Morgunblaðið - 03.10.1958, Qupperneq 13
Föstudagur 3. október 1958
'UORGV1VBL4ÐIÐ
13
Vistheimilið Breiðavík. — Húsið lengst til vinstri, er þriðji hluti þess húss sem þar er
ráðgert að rísi í framtíðinni, búið er að ganga frá múrhúðun á einni hæð í þessum hluta, og
vonandi dregst það ekki lengi að það verði gert íbúðarhæft.
Vistheimilið í
eftir Þór Jónsson, Látrum
Breiðuvík
ÞAÐ var fyrir nokkru að ég las
í Tímanum viðtal, er blaðamaður
hafði haft, 2. júní, við kunningja
minn, Hinrik Bjarnason, sem ver-
ið hefur skólastjóri á vistheim-
ilinu Breiðavík, síðastliðna tvo
vetur. Viðtalið snýst um vist-
heimilið og veru Hinriks þar.
Blaðamaðurinn tekur það fram,
að blaðið leggi engan dóm á þá
gagnrýni, sem þar kemur fram
af hendi skólastjóra.
Ráðamenn heimilisins virðast
vera á sömu skoðun og blaða-
maðurinn, ég hef ekki heyrt eða
séð þá leggja neinn dóm á þetta
viðtal. Þess vegna vil ég sem
áhorfandi bæta aðeins við lýs-
ingu Hinriks, því mér finnst hún
geta verið villandi að sumu leyti,
og likleg til að valda óánægju
hjá þeim foreldrum, sem eiga
börn í vistheimilinu, og ekki
hafa getað komið því við að
skoða það með eigin augum, og
fylgjast með líðan drengjanna
þar.
Ég hef allt frá byrjun þessa
máls fylgzt með því af áhuga,
eins og fleiri hér í sveitinni, og
er því engan veginn sama hvernig
fer með rekstur þessa heimilis,
þótt ég geti þar engu um ráðið
og æski þess heldur ekki.
En þess æski ég, málefnisins
vegna, að þeir, sem segja frá því
opinberlega, segi eins frá kostum
þess og því sem veí fer og göll-
um þess og því, er verr fer, en
það virðist oftast auðfundið í
flestum málum. Á þetta finnst
mér nokkuð skorta hjá kunningja
mínum, Hinrik. Þekki ég hann
þó ekki fyrir það, að það sé vilj-
andi gjört heldur af athugunar-
leysi, eða þá að blaðamaðurinn,
sem viðtalið hafði, hefur ekki
munað eftir því, að leita eins
eftir því sem vel fór, og fallið
gæti aðstandendum barnanna
betur í geð.
Allt í nNiurníðsIu
Þegar bygging þessa vistheim-
ilis var hafin, var Breiðavík eyði-
jörð, og í svo mikilli niðurníðslu,
sem ein jörð getur verið. Á það
jafnt við um jörðina sjálfa, sem
hús og önnur mannvirki, sem á
jörðinni voru. Það þurfti því að
byrja á að reisa allt upp frá
grunni. En fyrstu vistmennirnir
komu jafnt og fyrsta efnið kom
til byggingarinnar, og mun það
einsdæmi með slíka stofnun, að
byrjað sé að reka hana um leið
og byrjað er að byggja.
Ekkert hús var þá inn í að
fara til íbúðar nema einn lítinn
torfbæ, og eitt herbergi, sem not-
hæft var að kalla, í gömlu stein-
húsi, sem til var á staðnum, en
löngu orðið óhæft til íbúðar.
Bílvegur var þá ekki kominn
að Breiðavík, svo allir aðdrættir
urðu að fara fram sjóleiðis og
takast í land fyrir opnu hafi. —
Engin nema þeir, sem að þessu
unnu, geta gert sér það ljóst
hvaða erfiðleikum þetta olli.
Húsnæði enn of lítið
En þótt mikið átak hafi verið
gert í húsnæðismálunum í Breiða
vík, þá er húsnæði þar enn of
lítið. Það er verið að byggja yfir
fólk og fénað, en það hefst ekki
fyrir það fjármagn, sem til bygg-
inganna er veitt.
Vistmönnum fjölgar, starfsfólki
fjölgar, og fénaði fjölgar eftir
því sem ræktun eykst, en í henni
hafa orðið stórstígar framkvæmd
ir, við tilkomu stórvirkra véla,
enda möguleikarnir miklir. Hús-
næðisskortur «r þvi tilfinnanleg-
ur eins og Hinrik tekur réttilega
fram. En þær byggingar, íem
þegar eru komnar, eru vandaðar
og vel frá þeim gengið, þótt ann-
að mætti álita eftir umsögn Hin-
riks, sem telur íbúðina allt að því
óíbúðarhæfa vsgna raka, og gefur
ekki á þvi frekari skýringu. Þessi
umsögn skólastjórans hvetur eng-
an til að flytja til Breiðavíkur
og gerast þar starfsmaður. En
sem betur fer er þetta ekki rétt
í alla staði. Að vísu hefir borið
á raka á útveggjum við gólf,
þegar kaldast hefur verið, og er
það ekkert einsdæmi; en í þessu
tilfelli mun það stafa af því, að
miðstöðvarketill sá, er byrjað var
með, fullnægði ekki hitaþörfinni,
þegar bæði húsin komu á kerfið.
Á þessu var ákveðið að ráða bót
með því að setja svo stóran ketil
í þá byggingu, sem nú er í smíð-
um, að hann fulinægði allri hita-
þörfinni í byggingunni eins og
hún er hugsuð, og einnig í þeirri,
sem þegar er fullgjörð. Sá ketill
er þegar teki* í notkun, en ekki
búið að tengja hann miðstöðvar-
kerfi umræddrar íbúðar. Tel ég
ólíklegt að Hinrik hafi verið ó-
kunnugt um þetta, því þeir 3—4
menn sem hann telur, að stað-
aldri hafi unnið að byggingunni
síðastliðinn vetur, unnu meðal
annars að uppsetningu þessa ket-
ils og miðstöðvarkerfis út frá
honum.
Mög'uleikarnir á læknisaðstoð
Hinrik telur það miklum vand-
kvæðum bundið að ná til læknis
frá Breiðavík, og þangað sé lang-
timum saman með öllu ófært.
Þeir, sem ekkert þekkja til, gætu
dregið af þessu ranga ályktun,
foreldrar gætu fyllzt kvíða yfir
því, að eiga barn sitt þar sem
illmögulegt væri að ná til læknis
hvað sem fyrir kæmi, svo við
skulum áthuga þetta nánar. Skóla
.skoðun barna fer vitanlega fram
í Breiðavík svo sem annarsstað-
ar. Símasamband er við Breiða-
vík eins og aðra bæi í þessari
sveit. Er það frá 9,30 að morgni
til 23 að kvöldi alla virka daga,
en styttri tima á helgum dögum,
en hvenær sem er á sólahringnum
er hægt að ná símasambandi við
lækni okkar, ef þörf gerist. Bíl-
vegur er kominn að Breiðavík
hvern dag að vetrinum og oftar
ef þörf gerist. Mér finnst því
ekki ástæða til að kvarta undan
sambandsleysi við okkar ágæta
lækni. Einnig hefir hann lyfja-
kassa víða um sveitina með alls
konar meðulum, sem hann getur
vísað á til þess að flýta fyrir ef
með þarf, og spara fólki það ó-
mak að ná meðulum frá Patreks-
firði. Sé flugveður tekur það
Björn Pálsson eina klukkustund
að fljúga frá Reykjavík til Breiða
víkur, en þar getur hann lent á
útfjari og hefir gjört það oft
og mörgum sinnum, þótt ekki
hafi verið í sjúkraflugi. Ég tel
enda eru þeir það og þess full
þörf.
Hinrik telur heimilið mjög ein-
angrað, svo að óæskilegt sé og
geti verið mjög viðsjárvert, og
valdi því meðal annars, að erfið-
leikar séu um öflun hæfs starfs-
fólks. Þar er ég honum heldur
ekki sammála. Um starfsfólkið
hef ég áður getið, og ég tel heim-
ilið hæfilega einangrað, til þess
að drengirnir geti ótruflaðir not-
ið þeirra góðu uppeldisáhrifa,
sem þeir eiga að verða fyrir á
heimilinu.
Skólastjórinn hefir látið fylgja
viðtalinu nokkrar myndir af nem
endum sinum, sem teknar eru við
heldur kuldalegt umhverfi, eða
að vetrinum, en þær tala samt
sínu máli og eru honum ekki að
öllu leyti sammála. En hann hefir
ekki haft tækifæri til að taka
myndir af nemendum sinum að
sumrinu við hlýlegra umhverfi,
því Breiðavík hefir fleiri hliðar
en kuldahliðina, þar sem skóla-
stjórinn hefir verið fjarverandi
að sumrinu, og er það miður. Ef
vel ætti að vera þyrftu drengirn-
ir að njóta návistar fræðara sinna
einnig að sumrinu.
Sumarið er sá tími, sem dreng-
irnir hafa mest frjálsræði, og
verða minna varir við húsnæðis-
skortinn, og það er talið kann, að
vera ábótavant við aðbúð þeirra,
er ég, sem alinn er upp í sveit,
kem þó ekki auga á.
ekki alltaf hægt.
Starf *g leikur
Það er ekki rétt hjá Hinrik, að
hingað til hafi drengirnir ekki
Meiri fjárveitingar þörf
Þetta málefni sem fleiri misstu
góðan fulltrúa af Alþingi, þegar
Gísli Jónsson fór þaðan. Enginn
maður hefur betur en hann, vak-
ið athygli þings og pjóðar á því
hver nauðsyn það er að hafa
| slík heimili bæði fyrir drengi og
stúlkur.
Þetta heimili hefir kostað mik-
ið fé eins og að líkum lætur.
Fjárveiting til þess hefur alltaf
reynzt of lítil miðað við þörf-
ina. Oft hafði þó fyrrverandi
stjórenendum heimilisins tekizt
með harðfylgi að knýja fram
meira fé en gjört var ráð fyrir
á fjárlögum, og þannig þokað
lengra í áttina.
Þessir erfiðleikar á að fá fé
til stofnunarinnar, og þar af
leiðandi seinagangur á nægjan-
legu húsnæði, mun hafa valdið
því að fyrrverandi stjórnarnefnd
og brautryðjendur starfsins sögðu
af sér störfum, sem mér þykir
miður. Ný nefnd hefur verið
skipuð, er hún skipuð fólki á
Patreksfirði og er Ágúst Péturs-
son, sveitarstjóri, formaður henn-
ar. Finnst mér og ef til vill fleir-
um að heimilið hefði iítið tjón
af hlotið.'þótt einn nefndarmanna
hefði verið kjörinn úr þeim
hreppi, sem heimilið er starfrækt
i, til dæmis sóknarpresturinn.
En viðkomandi ráðuneyti hefur
ekki séð ástæðu til þess. En sjálf-
sagt er þetta vel valin nefnd,
sem líkleg er til að fá ríkissjóð
til þess að leggja fram nægjan-
Guðmundur Jónatansson, gamall sjósóknari að sunnan, leggur frá landi með vistdregni urdir
árum. Einhverntíma hefði honum þótt þetta smávaxnir ræðarar og liðléttir til að taka brimróður,
en skipshöfnin er lukkmleg.
það þvi eingöngu af viljaleysi, ef
skólastjóri í Breiðavik getur ekki
haft nauðsynlegt samband við
lækni okkar.
Hinrik fullyrðir i viðtali sínu,
að þessi stofnun verði aldrei til
fyrirmyndar sem uppeldisstofnun
nema sá háttur sé hafður á að ala
fyrst upp starfsfólkið áður en
tekið sé til við uppeldi drengj-
anna.
Ágætis starfsfólk
Ég vil ekki hafa á móti sér-
menntuðu fólki við þessa stofn-
un eða aðrar að vissu marki og
tel það sjálísagt og nauðsynlegt.
Þessi stofnun hefir verið sérstak-
lega heppin með starfsfólk, þrátt
fyrir þau vandkvæði sem skóla-
stjórinn telur á að fá fólk til að
dvelja þar. Þangað hefur valizt
frá því fyrsta, ekki einungis gott
fólk heldur ágætis fólk, þótt ekki
hafi það haft sérmenntun í þessu
fagi nema þá kennararnir.
Ég hef kynnzt flestu fólki, sem
þarna hefir verið all náið, og
skal segja sem er og enga dul á
draga, að mér hefir virzt að beztu
og varanlegustu áhrifanna, sem
eins og að öðrum bæjum hér í j drengirnir hafa orðið fyrir, hafa
sveit. Það má segja að þessi veg-
ur sé opinn til Patreksfjarðar 8
mánuði ársins og tekur þá 1—lVs
tíma að fara þá leið. Hina 4 mán-
uðina má búast við honum lok-
uðum af og til, all oftast er þó
hægt að fara á bíl frá Breiðavík
og inn að Patreksfirðinum eða í
þeir orðið fyrir frá húsmæðrun-
um, sem þarna hafa gengið þeim
í móðurstað, þótt ekki hafi þær
verið sérmenntaðar. Ég álít því,
að siðan að þarna fóru að vera
tveir kennarar hafi drengirnir
ekkert liðið fyrir skort á sér-
menntuðu fólki, og tveir kennar-
örlygshöfn, því snjó hefir verið ; ar yfir 12—15 drengjum á sama
rutt af þeirri leið 2—3 á vetri, en heimili, ættu að geta verið þeim
bátur heldur uppi ferðum yfir , svolítið meira en kennari getur
fjörðinn að örlygshöfn annan I venjulega verið sínu skólabarni,
farið á sjó, þótt það hafi ekki
verið í hans tíð, þá var það þó
í tíð Bergsvins Skúlasonar að
farið var á sjó með drengina og
þannig aflað fisks fyrir heinýlið.
í seinni tíð hefir enginn verið til
að fara á sjó með drengina vegna
annríkis við byggingar og jarð-
rækt, og það því að mestu fallið
niður og er það verr farið. Að
sumrinu vinna drengirnir að
hvers konar bústörfum, öflun
heyja og öðru er tilfellur. Þess
utan fá þeir að leika sér eftir
því, sem þeir hafa getu og vilja
til, fara í gönguferðir með sjón-
um, á berjamó og margt fleira.
Þá fá þeir að fara á flestar meiri-
háttar samkomur innan sveitar-
innar, svo sem sumarfagnað, leik-
sýningar, 17. júni o. fl. Að vetr-
inum fá þeir að fara á jólatrés-
samkomu, sem er haldin sameig-
inlega fyrir alla sveitina. Auk
þess fer bústjórinn stundum um
helgar með þá í ökuferðir um
sveitina og næsta nágrenni henn-
ar, sem drengirnir hafa mjög
gaman af. Sem sagt, allt er gert
er aðstæður leyfa til að drengj-
unum verði dvölin þarna sem
ánægjulegust, og þeim geti liðið
sem bezt.
Það sem mest er þó þvi til fyrir
stöðu er húsnæðisskortur að
vetrinum eins og skólastjórinn
tekur réttilega fram. En þrátt
fyrir allt er árangurinn eins og
legt fé til að bæta fljótt og vel
úr húsnæðisþörf heimilisins, en
það tel ég fyrsta skilyrðið til þess
að góður árangur náist.
Mitt álit á þessum málum er
það, að við sem menningarþjóð,
er hefir sýnt það í verki að hún
vill á allan hátt búa sem bezt að
sínum þjóðfélagsþegnum, ungum
sem gömlum, sjúkum sem lieil-
brigðum, getum ekki án þess
verið að eiga slík heimili bæði
fyrir drengi og stúlkur, sem lík-
leg eru til af einhverjum ástæð-
um að villast af hinum almenna
lífsvegi inn á hættulegar brautir,
sem aldrei verður komið í veg
fyrir að liggi útfrá hinum rétta
og æskilega vegi, er kennimenn
þjóðarinnar eru alltaf að vekja
athygli okkar á. En reynslan hef-
ur sýnt okkur, að þeir, sem út á
hinar hættulegu brautir villast á
barnsaldri, halda eftir þeim í
flestum tilfellum, ef ekkert er
aðgert, sér og þjóðinni til tjóns,
þar til það er um seinan að snúa
við.
Umrædd heimili ættu því að
verða þessum unglingum sem
varða við veginn, er þeir gætu
áttað sig og komist aftur á rétta
leið. En menningarþjóð, hlýtur
að krefjast þess, að nægjanlegt
fé sé lagt fram af sameiginlegum
sjóði hennar svo hægt sé að gjöra
þessa vegvísa svo úr garði að
menningarbragur sé að. Þannig
á, og getur menningarþjóð komið
hann segir frá. Og óhaett er að ; til móts við þá hugsjónamenn og
fullyrða að drengjunum líður j konur, sem hér eru að varða veg-
þarna mjög vel. Sumir af þeim,
sem farnir eru, hafa skrifað bú-
«tjóranum, og beðið hann að taka
sig aftur, en því miður er það
inn fyrir framtíðina. Engin veit
hvaða barnið villist næst, þar
ræður oft tilviljun ein.
Látrum í september 1958.