Morgunblaðið - 03.10.1958, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 03.10.1958, Blaðsíða 16
MORGUNBLAÐ1Ð Föstudagur 3. október 1958 ie Hann bar enga ábyrgð á gerðum sínum, þegar þetta æði greip hann. Hann æddi fram og aftur um fangaklefann, eins og skynlaus vitfirringur, veífaði skammbyss- unni og hótaði að nota hana á varðmanninn, ekki síður en fang- ann, til þess að halda uppi aga og reglu. Clipton, sem reyndi að skerast í leikinn, varð einnig fyrir nokkr- um höggum og allir þeir sjúkling ar, sem höfðu mátt til að standa nokkurn veginn uppréttir, voru reknir úr sjúkrahúsinu. Þeir voru neyddir af stað með þungar byrð ar á bökum, að öðrum kosti hefðu þeir verið barðir til bana. í nokkra næstu daga ríkti óblandin skelfing í Kwai-fljóts-búðunum. Svar Nicholsons ofursta við hinni ómannúðlegu meðferð var ósveigj- anleg, ögrandi þögn. Persónuleiki Saitos virtist ým- ist vera eins og Mister Hyde, bú- inn til hvers konar hryðjuverka, eða hinn tiltölulega mennski dr. Jekyll. Þegar tími ofsans og of- beldisverkanna var liðinn hjá, naut fanginn ávallt mjög mildi- ríkra stunda. Nicholson ofursti fékk þá ekki aðeins fullan matar skammt, heldur líka þá uppbót sem venjulega var ætluð sjúkling um einum. Clipto i var leyft að vitja hans og hjúkra honum og Saito lýsti því jafnvel yfir í að- vörunarskyni að hann bæri per- sónulega ábyrgð á heilsu ofurst- ans. — Eitt kvöid lét Saito sækja fang ann og leiða til sín inn í skrifstof- una, en sendi varðmennina þegar í burtu aftur. Þegar þeir voru orðnir tveir einir, bauð hann Nic- holson ofursta sæti og sótti í birgðageymslu sína eina dós af nið ursoðnu amerísku nautakjöti, nokkra vindiinga og viskíflösku. Hann kvaðst sem hermaður dást mjög að framkomu hans, en stríð væri nú eínu sinni stríð, jafnvel þótt hvorugur þeirra bæri nokkra ábyrgð á því. Hann sagðist vona 'væru þær að hraða brúarsmíðinni sem allra mest. Þess vegna mætti hann til með að notfæra sér alla starfskrafta, sem tiltækilegir væru. Ofurstina afþakkaði kjöt- ið, vindlingana eg vínið, en hlust- þetta skiptið var það ekki mr. Hyde sem öllu réði. Saito varð aulalegur á svipinn, hengdi höf- uðið og muldraði eitthvert ógreini legt svar, sem Nicholson heyrði ekki. Svo rétti hann fanganum Ofurstinn afþakkaði kjötið, vindlingana og vínið, en hlustaði með athygli á það, sem við hann var sagt------------ aði með athygli á það sem við hann var sagt. Hann svaraði með fyllstu rósemi og sagði að Saito hefði enga minnstu hugmynd um það hvernig framkvæma skyldi svo mikilvægt verk. Enginn lifandi maður hefði get að sagt um það hvort Saito myndi heldur gera, ræða þetta mál með skynsemi og stillingu, eða fá eitt af sínum vitfirrtu æðisköstum. Hann þagði stundarkorn og Nic- holson ofursti greip óðar tæki- færið: „Leyfist mér að spyrja yður, Saito ofursti, hvort þér séuð ánægður með verkið til þessa. ...“ Þessi kænlega spurning hefði getað hleypt öllu í bál og brand, því að verkinu miðaði mjög hægt áfram — en það var eitt mesta að ofurstinn gæti skilið það að áhyggjuefni Saito ofursta, þar hann, Saito, yrði að hlýða fyrir- j sem staða hans var í veði, ekki síð skipunum yfirboðara sinna, sem | ur en álit hans og orðstír. En í Sendisvein vantar nú þegar á afgreiðslu blaðsins. Vinnutími kl. 9-—6 e.h. fullt glas af viskíi, hellti í annað fyrir sjálfan sig og sagði: „Sjáið þér nú til, Nicholson ofursti. Ég held að þér hafið ekki skilið mig fullkomlega. Þegar ég sagði að allir lisforingjarnir ættu að vinna, þá átti ég að sjálf sögðu ekki við yður. Aðeins und- irforingjana". „Það mun enginn af liðsforingj um mínum snerta á verki“, sagði ofurstinn og setti glasið sitt aft- ur á borðið. Saito varð svipþungur, en reyndi samt að sýnas-t rólegur. „Ég hef verið Sð hugsa um þetta nokkra undanfarna daga“, hélt hann áfram. — „Ég held að ég gæti látið alla yfirforingjana fá einhvei's konar umsjónarstörf. — Það yrðu þá aðeins undirforingj- arnir, sem þyrftu að snerta á verki". „Það mun enginn af liðsforingj um mínum snerta á verki“, endur- tók Nicholson jafnrólega og áður. „Hver liðsforingi verður að stjórna mönnum sínum“. Við þetta svar missti Saito loks j alla stjóm á sjálfum sér. En þeg i ar ofurstinn sneri aftur til fanga | klefans, án þess að hafa vikið hársbreidd frá ákvörðun sinni, þrátt fyrir mútur, hótanir, högg og jafnvel bænir, fann hann að aðstaða hans var hreint ekki von- laus og að þess myndi ekki langt að bíða að óvinurinn gæfist upp. 6. Verkið stóð algerlega í stað. Ofurstinn hafði snert viðkvæman blett á Saito, þegar hann spurði hvernig því miðaði áfram og hann reyndist sannspár, þegar hann fullyrti að Japanirnir myndu að lokum neyðast ti’. að gefast upp. Þrjár vikur höfðu liðið og brú- argerðinni var ekki nærri lokið, en hitt var þó enn alvarlegra, að fangarnir höfðu unnið smíðinni svo mikið og margvíslegt tjón, að það hefði tekið langan tíma að bæta það að fullu. Brezku hermennirnir tóku mjög nærri sér hina mannúðarlausu meðferð, er hinn hugdjarfi ofursti þeirra varð að þola. Þeir voru al- gerlega varnarlausir fyrir högg- um og misþyrmingum varðmann- anna og auk þess sveið þeim það mjög sárt, að þurfa að strita eins og þrælar við framkvæmd þess verks er óvinirnir höfðu mikið gagn af. Þeir reyndu því að gera sem allra minnst gagn, en vinna því meira til tjóns, undir yfirskini ótakmarkaðs starfsvilja. Engin refsing var nógu hörð til að halda skemmdarstarfsemi þeirra og vinnusvikum í skefjum og stundum lá við að litli japanski verkfræðingurinn táraðist af ein- skærri örvæntingu. Varðmennirn- ir voru of dreifðir til þess að geta fylgst með þeim öllum og of heimskir til að hafa upp á söku- dólgunum. Lagningu beggja braut arteinanna hafði orðið að endur- taka aftur og aftur, a. m. k. tutt- ugu sinnum. Bæði beinu hlutarn- ir og hinir bugðóttu, sem verkfræð ingurinn hafði reiknað nákvæm lega út og hælað niður, féllu um koll, urðu að samanflæktum og sundurslitnum brautarbútum og gliðnuðu sundur i kröppum horn- um, jafnskjótt og hann sneri bak- inu að þeim. Brautarendarnir tveir, beggja megin fljótsins, sem brúin átti að tengja saman, stóðu greinilega á misháum grunni og stóðust aldrei nákvæmlega á. Einn vinnuflokkurinn byrjaði þá að grafa í ákafa og hætti ekki fyrr en komin var djúp kvos eða gryfja, mörgum sinnum lægri en hæfilegt var, meðan varðfíflið horfði með ánægju á dugnað og afköst fanganna. Þegar svo verk- fræðingurinn kom á vettvang, ætl aði hann alveg af göflunum að ganga og barði bæði varðmennina og fangana. Hinir fyrrnefndu, sem skildu að þeir höfðu enn einu sinni látið gabba sig, myndu auðvitað hefna sín grimmilega. En tjónið hafði verið unnið og það tók klukkustundir eða daga að bæta það aftur. Einn vinnuflokkurinn hafði fengið skipun um að fella nokkur tré, sem nota mætti í brúna. Þeir völdu trén af mikilli nákvæmni og komu með þau kræklóttustu og veigaminnstu sem þeir gátu fund- ið. Stundum lögðu þeir líka á sig mikið erfiði við að fella risa-tré, sem svo myndi velta niður í fljót- ið og týnast. Og loks völdu þeir trjástofna, sem voru allir sundur étnir að innan, af skordýrum og féllu saman við minnsta þunga. Saito, sem fór í daglega eftir- litsferð, gaf reiði sinni útrás í tryllingslegu æðiskasti. Hann öskr aði, hótaði, barði og formælti jafn vel verkfræðingnum, sem gaf það eina svar, að hinir örþreyttu vinnuflokkar væru með öllu gagns lausir. Við þetta svar öskraði Saito og bölvaði hærra en nokkru sinni fyrr, og reyndi að hugsa upp nýjar refsiaðferðir, sem bundið gætu enda á þessa þrjózkufullu mótspyrnu. Hver sá sem staðinn var að einhverju skemmdarvei'ki, var bundinn við tré, barinn með þyrnigreinum og skilinn þar eftir 1) „Þetta ókunnuga fólk mun leiða yfir okkur ólán, eins og það hefur gert á liðnum tíma“, segir saeringamaðurinn. 2) „Það færir okkur veikindi og hungur“. 3) „Þegar stóri, hvíti köttur- inn kom í búðir okkar, þá vissi ég að slæmir tímar væru í vændum Þetta fóik og stóri hundurinn, sem með því er, boða illt ... — Við verðum að reka þau burtu“. klukkustundum saman, nakinn og blóðugur, varnarlaus fyrir maur- unum og brennandi geislum hita- beltissólarinnar. Clipton sá fórnar dýrin, þegar þau komu heim á kvöldin. Félagar þeirra studdu þá og báru. Þeir nötruðu af sótthita og bökin á þeim voru sundurtætt og flakandi í sárum. Honum leyfð ist ekki’einu sinni að hafa þá á sjúkralista nema allra fyrst. — Saito. gleymdi ekki hverjir þeir voru. Jafnskjótt og þeir gátu stig ið í fæturnar aftur sendi hann þá aftur til vinnu og skipaði varð- mönnunum að hafa sérstakar gæt- ur á þeim. Clipton gat stundum varla var- ist tárum, þegar hann hugsaði um andlegan styrk og hetjulund þess- arra manna. Hann dáðist að því, hvernig þeir þoldu þessar sam- vizkulausu refsingar. Alltaf þeg- ar hann var orðinn einn með þeim, hafði a. m. k. einn þeirra þrótt til að sitjast upp, brosa glettnislega og tauta eitthvað á þessa leið: — „Enn er ekki búið að smiða þessa b.... brú. Þessi b.... járnbraut hefur enn ekki verið lögð yfir b.. fljótið í þessu b.... landi. B.... ofurstinn okkar hafði rétt fyrir sér. Hann veit hvað hann syng- ur. Ef þér hittið hann, þá segið honum að við stöndum allir með honum. B.... górillan á eftir að heyra síðasta orðið frá b.... brezka hernum“. Hinar siðlausust* refsingar höfðu alls engan árangur borið. Mennirnir vöndust þeim. — For- dæmið sem Nicholson ofursti hafði gefið þeirn, varð þeim til meiri örvunar og hressingar, en bjórinn og viskíið, sem þeir smökkuðu nú aldrei. Væri einum þeirra refs- að fram yfir takmörk mannlegs þols, svo að hann gat ekki haldið áfram að vinna, nema með því að stofna lífi sínu í bráða hættu, þá var alltaf einhver annar tilbúinn að leýsa hann af verði. Það var föst regla. Að dómi Cliptons roru þeir samt lofsverðastir fyrir það aó hafna öllum þeim lokkandi lof- orðum, sem Saito gaf þeim, þegar hann hafði gert sér það ljóst að hann hafði beitt öllum þeim refs- ingaraðferðum, sem hann þekkti og gat ekki lengur hugsað upp aðrar nýjar. Dag einn lét hann þá fylkja liði fyrir utan skrifstofuna sína, eftir að hann hafði látið þá hætta vinnu fyrr en venjulega — til þess að ofþreyta þá ekki, að hans eig- in sögn. Hann lét gefa þeim hrís- mjölskökur og ávexti sem keypt- ir höfðu verið af siömsku bæpd- unum í næsta þorpi — gjöf frá Sfiíltvarpiö Föstudagur 3. oklóber: Fastir liðir eins og venjulega, 13,15 Lesin dagskrá næstu viku. 19.30 Tónleikar: Létt lög (plötur). 20.30 Dagskrá Sambands ísl. berklasjúklinga: 20,30 Samfelld dagskrá: Flytjendur: Kristín Anna Þórarinsdóttir, Árni úr Eyjum, Sigurður Björnsson söngv ari, Oddur Ólafsson yfirlæknir, Björn Th. Björnsson, Þórður Bene diktsson framkvæmdastjóri S. 1. B. S. o. fl. (Björn Th. Björnsson tekur saman dagskrána). 22,10 Kvöldsagan: „Presturinn á Vöku völlum" eftir Oliver Goldsmith; XVI. (Þorsteinn Hannesson). —- 22.30 Sinfómskir tónleikar (plöt- ur). 23,05 Dagskrárlok. Laugardagur 4. október. Fastir liðir eins og venjulega. 12,50 Óskalög sjúklinga (Bryndís Sigurjónsdóttir). 14,00 Umferðar- mál. 14,10 „Laugardagslögin". — 19,00 Tómstundaþáttur barna og unglinga (Jón Pálsson). — 19,30 Samsöngur (plötur): Delta Rythrn Boys syngja. 20,30 Raddir skálda: „Sagan um stúlkuna í rauða bíln um“ eftir Kristmann Guðmunds- son. (Höfundur les). 20,50 Tónleik ar (plötur). 21,15 Leikrit: „Tukt- húslimurinn" eftir John Broken- shire. — Leikstjóri og þýðandi: Valur Gislason. 21,45 Tónleikar. Leonard Pennario leikur vinssel píanólög (plötur). 22,10 Danslög (plötur). 24,00 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.