Morgunblaðið - 06.11.1958, Page 8
8
M o R cvis nr4 Ðih
Fimmturlaeur 6. nóv. 1958
Utg.: H.f. Árvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Aðalritstjórar: Valtýr Stefánsson (óbm.)
Bjami Benediktsson.
Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Einar Ásmundsson.
Lesbók: Arni Óla, sími 33045
Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480.
Askriftargjald kr 35.00 á mánuði innanlands.
1 lausasölu kr. 2.00 eintakið.
FJÁRMÁLAÖNGÞVEITIÐ OG
EYSTEINN JÓNSSON
UTAN UR HEÍMI
Suzie Wong-
af frönskum og kínverskum œttum
Fl INS og sést á blöðum stjórn
j arflokkana nú að undan-
förnu eru uppi innan her
búðanna í stjórnarráðinu alls
konar bollaleggingar og vafa-
laust mikil átök um það, hvað
eigi að gera í efnahagsmálunum.
Enn á ný er allt komið í kaf.
Bjargráðin seinustu hafa engin
bjargráð reynzt og það er sýni-
legt að grípa verður til einhverra
nýrra örþrifaráða ef atvinnuveg-
irnir eiga að geta haldizt á floti.
í Alþýðublaðinu er spurt um,
hvort reynt verði nú að „snúa
dýrtíðarskrúfunni til baka“. Seg-
ir blaðið að miklar bolialeggingar
séú í stjórnmálanefndunum um
leiðir til að færa vísitöluna aftur
niður í 18.1 stig. í því sambandi
birti Morgunblaðið í fyrradag
frétt út af ummælum Hannibals
Valdimarssonar á Landsþingi
Sj álfseignavörubifreiðastj óra hér
í bænum. Hannibal skýrði þar frá
að uppi væru bollaleggingar um,
að láta launþega gefa eftir 20
stig af vísitölunni, og annað því
um líkt. Þjóðviljinn gerði tilraun
til þess í gær að breiða yfir þetta
með því að segja að frétt Morgun
blaðsins af ummælum Hannibals
séu staðiausir stafir en um þær
eru allir til vitnis sem Lands-
þingið sátu að þar er farið rétt
með. Hins vegar mun Hannibai.
vafalaust hafa fengið þungar á-
kúrur hjá sínum pólitísku yfir-
boðurum fyrir að hafa komið upp
um það fáim og það ráðleysi, sem
ríkir í stjórnarherbúðunum í dag.
í þessu sambandi er rétt að fara
nokkuð aftur í tímann. Fyrir
kosningarnar 1956 var lofað „al-
hliða viðreisn efnahagsmálanna“
og „þróttmiklum framkvæmdurn
til lands og sjávar“. Hvernig geng
ið hefur viðreisn efnahagsmál-
anna ætti að vera óþarfi að rifja
upp enn einu sinni, því það er
öllum í svo fersku minni og sí-
fellt fyrir augum manna. Skattar
hafa hlaðist ofan á skatta, eftir
jólagjöfina komu bjargráðin og
sér þó ekki til nokkurs botns í
allri fjármálaflækjunni. Uppbóta
kerfið er víðtækara en nokkru
sinni, höft og hömíur hlaðast
jafnframt niður á allt viðskipta-
líf og verðgildi peninganna fer
þverrandi.
Á sama tíma hafa svo ríkis-
skuldirnar meira en tvöfaldast og
enn er farið í nýja för til Was-
hington til að biðja um lán.
Ríkisstjórnin hefur beinlínis
haldið sér fljótandi á lántökum
hjá Bandaríkjamönnum og Vest-
ur-Þjóðverjum. Hefðu þessar lán
tökur ekki komið til, væri stjórn
arskútan fyrir löngu komin í kaf.
Lántökurnar hafa verkað eins og
sprautur á sjúkling, þær hafa lífg
að hann við í bili, en þar hefur
komið, að nýjar sprautur hafa
þurft og þannig hefur þetta geng
ið ár eftir ár, síðan hiu nýja rík-
isstjórn Kom til Það er að sagt,
að fljóti á meðan ekki sökkvi. En
nú er sjórinn farinn að hækka í
byttunni og austurinn tekinn að
þyngjast. Þá byrja bollalegging-
arnar um vísitöluniðurskurð, urn
enn nýjar lántökur, um niður-
skurð framkvæmda og enn meiri
niðurgreiðslur og uppbætur en
áður. Samkvæmt því, sem Al-
þýðublaðið skýrir frá eru uppi
bollaleggingar um að skera nið-
ur verklegar framkvæmdir, svo
sem framlög til vega, brúa, hafna
og rafframkvæmda í sveitum, til
þess að hægt sé að ausa enn meira
fé í uppbótakerfið en verið hef-
ur og hefur þó aldrei eins mikið
af fé gengið til þess eins og nú.
Með þessum bollaleggingum er
stefnt að því, að sökkva þeim
„þróttmiklu framkvæmdum",
sem lofað var enn dýpra á kaf í
,,styrkjafenið“, sem stjórnarflokk
arnir töluðu svo mikið um fyrir
kosningar, en nokkur dæmi hafa
verið til áður. Þó voru það þessir
sömu flokkar, sem lofuðu að
kippa atvinnuvegunum upp úr
„styrkj afeninu".
★
Þegar ríkisstjórn Ólafs Thors
fór frá á miðju ári 1956, hrópaði
Hræðslubandalagið og kommún-
istar um, að nú væri allt komið
í strand. En þeir ætluðu svo sem
að draga skipið aftur á flot.
Aldrei hefur þó fjármálaskútan
íslenzka komízt lengra upp á
land en nú í tíð núverandi stjórn
ar. Sá, sem staðið hefur við stýr-
ið er Eysteinn Jónsson, sá hinn
sami, sem stjórnaði fjármálum í
tíð fyrrverandi ríkisstjórnar,
þegar allt átti líka að vera komið
í strand. En Eysteinn Jónsson er
ekki óvanur því, að koma ötlu
í strand. Hann hefur gert það
áður. Þessi maður var barnungur
að aldri fjármálaráðherra árið
1934, en árið 1939 voru fjármálin
komin í slíka óreiðu að leitað var
á náðir Sjálfstæðismanna. Þá
varð Eysteinn Jónsson að „bíta
í hið súra epli“ að skila fjármál-
unum í hendur pólitísks andstæð
ings, sem hann hafði fynr
skömmu hefnt sín á, með því að
svipta hann embætti. Það vantaði
ekki að þessi fjármálaráðherra á
stuttbuxum, var nógu borgin-
mannlegur í fyrstu, en í bili fór
þó af honum móðurinn eftir
kreppuóstjórnina 1934—1939, sem
skapaði atvinnuleysi, örbirgð og
óáran, meiri en þekkzt hafði í
þessu landi hingað til.
Nú hefur Eysteinn Jónsson
verið fjármálaráðherra um all-
mörg ár með alveg sama árangri
og á árunum frá 1934—1939. —
Hann hefur ekki reynzt nokkr-
um vanda vaxinn öðrum en þeim
að skara eld að pólitískri köku
einstakra Framsóknarmanna og
Sambandi íslenzkra samvinnu-
félaga. Eysteinn Jónsson er
mesti óhappamaður, sem komið
hefur nálægt íslenzkum fjármál-
um síðan landsmenn fóru sjálfir
að hafa stjórn þeirra mála. Þjóð-
in bar mjög lengi gæfu til þess
að hafa samvizkusama og ráða-
góða menn til þeirra verka en
þegar Eysteinn Jónsson tók við
stjórn þeirra mála, seig allt á
ógæfuhliðina.
Nú bollaleggja stjórnarherr-
arnir enn einu sinni. Þeir verða,
sem fyrr, dæmdir eftir verkum
sínum og nú bíður þjóðin þess
enn einu sinni með eftirvænt-
ingu, hvað verði aðhafzt í fjár-
málum landsins.
í SUMAR sem leið birtist sem
framhaldssaga í Mbl. skáldsaga
Richards Masons, Suzie Wong.
Um þessar mundir er verið að
sýna á Broadway í New York
leikrit, sem gert hefir verið eftir
þessari skáldsögu. Aðalhlutverk-
ið leikur Francé Nuyen, ung leik-
kona frá Marseille í Frakklandi.
Hún hefir fengið góða dóma fyrir
leik sinn sem Suzie Wong.
★
Fullu nafni heitir hún Francé
Nuyen Vannga, fædd og uppalin
í fátækrahverfi í Marseille, dótt-
ir kínversks sjómanns og franskr
ar konu. Þær mæðgur urðu að
spjara sig að mestu á eigin spýt-
ur, þar sem heimilisfaðirinn lét
sjaldan sjá sig. Löngum urðu
þær að sætta sig við að þiggja
fátækrastyrk. En þann dag í dag
hefir Francé Nuyen andstyggð á
föður sínum, og sagt er, að ekki
hafi verið sérstaklega kært með
þeim mæðgum, svo að litla stúlk
an hefir búið við lítið ástríki í
æsku.
Skólagangan varð henni erfið.
Uppruni hennar varð til þess, að
skólasystkin hennar sýndu henni
andúð, og Francé litla Nuyen átti
mjög fáa vini. Henni sóttist þó
námið sæmilega, og hún hafði
mjög gaman af teikningu og leik
fimi. Eitt sinn er Francé var að
klifra upp eftir kaðli í leikfimis-
sal skólans, missti hún tökin á
kaðlinum og féll á gólfið úr tölu-
verðri hæð. Hún meiddist á
höfði, var lengi að ná sér og þar
með lauk formlegri skólagöngu
hennar. Nokkrum mánuðum síð-
ar fór hún í Listaskólann í Mar-
ENN mun reyndar líða all lang-
ur tími, þar til fyrsti maðurinn
stígur fæti sínum á yfirborð
tunglsins — en ekki er ráð nema
í tíma sé tekið, og því hefir
bandaríska fyrirtækið „Wonder
Building Coí of America" þegar
látið gera fyrsta líkanið af tungl-
húsi. Llkan þetta var nýlega
sýnt í Bandaríkjunum.
Var líkanið smíðað í samráði
við stjarneðlisfræðinginn John
Rinehart. Húsið er einna líkast
vindli í laginu. Yfir því er sér-
stakt þak til hlífðar gegn loft-
steinaþokum, sem sí og æ dynja
á yfirborði tunglsins.
Rinehart segir, að hús á tungl-
inu hljóti að hvíla á þykku ryk-
lagi og verði að reyra það nið-
ur með gildum kaðalstöngum.
Líkanið er 2 metrar á lengd.
Tunglhúsið á fullgert að vera
100 metrar á lengd, 48 metra á
breidd og 20 metrar á hæð. Innan
í því á að koma fyrij íbúðum
fyrir frumbyggjana á tunglinu,
rannsóknarstofum fyrir eðlis-
Francé Nuyen — úr brauðbúð-
Inni í leikhús í Broadway
seille og lagði einkum stund á
höggmyndalist og málaralist.
Þótti hún efnilegur nemandi.
★
Fyrir þremur árum fór Francé
á alþjóða kvikmyndahátíðina í
Cannes. Þar varð á vegi hennar
ljósmyndarinn Philippe Hals-
man, sem var í stjörnuleit. Eftir
fræðinga, efnafræðinga, lífeðlis-
fræðinga og aðra vísindamenn og
eftirlitsturni, þar sem stjórnað
er öllu sambandi við Jörðina. Þar
að auki eiga að vera þar við-
gerðarverkstæði fyrir tungl-
flaugarnar, sjálfvirkt loftræst-
ingakerfi, hitakerfi o. s. frv.
Þakið yfir tunglhúsinu á að
vera ofurlítið íbogið, 140 metra
á lengd og 115 metra á breidd.
Hvern einstakan hlut þess á að
fullgera sérstaklega. Allt húsið á
að vera úr sérstakri aluminíum-
blöndu, og eru þeir síðan fluttir
hver í sínu lagi til tunglsins.
Gert er ráð fyrir, að fara þurfi
tíu ferðir til tunglsins með hús-
ið. Mjög fljótlegt á að vera að
setja húsið saman.
Inngangurinn í húsið verður
í öðrum endanum, og má einna
helzt líkja honum við loftloku.
Rétt við innganginn verður lend-
ingarstaður tunglflauganna. Hús-
ið á að útbúa á svipaðan hátt og
jafnþrýstiklefa í farþegaflugvél-
um, svo að loftþrýstingurinn inn
í húsinu verður nokkurn veginn
nokkurt þóf tókst honum að telja
Francé á að sitja fyrir hjá sér og
nokkru síðar birtist forsíðumynd
af henni í Picture Post.
Francé lék í reynslukvikmynd
í París, er Michael Todd undir-
bjó töku kvikmyndarinnar „Um-
hverfis Jörðina á 80 dögum“, og
einnig í Rómaborg á vegum
Jósephs Mankiewicz, er á döfinni
var að gera kvikmynd eftir „Hæg
láta Ameríkumanninum". í bæði
skiptin þótti hún ótæk vegna lé-
legrar enskukunnáttu. En
snemma á árinu 1957 vildi faðir
hennar, sem var bandarískur
borgari, að þær mæðgur kæmu
til New York, og það varð úr, að
þær fóru vestur um haf. Francé
vildi gerast sýningarstúlka. Hún
heimsótti Halsman, sem reyndi
að greiða götu hennar, en það
gekk illa, enda er Francé alls ó-
lík venjulegri, bandarískri
stúlku í útliti. Hún komst í kynni
við forráðamenn Twentieth Cent
ury Fox í New York. Þeim þótti
stúlkan falleg og sérkennileg, en
höfðu engan starfa handa henni,
og Francé fékk sér atvinnu í
brauðbúð.
En heppnin var með henni.
Hún var ráðin til að leika í söng
leiknum „South Paeific“ og síðan
í „Suzie Wong“. Sú var tíðin, að
Francé fullyrti, að hún ætlaði sér
aðeins að fást við leiklist í stutt-
an tíma — hún hefði í hyggju að
snúa sér síðar meir að málara-
listinni. Eftir þá góðu dóma,
sem hún fékk fyrir leik sinn í
Suzie Wong. snerist henni hug-
ur, og mun hún nú vera ráðin í
að helga líf sitt leiklistinni.
sá sami og á Jörðinni. Húsið verð-
ur gluggalaust.
„Wonder building Co. of Ame-
rica“ hefir undanfarin ár látið
vinna að tunglhúsinu. Prófessor
Rinehart telur, að fyrsta tungl-
húsið verði reist innan 10 ára.
Hrútasýning
AKRANESI, 5. nóv. — í fyrra-
dag var haldin hrútasýning hér á
Akranesi. Fimmtán hrútar voru
á sýningunni. Fyrstu verðlaun
hlaut veturgamall hrútur, eign
Halldórs Magnússonar, og tveir
tveggja vetra hrútar, báðir eign
Daníels Friðrikssonar. Fjórir
hrútar fengu önnur verðlaun.
Hrútasýning var og í gær í
Innri Akraneshreppi. Voru 20
hrútar á sýningunni. Fyrstu verð
laun hlaut fjögra vetra hrútur,
eign Benedikts Haraldssonar á
Reyni. Önnur verðlaun hlutu
hrútar frá Ytra-Hólmi, Innra-
Hólmi, Tranastöðuna og Þara-
völlum.
Fyrsfa líkaniö af tunglhúsi