Morgunblaðið - 25.10.1958, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 25.10.1958, Qupperneq 9
Laugardagur 25. okt. 1958 M O R C V 1S Jt L 4 n 1 Ð D Ávarp forseta íslands á degi Sameinuðu Jbjóðanna i gær Það getur enginn staðið einn Án alþjóðasamstarfs væri fiskveiðamálum okkar ekki komið i jbað horf, sem nú er ENN minnumst við dags hinfta Sameinuðu þjóða,. og að þessu sinni eftir þrettán ára starf. Þó ég hafi oft áður orðið til þess að minnast afmælisdagsins, þá er mér ekki óljúft að halda því áfram, enda þótí ýmsum kunni að finnast lítið um nýmæli. Saga þessara þrettán ára var rakin í gær, lýst hinum margvís- legu starfsgreinum, og sérstak- lega gerð grein fyrir skiptum Is- lands og hinna Sameinuðu þjóða í landhelgismálum. Ég mun í þessu stutta ávarpi gera mér far um að forðast endurtekningar. Samt vil ég taka undir það, að hinum Sameinuðu þjóðum hefir til þessa auðnazt að sefa deilur, takmarka og stöðva styrjaldir, og þannig forða því, að hin þriðja heimsstyrjöld brytist út. anum er beitt í stað vitsmuna. Kalt stríð nálgast stundum frost- markið og spennan háspennu. Ótti, óvild og þótti heyja ein- vígi við mannúð og friðarvon í huganum og þjóða á milli. Það eru umbrotatímar, og ekki sjá- anlegt hvenær linnir. Yettvang- ur hinna Sameinuðu þjóða gefur helzt von á slíkum tímum. Til- vera og starf þessa allsherjar- og alþjóðaþings er viðurkenning á þeim hugsjónum friðar og bræðralags, sem hjartað þráir. Hin mikla nauðsyn alþjóða- samstarfs liggur í augum uppi. Jörðin er orðin lítil. Allar fjar- lægar álfur eru nú einn sam- felldur heimur, og þjóðirnar í kallfæri og skotfæri hver við aðra. Þotur og skeyti fara hrað- ar en jörðin snýst og kjarnork- an, leyst úr læðirigi, getur vald- ið Ragnarökum. Heimsendir hef- ir víst aldrei áður verið svo ná- lægur. Afvopnun er hið mikla viðfangsefni hinna Sameinuðu þjóða, og þó hefir vígbúnaður aldrei verið meiri en nú. Það vinnst vonandi eitthvað á vegna sameiginlegrar hættu. En eina ráðið, sem dugar, er að leysa þann ágreining, sem veldur her- væðingunni. Ef það er unnt, að leysa ágreiningsmálin á alþjóða- þingi, þá hverfur hervæðingin, jafnvel af sjálfu sér. Ég vil ekki láta skilið við þetta mál svo, að minnast ekki hins Ana viðfangsefnis, sem íslend- ingar hafa sótt á þingi hinna Sameinuðu þjóða af kappi. Þar fluttu þeir tillögu sina um al- þjóðaathugun á fiskveiðaland- helgi gegn nokkurri mótspyrnu. En fyrir tilstilli hinna Samein- uðu þjóða, er þeim málum nú svo langt komið, að vísast verð- ur innan skamms boðað, í ann- að sinn, til ráðstefnu, eftir til- lögu framkvæmdastjórans, um lausn landhelgismálanna á al- þjóðavísu. Sú ein leið er til fram- búðar. Er þetta eitt af þeim miklu viðfangsefnum, sem ætla má, að hinar Sameinuðu þjóðir séu umkomnar að leysa, og virð- ist sá undirbúningur, sem þegar er orðinn gefa góðar vonir. Án alþjóðasamstarfs væri fiskveiða- málum okkar ekki komið í það horf, sem nú er. Megum við vissulega minnast þess á þessum minningadegi. Það getur enginn staðið einn eins og nú er komið í þessum heimi. jafnvel ekki hinar öflug- ustu þjóðir. Öllu lífi fylgir á- hætta, en sá vísir til alþjóða- samstarfs og friðar, sem vér nefnum hinar Sameinuðu þjðð- ir, er líklegastur, af þeim leið- um, sem nú eru sjáanlegar til að fullnægja þeirri þrá og von, sem lifir í mannsins hjarta, um frið, frelsi og íarsæld. Það er vandalaust að segja og sanna, að hinar Sameinuðu þjóðir full- nægja ekki þeirri hugsjón, sem stefnt var að á síðasta ári áður en heimsstyrjöld lauk. Aðhaldið fór minnkandi, þegar sameigin- legur óvinur var sigraður. En vonin lifir og leitar í sama far- veg. Raunveruleikinn er sjaldn- ast samur við hugsjónina. Því ættu mannanna börn að vera far- in að venjast. Hinar Sameinuðu þjóðir eru engin undantekning. En þær eru samt einn skírasti votturinn um það, að hin innri rödd, sem kallar á frið og bræðra lag, þagnar aldrei, þó vopna- gnýr stundum yfirgnæfi. Kjörorðið í dag í minninga- ræðum meðal áttatíu þjóða er þetta: Gerum okkur far um „að lifa saman í friði, sem góðum nágrönnum sæmir“. Þessi um- mæli standa í stofnskránni, og Guð gefi þeim sigur. Þó eru hinar Sameinuðu þjóð- ir ekkert alþjóðaþing, með lög- gjafar- og framkvæmdavaldi. Til þess stóðu máske vonir í upp- hafi, en reynslan hefir orðið hugsjóninni yfirsterkari. Það er gömul mannkynssaga. Öryggis- ráðið sjálft reynist óstarfhæft, þegar mest á ríður og hin stærri mál fá ekki afgreiðslu á Allsherj- arþingi nema með tveim þriðju hlutum atkvæða. Umræður eru miklar, og sturidum engin ákvörð un, og þó ákvörðun sé tekin, þá er stundum engin framkvæmd. Hinar Sameinuðu þjóðir gera ályktanir, sem eru áskoranir, og við þeim tekur framkvæmda- stjórinn, Dag Hammarskjöld og hans liðsmenn. Hann er dugandi maður, og nýtur almenns trausts, en hefir engar herdeildir að baki. Hann er hvorki Alexander mikli né Napóleon. Yfir þessu starfi er enginn glampi af gömlum keisarasögum. Það er allt annars eðlis, umræð- ur, ályktanir, óskir og ódrepandi von um árangur. í umræðunum standa fulltrúar þjóðanna aug- liti til auglitis og flytja sitt mál. Ég var þar nokkrum sinnum á þingi til viðkynningar, og fannst oft ræðurnar vera heimagerðir fyrirlestrar, áróður fyrir alheimi, en ekki til þess fluttar, að hlíta réttum rökum til sátta. En þetta þekkjum -við víðar í smærri stíl. Við skulum ekki ímynda okkur. að heimsmálin verði leyst til fullnustu meðan nágrannar og samlandar herja hver á annan án sáttfýsi. En þó eru þessar umræður mikilvægar, og orka meiru en sést á yfirborðinu. Á þingi hinna Sámeinuðu þjóða hittast áttatíu þjóðir, sem að öðrum kosti myndu ekki talast við, margar hverjar. Umræður og ályktanir hafa ekkert framkvæmdarvald að baki, en þær skapa oft al- menningsálit, alþjóðaálit, sem jafnvel voldugar þjóðir skirrast við að ganga í gegn. Þó aflið skorti, þá valda hyggindi meiri árangri en verður skrásettur. Við skulum ekki vanmeta hin óbeinu áhrif þessa alþjóðaþings. Um- ræðurnar, ályktanir og viðleitni framkvæmdastjórnarinnar, aðal- ritarans og hans fólks er ekki úrslitaafl, en þó starf, sem ekki má ári vera. Viðræðum og sátta- umleitunum er aldrei ofaukið. Við skulum þar fyrir ekki gera lítið úr erfiðleikunum. Tvær heimsstyrjaldir og miklar bylt- ingar hafa ekki bætt mannkyn- ið. Kenningin um hina sjálf- gengu framþróun, sem við vor- um uppalin í fram að hinni fyrri styrjöld, er ekki lengur nefnd á nafn. Grimmd og hörmungar, sem við héldum að tilheyrði eldra og lægra þorskastigi, hafa gengið yfir mannkynið. Manns- lífið er víða lítils virt. Áróður er harður, og hættulegur því lýðræði, sem við trúum á. Hnef- Börnin skulu vera hér kyrr hjá fósturforeldrum sinum Dómur i Hæstarétti tveim börnum, sem i í HÆSTARÉTTI er genginn dómur í miklu og merkilegu máli. Um er að ræða, hvar skulu vera tvö þýzk börn, sem h'ónir. að Hurðarbaki í Reykholtsdal tóku í fóstur, eftir að móðir þeirra, sem var þýzk, dó. Faðir þeirra var íslenzkur. Foreidrar móður barnanna gerðu kröfu til þess að fá börnin og sem aðili í þeirri viðleitni fyrir dómstó’un- um hér var barnaverndarnefnd- arstofnun í heimabæ hinnar látnu móður barnanna, Eckernförde í Vestur-Þýzkalandi, þar sem for- eldrar hennar búa, en þau bjuggu áður í Austur-Þýzkalandi. — Þeirra talsmaður hér og fyrir réttinum var Gústaf A. Sveins- son hrl. Mótaðilar í málinu voru faðir barnanna Sveinbjörn Þor- steinsson, og Bjarni Þorsteins- son og kona hans, Sigríður Sig- urjónsdóttir, að Hurðarbaki í Reykholtsdal. Þeirra talsmaður var Magnús Thorlacius hrl. — í Hæstarétti urðu úrslit máisins þau, að dómendur allir töldu að börnin ættu hér að vera. Munnlegur málflutningur í Hæstarétti stóð í þrjá daga. — í dómi Hæstaréttar eru málsatvi'k rakin ýtarlega áður en dómurinn gerir grein fyrir forsendum þeim sem byggt er á, en í dómnum segir m. a- á þessa leið: Aðdragandi málsins Hinn 8. júní kom til íslands stúlkan Gundela Luise Deutsch- lánder, fædd 30. september 1925, frá Eckernförde í Vestur-Þýzka- landi, þar sem foreldrar hennar höfðu tekið sér aðsetur eftir flutning frá Austur-Þýzkalar.di. Vistaðist hún til landbúnaðar- starfa að Hurðarbaki í Reykholts- dalshreppi í Borgarfirði til með- áfrýjanda, sem þar búa. Dvaldist hún þar og á öðrum stað í Borgar- firði til vors 1951. Á þeim tíma hófst kunningsskapur hennar og gagnáfrýjanda, Sveinbjörns Þor- steinssonar, sem er bróðir með- áfrýjanda Bjarna Þorsteinssonar. Vorið 1951 fór Gundela Deutsch- lánder aftur til foreldra sinna í Þýzkalandi og dvaldist hjá þeim um 13 mánaða tíma. Hinn 12. júní 1952 kom hún öðru sinni til ís- lands og réðst þá að Seli í Gríms- nesi. Eftir að hún kom aftur til Islands, hófst að nýju kunnings- skapur hennar og gagnáfrýjanda Hinn 14. apríl 1953 fór hún enn til foreldra sinna í Þýzkalandi, um yfirráðarétt yfir =ru þýzkir borgarar og gekk hún þá með barn gagn- áfrýjanda, sem hún ól í fæðingar- stofnun í Slesvík 21. nóvember 1953. Var það sveinn, er hlaut nafnið Gunnar. Enn kom Gund- ela Deutshlánder til íslands 27. apríl 1954 með Gunnar son sinn. Gagnáfrýjandi, sem var kvæntur maður og átti 4 börn með konu sinni, fluttist nú af sameiginlegu heimili þeirra og tók upp sambúð við Gundelu Deutschlánder. Var heimili þeirra fyrst að Baldurs- götu 18 í Reykjavík, en haustið 1955 fluttust þau að Laugavegi 24 í Reykjavík. Kveður gagn- áfrýjandi það hafa verið tilætlun þeirra að ganga í hjónaband, er, kona hans hafi verið andvíg skiln aði. Hinn 5. febrúar 1955 fæddist þeim dóttir, er hlaut nafnið Thora. Hinn 6. júlí 1955 fór Gundela Deutschlánder í orlofs- ferð til foreldra sinna og hafði með sér bæði börnin. Kom hún ásamt börnunum aftur úr þeirri för hinn 23. október 1955. Eftir það bjuggu þau, hún og gagn- áfrýjandi, ásamt börnum sínum að Laugavegi 24, unz hún réð sér bana hinn 12. maí 1956. Hinn 19. maí 1956 flutti gagn- áfrýjandi börnin Gunnar og Thoru að Hurðarbaki til með- áfrýjenda (Bjarna og Sigríðar á Hurðarbaki). Hafa þau síðan ver- ið í fóstri hjá þeim hjónum, að því undanteknu, að Gunnar dvaldist hjá föður sínum í Reykja vík vefurinn 1956—1957. Börnin eru þýzkir ríkisborgarar Gundela Deutschlánder var þýzkur ríkisborgari, og svo eru einnig börn hennar og gagnáfrýj- anda, þau Gunnar og Thora. Eftir að lát Gundelu Deutschlánder spurðist til Eckernförde, sk-ipaði Amtsgerich þar hinn 24. maí 1956 aðaláfrýjanda máls þessa, Kreisju gendamt í Eekernförde, lögráð- anda barnanna. Hófst hann þegar handa um að fá börnin send til Þýzkalands, og er því lýst, að tilætlunin sé að vista þau hjá móðurforeldrum sínum. En er gagnáfrýjandi vildi eigi verða við kröfu um afhendingu barnanna, höfðaði aðaláfrýjandi mál þetta í héraði, og lauk því þa>- með hinum áfrýjaða dónn 25. maí 1957. Krafa gagnáfrýjanda um ómerk ingu dóms og málsmeðferð í hér- aði virðist á því reist, að kröfu um afhendingu barnanna hefði ekki átt að beina að honum með því að börnin væru í fóstrj utan heimilis hans. Þessari kröfu verð ur ekkj sinnt, þar sem hún var i ekki borin fram í héraði, enda verður að ielia málssókninni rétt beint að gagnáfrýjanda. Ekki rétt að taka börnin úr fóstri. Aðaláfrýjandi reisir körfu sína um frávísun meðaigöngusakar frá Hæstarétti á því, að meðáfrýj endur, Hurðarbakshjónin, hafi engra lagalegra hagsmuna að gæta í málinu þar sem gagnáfrýj anda hafi brostið heimild til að ráðstafa börnunum til þeirra. Meðáfrýjendur eru barnlaus hjón á góðum aldri og vel efnum bú- in. Hinn 30. júní 1957 sóttu þau um stjórnarráðsleyfi til að ætt- leiða börnin, og veitti gagnáfrýj- andi sama dag samþykki sitt til þess. Dómsmálaráðuneytið synj- aði um leyfið, með því að mál um persónuforráð barnanna væri fyrir dómstólum. Barnaverndar- nefnd Reykholtsdalshrepps lýsti því hinn 19. september 1957, að ekki væri rétt að taka börnin úr fóstri á Hurðarbaki og fiytja þau til útlanda, þar sem það mundi vera mjög skaðlegt fyrir i andlega heilbrigði þeirra að taka þau frá fólki, sem þau voru orðin samrýnd og liði vel hjá, og flytja þau þangað, sem þau þekktu eng- an. En hér er þess að geta, að í 16. gr. laga um afstöðu foreldra til óskilgetinna barna nr. 87/1947 er barnaverndarnefndum veitt heimild til að úrskurða, að óskil- getið barn sem er í fóstri, skuli vera kyrrt hjá fósturforeldri, ef þar fer vel um það, enda þótt sá, er foreldraráð hefur yfir barn inu, kalli eftir því. Þegar litið er til þeirrar afstöðu meðáfrýjenda til barnanna, sem að framan er lýst, þykir þeim hafa vet'ið heim- ilt að ganga inn í málið og styðja kröfur gagnáfrýjenda, enda er ekki sannað, að þau hafi fyrir- fram skuldbundið sig til þess að ganga eigi inn í dómsmálið. Verð- ur því krafa aðaláfrýjanda um frávísun meðalgöngusakar ekki tekin til greina. Hefur rétt til umráða. Börnin Gunnar og Thora eru þýzkir ríkisborgarar, eins og fyrr var sagt, en tengsli þeirra við ís- land eru þessi: Gagnáfrýjandi, faðir barnanna, er íslenzkur rík- isborgari og búsettur á íslandi, en í íslenzkum rétti er það grund vallarregla, að náin æítartengsl eru milli óskilgetins barns og föður þess, þannig er m. a. gagn- kvæmur erðaréttur milli óskil- getins barns og föður þess og föðurfrænda samkvæmt 2. grein erfðalaga nr. 42/ 1949, og samkvæmt 22. grein laga nr. 95/1947 um lögræði hefir fað- ir óskilgetins barns, að tilteknum skilyrðum fullnægðum, rétt til að fá umráð þessa. Sveinninn Gunnar fæddist að vísu í Þýzka- landi, en móðir hans fluttist með hann til íslands og tók þá upp sambúð við gagnáfrýjanda, sem ekki sleit fyrr en við dauða henn- ar. Og á meðan þeirri sambúð stóð, fæddist barnið Thora her á landi. Ákvæði 19. gr. laga nr. 87/1947, að afstaða óskilgetins barns færi að íslenzkum lögum, ef móðir þess hafði íslenzkan ríkisborgara rétt, kom inn í íslenzka löggjöf 1921, en var illsamrýmarxleg þeirri gömlu meginreglu íslenzks réttar, að persónuleg réttarsíaða manns skuli fara að íslenzkum lögum, ef hann á heimilsfang á íslandi, og hefur eigi verið bent á dæmi þess, að téðri 19. gr. hafi verið beitt um forræði yfir börn- um. Með lögum nr. 39, 29. maí 1958 hefur 19. grein verið af- numin, og er því víst, að um for- ræði yfir óskilgetnum börnum, sem heima eiga nú á íslandi, fer að íslenzkum lögum. Samkvæmt þessu og með tilvísun til heim- ilisfangs barnanna Gunnars og Thoru hér á landi og tengsla þeirra við íslenzkt fólk og ísland, sem rakin voru, er ljóst, að 22. —24. gr. laga nr. 95/1947 taka til þeirra. Þau verði kyrr. Samkvæmt úrskurði Hæstarétt ar frá 28. nóvember 1947, hafa tveir dómkvaddir sérfræðingar gefið álitsgerð í máli þessu. Er það álit þeirra, að skiinaður barn anna frá kunnu, ástfólgnu um- hverfi og aðlögun að nýju, fram- andi umhverfi mundi verða þeim langur og harður reynslutími. Telja þeir hag barnanna bezt borg ið með því, að þau verði kyrr hjá núverandi fósturforeldrurn sín- um. Barnaverndarráð íslar.ds hef ur lýst því, að gæfurík framtíð barnanna sé bezt tryggð með því, að þau alizt upp hjá meðáfrýj- endum, Bjarna Þorsteinssyni og Sigríði Sigurjónsdóttur, sem Barnaverndarráðið telur að öllu leyti hæf til að sjá um uppeldi þeirra og menntun. Af framan- greindum álitsgerðum er ljóst, • að velferð barngnna er vel tryggð í höndum meðáfrýjenda. Er því úrskurður sá, sem Barnaverndar- nefnd Reykholsdalshrepps kvað upp hinn 19. september 1957 sam kvæmt 16. gr. iaga nr. 27/1947, um að börnin skuli vera kyrr hjá meðáfrýjendum, Bjarna og Sig- ríði, á rökum reistur. Samkvæmt því, sem að framan segir, eru eigi efni til að taka kröfur aðaláfrýjenda til greina. Eftir atvikum þykir rétt, að málskostnaður bæði í héraði og fyrir Hæstarétti falli niður.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.