Morgunblaðið - 03.10.1958, Side 19

Morgunblaðið - 03.10.1958, Side 19
Föstudagur 3. október 1958 MORCUTSBLAÐIÐ 19 Ástralía og Nýja Sjáland sfyðja stefnu Dulles WASHINGTON, 2. okt. — Ástra- lía og Nýja Sjáland ákváðu í dag að taka undir áskoranir Banda- ríkjastjórnar til kínverskra komm únista að hætta nú þegar hinum vopnuðu árásum sínum á eyjarn- ar Quemoy og Matsu. Telja stjórn ir Ástralíu og Nýja Sjálands að framferði kommúnista að undan- förnu sé alvarleg ógnun við frið- inn í heiminum. Kom þessi af- staða fram á funrdi Anzus varnar- bandalagsins, sem haldinn var í Washington. tJtlán byrjuð H AFN ARFIRÐI — Hið nýja bæjar- og héraðsbókasafn var opnað til útlána 1. okt. og verður það opið í vetur alla virka daga kl. 2—7 síðd., nema laugardaga, þá'kl. 2—5. Þrjú kvöld vilcunnár er það opið kl. 8—10 e. h. Les- stofan er opin á sama tima, en þar liggja frammi öll dagblöðin, tímarit ýmis konar, orðabækur, fræðibækur o. fl. — og einnig eru að sjálfsögðu lánaðar bækur úr safninu. Á fyrsta degi var mjög góð aðsókn að bókasafninu, og voru þá t. d. lánaðar út 100 bækur. — Allt fyrirkomulag og skipulag er þar með ágætum og húsrými mikið og hið þægilegasta í alla staði. Sömuleiðis er lestrarsalur- inn mjög nýtízkulegur og öllu þar mjög haganlega fyrir kom- ið. — Bókavörður er sem fyrr Anna Guðmundsdóttir og vara- bókavörður Þóroddur Guðmunds son skáld, sem kennt hefir í Flensborgarskóla, en fengið lausn frá kennslu í vetur. Á fundinum mættu Richard Casey utanríkisráðherra Ástralíu, Walter Nash forsætisráðherra Nýja Sjálands og John Foster Dulles utanríkisráðherra Banda- ríkjanna. í tilkynningu sem gefin var út við lok fundarins segir m. a. að Ástralía og Nýja Sjáland styðji bandarísku stjórnina í tilraunum hennar til að koma á friði á Formósu-sundi. Fagna ráðherr- arnir því að viðræður fara nú fram í Varsjá miili fulltrúa Bandaríkjanna og kínversku kommúnistastjórnarinnar, þar sem reynt er að finna friðsam- lega lausn málsins. Gagnrýna þeir harðlega framkomu kin- verskra kommúnista, sem hafi hafið valdbeitingu í landvinninga skyni. Telja ráðherrarnir, að þessi valdbeiting sé brot á ölium þeim grundvallarreglum, sem heims- friður byggist á, alveg án tiilits til þess hvorum beri að hafa yfir- ráð yfir þrætueyjunum. Lýsa þeir því yfir að það eigi ekki að líðast, að hervaldí sé beitt til landvinn- inga. TÓKÍÓ, 2. okt. — (Reuter). — Japanska stjórnin svaraði í dag orðsendingu Sovétstjórnarinnar. Rússar höfðu mótmælt því að Bandaríkjamenn notuðu japansk- ar eýjar á Kyrrahafi til árásar- aðgerða gegn Kína. Japanir vísa nú þessari ásökun á bug. Benda þeir á það, að friðsamlegt hafi verið á Formósusundi, þar til fyrir skömmu að kínverskir kommúnistar hófu hernaðarað- gerðir með heiftarlegri skothríð á eyjarnar Quemoy og Matsu. — Námuslys í Júgóslavíu BELGRAD, 2. okt. (Reuter). — Sprenging varð í morgun í kola- námu við Podvis í Serbíu, skammt frá búlgörsku landamær unum. Þegar þetta gerðist voru 188 námumenn í námugöngunum, f lestir þeirra í • 600 metra dýpi. Eldar loguðu í námunni lengi dags, en með skjótum aðgerðum tókst að bjarga flestum námu- mönnunum. Síðast þegar til var vitað höfðu 30 námumenn þó far- izt en 17 voru enn innikróaðir. Sprengingin í námunni varð á — S. U. S. siða Framh af bls. 8 veginn gengt hlutverki sínu með því framlagi sem nú er. Nýr stúdentagarður og félags- heimili er mjög brýnt hagsmuna- mál stúdenta nú. Síðastliðin 2 ár hefur Stúdentaráð átt í lang- vinnri baráttu við yfirvöldin tii þess að fá leyfi fyrir heppilégum happdrættisvinning og skyldi ágóða varið til þess að hefja byggingu nýs stúdentagarðs. — Skilningsleysi stjórnarvalda á máli þessu hefur hefur orðið til þess, að framkvæmdir hafa dreg- izt mjög á langinn. Sl. vetur var merkilegum áfanga náð í hagsmunabaráttu stúdenta, en þá fengu stúdentar fulltrúa í háskólaráð. Bjarni Beinteinsson stud. jur. gegndi því starfi sl. vetur, en sæti hans hefur Birgir ísl. Gunnarsson nú tekið. Hér hefur einungis verið drep- ið á hið helzta í starfi Stúdenta- ráðs, en af nógu er að taka, sagði formaður að lokum. Septembermót frjálsíþró ttamanna og fugþraut R.víkurmótsins um helgina EINS og kunnugt er átti hið svo- nefnda Septembermót frjáls- íþróttamanna að fara fram um seinustu helgi, en vegna óhag- stæðs veður, sem hafði gert stökkbrautir og hlaupabrautir íþróttavallarins ónothæfar, þá varð að fresta þessari keppni til n. k. laugardags. X stað eins dags móts, sem á- kveðið hafði verið, þá fer nú keppnin fram um helgina á tveim dögum og verður mótið haldið í sambandi við tugþrautarkeppni Meistaramóts Reykjavíkur. Keppnin í hinum ýmsu grein- um verður sennilega mjög skemmtileg eg hafa hinir ungu íþróttamenn okkar í hyggju að reyna að hnekkja nokkrum gildandi Islandsmetum. í 400 metra greindahl., 2000 metra hlaupi, sleggjukasti og jafn vel í hástökki er búizt við nýj- um íslandsmetum. — í grindahl. mun Guðjón Guðmundsson KR keppa, en hann hefur tvívegis Þorvaldur Ari Arason, hdl. LÖGMANNSSKRIFSTOFA Skólavörðustís 38 c/e Páli Jóh—Porletfsson tlj. - Pósth 621 Simar IS416 og 15417 - Símnefni. 4»i ÖRN CLAUSEN heraðsd ómslögxnað ur Malt'utningsskrií stofa. Bankastræti 12 — Sím: 18499. hlaupið 400 metra grindahlaupið á aðeins 1/10 hl. úr sek. skemur en gildandi Islandsmet. Svavar Markússon KR, sem nýlega er komin heim úr keppnum sínum erlendis og þá síðast á Rudolf Harbig-mótinu í Dresden, mun reyna ásamt Kristleifi Guðbjörns syni KR að hnekkja metinu í 2000 metrum. Þórður B. Sigurðs- son KR bætti íslandsmetið í sleggjukasti fyrir 3 dögum og kastaði sleggjunni 52.30 metra, sem var nokkrum cm. betra en eldra gildandi met hans. Mun hann reyna aftur við metið á laugardaginn. Jón Pétursson er meðal keppenda í hástökkinu og hefur hann stokkið 1.93 metra í sumar en gildandi íslandsmet er 1.97 m. ■ Á laugardaginn kl. 2 hefst mót- ið með keppni í 100 metrum, langstökki, kúluvarpi, hástökki og 400 metra hlaupi, en þetta eru tugþrautagreinarnar. — Aðrar keppnisgreinar á laugardag verða 2000 metra hlaup, 400 metra grindarhlaup, 200 metra hlaup unglinga. Á sunnudag kl. 2 fer seinni hluti tugþrautarinnar fram með keppni í 110 mtr. grindarhl., kringlukasti, stangarstökki, spjót kasti, 1500 mtr. hlaupi. Aðrar greinar verða 800 mtr. hlaup unglinga og 1000 mtr. boðhlaup. Einnig getur verið að fram fari keppni í 300 metra hlaupi eða 800 metra hlaupi, ef næg þátt- taka fæst. Skráðir keppendur á mótinu eru um 60. Afgreiðslustúlkur óskast hálfan daginn í verzlunina Tízkuna og’ Herra- tízkuna Laugavegi 27. Umsækjendur komi til viðtals í Herratízkúna í dag kl. 6—7. Fyrirspurnum ekki svarað í síma. Lokað í dap frá kl. 2,30—4,30 e.h. vegna jarðarfarar. Klæðaverzíun Andrésar Andréssonar Af alhug þakka ég börnum mínum og öðrum skeyti, gjafir og blóm á 95 ára afmæli mínu. Guð blessi ykkur öll. Valgerður Stefánsdóttir. Hjartans þakkir til allra sem glöddu mig á 85 ára afmæli mínu 20. sept. síðastliðinn, þakka einnig skeyti. Guð blessi ykkur öll. Sigríður Sigurðardóttir, Smyrilsveg 29. Beztu þakkir færi ég ykkur öllum sem heimsóttu mig, færðu mér gjafir, blóm og sendu mér skeyti á áttræðis- afmælinu mínu. Guð blessi ykkur öll. Magdalena Brynjólfsdóttir, Skagabraut 35, Akranesi. Maðurinn minn og faðir okkar ÞOKIJNDl H JÖHANNSSON frá Hvammi, Fáskrúðsfirði, sem lézt laugardaginn 27. sept. verður jarðsunginn laugardaginn 3. október. Athöfnin hefst í Búðarkirkju kl. 1 e.h. Jarðsett verður að Kolfreyjustað. Guðlaug Magnúsdóttir og börn. Innilegt þakklæti fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför litla drengsins okkar BENEDIKTS SVAVABS Magdalena Benediktsdóttir, Tyrfingur Tyrfingsson, Þórhöfn, Ytri-Njarðvík. Innilegt þakklæti fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför JÓNU HEEOADÖTTUK Reynimel 35. Sérstaklega viljum við þakka Ólöfu og Magnúsi Andrés syni. Ennfremur öllum þeim mörgu vinum, er sýndu henni umhyggju í erfiðum veikindum. Aðstanilendur. Þökkum innilega samúð við fráfall og jarðarför manns- ins míns, föður, tengdaföður og afa JÖNS EIRÍKSSONAR skipasmiðs, Hjallavegi 9. Magnea Torfadóttir, Geir R. Jónsson, Torfhildur I. Jónsdóttir, Aðalsteinn Ólafsson, Kristján V. Jónsson, Lovísa Helgadóttir, og barnabörn. Þökkum innilega samúð við fráfall og útför mannsins míns, föður okkar og tengdaföður MAGNCSAR SVEINSSONAR Leirvogstungu. Sérstaklega viljum við þakka sveitungum margháttaða aðstoð og rausn. Steinunn Guðmundsdóttir, Hlynur Magnússon, Selma Bjarnadóttir, Guðmundur Magnússon, María Ágústsdóttir, Haraldur Magnússon. Hjartanlega þökkum við öllum sem sýndu okkur samúð og hluttekningu við fráfall og jarðarför mannsins míns, föður, tengdaföður.afa, langafa og bróður okkar ÁSBJÖRNS PÁLSSONAR frá Sólheimum, Sandgerði, Guð blessi ykkur öll. Sigríður Þorbjörg Snorradóttir, Sigríður Ásbjörnsilóttir, Eggert Ólafsson, Jónína Ásbjörnsdóttir, Magnús Loftsson, barnabörn, barnabarnabörn og systkini hins látna.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.