Morgunblaðið - 29.10.1958, Blaðsíða 16
16
MORCVNBLAÐIÐ
Miðvikudagur 29. okt. 1958
rétt aðeins fyrir hinum bakkan-
um. Shears þvingaði sig til að
einbeita huganum að árásaráætl-
uninni og niðurröðun þeirra
manna sem biðu þess að hefjast
handa'. Stundin var ekki langt
undan og nálgaðist óðfluga. Hann
og fjórir aðstoðarmenn höfðu
klifið niður af varðhæðinni um
nóttina. Þeir höfðu tekið sér þá
Stöðu er Warden hafði ákvarðað,
mjög nærri járnbrautarlínunni og
aðeins fyrir ofan hana. Warden
og tveir Síamar höfðu verið kyrr-
ir hjá kanónunni. Þaðan af hæð-
inni myndi hann geta stjórnað öll
um aðgerðunum og jafnframt ver
ið reiðubúinn að koma til hjálpar
að árásinni lokinni. Það var
ákvörðun Númer Eitt. Hann hafði
sagt vini sínum að þeir yrðu að
hafa evrópskan foringja á hverj-
um mikilvægum stað, sem gæti
tekið stjórn og ráð í sínar hend-
ur ef þess gerðist þörf. Það var
ómögulegt að sjá allt fyrir eða
gefa nákvæmar skipanir fram í
tímann. Warden hafði skilið. —
Hvað þriðja manninn snerti —
hinn mikilvægasta meðlim hópsins
— þá voru nú allar aðgerðirnar
undir honum komnar. Joyce hafði
nú verið þarna hinum megin
fljótsins beint andspænis Shears,
í meira en tuttugu og fjórar
klukkustundir. Hann var að bíða
eftir járnbrautarlestinni. — Hún
hafði farið frá Bangkok þá um
nóttina. Þeir höfðu fengið leyni-
leg skiiaboð um brottför hennar.
„Eitthvað er breytt í andrúms-
ioftinu....“ Síaminn með léttu
vélbyssuna sýndi nú líka óróleiká-
merki. Hann kraup á hnén og
starði niður að fljótinu.
Shears gat með engu mðti
iosnað við þessa órólegu kvíða-
tilfinningu. Hin óljósa hugsun
barðist enn við að tjá sig á ljós-
ari og gleggri hátt, en stóðst þó
aila athugun. Það var fastur
ásetningur Shears að ráða þessa
æsandi gátu.
Hljóðið var ekki lengur hið
sama, það var hann alveg viss um.
Maður með reynslu og æfingu
Shears var fljótur að taka eftir
samhljóman höfuðskepnanna. —
Þessi hæfileiki hans hafði tví- eða
þrívegis áður komið honum í góð-
ar þarfir. Hin glitrandi hringiða,
hið sérkennilega gjálfur í vatni
sem rennur yfir sand, brak grein-
anna sem bogna fyrir straumnum
— þetta allt myndaði nú ólíka,
hljóðlegri hljómkviðu — vissulega
hljóðlegri en kvöldið áður. —
Shears hugsaði um það í fyllztu
alvöru hvort hann væri að verða
heyrnarlaus svona allt í einu. —
Kannske voru taugar hans bara
eitthvað æstari en venjulega.
En ekki gat það komið til mála
að Síaminn hefði líka misst heyrn
ina á sama tíma. Nei, það var eitt-
hvað annað. Skyndilega vaknaði
ný hugsun innra með honum. —
Það var líka allt önnur lykt í loft
inu. Lyktin af Kwai-fljótinu var
öðru vísi en venjulega. Nú bar
mest á rökum, saggakenndum
rotnunarþef, eins og þeim er guf-
ar upp af forarkeldum.
„Kwai-fljótið sokkið!“ hrópaði
Síaminn skyndilega.
Og nú þegar Shears fór að
greina betur útlínur bakkans í
Það má
ætíð treysta
gæðum
Royal
lyítidufts
Siml 15500
Ægisgötu 4
Nýkomið
Klæðaskáparör með uppihöldum
Hilluberar með fóðringum
Skápasmellur margar gerðir
Innihurðaskrár
Ctihurðaskrár
vaxandi birtunni skildi hann allt
í einu hvernig öllu þessu var raun
verulega farið. Tréð, stóra rauð-
leita tréð, þar sem Joyce lá í fel-
um, teygði nú ekki lengur grein-
arnar niður í vatnið. Kwai-fljótið
hafði sokkið eins og Síaminn
sagði, eða öllu heldur, yfirborð
þess hafði lækkað um nóttina. —
Lversu mikið? Kannske eitt fet?
Framan við tréð, við i-ætur bakk-
ans, var nú steinótt fjara, sem
enn glitraði af vætunni og glans-
aði í skini hækkandi sólar.
Þegar Shears gerði sér þetta
ljóst fann hann til hugarléttis við
það að hafa fundið gilda skýr-
ingu á óróa sínum og kvíða. Eðlis
hvöt hans hafði ekki brugðizt hon-
um nú, fremur en endranær. —
Hann var þá samt sem áður ekki
að tapa vitglórunni. Straumiða
ur. Allt andrúmsloftið hafði
í raun og veru tekið ein-
hverjum breytingum. Nýlega af-
hjúpuð jörð og enn vot, útskýrði
orsakir hins raka þefs.
Ógæfan 'ætur aldrei finna til
sín undir eins. Hin náttúrlega
tregða mannshugans knýr fram
frest. Smátt og smátt fór Shears
að skilja hinar óheillavænlega af-
leiðingar þessa hversdagslega
viðburðar.
Kwai-fljótið hafði lækkað. Fyr-
ir framan rauða tréð sást nú
breið, flöt landræma, sem í gær
hafði verjð yfirflotin af vatni. —
Vírinn — rafmagnsvírinn. ....
Shears hreytti nokkrum mergjuð-
um blótsyrðum út á milli saman-
herptra varanna. Hann þreif
sjónaukann sinn og athugaði
kvíðafullur landræmuna, sem
hafði komið upp úr vatninu um
nóttina.
Þarna var virinn. Langur part
U- af honum var nú á þurru landi.
Shears athugaði hann með ýtr-
I
— nýir lilir —
nýkomnir.
Verð frá kr.: 290.00.
Jfekla
AusturstræH 14. Sími 11687.
D
ustu nákvæmni frá vatnsborðinu
og alla leið upp að árbakkanum:
dökk lína, sem sums staðar var
hulin undir grasskúfum og öðru
mori sem straumurinn hafði kast-
að á land.
Samt var hann ekki neitt sér-
staklega áberandi. Shear^ hafði
komið auga á hann vegna þess
eins að hann var að horfa eftir
honum. Ef Japani kæmi af tilvilj
un eftir veginum, þá væri alls ekki
víst að hann tæki nokkuð eftir
vírnum. En árbakkinn sem áður
hafði verið óaðgengilegur. Nú
var óslitin fjara við rætur brekk
unnar, sem náði kannske alveg
að brúnni (brúin sást ekki héð-
an) og virtist mjög líkleg til
að draga að sér athygli þeirra
sem um veginn fóru. Hins vegar
var sennilegt að Japanirnir væru
svo önnum kafnir við skyldu-
störf sín, meðan þeir biðu eftir
lestinni, að þeir hefðu engan
tíma til að slæpast mikið meðfram
ánni.
Framkvæmd verks fer aldrei
nákvæmlega eftir áætlun. Á síð-
ustu stundu eru alltaf einhver
smá hversdagsleg, stundum hiægi
leg, atvik sem trufla og raska
hinni nákvæmustu starfsáætlun.
Númer Eitt ásakaði sjálfan sig
eins og það hefði verið ófyrirgef-
anleg vanræksia hans að sjá ekki
fjörun árinnar fyrir. Endilega
þurfti þetta nú að gerast þessa
sérstöku nótt — ekki einni nóttu
síðar eða tveimur nóttum áður.
Þessa auða strönd, þar sem
ekki sást stingandi strá, eins nak
ii. og ber og sannleikurinn sjálf-
ur, dró til sín allar.hans hugsan-
ir. Yfirborð árinnar hlaut að hafa
lækkað þó nokkuð. Eitt fet? Tvö
fet? Kannske meira?
Skyndilega dró allan mátt úr
Shears. Hann hélt sér við trjá-
stofn svo að Síamarnir sæju ekki
hversu líkami hans skalf og titr-
aði frá hvirfli til ilja. Þetta var
í annað skiptið á ævinni sem æs-
ingin greip hann svona heljar
tökum. 1 fyrra skiptið kom það
sama fyrir hann þegar hann fann
blóð f jandmannsins leka milli
fingra sinna. Hjartað hætti bók-
staflega að slá í brjóstinu á hon-
um og hann var allur löðrandi í
köldum svita.
Tvö fet? Kannske meira? Guð
almáttugur........ Hleðslurnar
Plastik-hleðslurnar á brúarstólp-
unum
22.
Þegar Shears hafði hrist hönd
hans í kveðjuskyni og skilið hann
einan eftir í fylgsninu, hafði
Joyce bókstaflega verið ölvaður
um stund. Vitneskjan um það að
nú hefði hann enga til að treysta
á, nema sjálfan sig, steig honum
til höfuðs, eins og eimur vín-
anda. Hann var líkamlega tiifinn
ingalaus fyrir þreytu næturinnar
og þeim ónotum sem jafnan
fylgja því að vera í gegnblautum
fötum. Aldrei fyrr hafði hann
fengið að reyna þær tilfinningar,
valds og sigurs er hann reyndi
nú, þær tilfinningar sem alger
einangrun veitir, hvort sem mað-
urinn er uppi á hæsba fjalls-
hnjúk eða niðri í iðrum jarðar.
Þegar hugsanir hans skýrðust,
v-arð hann að eyða löngum tíma
til þess að sannfæra sjálfan sig
um að bezt væri að ljúka nokkrum
nauðsynlegum atriðum fyrir dög-
un og sigrast þannig á þreytunni.
Ef þessi ákvörðun hefði ekki
myndazt í huga hans myndi hann
hafa haldið kyrru fyrir þar, án
þess að hreyfa sig nokkuð úr stað,
1) Andi ©g Ijónið berjast upp
á líf og dauöa og velta í íang-
brögðum fram af barmi gjárinn- 2) og hrapa niður á hinn
ar . . . grýtta botn hennar.
hallazt upp að trjástofni og -tar-
að án afláts á brúna, sem sást
óljóst eins og eitthvert dökkt fer-
líki, er bar við stjörnulýstan
himininn, fyrir ofan hinn þétta
og lágvaxna kjarrgróður, í gegn-
um þynnra laufhvolf hærri trjáa.
Hann hafði ósjálfrátt búið þann-
ig um sig, jafnskjótt og Shears
yfirgaf hann.
Hann spratt á fætur, fór úr föt
unum, vatt þau og nuddaði á sér
helkald-a fótleggina. Svo fór hann
aftur í stuttbuxurnar og skyrt-
una, því að enda þótt flíkurnar
væru enn rennvotar, þá veittu
þær honum samt ofurlítið skjól
fyrir hinum hrollkalda morgun-
vindi. Hann borðaði eins mikið og
hann mögulega gat af hrísgrjón-
unum, sem Shears hafði skili eft-
ir hjá honum og fékk sér svo væn
an sopa úr viskíflöskunni á eftir.
Hann fann að það var nú orðið of
áliðið til að fara út úr felustaðn-
um og leita að vatni. Hann not-aði
því örlítið af innihaldi flöskunn-
ar til að þvo og hreinsa sárin sem
þöktu fótleggi hans. Svo settist
hann aftur niður við rætur trés-
ins og beið. Ekkert skeði þann
dag. Hann hafði heldur ekki átt
von á því að neitt myndi ske. —
Lestin var ekki væntanleg fyrr en
um morguninn, en horium. fannst
hann færari um að stjórna rás
atburðanna, ef hann væri kominn
á staðinn.
Nokkrum sinnum sá hann Jap
ani úti á brúnni. Þeir voru bersýni
lega alveg grunlausir og enginn
leit í áttina til hans. Eins og í
draumum sínum hafði hann valið
sér mjög auðgreinanlegan stað á
pallinum, krossbita á handriðinu.
Þetta var nákvæmlega á miðri
brúnni, það er að segja v.ö annan
endann á „undirbúnu" stólparröð
inni. Þegar eimvagninn kæmi
þangað, eða öllu heldur, þegar
hann ætti eftir aðeins noklcur fet
ófarin, myndi hann senda með
einu handtaki straum eftir vírn-
um til sprengiefnisins. Með mynd-
ina af ímyndaðri járnbrautarlest
í huganum, hafði hann losað vír-
inn og æft sig á þessari einföldu
hreyfingu tuttugu sinnum, til þess
að hún yrði honum algerlega
ósjálfráð og vélræn. Velin var í
anlltvarpiö
Míðvikudagur 29. október
Fastir iiðir eins og venjulega. —
8.00—10.00 Morgunútvarp (8.05
Morgunleikfimi). — 12.50—14.00-
Við vinnuna. — J8.30 Útvarps-
saga barnanna: Pabbi, mamma,
börn og bíll, eftir önnu C. Vestly,
II. (Stefán Sigurðsson kennari).
—- 18.55 Framburðarkennsla í
ensku. — 19.05 Þingfréttir og
tónleikar. — 20.30 Lestur forn-
rita: Mágus-saga jarls, I. (Andrés
Björnsson flytur). — 20.55 Tón-
leikar: íslenzkir einleikarar. Þór-
unn Jóhannsdóttir leikur sónötu
í E-dúr op. 109 eftir Beethoven.
— 21.15 Saga í leikformi: — Af-
sakið, skakkt númer — I. þáttur
— (FIosi Ólafsson o. fl.). — 21.45
Tónleikar. — 22.10 Viðtal vik-
unnar (Sigurður Benediktsson).
— 22.30 Elsa Sigfúss syngur létt
lög. — 23.00 Dagskrárlok.
Fimmtudagur 30. október
Fastir liðir eins og venjulega:
12.50—14.00 Á frívaktinni — sjó-
mannaþáttur (Guðrún Erlends-
dóttir). — 18.30 Barnatími:
Yngstu hlustendurnir (Gyða Hall
dórsdóttir). — 18.50 Framburð-
arkennsla í frönsku. — 19.05 Þing
fréttir og tónleikar. — 20.30
Spurt og spjallað í útvarpssal:
Þátttakendur Auður Þorbergs-
dóttir, lögfræðingur, Gísli Hall-
dórsson, verkfræðingur, Gunnar
Dal, rithöfundur og Sigurður
Ólason, hæstaréttarlögmaður. —
Sigurður Magnússon fulltrúi
stjórnar umræðunum. 21.20 Tón-
leikar. — 21.30 Útvarpssagan:
Útnesjamenn VI. — (séra Jón
Thorarensen). — 22.10 Kvöld-
sagan: Föðurást, — eftir Selmu
Lagerlöf VII. — (Þórunn Elfa
Magnúsdóttir rith.). — 22.35 Sin-
fónískir tónleikar. — 23.10 Dag-
skrárlok.
íJJJ.I.»