Morgunblaðið - 29.10.1958, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 29.10.1958, Blaðsíða 18
10 MORGVNBL AÐ1Ð Miðvikudagur 29. okt. 1958 Hefekki áft ánægjulegri stund- ir í knattspyrnu en í Lilleström — segir Karl Guðmundsson — kominn úr trægbartör til Noregs Karl Guðmundsaon: — Læknar og lögfræðingar metí hamar og sög í hendi. Lagt fil að bátakjara- og fiskverðssamningum verði sagtupp ÞEIR voru mjög smeykir við að ráða íslenzkan þjálfara, sem von var, ég varð þess strax var, þeg ar ég kom út. En í upphafi tókst góð samvinna og árangurinn varð eftir því, sagði Karl Guðmunds- son, knattspyrnuþjálfari, er tíð- indamaður blaðsins hitti hann að máli í gær. Karl kom ásamt fjöl- skyldu sinni frá Noregi um helg- ina, en þar þjálfaði hann knatt- spyrnulið við mjög góðan orð- stír, eins og lesendum blaðsins er kunnugt. ★ Og það vakti ekki minni undr- un hér heima en í Noregi, þegar þetta litt þekkta knattspyrnulið, Xiilleström Sportsklubb, hóf sig- urgöngu undir leiðsögu íslenzks þjálfara. Fæstir áttu von á því, að erlendum knattspyrnumönn- um kæmi íslenzkur ,drifkraftur‘. Svo mikið er víst, að frægðarför Liileström er talið eitt hið mark- verðasta í norskri knattsp. í ár. Það er því engin furða þó menn hugleiði, hvort íslenzka þjálfar- anum hafi verið búin önnur skil- yrði úti í Noregi en hér heima, hvort hann-geti ekki gert það sama hér heima. Og Karl svarar: — Aðstöðumunurinn er mikill, það er tvennt ólíkt að þjálfa í Noregi og á íslandi — a. m. k. þar, sem ég þekki til. Það var fyrsF og fremst áhug- inn og samhugurinn, sem mér kom á óvart. Lilleström-piltarn- ir tóku æfingarnar alvarlega, þeir mættu nær undantekningar- laust — og þar var það þjálfar- inn einn, sem réði þjálfun liðs- ins. Við byrjuðum strax í janúar, tvær æfingar inni vikulega, í febrúar bættum við einni við og byrjuðum að æfa úti, fyrst einu sinni í viku, en síðan alltaf úti. Frá upphafi hafði ég tíða fyrir- lestra með töluskýringum urn leikaðferðir, stundum fleiri en einn í viku, auk æfinganna — og þar mættu forystumenn félags- ins jafnan. Úrtökunefndin mætti líka á hverri einustu æfingu og fylgdist með þjálfuninni — og, þegar komið var að keppnistíma- bilinu var liðið alltaf valið fyrir hvern leik í fullu samráði við þjálfarann. ★ Áður hefur það jafnan háð Lilleström hve sóknarleikur þess var linur, tilraunir þeirra til að skora fóru alltof oft út um þúfur. Leikaðferðina reyndi ég að fcyggja upp með hliðsjón af þessu og lagði áherzlu á stuttan en hraðan samleik. Fyrir hvern leik var leikaðferðin síðan rædd rækilega — aldrei siðar en tveim ur dögum fyrir leik. Ég lagði líka áherzlu á það, að leikmenn. hvíldust vel daginn fyrir leik og í mataræði sem öðru var ná- kvæmni gætt. Æfingarnar voru yfirleitt langar og erfiðar, en samt sem áður lét enginn strak- anna bilbug á sér finna, áhuginn dofnaði aldrei — og mikill moð- ur færðist í þá strax í vor, þegar þeir unnu tvo fyrstu leiki deildakeppninnar, en þeir máttu hvorugum tapa. Þá hefðu þeir fallið niður í aðra deild. Þessu lauk svo í haust, að við urðum efstir í öðrum riðli fyrstu deild- ar, eigum einn leik eftir — og vinni Lilleström hann, eru mikl- ir möguleikar til þess að það komist í úrslit deildarkeppninn- ar. — ★ ,í bikarkeppninni var Lille- ström „slegið út“ í annarri um- ferð tvö síðustu árin. Mikið var um veizluhöld og fagnaðarlæti, þegar við unnum leikinn í ann- arri umferð — og gátum haldið áfram. Engan óraði víst fyrir því, að við mundum komast í úr- slit, því að leikaðferð Lille- ström er ekki heppilegt til „út- sláttarleika.“ ★ í undanúrslitum sigraði Lille- ström Fredrikstad, sem var Nor- egsmeistari sl. ár og hefur verið í fremstu röð í fjöldamörg ár — á meðal annars 7—8 landsliðs- menn. Sá leikur fór fram í Lille- ström og var það stærsti leikur, sem fram að því hafði verið leik- inn í bænum. Áhorfendur voru yfir 11 þúsund, eða fleiri en bæj- arbúar allir. Sýnir það bezt knattspyrnuáhugann þar, að vik- una fyrir leikinn unnu um 100 menn fram á rauða-nótt við að koma upp áhorfendapöllum. — Voru forystumenn félagsins bar fremstir í flokki, læknar og lög- fræðingar, með hamar og sög í hendi. ★ — Við bjuggumst sannarlega ekki við því að sigra Fredrikstad, því að þeir voru vígreifir mjög og veraldarvanir, en okkar menn voru „stórleikunum" lítt vanir. í úrslitaleiknum átti Lille- ström við Skeid, öflugasta knatt- spyrnuliðið í Oslo, sem hefur ver ið 4 sinnum í úrslitaleiknum á síðustu 5 árum. Leiknum lyktaði með 1:0 Skeid í hag. Leikurinn var annars jaín og úrslitin hefðu svo sem getað snúizt okkur í vil. En ég held, að það hafi verið taugar okkar manna sem biluðu. Þeir voru alls endis óvanir þvi að hafa blaða- menn á hælunum allan guðslang- an daginn — og svo mikið veður var gert út af leiknum í blöðun- um, að strákarnir voru orðnir taugaóstyrkir viku áður en til úrslita dró. Laugardaginn fyrir leikinn varð að fara með þá frá Lilleström út í sveit, það var eng inn friður. Þegar við héldum með vagn- inum frá Lilleström var þorri bæjarbúa viðstaddur til að kveðja liðið, þar var lúðrasveit staðarins mætt — og okkur fylgdu góðar óskir. Ég segi frá þessu vegna þess, að það kom STYKKISHÓLMI, 28. okt. — Ung mennafélagið Snæfell í Stykkis- hólmi er 20 ára um þessar mund- ir, og í tilefni afmælisins var þess minnzt með hófi * samkomu- húsinu í Stykkishólmi s. 1. laug- ardagskvöld. Núverandi formaður félagsins, Sigurður Helgason kennari, stýrði hófinu. Voru þar margar ræður fluttar, sungnar gamanvís- ur og ýmislegt fleira var til skemmtunar. Fram fór veiting afreksmerkja félagsins, og er það í fyrsta sinn sem þau eru veitt. Átta íþróttamenn og konur félags ins hlutu þessi merki. Daníel Ágústínusson, fyrsti formaður félagsins, var mættur, og gaf hann félaginu silfurskjöld til að keppa um á næstu árum. Félagið hefur unnið að ýmsum mér á óvart, er við komum aftur heim eftir að hafa tapað leikn- um, að fagnaðarlætin voru enn meiri en þegar liðið fór til leiks- ins. Sýnir þetta bezt hve knatt- spyrnuáhuginn er almennur og hvetjandi. Það skipti í rauninni ekki máli hvort við ynnum eða ekki. Að komast í úrslit var nóg. Það hefði óneitanlega verið gam an, að Lilleström hefði unnið. En ég var harðánægður þrátt fyrir tapið. ★ — Eins og ég sagði áðan er það fyrst og fremst áhuginn, sam- heldnin, alvaran og alúðin, sem norsku piltarnir lögðu við æfing arnar, sem olli því hve vel tókst til. Ég hef heldur aldrei fengið tækifæri sem þetta. Á undan- förnum árum hef ég þjálfað marga flokka, en venjulega skamma stund í einu — og t.d. þegar ég þjálfaði landsliðið voru örfáar æfingar jafnan látnar nægja fyrir hvern landsleik. Þá var algerlega treyst á það, að leikmenn væru vel þjálfaðir hjá eigin félögum — og eins og gef- ur að skilja er ekki hægt að sam æfa menn sinn úr hverri áttinni á örfáum æfingum. — Þegar hins vegar tækifæri gefst til þess að fylgja knatt- spyrnuflokki frá upphafi æf- ingatímabilsins til loka keppnis- tímabilsins og leikmenn eru á- kveðnir og einhuga um að æfa samvirkt og heilsteypt lið — þá er fyrst hægt að búast við ár- angri. ★ — En kom það ekki til tals, að þú yrðir áfram hjá Lilleström? — Ég hef aldrei átt ánægju- legri stundir í knattsþyrnunni en einmitt með Lilleström og mér veittist erfitt að slá hendinni á móti kostaboðum og frábærum félögum. En það er í mörg horn að líta, börnin eru að byrja í skóla — og svo er það atvinna mín hér. í vetur get ég sennilega ekki farið — en síðar, hver veit. — hjh. Togarar selja i Þýzkalandi í FYRRADAG seldi togarinn Brimnes 166 lestir af fiski í Bremerhafen fyrir 134,300 mörk og í gær seldi Jón Þorláksson í Cuxhafen 172 lestir fyrir 149,530 mörk. menningarmálum hér í bæ, þó einkum íþróttamálum, og beitt sér fyrir gerð íþróttavallar. Sér- staklega hefur það látið badmin- ton-íþróttina til sín taka, og átt þar fremstu menn í þeirri grein s. 1. 10 ár. Afmælisfagnaðurinn var mjög fjölmennur. —Á. H. U Nu lætur af völdum WASHINGTON, 28. okt. — U Nu, forsætisráðherra Burma, lét í dag af embætti og fékk völd sín í hendur yfirforingja alis her- afla landsins, sem mun fara með þau þar til að næstu þingkosn ingum loknum — i aprii nk. SJÓMANNASAMBAND íslands hélt sitt fyrsta reglulegt þing, dagana 25. og 26. okt. sl. Samþykkt voru á þinginu 2 félög í sambandið, er höfðu ósk- að upptöku, en það voru Sjó- mannadeild Vlf. Akraness og Vélstjórafélag Keflavíkur. f sambandinu eru nú 6 félög og deildir með samtals 2177 fé- lagsmenn. Þingið sátu um 20 fulltrúar af 25, sem kosnir höfðu verið. Á þinginu voru rædd mörg mál. Þar á meðal skipulagsmái, öryggis- og tryggingamál og kjaramál. Ýmsar samþykktir voru gerðar í þessum málum, t.d. var samþykkt að beina því til sambandsfélaganna að segja upp gildandi bátakjara- og fiskverðs- samningum. í stjórn voru kosnir til tveggja ára þessir menn: Formaður Jón Sigurðsson, rit- ari Sjómannafélags Reykjavíkur og meðstjórnendur þeir Sigrík- ur Sigríksson form. Sjóm. deild- arinnar á Akranesi, Magnús Guð mundsson form. Matsveinafél. S. M.F., Ólafur Björnsson form. Sjómannadeildarinnar í Kefla- vík og Ragnar Magnússon form. Sjómannadeildarinnar í Grinda- vík. íslenzk málfræði í nýrri útgáfu NÝLEGA kom út á vegum Rík- isútgáfu námsbóka ný útgáfa af íslenzkri málfræði eftir dr. Björn Guðfinnsson. Hefur Eiríkur Hreinn - innbogason cand. mag., annazt þessa útgáfu og er hún allmikið breytt frá því, sem áð- ur var. Að því er Eiríkur Hreinn seg- ir í formála, hefur hann skipt að mestu um æfingar og skipað þeim niður í misþung verkefni, þannig að nokkuð sé fyrir alla, bæði þá, sem skemmst eru komn- ir, og hina. Auk þess hefur hann breytt ýmsum köflum, stytt suma, aukið við suma. Mestar eru breyt ingarnar á köflunum um nafnorð og sagnir. Nokkrar greinar í bókinni eru með smáu letri, og segir í for- málanum, að óþarft þyki að læra þær á skólaskyldustigi. í heild hefur bókin stvtzt all- mikið, var áður um 160 bls., en er nú 118 bls. Prentun annaðist Alþýðuprent smiðjan n.f. Að þinginu loknu hélt stjórn- in fund og skipd með sér verk- um þannig, að rt' íkur Sigríks- son er varaformaður, Ólafur Björnsson ritari, Magnús Guð- mundsson gjaldkeri og Ragnar Magnússon vararitari. Frá Alþingi í GÆR voru fundir í báðum deild um Alþingis á venjulegum tíma. Á dagskrá efri deildar voru tvö mál: Frumvarp um skemmtana- skattsviðauka 1959 og frumvarp um tollskrá o. fl. Voru bæði frum vörpin til 3. umr. Forseti deildar- innar tók frumvarpið um skemmt anaskattsviðaukann af dagskrá, en frumvarpið um tollskrá o. fl. var samþykkt með 12 samhijóða atkvæðum og afgreitt til neðri deildar. Á dagskrá neðri deildar voru tvö mál. Frumvarp um gjalda- viðauka 1959 var til 2. umr. Fram sögumaður fjárhagsnefndar, Skúli Guðmundsson, skýrði frá því, að nefndin hefði borið frumvarpið saman við gildandi lög og legði til að það yrði samþykkt. Var frv. samþykkt til þriðju umræðu með samhljóða atkvæðum. Þá var til fyrstu umræðu frumvarp Magnúsar Jónssonar og Jóhanns Hafsteins um gjald af innlendum tollvörutegundum. Talaði Magnús fyrir frumvarpinu og gat þess, að það stæði í nánu sambaridi við frumvarpið um iðnlánasjóó, sem var til umræðu í deildinni dag- inn áður. í því frumvarpi er hér lægi fyrir væri gert ráð fyrir að gjald af innlendum tollvöruteg- undum skiptist jafnt milli iðn- lánasjóðs og ríkissjóðs. Að öðru leyti vísaði Magnús til framsögu- ræðu sinnar fyrir frumvarpinu um breytingu á lögum um iðn- lánasjóð, sem rakin var hér í blað inu í gær. Fleiri tóku ekki til máls og var frumvarpið sam- þykkt til annarrar umræðu og til fjárhagsnefndar með 20 sam- hljóða atkvæðum. Ný þingskjöl Fjórum nýjum þingskjölum var útbýtt í gær. Eru það frumvarp til laga um veltuútsvar. Flm.: Björn Ólafsson. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um tekjuskatt og eignarskatt. Sami flutningsmaður. Tillaga til þings- ályktunar um skipulagningu hag- rannsókna. Flm.: Ólafur Björns- son. Frumvarp til laga um breyt- ingu á lögum um aukaútsvar ríkis stofnana. Flm.: Karl Guðjónsson. Ungmennafél. Snœfell minnist 20 ára afmœlis

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.