Morgunblaðið - 29.10.1958, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 29.10.1958, Blaðsíða 9
Miðvikulffegur 29. okt. 1958 w o r r. t m n r 4 ð 1 Ð 9 Áerlendum bókamarkaoi ÞAÐ er ætlunin að segja fram- vegis endrum og eins frá erlend- um bókum hér í þættinum, þar sem margir af lesendum hans hafa væntanlega áhuga á því sem er að gerast í bókmenntum ná- grannaþóðanna, bæði austan hafs og vestan. Af eðlilegum á- stæðum verður slíkt yfirlit laus- legt og kannski handahófslegt. en það ætti samt að gefa hug- mynd um ýmislegt sem fróðlegt er að ltynnast handan við hafið Austan járntjalds virðist vera heldur gróðurlítið í bókmenntun- um, þegar fiá eru taldir nokkrir höfundar, sem hafa bakað sér andúð og jafnvel fordæmingu yfirvaldanna. Frægastur þeirra er stórskáldið Boris Pasternak, sem hlaut Nóbelsverðlaunin í ár. Þá vakti Vladimir Dudintsev einnig nokkra athygli með bók sinni „Ekki af brauði einu sam- an“, sem kemiX- út hjá Almenna bókafélaginu innan skamms, en hann iðraðist gerða sinna og „lagfærði" söguna. Hins vegar neitaði Pasternak að breyta skáldsögu sinni „Zivago lækni“, enda þótt hann féllist á að biðja ítalska útgefandann að skila aft- ur handritinu, sem hafði verið sent honum. Þeirri málaleitan var ekki sinnt. Almenna bókafélagið gefur þessa bók út að ári. Annar höfundur austan járn- tjalds, sem vakið hefur heims- athygli, er Pólverjinn Marek Hlasko, 26 ára gamall. Hann hef ur nú leitað hælis vestan tjalds. Skáldsaga hans, „Áttundi dagur vikunnar“, hefur komið út á mörgum málum m. a. ensku og dönsku. Marek Hlasko er ungur að árum en margreyndur. Hann var sjö ára þegar nazistar komu til Póllands, þrettán ára þegar kommúnistar tóku völdin. Hann vann sem lyftuþjónn á hóteli, var leigubílstjóri í sex ár, stund- aði skógarhögg og lögreglustörf, áður en hann tók sér penna í hönd til að lýsa samtímanum. Hann varð bókmenntaritstjóri stúdentablaðsins „Po Prostu", sem var bannað. Hann var einn af stofnendum tímaritsins „Eu- ropa“, en það var gert upptækt áður en það kæmist í bókayerzl- anir. Fjórar smásögur Hlaskos voru kvikmyndaðar, og „Áttundi dagur vikunnar“ vann honum al- menna hylli pólsks æskulýðs. Hlasko var einn „hinna reiðu ungu manna“ í Póllandi, og að því er virðist hafði hann fulla ásta^ðu til að vera reiður. Hann hefur greinilega lært ýmislegt af Hemingway og dregur í skáld- sögu sinni upp óhrjálega mýnd af hversdagslífinu í Póllandi. Þar virðist engin leið önnur til að gleyma gráum veruleikanum en drekka sig fullan. Vodka er hin ljúfa veig gleymskunnar. All- ar vonir eru dauðar. Hlasko ger- ir efni sínu góð skil: bókin er í senn miskunnarlaus og full af örvæntingu. Hér er sú rödd Pól- lands sem enn er ókúguð og ó- þögguð. Persónurnar í sögunni eru allt- af að bíða einhvers sem aldrei kemur og minna þannig dálítið á leikpersónur Samuels Becketts. Á sunnudaginn verður áreiðan- lega allt betra: þá getur faðirinn farið út að fiska og elskendurnir ungu fá kannski lánaða íbúð vinar síns svo þau geti verið saman eina nótt. En þegar sunnu dagurinn rennur upp, er rign- ing, faðirinn verður að vera heima hjá rúmliggjandi og sí- nöldrandi konu sinni og íbúð vinarins er upptekin. Elskend- urnir heita Pietrek og Agnieszka. Hann er nýsloppinn úr pólitísku fangelsi án þess að vita, fyrir hvað hann var dæmdur; hún stundar nám sitt í einsherbergis íbúð þar sem búa auk foreldr- anna leigjar.dinn sem á von á stúlku utan af landi og bróðir- inn sem drekkur frá sér vitið á Marek Hlasko hverju kvöldi og heldur langar rómantískar vonleysisræður yfir sjálfum sér. „Hvað verður um Pólland?“ spyr hann. „Hvað verður um þá sem hafa orðið fyrir órétti? Um flokkinn? Um frelsið? Ég vil fá að vita, hvað verður um þá sem brugðust trausti mínu? Um þá sem töldu mér trú um að ég væri að berjast og sigra, þegar ég var í rauninni að víkja undan, gegn fólkinu, þegar ég var að týna trú minni og samvizku....... Á okkar dögum hefði Hamlet með orðtak sitt „vera eða vera ekki ‘ orðið vikapiltur hjá fyrsta bezta umdæmisflokksritaranum. Lífið hefur sprengt allar formúlur, sem þröngvað var upp á okkur, eins og leirbrot. Hvað er hægt að skapa í staðinn?" Bókin gefur ekki svar við þeirri spurningu, en hún dregur upp ljósa mynd af æsku í and- legum og félagslegum nauðum, ástin er svivirt og eyðilögð, göt- urnar og rústirnar umlykja unga og aldna, og flokksforustan kæf ir leifar frelsisins. • - Á undanförnum árum hefur „Dagbók önnu Frank“ farið eldi um heiminn og vakið menn til vitundar um þá hræðilegu og „óskiljanlegu" grimmd, sem maðurinn býr yfir og getur beitt meðbræður sína. Það er full þörf á slíkum áminningum, því okkur er svo einkennilega lagið að gleyma neyðinni sem hrjáii mannkynið víða um heim. Á dögunum kom út í Banda- ríkjunum skáldsaga eftir 25 ára gamlan höfund, Michel del Cast- illo, sem vakið hefur mikla at- hygli. Hún nefnist „Child of Our Time“ (Barn samtímans) og er af sumum talin snilldarverk. — Bókin er að verulegu leyti sjálfs- ævisaga, en söguhetjan nefnist Tanguy. Sagan hefst í spænsku borg- arastyrjöldinni, þegar Tanguy er Þriggja ára gamall. Þá sá hann sundurtætt líkin liggja á víð og dreif á götunúm í Madrid, og þessi mynd átti eftir að ásækja hann öll æskuárin. Enda þótt móðir hans væri vinstrisinnuð og herská blaðakona, létu kommún- istar fangelsa hana. Faðir hans, sem var metorðagjarn Frakki, hafði farið heim til Frakklands áður en borgarastyrjöldin brauzt út. En þegar lýðveldissinnar höfðu beðið ósigur, leituðu þau mæðginin á náðir föðurins. Þegar þau komu til Frakklands, hitti faðir Tanguys þau í hópi ann- arra spænskra flóttamanna. Hann virti son sinn ekki viðlits, leit á móðurina með fyrirlitningu og sagði snúðugt: „Og þú kemur hingað með þessum flökkulýð '. En þau fengu lítið hús fyrir utan Vichy og um hríð brosti lífið við þeim, svo Tanguy var aftur farinn að líta á sig sem „venjulegan dreng“. En foreldr- unum kom ekki saman, og móð- irin ákvað að fara burt með son sinn. Lögreglan handtók þau fyr- ir einhverjar óljósar pólitískar sakir. „Hver kærði okkur?“ spurði Tanguy. „Faðir þinn“, var svarið. Á því andartaki hataði drengurinn allan heiminn, „föð- ur sinn og móður, lögregluþjón- ana — alla fullorðna, því þeir virtust allir hata hann, og hann var aðeins sjö ára gamall“. Tanguy og móðir hans eyddu 18 mánuðum í fangabúðum í Suð ur-Frakklandi, áður en henni tækist að komast undan. Hann sárbað móður sína um að skilja sig ekki eftir, og þegar hann sá hana hverfa fannst honum „járn- krumla kreista sig að innan“. Gert hafði verið ráð fyrir að hann færi á eftir móður sinni nokkrum dögum síðar, á niunda afmælisdeginum, en nazistar lok uðu undankomuleiðinni. Tanguy var rekinn inn í flutn- ingalest ásamt hópi gyðinga- barna, sem flytja átti í þýzkar fangabúðir. í þrjá og hálfan dag var lestinni ekki lokið upp, með- an börnin grétu, urðu sjúk og misstu loks stjórn á líkamsstarf- semi sinni. Tanguy hélt í von- ina með því að telja sjálfum sér trú um, að þetta væru „rnistök", að yfirvöldin mundu senda hann aftur til móður sinnar jafnskjótt og ljóst yrði, að hann væri ekki gyðingur. Orðið „mistök“ kemur fyrir aftur og aftur í bókinni eins og viðlag; undir lokin glym- ur það í eyrum lesandans eins og hávær ákæra á hendur veröld, þar sem svo grimmileg „mistök“ geta átt sér stað. Lýsingin á lífi Tanguys í fanga búðunum er orðin kunnug þeim sem lesið hafa frásagnir annarra fanga af grimmdaræði nazista, en það sem gefur þessari frásögn svo hryllilegan þunga er sú stað- reynd, að hér á saklaust barn í hlut. Tanguy hefði sennilega látið lífið í fangabúðunum, ef þýzkur vinur hans, Gunther, hefði ekki stappað í hann stálinu og gefið honum gullvæga lífs- reglu: „Láttu þá um hatrið, sem eru of veiklundaðir til að elska“. Friðurinn færði Tanguy litlar meinabætur. Hann fór aftur til Spánar, en fann engin spor eftir móður sína. Hann var sendur á heimili fyrir munaðarleysingja og vandræðabörn, sem var stjórn að af grimmdarseggjum. En bar- smíðin og ranglætið höfðu ekki' lengur áhrif á drenginn: geta hans til að gráta vai þrotin á sama hátt og vonir hans voru dánar. Tanguy flúði þennan kvala- stað og komst í jesúítaskóla fyrir bændabörn í Andalúsíu. Stofn- andi og forstöðumaður skólans, faðir Pedro, varð honum ímynd hins sanna föður. Pedro „var ekki heilagur maður í strang- asta skilningi. En hann var raun- verulegur maður, sem er næstum jafnfágætt". Tanguy var orðinn 19 ára og ól enn í brjósti vonina um að finna foreldra sína. Þegar hann loks hitti föður sinn í París, var honum vísað á bug kuldalega. Móðir hans, sem kom til Parísar, var honum jafnkuldaleg og fjar- læg. Hún var öll í pólitíkinni. 1 bókarlok spyr höfundurinn dá- lítið kaldranalega: „Hvað verð- ur nú um Tanguy?" Hann svarar spurningunni með vonarneista: kannski finnur hann jafnvel, að lífið er fullt af undrum og gleði eins og það ætti að vera; hver veit? Bókin er sérstaklega rómuð fyrir stíl sinn, einfaldleikann og hreinskilnina. Það þykir furðu gegna hve vel höfundinum tekst að sjá lífið með augum barns- ins, og hve laus hann er við beiskju og hatur, þrátt fyrir þær ómennsku þjáningar, sem á hann voru lagðar í bernsku. „Undrabarnið“ í sænskum bókmenntum undanfarinn ára- tug hefur verið Per Wástberg, sem er nú 25 ára gamall. Hann sendi frá sér fyrstu skáldsöguna „Pojke med sápbubblor" 15 ára gamall. Þá sagði Stig Ahlgren um hann: „Það furðulega við þennan 15 ára pilt er að hann er þroskaður, ekki bráðþroska“. Þegar Per Wástberg var 21 árs, hafði hann gefið út fjórar skáld- sögur, þeirra á meðal „Halva kungariket“, sem skipaði honum á bekk með Söru Lidrnan: þau eru tveir fremstu prósahöfundar Svía í yngstu skáldakynslóðinni. Wástberg er einstaklega hug- myndaríkur höfundur, hjá hon- um blandast saman draumur og veruleikur á hinn furðulegasta hátt, þannig að skáldverk hans eru í senn raunsæjar lífslýsing- ar og „ævintýri“. Síðasta bók Wástbergs „Arv- tagaren" hefur vakið mikla at- hygli og er það mál sumra gagn- rýnenda, að hún sé eitt af episk- um snilldarverkum þessa ára- tugs. „Arvtagaren" er sagan um Mattias Vindrot, sem er sonur efnaðs kexverksmiðjueiganda í Svíþjóð. Faðir hans sendir hann út í heiminn, til Þýzkalands, þar sem hann á að fara í læri hja Per Wástberg öðrum kexframleiðenda, herra Meyer í Bad Harzburg, rétt við austur-þýzku landamærin. Eins og siður er hjá Wástberg er ofið inn í sjálfa frásögnina bernskuminningum, sem kasta ljósi yfir eðli söguhetjunnar, löngun hans til að sprengja af sér alla hlekki, þrá hans eftir reynslu og þátttöku í lífinu. ÞeSS vegna fer hann frá Svíþjóð til hins marghrjáða meginlands Ev- rópu, frá sakleysinu til reynsl- unnar. Förin til herra Meyers verður fyrst og fremst könnun á eigin lífi, eigin hvötum. Hann heimsækir kexframleiðandann, en á einhvern furðulegan hátt farast þeir alltaf á mis. í stað þess finnur Mattias Þýzkaland áranna eftir stríðið, ringulreið- ina, einmanaleikann, vonleysið, tilgangsleysið, táldraumana. — Hann upplifir ástina, hina frum- stæðu og heitu ást, og smám sam an verður honum ljóst, að hann er að finna sjálfan sig, verða rnaður, sem getur tekið þátt í örlögum Evrópu, tekið á sig á- byrgðina og skyldurnar, sem arf- ur fortíðarinnar hefur lagt við þröskuld hans. Tilgangurinn með för söguhetj- unnar hefur verið sá að finna „tangarhald á fljótandi veruleik- anum“. Mattias er í upphafi ó- mótaður, byggir ekki á neinum grundvallarreglum, hefur enga mælistiku á lífið: „til að vita meira verður maður að vera meira .... vikka hina þröngu tilveru sína — eins og stjarnan kastar geislum sínum í allar átt- ir“. — „Við verðum að reyna allt á okkur sjálfum, áður en við prédikum og framkvæmum fyrir aðra“. Mattias er hreinræktaður full- trúi sinnar kynslóðar, án tal- sýna, án stórra hugsjóna, en brennandi af löngun til að sjá, skilja, reyna, byggja upp. Hann er reiðubúinn að taka við arfin- um. „Arfurinn vrði einskis virði, ef honum væri ekki ráðstafað þannig, að hann yrði óþekkjan- legur“. Bókin ber þannig vitni skörpu veruleikaskyni og miklum þroska hjá þessum kornunga höfundi. s-a m. Félagslíf Fimleikadeild Ármanns Vetrarstarfið er hafið. Æfing ar hjá 1. fl. kvenna mánudaga kL 8—9, fimmtudaga kl. 7—8. Kenn- ari: frú Guðrún Nielsen. Frúarfl. mánudaga kl. 9—10, gufubað á eftir; kennari: Kristín Helgad. Fimleikadeild l.R. — Æfingatafla Frúarflok’kur. Kennari: Nanna Úlfsdóttir, mánudaga og föstu- daga kl. 5,15—6,00. Telpnaflokk- ur: Kennari: Guðlaug Guðjóns- dóttir, fimmtudaga kl. 7,10—8. — 2. fl. kvenna; kennari: Nanna Úlfsdóttir, þriðjudaga kl. 7,10— 8,00, fimmtudaga kl. 8,50—9,40. — 1. fl. kvenna. Kennari: Sigríður V algeirsdóttir, þriðjudaga kl. 9,30-—10,30, fimmtud-aga kl. 8—■ 8,50. — 1. fl. karla. Kennari: Valdimar Örnólfsson, þriðjudaga kl. 8,00—9,30, fimmtudaga kl. “,40—10,30. Knattspyrnufélagið Þrótlur ---- Handknattleiksdeild Æfingar verða í vetur sem hér segir: Meistara-, 1. og 2. fl. kvenna, mánudaga kl. 8,30—9,20 og miðvikudaga kl. 6,50—7,40 e.h. að Hálogalandi. — Meistara-, 1. og 2. fl. karla, miðvikudaga kl. 9,20—10,10 í K.R.-heimilinu og föstudaga kl. 10,10—11,00 e.h. að Hálogalandi. — 3. fl. karla, mið- vikudaga kl. 7,40—8,30 að Háloga landi, seinni tíminn óákveðinn. — Munið að mæta vel og stundvís- lega til æfingar, og takið nýja fé- laga með. Geymið auglýsinguna. — Stjórnin. I. O. G. T. St. Einingin nr. 14 Fundur í kvöld kl. 8,30. Yngri embættismenn stjórna fundi. — Kvöld unga fólksins: Ymiss skemmtiatriði. — Æðsti templar. St. Sóley nr. 242 Fundur í kvöld kl. 8,30 í Templ arahöllinni. Vetrarfagnaður: — Samlestur, kaffi og dans. — Æ.t. BK/.T AB AVGI. ÝSA í MOI<CVI\BI.ABII\V

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.