldin b.era
á borð fyrir heiminn. Hugmyndir
hafa alltaf haft áhrif, þær hafa
alltaf reynzt áhrifameiri en vald.
Með hugsjónum sínum geta smá-
ríkin haft víðtæk áhrif á önnur
ríki, jafnvel stórveldi. En þið
þurfið einhvern vettvang, þar
sem þið getið komið hugmyndum
ykkar á framfæri — öðrum þjóð-
um til góðs. Sá vettvangur eru
alþjóðasamtökin. Af því má sjá,
að það er mikill ávinningur fyrir
smáþjóð eins og íslendinga að
eiga aðild að alþjóðasamtökum.
Ef þið væruð héx einir á ykkar
eylandi, án tengsla við önnur
ríki og fengjuð ekki tækifæri til
annars en sá hugsjónum ykkar
í tiltölulega ófi’jóan heimaakur,
þá væruð þið verr settir en nú.
Og í hernaðarlegu tilliti eru al-
þjóðasamtökin góður skjólgarður
fyrir ísland. Engu stórveldi dytti
í hug, að það gæti hertekið ís-
land, án þess að það mundi hafa
í för með sér hinar alvarlegustu
afleiðingar fyrir það sjálft. Að
þessu leyti er NATO ágæt vörn
fyrir landið, sem gæti sjálft á
engan hátt varizt erlendri ásælni.
Við spurðum doktorinn, hvort
hann hefði fram að færa ein-
hverjar kenningar um það, hvers
vegna ísland hefði náð svo góðri
fótfestu á alþjóðavettvangi. Hann
svaraði:
— Þar kemur vafalaust margt
til, en þyngst á metunum hygg ég
vera, að þið eigið sögu, sem er
betur þekkt af gömlum bókum en
saga flestra annarra landa og svo
hafið þið ætíð átt bókmenntir
sem skara fram úr. Saga ykkar
Dr. Stephan D. Kertesz
og bókmenntir eru jafn athyglis-
vert framlag til heimsmenning-
arinnar og afskipti ykkar af al-
þjóðamálum nú: Non numbei’-
antur, sed ponderantur.
Og dr. Stephan hélt áfram:
— Framfarirnar á íslandi síð-
ustu árin eru, að því er ég hygg,
meiri en í nokkru öðru landi. Það
er enn eitt atriði, sem vekur at-
hygli erl. og beinir sjónum út
lendingsins að þessari þjóð. Ég sé,
að Reykjavík er blómlegur lítill
bær. Hún er talandi tákn um
Grettistak þessarar litlu þjóðar.
Ég held, að menntamennirnir búi
yfir góðum lærdómi og lífskjör
almennings séu yfirleitt góð. Ég
er hrifinn af því, sem ég hef séð
hér í Reykjavík og koma mín
hingað styrkir þá góðu trú, sem
ég hafði á þessu landi. Og strax
og ég kom upp í flugvélina í New
York, sá ég, að flugfreyjurnar
voru ágætir fulltrúar þessara
framfara.
I Með þessum fallegu orðum dr.
Stephans, sem auðheyrt var, að
töluð voru af einlægni, tókum
við málefni fslands af dagskrá.
Hann sagði okkur nú, að hann
hefði verið ritari ungversku frið-
arnefndarinnar á heimsfriðar-
þinginu í París 1946 og sendiherra
Ungverjalands í Róm 1947:
— En þegar augljóst var, að
kommúnistar mundu hrifsa til
sín völdin í ættlandi mínu og
draga það inn fyrir járntjaldið,
sagði ég af mér sendiherraem-
bættinu og fór til Bandaríkjanna.
Ungverska stjórnin skoraði á mig
að koma heim, en ég neitaði, vissi
sem var, að þar beið mín ekkert
nema þrælkunin ein. Eftirmaður
minn Laszlo Velics var ekki
kommúnisti, en hann var síðasti
atvinnudiplómatinn í utanríkis-
þjónustunni. Hann var sendi-
herra í Róm í hálft annað ár, en
var þá kallaður heim til skrafs
og ráðagerða, en sendur upp í
sveit, þar sem hann andaðist litlu
síðar. Hann fé'kk aldrei að fara
úr landi eftir að hann kom heim.
— Eins og þið vitið, fengu komm
únistar aðeins 17% atkvæða í
kosningunum 1945, en Smábænda
flokkurinn 57%. En samt var
kommúnistum þvingað í sam-
steypustjórnina og smam saman
hrifsuðu þeir til sín öll völd. Til
þess notuðu þeir einkum aðstöðu
sína í verkalýðsfélögunum og
lykilstöður í efnahagslífinu, en
auk þess var kommúnisti innan-
ríkisráðherra og yfirmaður ör-
yggislögreglunnar og svo má
ekki gleyma einu helzta atriðinu
— að landið var hernumið af
Rússum, sem höfðu þar nokkur
hundruð þúsund manna her. And
staða gegn Rússum var ekki þol-
uð. Um ástandið í Ungverjalandi
hef ég ritað bókina Diplomacy
in á Whirlpool: Hungary between
Nazi Germany and The Soviet
Union, sem út komu 1953. Þá hef
ég einnig haft umsjón með út-
gáfu bókarinnar The Fate of
East Centi’al Europe: Hopes and
Failures of American Foreign
Policy. í þeirri bók eru 16 ritgerð
ir um það, hvernig kommúnistar
komust til valda í hverju landi
um sig. Þar er saga Ungverja-
lands og Tékkóslóvakíu athyglis-
verðust. Ég hygg, að í þeim lönd-
um vestan járntjalds, þar sem
kommúnistaflokkarnir eru all-
sterkir, gæti verið gagnlegt fyrir
menn að kynna sér efni þessarar
bókar, sem er rituð af hinum
færustu sérfræðingum.
Við spurðum nú um ungversku
byltinguna. Doktorinn svaraði:
— Byltingin í Ungverjalandi
var nauðsyn og sýndi, að þjóðirn-
ar láta ekki kúga sig til eilífðar.
Hún er einnig í fullkomnu sam-
ræmi við sögu Ungverja. Verður
aldrei lögð nógu mikil áherzla á
þá staðreynd, að það voru eink-
um stúdentar og verkamenn, sem
að henni stóðu — einmitt þær
stéttir, sem bezt höfðu verið
aldar upp í hinni kommúnistísku
trú. Byltingin var gagnleg, fyrir
heiminn, því að hún gekk af
hinni kommúnistísku goðsögn
(jauðri, en hún hefur enn sem
komið er gert ungversku þjóðinni
lítið gagn. í kjölfar byltingar
fylgir aRtaf kúgun segir sagan,
en vafaiaust á byltingin eftir að
verða ungversku þjóðinni til
þeirrar gæfu, sem til var stofnað.
Og eitt er víst: í byltingunni var
sjálfsvirðing og stolt þessarar
kúguðu þjóðar endurvakið.
Þegar dr. Stephan D. Kertesz
hafði svarað næstu og síðustu
spurningunni kvaddi hann Mbl.:
— Það hefur auðvitað verið
sárt að þurfa að yfirgefa ættjörð
sína. Segið okkur eitt: eruð þér
ánægður með þá ákvörðun yðar
að hætta störfum fyrir ungversku
stjórnina?
— Very much indeed.
Þessi mynd er tekin á Allsherjarþinginu á dögunum, er rúss-
neski uíanríkisráðherrann Gromyko flutti ræðu sína um
Formósumálið. Dulles utanríkisráðherra, formaður bandarísku
sendinefndarinnar á þinginu, virtist ekki skemmta sér allt of vel
vel undir lestrinum, honum leiddist greinilega — og hann geisp-
aði ólundarlega þegar Gromyko gerðist langorður. Að baki
hans er engin önnur en Marian Anderson, negrasöngkonan
fræga, sem er einn af fulltrúum Badaríkjanna á þinginu.
Afsláttarkerfi trygging-
arfélaganna hœttulegt
FYRIR nokkrum árum tóku
tryggingarfelögin upp þann sió
að gefa þeim bílstjórum, sem
engu tjóni valda afslátt á trygg-
ingariðgjaldi. Þetta virðist,
verka þannig, að sumir bílstjór-
ar hlaupa frá unnu tjóni, til þess
að missa ekki af afslættinum og
skilja eftir limlestar skepnur og
skemmd farartæki náungans til
þess að losna við að gefa skýrslu.
Ótal dæmi mætti nefna þessu til
sönnunar, ég nefni aðeins tvennt.
Fyrir fáum dögum fannst
lamb á mýrunum sunnan undir
Ingólfsfjalli. A það vantaði ann-
an afturfótinn frá hækillið, brot-
inn nakinn lærleggurinn stóð
niður úr sárinu en» drep var
komið í það. „Mannúðin okkar
manna er mikil og dásamleg'1
segir örn Arnarson, en það
dæmi, sem ég nefndi bendir á of
mikinn afslátt á mannúðinni.
Það er ekki langur vegarspott-
Kjarnorkan undir eftirliti S. Þ.
3. OKTÓBER hefur um langt
skeið verið alþjóðlegur hátíðis-
dagur ungtemplara. í tilefni dags-
ins hefur árlega verið vakin sér-
stök athygli á einhverju málefni,
sem ofarlega er á baugi í heims-
málunum, og afstöðu ungtempl-
ara til þess lýst. Að þessu sinni
vilja ungtemplarar koma á fram-
færi erindi, varðandi kjarnorku,
svohljfeðandi:
„Krefjumst þess, að kjarnork-
an verði undir alþjóðlegu eftir-
liti Sameinuðu þjóðanna".
Hin gjöi’byltandi tækniþróun,
sem orðið hefur í heiminum síð-
ustu hundrað árin, hefur flutt
lönd og þjóðir sarnan og skapað
algjörlega nýjar aðstæður fyrir
efnalega, félagslega og menning-
arlega þróun »g framfarir.
Þrátt fyrir þetta lifir mann-
kynið nú í heimi, sem einkennist
af öryggisleysi og ótta gagnvart
framtíðinni.
Þetta er ekki sízt afleiðing
þeirrar óvissu, sem nú ríkir gagn-
vart notkun atomorkunnar.
Frá þeirri stundu, sem fyrsta
atomsprengjan batt endi á hrylli-
legustu fjöldamorðin, sem sagan
getur um til þessa dags, hefur
mannkyn allt milli vonar og ótta
fylgzt með þróuninni á sviði
atomorkunnar.
Og því miður verður á þessari
stundu að viðurkenna, að loforð-
in um að nota þennan mikla kraft
til að skapa öryggi og farsæld,
hafa síður en svo verið haldin.
Ein meginorsök þessarar ógæfu
gæti verið hi»n óstöðugi vilji
vísindamanna og stjórnmála-
manna til samstarfs og skilnings.
Þeim hefur ekki tekizt að skapa
tiltrú og traust gegnvart öllum
þeim tilraunum, sem nú eru gjörð
ar með atomorkuna.
Ungtemplarar um allan heim
eru sannfærðir um, að einu úr-
ræðin til að draga úr ótta og
öryggisleysi á þessu sviði, sé að
stofna til alþjóðlegs eftirlits og
stjórnar með notkun atomork-
unnar.
Gæti slíkt eftirlit komizt á, sem
byggt væri á markvissum vilja
til samstarfs og skilnings yfir öll
landamæri, mundi gagnkvæmt
traust skapast gagnvart atomork-
unni.
Þess vegma snúum vér oss í dag
— Ungtemplarudaginn 3. október
1958 — til allra vísindamanna og
stjórnmálamanna í veröldinni
með samstilltu átaki og segjum:
„Vér krefjumst þess, að kjarn-
orkan verði undir alþjóðlegu eft-
irliti Sameinuðu þjóðanna“.
inn frá vegamótum Grímsness og
Sogsvegar að Asgarði, en á þess-
um vegarkafla hafa nú í sumar
verið drepin 6 lömb. Bílar hafa
ekið á þau en aðeins tveir bíl-
stjóranna tilkynntu það tjón, sem
þeir höfðu valdió, hinir óku á-
fram og fá síðar „premíu“ fyrir
að hafa (ekki) valdið tjóni.
Þetta eru aðeins sýnishoi’n af
þeim hörmungum og því tjóni,
sem verða á vegunum, oft mun
það af ógæ+ilegum akstri, en
stundum er ekki hægt að afstýra
óhappi jafnvel þótt gætilega sé
farið.
Afleiðingarnar eru í allt of
mörgum tilfellum, að gripir eru
ýmist drepnir eða limlestir, en
síðan látnir umhirðulausir liggja
með vegunum — en bílstjórarnir
fá ,,premíu“.
Til eru heiðarlegir bílstjórar,
sem ekki vilia hlaupa frá óhöpp-
unum. Ég þekki einn, sem greiddi
það tjón er hann olli úr eigin
vasa, tjónið var kr. 1000,00, sem
hann greiddi, síðar fékk hann það
endurgreitt hjá tryggingarfél.
Annar keyi’ði á lamb, sem hljóp
upp úr vegarskurði undir bifreið
hans, hann fór til næsta bæjar og
tilkynnti óhappið, en síðan til
hreppstjórans og gaf þar skýrslu.
Það sem einkennilegt er við
þessa sögu er það, að þeir sem
bílstjórinn fann fyrst og sagði
frá óhappi sínu undruðust að
hann skyldi vera að taka á sig
fyrirhöfn, óþægindi og útgjöld,
einungis til þess að vera heið-
arlegur.
Að endingu, — má ég spyrja,
hafa tryggingarfélögin einkarétt
til þess að ala á stigamennsku?
Og ég spyr enn — er þetta ekki
verðugt verkefni fyrir Dýra
verndunarfélag Islands?
Selfossi, í sept. 1958
Jón Pálsson, dýralæknir.
Neðansjávar i
54 daga
YVASHINGTON, 1. okt. — Kjarn-
orkukafbáiurinn Seawolf hefur
verið neðansjávar viðstöðulaust
í 54 daga. Það er nýtt met, fyrra
var 31 dagur — og átti kjarnorku
kafbáturinn Skate það.