Morgunblaðið - 14.10.1958, Page 16

Morgunblaðið - 14.10.1958, Page 16
16 MORGVNBLAÐIÐ Þriðjudagur 14. okt. 1958 „Taktu hann bara með“, var eina svarið sem Warden gaf, þeg- ar hann var spurður álits að við- talinu loknu. Og það hafði Shears líka gert. Við nánari umhugsun hafði h-ann verið hæstánægður með svör unga mannsins. Hann tortryggði alltaf þá menn er yfir- mátu sjálfa sig, jafnvel enn meira en hina sem liðu af vanmáttar- kennd. Stundarkorn störðu þeir á upp- dráttinn, meðan Joyce benti þeim á brýrnar og lýsti hverri einstakri mjög náið. í'eir Shears og War- den hiustuðu með ýtrustu athygii forvitnir og eftirvæntingarfullir, enda þótt þeir þekktu nú þegar inntak þeirrar skýrslu sem Joyce gaf þeim. Brýr vöktu ávallt ástríðufullan áhuga hjá hverjum liðsmanni í Herdeild 316, áhuga sem var nánast yfirnáttúrlegs eðlis. „Þetta eru bara litlar göngu- hrýr, sem þér eruð að lýsa, Joyce. Munið að við viljum verð- ugra viðfangsefni". „Ég gat þeirra einungis til þess að hressa upp á mitt eigið minni. Eftir því sem ég bezt fæ séð þá eru bara þrjár brýr sem vert er að athuga nánar". I>að var ekki sama hvar og hvernig brýrnar voru. Fyrst og fremst hafði Green ofursti skip- að svo fyrir, að þeir skyldu ekki vekja grunsemdir hjá Japönunum áður en búið væri að fullgera járn brautarlínuna, með því að sprengja upp eitthvert tiltölulega þýðingarlítið mannvirki. Hann hafði því ákveðið að flokkurinn skyldi fyrst um sinn halda kyrru fyrir í fylgsni sínu og láta sér nægja að bera saman og yfirfara þær upplýsingar sem honum barst frá innfæddum útsendurum. „Það væri heimskulegt athæfi að eyðileggja allt með því að sprengja upp örfáa flutnínga- vagna, bara að gamni sínu“, sagði hann stundum í þeim tilgangi að halda óþreyju félaga sinna í skefjum. — „Við viljum að byrj- unar-aðgerðir okkar verði áhrifa- í Reykjavík, Freyjugötu 41 (inngangur um norðurdyr). Innritað og raðað í teikni- og föndurdeildir barna í dag og á morgun kl. 6—7 e.h. Kennsla hefst fimmtu- daginn 16. þ.m. Sími 11990. DUGLEGA SENDISVEINR vantar okkur nú þegar á ritstjórna- skrifstofuna kl. 10—6. Aðalstræti 6 — Sími 22480. ríkar og árangursmiklar. Slíkt myndi auka hróður okkar í land- inu og gera okkur að hetjum í augum Síamanna. Við skulum bíða rólegir þar til járnbi'autai’- lestirnar fara að bruna eftir nýju brautarteinunum". Úr því að það var einlægasti ásetningur hans að hefja aðgerð- iinar á „áhrifaríkan og árangurs- fullan hátt“, þá var það aug- Ijóst mál að hinar þýðingarminni brýr komu ekki til grein.-.. „Joyce hefur rétt fyrir sér“, sagði Warren stuttlega, eins og honum var tamast. — „Það eru aðeins þx'jár brýr sem til greina geta komið. Ein þeirra er hjá þriðju hei'búð“. „Ég er hræddur um að við verð um að láta hana bíða betri tíma“, sagði Shears. — „Það verður ekki gert áhlaup á slíku bersvæði. Auk þess er landið þar mjög flatt og árbakkaxnir lágir. Það yrði því mjög auðvelt að gera við skemmd- irnar“. „Önnur brúin er hjá tíundu her búð“. „Hún er vissulega athugunar- verð. En svo illa vill til að hún er í Burma, þar sem við njótum engr ar aðstoðar hjá innfæddum fylgis mönnum. Auk þess. . . .“. „Þriðja brúin, sir“, sagði Joyce og gerði sér alls enga grein fyrir því að hann var að grípa fram í fyrir foringja sínum. — „Þriðja brúin liggur yfir Kwai-fljótið. —- Þar er um engar slíkar tálmanir að ræða. Fljótið er um fjögur hundruð fet á breidd, með mjög háa og bratta bakka. Það er að- eins tveggja eða þriggja daga ganga þangað. Landið er mjög strjálbyggt og skógi vaxið. Við gætum komizt þangað, án þess að nokkur sæi til ferða okkar. Jap anirnir vanda sig alveg sérstak- lega við smíði þessarar brúar. — Hún er stærri en allar hinar brýrnar, með fjórum stólparöð- um. Þetta er þýðingarmesta fx-amkvæmdin á allri línunni og sú bezt staðsetta". „Þú virðist hafa kynnt þér skýrslur aðstoðarmannanna okk- ar alveg sérstaklega vel“, sagði Shears með illa dulinni aðdáun í rómnum. „Þær eru mjög ljðsar og greini- legar, sir“, sagði Joyce með ákafa. — „Mér virðist helzt að.. . .“ „Ég þykist skilja að brúin yfir Kwai-fljótið sé vel athugunai'- verð“, sagði Shears um leið og hann leit aftur á uppdráttinn. — „Skilningur þinn er hreint ekki svo þokukenndur, af byrjanda að vera. Við Green ofursti vorum þegar búnir að veita þessum sér- stöku vegamótum athygli. En vitneskja okkar er enn ekki nægi- lega fullkomin. Og svo kunna að vera aðrar brýr, sem auðveldara er að fást við. Og hvað er smíði þessarar furðulegu brúar langt komið, Joyce? — þessarar brúar sem þú talar um eins og þú værir nú þegar búinn að sjá og gerskoða með eigin augum. 13. Verkinu miðaði vel áfram. — Brezki hermaðurinn er í eðli sínu starfsmaður og afkastamikill og sættir sig við strangan aga, án þess að mögla, svo framarlega sem hann ber traust til liðsfor- ingjanna, yfirboðara sinna. Hermennirnir í Kwai-búðunum vii-tu Nicholson ofursta og báru traust til hans — og hver hefði ekki gert það eftir hina hetjulegu mótspyrnu hans? Auk þess gaf það verk sem þeim var falið að framkvæma, ekki mikinn tíma um- fram til umhugsunar. Eftir stutt- an tíma úri'æðaleysis og efasemda, meðan þeir voru að reyna að gera sér ljós hin raunverulegu áform ofurstans, höfðu þeir hafizt handa, staðráðnir í því að sýna verkhæfni sina og smíðakunnáttu, á sama hátt og þeir höfðu áður sannað kænzku sína og skarp- skyggni sem skemmdarverkamenn og spellvirkjar. Nicholson ofursti hafði gert ráð stafnir til þess að fyrirbyggja all an hugsanlegan misskilning. — 1 fyrsta lagi með því að halda ræðu, þar sem hann útskýrði mjög Ijóst og nákvæmlega fyrir mönnum sín um, hvers af þeim væri vænzt og krafizt. 1 öðru lagi með því að veita nokkrum þrjózkufullum ein- staklingum mjög harða refsingu. Þessar aðgerðir virtust, þótt harð ■ar væru, gerðar í svo góðri mein- ingu, að jafnvel sjálf fórnardýr- in erfðu það ekki við hann, nema allra fyrst. „Trúið mér, ég þekki þessa ná- unga betur en þér“, var hið stutt- aralega svar ofurstans, þegar Clipton gerðist svo djarfur að mótmæla verkinu, sem hann áleit mikils til of erfitt fyrir menn er voru vannærðir og heilsuveilir. — „Það hefur tekið mig þrjátíu ár ■að þekkja þá til hlítar. Ekkert ér jafnhættulegt siðferðinu og að- gerðaleysi. Herdeild sem er að- gerðalaus og lætur sér leiðast, Clipton, er herdeild sem er fyrir- fram dæmd til að bíða algeran ósigur. Látum þá ganga iðju- lausa og við munum sjá hvei-nig óhollur andi þróast á meðal þeirra, deyfð, áhugaleysi og óánægja. En ef þeir hafa nóg að starf-a þá munu þeir verða hraustir og ham ingjusamir". „Verið glaðir og hamingjusamir í vinnu ykkar“, tautaði Clipton. „Einhvern veginn þannig hljóðaði kjörorð Yamashita hershöfð- ingja“. „Og það er hreint ekki jafn fráleitt og maður gæti haldið, Clipton. Við ættum ekki að hika við að tileinka okkur hverja þá kenningu óvinanna, sem á annað borð reynist góð og gild. Ef ekk- ei't verkefni hefði verið til handa mönnunum, þá hefði ég fundið upp eitthvert starf hand-a þeim. En nú höfum við brúna“. Clipton datt ekki í hug nein orð sem túikað gætu tilfinningar hans nógu greinilega og endurtók því ólundarlega: — „Já, nú höfum við brúna“. Hvað sem öðru líður, þá höfðu brezku hermennirnir snúizt önd- verðir gegn hegðun þeirx-i og breytni sem kom í bága við með- fædda hneigð þeirra til að leysa hvert verk vel og samvizkusam- lega af höndum. Að þeirra dómi c r l c ó 1) rkús, Sirrí og Monti kalo „ kvöklið út á sléttuna. i>ar söngurinn í fulium rangi. „Markús, þú verður að ná nokkr uih myndum af þessu. Litbrigðin eru svo falleg". „Já, það skal ég sannarlega gera“. 2) Meðan Markús er að tak* myndirnar, fer Andi að snuðra í kringum kofana, þar sem all margir menn eru í ilmandi gufu- baði. var öll skemmdarstarfsemi og spellvirki fyrst og fremst óþægi- leg og ógeðfelld skylda, jafnvel áður en ofurstinn skarst í leikinn og sumir þeirra höfðu ekki einu smni beðið eftir skipunum hans, áður en þeir fóru að nota vöðva sína og yerkfæri með samvizku- semi og skyklurækni. Það voru hin eðlilegu viðbrögð þeirra, sem vestrænna manna, að launa dag- legt brauð með hollustu og heið- arlegri vinnu. Og hið engilsax- neska blóð þeirra hvatti þá til að helga alla starfsorku sína ein- hverju traustu og haldgóðu. Of- urstinn hafði ekki vaðið jafn- blint í sjóinn og Clipton hafði haldið. Hið nýja stjórnarfyrir- komulag hans leiddi til siðferðis- betrunar. Þar sem japönsku hermennirnir eru ekki síður agaðir en þeir brezku og vegna þess að Saito hafði hótað að hengj-a menn sína, ef þeir reyndust ekki betri verk- menn en hinir brezku, hafði lagn- ing beggja brautarteinanna geng- ið bæði fljótt og vel, jafnframt því sem kof-ar nýju herbúðanna höfðu verið reistir og gerðir íbúðarhæfir. Um sama leyti hafði Reeves lagt síðustu hönd á upp- drætti sína og afhent Hughes majori þá, sem þar með var tekinn við ráðum og veitt og veitt tæki- færi til að sýna hvers hann ;æri megnugur. Sökum skipulagshæfi- leika hans, hernaðarlegrar þekk- ingar og reynslu í því að stjórna mönnum þannig, að starfsorka þeirra nýttist sem allra bezt, gengu framkvæmdirnar undir hans stjórn mjög vel, allt frá upphafi. Það fyrsta sem Hughes gerði, var að skipta mönnunum niður í sérstaka vinnuflokka og ætla hverjum flokki sitt sérstaka starf, þannig að meðan einn hópurinn var önnum kafinn við að fella tré, þá var annar að jafna trjá- bolina og sníða þá til, sá þriðji að smíða bitana, en stærsti og fjöl- mennasti flokkurinn annaðist flutning stólpanna og margir fleiri voru að vinna uppi á yfir- byggingunni og pallinum. í sum- um flokkunum — og þeim sem ekki voru þýðingarminnstir að dómi Hughes sjálfs — voru nær einvörðungu sérfræðingar í fi'am- kvæmdum sem þeim að smíða bruarpalla, flytja byggingarefni og sjá um að verkfærin héldust í nothæfu ástandi. Slík verkaskipting var viturlegt spor og reyndist mjög góð og árangursrík, eins og alltaf ef hún er ekki látin ganga út í gagnstæð- ar öfgar. Jafnskjótt og kominn var hlaði af plönkum og fyrstu ajlltvarpiö Þriðjudagur 14. oktúber: Fastir Iiðir eins og venjulega. 19,00 Þingfréttir. 19,30 Tónleikar: Þjóðlög frá ýmsum löndum (plöt- ur). 20,30 Erindi: Gerðardómar í milliríkjamálum og- Alþjóðadóm stóltinn í Haag, — siðax'a erindi (Jón P. Emils lögfræðingur flyt- ur). 20,55 Tónleikar: Inngangur og tilbrigði op. 160 eftir Schubert. Hubert Barwasher leikur á flautu og Felix de Nobel á píanó. 21,30 Útvarpssagan: Útnesjamenn II (séra Jón Thorarensen). 22,10 Kvöldsagan: Presturinn á Vöku- völlum XXI. (Þorsteinn Hannes- son les). 22,30 Lög unga fólksins (Haukur Hauksson og Hjördís Sævar). 23,25 Dagskrárlok. Miðvikudagur 15. október: Fastir liðir eins og venjulega. 12,50—14,00 Við vinnuna, tónleik a. af plötum. 19,00 Þingfréttir. 19,30 Óperulög (plötur). 20,30 samfelld dagskrá frá Híbýla- og tómstundasýningunni (Æskulýðs- ráð Reykjavíkur sér um dag- skrána). 21,20 Tónleikar: Arthur Rubinstein leikur píanóverk eftir Chopin (plötur). 21,30 Kímnisaga vikunnar: „Sjálfsmorðingjarnir í Dimmugötu". — Einar H. Kvai-an þýddi (Ævar Kvaran leikari). —• 22,10 Kvöldsagan: „Preeturinn á Vökuvellum" XXII. (Þorsteinn Hannesson Im). 22,30 Létt i«g (pbiUr). 20,00 Dagakrájriok.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.