Morgunblaðið - 03.10.1958, Blaðsíða 20
VEORIÐ
Norðaustan gola, léttskýjaff.
J
225. tbl. — Föstudagur 3. október 1958
s. u. s.
Sjá bls. t>.
Mjólkursamsalan endur-
sendi skilyrðislaust alla
IV. flokks mjólk
Frá bœjarstjórnarfundi í gœr
MEÐAL mála, sem samþykkt
voru á bæjarstjórnarfundi í gær,
var fundargerð heilbrigðisnefnd-
ar frá 19. september. 1. grein
fundargerðarinnar var á þessa
leið:
„Að gefnu tilefni vill heil-
brigðisnefnd alvarlega áminna
Mjólkursamsöluna í Reykjavík
um að taka ekkj til gerilsneyð-
ingar mjólk, sem er í IV. flokki
við litprófun. Ennfremur minnir
heilbrigðisnefnd á, að ekki er
heimilt að taka til gerilsneyðing-
ar III. flokks mjólk, nema sýr.t
þyki, að ekki fáist að öðrum
kosti nægileg neyzlumjólk, enda
komi þá samþykki heilbrigðis-
nefndar til“.
Geir Hallgrímsson kvaddi sér
hljóðs og gerði grein fyrir þessari
samþykkt heilbrigðisnefndar. —
Kvað hann heilbrigðiseftirlitið
hafa með höndum daglegt eftirlit
með mjólk þeirri, er væri til sölu
í bænum og væru tekin sýnishorn
af henni, fyrst og fremst eftir
gerilsneyðingu en einnig jafn-
hiiða af umveginni mjólk. í júní
í sumar hefði komið í ljós, að
af 50 sýnishornum af geril-
sneyddri mjólk hefðu 9 verið göll
uð og 21 aðfinnsluverð eða sam-
tals 30 sýnishorn af 50 ýmist
gölluð eða aðfinnsluverð. Kvað
hann Mjólkursamsölunni þegar
hafa verið skrifað um málið, en
síðar hefðu þær aðfinnslur verið
ítrekaðar, þar sem árangur gagn-
rýninnar hefðj ekki komið í ljós,
og í september hefði áðurnefnd
áminning heilbrigðisnefndar ver-
ið samþykkt.
Þá minntist Geir á ummæli,
sem fram hefði komið í einu dag-
Stúdentakvöld-
vaka í Sjáífstæðis
húsinu
Á KVÖLDVÖKU stúdenta í Sjálf
stæðishúsinu í kvöld mun dr.
Björn Sigfússon, háskólabóka-
vörður lesa upp úr þýðingum sín-
um úr latínu umsagnir erlendra
manna um Island og íslendinga
á þóðveldistímanum.
Frú Þuríður Pálsdóttir og Guð-
mundur Jónsson óperusöngvarar
syngja einsöng og tvísöng og
fleira enn verður til skemmtunar.
Þar sem þetta er fyrsta kvöld-
vakan á haustinu er óhætt að
fullyrða að stúdentar muni fjöl-
menna.
blaðanna, að mjólkin í sumar
væri ekki verri en undanfarin
ár. Því miður kvað hann mjólk-
ina í sumar hafa verið lakari en
undanfarin ár og vitnaði í rann-
sóknir, sem gerðar hafa verið á
vegum heilbrigðiseftirlitsins rnáli
sínu til stuðnings. Þá sagði Geir,
að Mjólkursamsalan hefði sýnt
samvinnuvilja og vildi gera sitt
bezta til að koma í veg fyrir gaila
á mjólkinni og væru þeir gallar,
sem fram hefðu komið ef til vill
ekki Mjólkursamsölunni að
kenna, en þá kröfu yrði að gera
til Mjólkursamsölunnar, að hún
endursendj alla IV. flokks mjólk
skilyrðislaust og tæki hana alls
ekki til gerilsneyðingar. Tæki
það 20 mínútur að ganga úr
skugga um með litprófun, að
ekki væri um IV. flokks mjólk
að ræða, áður en vinnsla væri
hafin.
Geir kvað að lokum, að heil-
brigðiseftirlitið mundi fylgjast
vel með, að úr þeim göllum yrði
bætt, sem fram hefðu komið, því
að fátt væri nauðsynlegra en að
bæjarbúar ættu kost á heilnæmri
og góðri mjólk.
Skemmdir af völdum
skriðufalla kannaðar
Enn hefur fólk ekki flutt í þrjú hús
SEYÐISFIRÐI, 2. okt. — Eins og skýrt var frá í blaðinu sl. mið-
vikudag, féllu skriður ofan í Seyðisfjarðarkaupstað úr Stranda-
tindi þá um morguninn, eftir mikið regn. Fólk varð að flytja úr
allmörgum húsum út með firðinum og miklar skemmdir urðu á
mannvirkjum.
í dag voru skipaðir 3 menn til
þess að meta skemmdir þær, sem
orðið hafa af völdum skriðufall-
anna, og hafa þeir verið að störf-
um í allan dag. Ekki hafa þeir
enn lokið verki. Stærsta skriðan
Alþingismaður lýkur
lögfrœðiprófi
ÞRIÐJUDAGINN 23. september
lauk embættisprófum i lögfræffi
í Háskóla Islands. Meffal þeirra,
sem prófi luku var Ragnhildur
Helgadóttir, alþingismaffur. Hlaut
hún 1. cinkunn á prófinu. Er
þetta í fyrsta skipti, sem alþingis-
maffur lýkmr embættisprófi.
Frú Ragnhildur er 28 ára
gömul. Hún er gift Þór Vilhjálms-
syni, lögfræðingi, og eiga þau tvö
börn. Hefur hún því orffið aff
stunda heimili sitt jafnframt
námi sínu. En þar aff auki hefur
hún átt sæti á Alþingi síðan áriff
Embæfti landlœknis og
yfirlœknis á Kleppi augl.
til umsóknar
ÞAÐ mun hafa komið flestum á
óvart að heyra í gær tilk. frá
heilbrigðismálaráðuneytinu þess
efnis, að embætti landlæknis
væri þar með slegið upp lausu til
umsóknar, með umsóknarfresti
til 1. okt. 1959.
Vilmundur Jónsson, landlækn-
ir, sem gengt hefur því embætti
frá 1. október 1931, hafði beðið
ráðuneytið um að auglýsa em-
bættið nú þegar, en landlæknir-
inn verður sjötugur 28. maí n.k.
Mun landlæknir telja það hag-
kvæmara að hafa tímann sem
rúmasta fyrir væntanlegan eftir-
Þingsetning
á föstudag
FORSETI íslands hefur, að til-
lögu forsætisráðherra, kvatt
reglulegt Alþingi 1958 til fund-
ar föstudaginn 10. okt., og fer
þingsetning fram að lokinni guðs-
þjónustu. er hefst í dómkirkj-
unni kl. 13.30. —
Brezkur togari bilaður
og maður slasaður
Pó er ekki leitað hafnar
mann sinn, og í samráði við hann
mun ákveðið verða hvenær Vil-
mundur landlæknir lætur af
störfum.
í gær var yfirlæknisembættinu
við geðveikrahælið á Kleppi
einnig slegið upp með umsóknar-
fresti til 1. janúar. Forseti veitir
embætti landlæknis, en heilbrigð
ismálaráðherra embætti yfir-
læknis.
Margt merkra bóka
á listmunauppboði
I DAG heldur Sigurður Bene-
diktsson listmunauppboð í Sjálf-
stæðishúsinu og verða þar boðn-
ar upp 72 bækur. Verða bækurn-
ar til sýnis frá kl. 10—4 og kl. 5
hefst uppboðið.
Þarna verða á boðstólum
margar merkar bækur, og mun
sú verðmætasta vera „Agiætar
Fornmanna Sögur“, gefin út á
Hólum 1756. Af öðrum merkum
bókum má nefna Biskupasögur,
1. og 2. bindi, óskorið eintak,
gefið út í Khöfn 1856—78, Rauður
loginn brann eftir Stein Steinarr,
gefin út 1934, og Alþýðubókina,
Kvæðakver og í Austurvegi eftir
Halldór Kiljan Laxness, útg.
1929—1933.
BREZKI togarinn Loch Torridon
er bilaður út af Langanesí, segir
í fréttatilkynningu sem landhelg-
isgæzlan sendi frá sér í gær-
kvöldi. Hefur hann beðið frei-
gátuna Hardy um að verða dreg-
inn til hafnar, en herskipið hefur
ekki svarað þeirri beiðni.
Samkvæmt samtölum sem
heyrzt hafa, er einn af skipverj-
um á togaranum Loch Inver al-
varlega slasaður á báðum hönd-
um, en eigi hefur togarinn gert
sig líklegan til að leita hafnar
• enn sem komið er.
Kemur nú æ betur í ljós, hví-
líkum erfiðleikum það er bundið
fyrir brezku togarana að stunda
hér veiðar, án þess að geta leitað
hafnar.
Síðdegis í gær voru 12 brezkir
togarar að veiðum út af Önund-
arfirði innan 12 mílna markanna,
3 út af Horni og 5 út af Langa-
nesi. Vitað er um fjögur brezk
herskip hér við land, tundurspill-
ana Diana og Decoy og freigát-
urnar Ulster og Hardy. Síðast-
nefnda herskipið er á leiðinni á
miðin við Austfirði.
Rússarnir á
Ný j u-F ylkismiðum
MORGUNBLAÐIÐ hefur fregn-
aff, aff íslenzku togararnir séu nú
ekki lengur einir um hituna á
Nýjiu-Fylkismiffum. Þegar ís-
lenzku togararnir voru þar síffast
í mjög sæmilegri veiði voru kom-
in þangaff 7 stór rússnesk verk-
smiðjuskip og eitt minna. Stór
fiskiskip annarra þjóða, sem
stunda mikiff karfaveiðar höfðu
ekki sést á miffunum fram að
þeim tíma, en vart hafði orðiff
við nokkur smærri fiskiskip
Kanadamanna.
1956, er hún var kjörin þingmaff-
ur Reykvíkinga.
Frú Ragnhildur er fjórffa kon-
an, sem lýkur lögfræðiprófi viff
Háskóla íslands.
Ný embætta-
veiting Cylfa
MENNTAMÁLARÁÐHERRA
hefur skipað kennara frá Akra-
nesi, Hans Jörgenson, sem skóla-
stjóra Vesturbæjarskóla, en það
er barnaskóli fyrir 7—9 ára börn
og er til húsa í gamla Stýri-
mannaskólanum.
Þegar skólastjóraembætti þessu
var slegið upp, sóttu um það
fjórir kennarar og voru þeir
þessir: Helga Þorgilsdóttir, yfir-
kennari við Mélaskólann hér í
Reykjavík, Hans Jörgenson, kenn
ari, Akranesi, Skúli Þorsteins-
son, kennari, Reykjavík og Óskar
Finnbogason, kennari og prestur
Reykjavík.
Þegar fræðsluráð fjallaði um
umsóknir þessar, var þar sam-
þykkt með 3 atkvæðum að mæla
með því að Helga Þorgilsdóttir
fengi stöðuna. Eitt atkvæði hlutu
Hans Jörgenson og Skúli Þor-
steinsson. — Þá hafði fræðsluráð
einnig samþykkt til vara að mæla
með Óskari Finnbogasyni er
hlaut 3 atkv., en eitt atkvæði
hlutu Helga Þorgilsdóttir og
Hans Jörgenson.
féll á húsið „Skuld“. Mjög er erf-
itt um vik að rannsaka skemmd-
irnar sökum þess hve ógreitt er
að komast að húsunum fyrir aur.
Búizt er við að allt fólk, er flutti
burt á miðvikudaginn, muni aftur
flytja í hús sín í dag, nema þrjú
þeirra, „Skuld“, „Hörmung“ og
hús Haralds Johansens kaup-
manns.
Skemmdir miklar á vegum
Ekki er óttast um að frekari
skriðuföll verði að svo komnu
máli, því að í dag er rigning
mjög lítil og minnkað hefur í ám
og lækjum. Skemmdir urðu
nokkrar á vegum, þó skemmdist
vegurinn um Fjarðarheiði ekki.
Hins vegar urðu geysimiklar
skemmdir á Strandavegi, en hann
liggur út byggðina sunnan fjarð-
arins. Á mörgum stöðum á vegin-
um er mikil aurkyngi og er al-
gjörlega ófært út á Hánefstaða-
eyrar. — K.
Blökkusöngkona
í Þjóðleikhús-
kjallaranum
NÝLEGA er komin til landsins
blökkusöngkonau Jossie Pollard
og söng hún í fyrsta sinn í Þjóð-
leikhúskjallaranum í gærkvöldi.
Jossie Pollard er af suðurame-
rískum uppruna, en fædd í Nor-
egi. Hún byrjaði að dansa opin-
berlega 10 ára gömul en hefur nú
meira snúið sér að söng. Hún er
búsett í Svíþjóð og hefur sungið
í flestum borgum á Norðurlönd-
um og víðar í Evrópu, auk þess
sem hún syngur á plötur fyrir
Polydor, og kemur fram í útvarpi
og sjónvarpi. Hún syngur mest
negrasöngva og „blues“ auk ann-
arra dægurlaga, og hefur hvar-
vetna fengið góða dóma fyrir
söng sinn.
Fiðla send erlendum sér-
frœðingi til athugunar
VILHJÁLMUR S. VILHJÁLMS-
SON blaðamaður við Alþýðu-
blaðið, hefur nú undir höndum
gamla fiðlu, sem jafnvel gæti
verið ein þeirra, sem mestur og
beztur fiðlugripur er talinn,
nefnilega Stradivarius-fiðla. —
Mun Vilhjálmur hafa um það
milligöngu fyrir eigandann, en
foreldrar hans eru góðkunn-
ingjar Vilhjálms, að fiðlan
verði send út í lönd og
sérfræðingar þar athugi hvort
hér sé um Stradivariusfiðlu að
ræða eða ekki. Víst er að í botni
fiðlunnar, sem ber með sér að
vera handsmíðuð, er áritaður
seðill, sem segja má að beri inn-
sigli Stradivariusar, en þar stend-
ur einnig Made in Germany (bú-
in til í Þýzkalandi).
Fiðlueigandinn er ungur bif-
vélavirkjanemi, Tómas Hjalta-
son, Kvisthaga 21, en hann fékk
fiðluna að gjöf frá afa sínum,
Gunnlaugi O. Bjarnasyni prent-
ara, sem látinn er fyrir allmörg-
um árum, en hann hafði verið
mikill hljómlistarunnandi og
sjálfur spilað á fiðluna, en aftur
á móti kann Tómas ekki þá list
og hefur aldrei numið, þó hann
eitt sinn hafi haft á því nokkurn
hug.
Stradivariusarfiðlur eru nú
þvílíkir kostagripir, að eigi alls
fyrir löngu hafði slík fiðla verið
seld í Danmörku fyrir 100,000
danskar krónur!
Skákmótið
i Munchen
í 1. UMFERÐ á Olympíumótinu
í skák, sem hófst í Múnchen í
fyrradag, tefldu íslendingar við
Norðmenn, og fóru leikar þann-
ig, að Ingi R. tefldi við Ernst
Rojahn, sem hafði hvítt, og varð
skákin biðskák með betri stöðu
hjá Inga. Guðmundur Pálmason
og Vestöl gerðu jafntefli. Ofstad
vann Freystein Þorbergsson, en
Ingimar Jónsson og Lindblom
gerðu jafntefli.
íslendingarnir geta því náð
jöfnu ef Ingi vinnur biðskákina.
— f gærkvöldi tefldu fslending-
ar við íran. •