Morgunblaðið - 25.10.1958, Side 8

Morgunblaðið - 25.10.1958, Side 8
B MORGTINfíT. 4 Ð 1 h Laugardagur 25. okt. 1958 l Utg.: H.f. Arvakur. Reykjavlk. Framkvæmdastióri: Sigfús Jónsson. Aðairxtstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá V:sm Einar Asmundsson. Lesbók: Arni Ola. símx ?.J045 Auglýsingar: Arnj Garðar Krxstmssoi. Ritstjórn: Aðalstrætj 6. Auglýsingar og aígreiðsla: Aðalstræti 6 Sími 22480 Askriftargjald kr 35.00 á mánuði innanlands 1 lausasölu kr. 2.00 eintakið. NÝ RÁÐSTEFNA VERÐUR ÁKVEÐIN' AÐ voru mikil tíðindi vafin inn í annað efni er utan- ríkisráðherra, Guðinund- ur í. Guðmundsson flutti þjóð- inni í útvarpserindi sínu um SameinuðU þjóðirnar í fyrra- kvöld. Innan um almennan og nýjabragðslítinn fróðleik um Sameinuðu þjóðirnar og störf þeirra, ræddi utanríkisráðherra um tilraunirnar á vagum Sam- einuðu þjóðanna „til að mynda almennar alþjóðareglur um víð- áttu landhelgi og fiskveiðilög- sögu.“ í því sambandi sagði hann: „Hugmyndin um að alisherjar- þingið finni efnislega lausn á málinu fær ekki undirtektir, næst um allar þjóðir vilja nýja ráð- stefnu og treysta henni betur en þinginu. Tvímælalaust er því að það eitt gerist að ný ráðstefna verður ákveðin. Spurningin er, hvenær hún verður og hvar hún verður." Þessi fregn er þess eðlis, að oft hefur verið skýrt frá minni tíðindum í sérstakri ræðu ráð- herra eða fréttatilkynningu því að þarna segir Guðmundur í. Guðmundsson frá því, að aðal- erindi hans á þing Sameinuðu þjóðanna hafi mistekizt. Hann hefur ekki haft erindi sem erfiði. ★ Frá erindj sínu skýrði utanríkis ráðherrann í viðtali við Alþýðu- blaðið hinn 13. sept. „Við munum berjast fyrir því á allsherjarþingi Sameinuðu þjóð anna, sem hefst í New York eftir helgina, að þingið setji ótvíræðar reglur fyrir aliar þjóðir um 12 mílna fiskveiðitakmörk. — — — er það sjálfgert að landhelgismál íslands kemi til umræður. Höfum við búið okkur undir það og þegar skýrt frá þeirri stefnu okkar, að allsherjarþingið eigi nú að setja almennar reglur íyrir allar þjóðir fyrir almenna fiskveiði- landhelgi og önnur atriði, sem Genfarfundurinn ekki gat af- greitt, en fresta þessu ekki enn eða vísa til nýrrar ráðstefnu." Ýmsir þ. á. m. Morgunblaðið höfðu skilið yfirlýsingu utanríkis ráðherrafundar Norðurlanda í Kaupmannahöfn, skömmu áður svo, að íslenzka stjórnin væri fús að leggja landhelgismáiið fyiir nýja alþjóðaráðstefnu. Utanríkis- ráðuneytið gaf hinn 10. september sl. út fréttatilkynningu þessu til leiðréttingar, þar sem sagt var: „Eftir Genfarráðstefnuna verð- ur því ekki lengur haldið fram, að sérfræðingar hafi ekki fjallað nægilega um málið, og er því þýðingarlaust að vísa málinu til frekari sérfræð- ingaráðstefnu. — — — Það mun því verða tillaga fs- lands, að þing Sameinuðu þjóð- anna, sem nú er að hefjast, vísi málinu ekki til sérstakrar ráð- stefnu, heldur afgreiði það sjálft“. Yfirlýsing utanríkisráðuneytis- ins var ekki látin duga heldur herti utanríkisráðherra sjálfur á henni með tilvitnuðum orðum. Stuðningsblöð ráðherrans gerðu og mikið úr þeim mun, sem væri hér á. Þjóðviljinn réðist t. d. harðlega á Morgunblaðið fyir skilning þess á Kaupmanrahafn- artilkynningunni og saKfði það um, að flytja „enn eiau sinni ósannar fréttir um landhelgis- mál íslendinga". Sjálfur sagði Þjóðviljinn með stórum stöfum: „íslendingar andvígir sérstakri ráðstefnu um landhelgismál“. ★ Yfirlýsingarnar um, að íslend- ingar væru andvígir sérstakri ráð stefnu og mundu berjast fyrir því, að málið yrði leyst á sjálfu alls- herjarþinginu, er hið eina, sem heyrzt hefur um ráðagerðir stjórnarinnar til lausnar málinu, en um þær yfirlýsingar hafði hún ekkert samráð við Sjálfstæðis- menn. Bjarni Benediktsson sagði í ræðu hinn 14. september, að ó- ljóst væri, hvað vekti fyrir stjórn inni með því að taka málið á þennan veg fyrir Sameinuðu þjóðirnar. Hann taldi, að varhuga vert gæti verið að láta málið „verða eitt af samningsatriðum stórþjóðanna í valdaþrátefli þeirra innan Sameinuðu þjóð- anna“. Þar kynni málið að verða komið undir atvikum, okkur og málinu gersamlega óvið komandi. í ræðu sinni á Stúdenta félagsfundi 28. september sagði Ólafur Thors: „Stjórnin verður að sættast innbyrðis heilum sáttum. Við Sjálfstæðismenn erum fúsir að jafna allan ágreining um málið. Eftir það eiga menn að ræðast við í fullum trúnaði og einlægni en lúta síðan vitrustu manna yfir- sýn, um hvað hyggilegt sé að að- hafast. Ég tel mér réttast á þessu stigi málsins að fullyrða ekkert um, hvort æskilegast væri að Haag- dómur, ný ráðstefna eða allsherj- arþingið geri út um málið, ef um það eitt væri að velja.“ Tíminn svaraði með skætingi í garð Ólafs og flokksmanna hans, nær helmings þjóðarinnar, og sagði t. d. hinn 3. október: „Það hefur verið stefna rikis- stjórnar íslands, allt frá uppliafi og eins meðan Sjálfstæðisflokkur inn átti aðild að ríkisstjórn, að allsherjarþingið sjálft ætti að setja alhliða reglur um stærð fisk veiðilandhelgi, og sýnir bað bezt stefnuleysi íhaldsins, að Ólafur skuli nú telja sérstaka ráðstefnu meðal þeirra möguleika, sem til greina komi að ísland aðhyllist.“ ★ Ekki verður dulið með vafning- um né tali um samúð manna ,á allsherjarþinginu með málstað ís lands, að tillaga íslenzku ríkis- stjórnarinnar „fékk þar ekki und- irtektir“. Nú er vissulega timi til þess kominn að ríkisstjórnin taki upp aðra starfshætti, en hún hefur haft. Hætta verður pukri og sundrungu en vinna að málinu af sönnum einhug. Nú blasir það við að málinu er skotið á frest um óákveðinn tíma. Utanríkisráðherra getur ekkert ákveðið sagt um það, hvenær hin nýja ráðstefna verður kölluð sam an. Ótvírætt er, að hún leiðir ekki málið til lykta fyrr en ein- hvern tíma á næsta ári í fyrsta lagi. Þess vegna má það ekki lengur dragast, að hafin verði alvarleg íhugun þess hvað gera skuli til að tryggja sigur okkar, og hvernig draga megi úr eða forða frá þeim voða, sem yfir vofir á fiskimiðunum í vetur, UTAN IIR HEIMI Picasso kaupir gamla höll í Frakklandi PICASSO hefur jafnan verið tal-j herbergi. Hann hyggst ekki setj- inn mjög hliðhollur kommúnist- ast að í höllinni fyrr en eftir um, þó að hann sé vafalítið ein-1 mánuð eða svo, þar sem koma við lagfæringar muni verða sem nemur allt að 3 millj. ísl. kr. 1 nágrenni við hann verður önnur stjarna á himni listarinnar, ör- eigamálarinn Bernard Buffet, sem einnig á stórt óðal í hérað- inu. Hér sést Picasso ræða við Brigitte Bardot, sem sótti hann eitt sinn heim, þar sem hana langaði til að kynnast listamanninum af eigm raun. hver auðugasti listmálari í heim- inum. Hann hefur nú keypt sér höll í Aix-en-Provence í Frakk- landi. Er höllin frá 15. öld og heitir Chateau de Vauvenargues. Picasso fær þarna til umráða 40 þarf miðstöðvarkerfi fyrir í hús- inu og gera ýmsar breytingar á því. Sagt er, að hann hafi greitt sem nemur 8 millj. íslenzkra króna fyrir höllina og kostnaður ★ ★ Ýmislegt hefur drifið á daga þessarar gömlu hallar, sem Picasso hefur nú keypt. Pétain marskálkur gisti þar einu sinni. Síðar fengu flóttamenn frá Elsass húsnæði þar. Áður en Picasso keypti höllina, var þar Farfuglaheimili. Höllinni tilheyr- ir víðáttumikil landareign. Þar að auki getur svo farið, að með hallarkaupunum geti þessi 77 ára gamli listamaður fengið mark- greifanafnbót og orðið markgreif inn af Vauvenargues. Henri Le- gendre, lögfræðingur í París, sem annaðist kaupin fyrir Picasso, segir: Samkvæmt kon- unglegum úrskurði frá 1721 á eigandi hallarinnar rétt á mark- greifanafnbót. Afkomendur hans eiga einnig rétt á að bera þá nafn bót. Einn af leiðtogum franskra aðalsmanna, de Vallons mark- greifi, fullyrðir hins vegar, að lögfræðingurinn fari með rangt mál. Picasso muni aldrei geta keypt sér franska aðalsnafnbót. Fegursti köttur PARÍS, 22. okt. — í dag hófst serstæð fegurðarsamkeppni hér í borg. Keppt er um titilinn „Feg- ursti köttur heims“. Sem vænta má hafa margir kettir verið skráðir til keppninnar og voru um 400 þeirra frá Evrópulönd- um og lengra að mættir til leiks. Hér mun aðeins keppt um snoppufríðleika og fagran lima- burð, en ekki aðalsmerki katt- arins: Hve snjall hann er að veiða mýs. Akse' Larsen í Aksel Larsen hefur nú verið sviptur formennsku í kommún- istaflokknum danska. Búizt er við að hann verði rekinn úr flokkmim á næsta flokksþingi, sem kemur saman hinn 31. okt. Mikill valdamaður frá Kreml mun sækja fundinn til þess að gefa dönsku kommúnistunum „réttu línuna“ og starfsmenn rúss neska sendiráðsins í Höfn eru nú þaulsætnir á áheyrendabekkjum danska þingsins og fylgjast vel með hverri hreyfingu danskra kommúnistaforingja. Þessi mynd af Aksel Larsen vakti geysi- athygli í Danmörku í vikunnri. Hún er tekin að lokinni leiksýn- ingu á sviði Aveny-leikhússins. Einn af fremstu leikurum Dana, Osvald Helmuth, leikur böðulinn, en Larsen er í snörunni. Segir hann, að þessi stilling sé rétt mynd af pólitískri afstöðu hans. Sjálfur kom Larsen með ljós- myndarana með sér og lét dreiía myndinn til dönrsku blaðanna. Hóta að ræna sendiráðsmanni HABANA, 22. okt. — Lögreglu- vörður er nú við brezka sendi- ráðið þér eftir að uppreisnar- menn hafa hótað að ræna hverj- um þeim brezkum sendiráðs- manni, sem þeir komast í færi við, vegna þess að Bretar seldu Batista nokkrar orrustuþotur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.