Morgunblaðið - 06.11.1958, Page 6

Morgunblaðið - 06.11.1958, Page 6
6 M ORCU TS nt AÐIÐ Fimmtudagur 6. nðv. 1958 75 ára í dag: Kristinn Benediktsson . . t KRISTINN Benediktsson kaup- maður á Hólmavík er 75 ára í dag. Hann er Eyfirðingur að upp- runa, fæddur í Samtúni í Krækl- ingahlíð, sonur hjónanna þar, Benedikts bónda Jónssonar og konu hans Þóru Jónsdóttur. Kristinn tók kennarapróf 1910 og var síðan allmörg ár kennari, fyrst í Hrísey, en þaðan var móðir hans ættuð, og síðar í Hólmavík. Þar kvæntist hann 1917 Jakobínu dóttur Jakobs vitavarðar á Gjögri Thorarensen, systur Jakobs skálds. Tók Kristinn þá við verzl- un, sem frú Jakobína rak eftir fyrri mann sinn. Hafa þau hjón rekið hana síðan af einstakri orð- heldni og áreiðanleik. Jafnframt hlóðust ýmis trúnaðarstörf á Kristin. Hann hefur ætíð haft mikinn hug á uppfræðslu æsku- lýðsins og var því lengi formaður skólanefndar. Þá þótti hann og vegna meðfæddrar sanngirni og reglusemi manna hæfastur til skattaálagningar og fasteigna- mats og voru því falin marghátt- uð störf í þeim efnum. Póstaf- greiðslumaður var hann lengi. Atvinnurekstur Kristins Bene- diktssonar hefur aldrei verið sér- lega umfangsmikill en Kristinn hefur verið farsæll í öllum sínum störfum. Þau hafa og ve~ið þess eðlis, að hann hefur kynnzt fjölda manna, bæði í Stranda- sýslu og utan-héraðs. Allir róma þeir grandvarleik Kristins og góða framkomu. Hann er maður hlédrægur og hógvær í skoðun- um, en hefur þó örugga sannfær- ingu og fylgir henni óhikað frarn. Heimili þeirra frú Jakobínu og Kristins er víðfrægt fyrir rausn og myndarskap. Þau hjón eiga þrjú myndarleg börn: Guðjón gagnfræðaskólastjóra á Isafirði, frú Jakobínu gifta í Noregi og Þóru kennslukonu í Reykjavík. Heilsa Kristins hefur hin síðari ár því miður verið lakari en skyldi. Enn sem fyrr er þó gott að sækja hann heim og rabba við hann. Þar eru málin rædd af hreinskilni og glöggskyggni, á engan hallað en gerð grein fyrir hinu sanna samhengi. Fær engum dulizt, að þar er sannur heiðurs- maður sem Kristinn Benedikts- son er. Bjarni Benediktsson. Stöðvun og lögn bifreiða í umferðarlögunum eru settar reglur um, hvar stöðva megi og leggja ökutækjum. Gerður er munur á því að leggja ökutæki og að stöðva það. Stöðvun á við um skamma viðdvöl, t.d. til ferm ingar eða affermingar, en lögn við lengri dvöl, stöðu, á erlend- um málum kallað „parkering". Meginreglan er sú, að ekki má stöðva ökutæki á þeim stað eða þannig, að hættu geti valdið fyr- ir aðra eða óþægindum fyrir um- ferðina. Það er nýmæli í lögunum, að eingöngu er heimilt að stöðva eða leggja ökutæki við vinstri vegarbrún í þéttbýli. Um ein- stefnuakatursgötur gilda aðrar reglur. Hætta stafar af því á tví- stefnuakstursgötum að leggja eða stöðva ökutæki öfugu meg- in á götu, miðað við aksturstefnu þar sem aka verður þá yfir göt- una til þess að koma ökutækinu á réttan vegarhelming. Sú hætta er mun minni á einstefnuaksturs götum, þar sem öll umferð fer í sömu átt. Það er sem sagt bannað að leggja eða stöðva bifreið við hægri vegarbrún nema á ein- stefnuakstursgötum. Sums staðar í Reykjavík eru bifreiðastæði bönnuð öðru megin á tvístefnu- akstursgötum, t.d. neðst á Rauð- arárstíg, (frá Miklubraut að Laugavegi). Þar er nú þeim ein- um heimilt að leggja bifreið eða stöðva, sem aka sömu megin og bifreiðastæði eru heimil, þ.e. þeim einum, sem hafa bifreiða- stæðin á sínum vegarhelmingi. Þeir, sem koma úr hinni áttinni og hafa bifreiðastæðin á hægri hönd, verða að snúa við áður en þeir mega leggja ökutæki sínu eða stöðva það. Á þessum kafla Rauðarárstígs mega því þeir ein- ír leggja bifreið sinni, sem eru á leið norður gótuna, en bifreiða- stæði eru aðeins leyfð að vestan- verðu við götuna. Barmað er að stöðva ökutæki á þessum stöðum: a. í eða við beygju, þar sem út- sýn er takmörkuð eða vegur brattur, í eða við hæðarbrún og þar sem útsýn er takmörk- uð af öðrum ástæðum. b. Við vegamót, ef staða öku- tækis tálmar útsýn yfir veg, eða nær vegamótum en 10 metra, miðað við næstu brún þvervegar. c. Við umferðarmerki, þannig að það sjáist illa. d. Á merktri gangbraut. e. Á merktri akrein, eða svo nS- lægt henni, að torveldi akstur inn á hana eða aðra akrein. f. Á 20 iretra svæði við merkta biðstöð almenningsvagna. g. Á hringtorgum. h. Á merktum stæðum fyrir leigub if veiðar. Á öllum þessum stöðum er að sjálfsögðu einnig bannað að leggja ökutækjum. Einnig er bannað að leggja ökutækjum á þessum stöðum: a. Á brún. b. Við akbrautir að húsum eða lóðum, eða svo nálægt þeim, að akstur um þær verði verulegum örðugleikum bund- inn. c. Fyrir framan vatnshana slökkviliðs. d. Hjá merktum bifreiðastæðum. Ný framhaldssaga hefst d morgun A MORGUN hefst í blaðinu ný framhaldssaga um ástir og störf ungrar konu, Sús- önnu Bergmann, sem er læknir á stóru sjúkrahúsi. Sagan heitir „Ást og skyldur“. Starfið er unga kvenlæknin- um mjög kært, þó að á ýmsu gangi í samskiptum hæði við sjúklingana og starfslið sjúkrahússins. Það markar tímamót í ævi Súsönnu •* lítill 6 ára drengur, Tómas litli Agréus, er lagður inn á sjúkrahúsið, og það kemur í hennar hlut að sinna honum bæði sem læknir og vinur. Tómas litli er móðurlaus, og faðir hans, sem er mála- færslumaður, hefir ekki annazt hann af nógu mikilli nærgætni og skilningi. Sag- an er mjög' spennandi. Hver hlýtur 1000 kr. verhlaun Mbl. í danslagakeppni SKT HER MEÐ fylgir atkvæðaseðill í Danslagakeppni S.K.T. með nöfn- um þeirra 17 laga, er komizt hafa í úrslitakeppnina og keppa nú um verðlaun S.K.T. Lögunum verður útvarpað á vegum Ríkisútvarpsins annað kvöld (föstudag) og það útvarp endurtekið síðdegis á laugardag. Væntanlegum þátttakendum í atkvæðagreiðslunni er ráðlagt að hlusta vel á útvarpið, bæði skipt in, til þess að geta sem bezt dæmt um lögin, og hafa þá Morgun- blaðið við höndina, eða meðfylgj andi atkvæðaseðil, sem klippa má strax út úr blaðinu. skrifar ur daglega íifinu Hvað á barnið að heita? UM daginn las ég um það í blöð- unum, að heimspekideild Há- skóla íslands hefði kveðið upp úrskurð um það að ekki mætti skíra barn nafninu Lorenz. Það varð tilefni eftirfarandi hugleið- inga: — Hvað á barnið að heita? spyr presturinn. Marsibil, Efemía, Messalía, Hörn. Presturinn maldar eitthvað í móinn, segir að prestunum sé uppálagt að skíra ekki öðru en rétt mynduðum ísienzkum nöfn- um, sem fari vel í íslenzku máli. — Jú, jú, þetta er einmitt það sem barnið á að heita. Marsibil í höfuðið á henni tengdamóður minni (presturinn lítur á tengda- móðurina, sem stendur þarna há- tíðleg á svip, og allbrúnaþung), Efemia í höfuðið á henni móður minni sálugu, Messalía í Uöfuðið á henni frænku, sem leigir okkur íbúðina sína og borðar hjá okkur og Hörn í höfuðið á honum Herði mági mínum, sem drukknaði um árið og enginn hefur látið heita í höfuðið á. Hvað á presturinn þá að gera? Aflýsa skírninni, og senda fyrir- spurn til heimspekideildar? Hann hefur enga möguleika til að skera úr um það sjálfur, hvort þetta séu nöfn, sem íslenzkt barn megi ekki heita. Mig minnir að gert hafi verið ráð fyrir því, þegar lög voru sett um að heimspekideiid Há- Verði kjósendur ekki búnir að ná sér í Morgunblaðið, þegar útvarpað verður, er hægt að skrifa hjá sér, hvaða þrjú lög eru bezt í hvorum dansflokki og krossa svo á eftir á atkvæðaseð- ilinn samkvæmt þvi. Ekki má merkja fleiri en 3 lög í hvorum dansflokki, og ekki heldur færri, annars er seðillinn ógildur. Morgunblaðið heitir 1.000,00 krónum í verðlaun til þeirra, sem greiða atkvæði þeim þremur lög um við gömlu dansana og þremur lögum við nýju dansana, er at- kvæðahæst verða í allri atkvæða <8>--------------------------- greiðslunni. Verði margir með „rétta“ atkvæðagreiðslu, verður dregið úr atkvæðaseðlum þeirra. í verðlaunakeppni Morgun- blaðsins koma þeir einir til greina sem greiða atkvæði á atkvæða- seðlum þess (þ.e. meðfylgjandi atkvæðaseðil). Bréfin með atkvæðaseðlunum verða að hafa borizt til Reykja- víkur í pósthólf 1373, pósthólf 88, eða beint til Morgunblaðsins, fyrir miðvikudagskvöld næst- komandi (12. nóvember) merkt: Danslagakeppni S.K.T. 1958, ------------------------------í«> Danslagakeppni S.K.T. 1958. skólans ætti að skera úr ef ágrein ingur yrði milli prests og for- eldra, að deildin gæfi út skrá um þau nöfn sem ekkj mætti skíra, og styðjast þar við alls- herjarmanntölin. Óneitanlega væri þægilegt fyrir presíana að hafa slíka handbók. Er fréttaritari Ríkisút- varpsins í Stokkhólmi kommúnisti? útvarpinu var í fyrradag les- inn upp fréttaauki fra frétta- ritara í Stokkhólmi um Paster- 1 nak-málið. Að vísu var getið um að mörg blöð í Stokkhólnn höfðu fagnað því, að Pasternak fékk Nóbelsverðlaunin, en miklu meiri tíma eytt í að skýra frá tveim andmælum gegn veiting- unni, öðrum frá hinum illræmda kommúnista Arthur Lundkvist. Síðan var getið um, að þessum Lundkvist hefðu verið veitt Lenin-verðlaunin í bókmenntum við hátíðlega athöfn í Stokk- hólmi. Sagði fréttaritarinn, að þar hefðu engir fulltrúar verið viðstaddir af hálfu sænsku aka- demíunnar, og hefði það vakið almenna furðu og óánægju — sá sem þetta ritar man ekki hvort orðið var notað. En hitt er miklu líklegra að það hafi vakið al- menna ánægju í Stokkhóimi og í Svíþjóð, að akademían sendi enga fulltrúa þegar hylla átti manninn, sem var nýbúmn að taka undir áviturnar til Paster- naks fyrir að hafa dirfzt að koma fram eins og frjáls maður, þótt hann væri þegn í Sovétríkjur.um. Hvers vegna hefur útvarpið kommúnista fyrir fréttamann í Stokkhólmi? Hver treystir á hlut leysi eða sannsögli nokkurs manns af því sauðahúsi?" K.A. ATKVÆÐAS E ÐIL L ögin við gómlu dansana: 1. Reykjavíkurpolki polki eftir Leifa Söngvarar: Gestur Þorgrímss. 2. Loftleiðavalsinn vals — Farfugl Adda Örnólfsdóttir 3. Landhelgispolkinn polki — Varðbát Baldur Hólmgeirss. 4. Berst til mín vorið tangó — Kalla á Hól Adda Örnólfsd. 5. Veiðimannapolki polki — Silung (Hljómsv. leikur) 6. Vængjaþytur marz — Flugstjóra Sigm. Halldórss. 7. Við fljúgum vals — Ferðalang Sigm. Halldórss. 8. í Egilsstaðaskógi polki — Snáða Adda Örnólfsdóttir 9. Halló! tangó — Heppinn Helena Eyjólfsd. Sigm. Halldórss. B Lögin við nýju dansana: söngvarar: 1. Minning beguinne eftir X 9 Helena Eyjólfsd. 2. Liðið vor bóleró — Ljósvaka Helena Eyjólfsd. 3. Sólargeisli á grund foxtrot — Burkna Haukur Morthens 4. í landhelginni foxtrot — N. N. Haukur Morthens 5. í Egilsstaðaskógi tangó — Söngfugl Adda Örnólfsd. 6. Endurfundur hægur foxtrot — Hrafnaflóka Adda Örnólfsd. 7. Syngdu tangó — Söngfugl Helcna Eyjólfsd. 8. Sprett úr spori foxtrot — Léttfeta Haukur Morthens Gerið svo vel að merkja með krossi (X) framan við nöfn 6 laganna, þriggja þeirra beztu við gömlu dansana og þriggja þeirra beztu víð nýju dansana, — en hvorki fleiri eða færri, annars er seðillinn ögiidur Nafn ....... Heimilisfang 4-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.