Morgunblaðið - 06.11.1958, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 06.11.1958, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 6. nóv. 1958 MORGVNBLAÐ1 Ð % „Hver sem örlög Pasternaks veröa hefur hann tryggt sér sœti sem mesti velgerðar- 44 maður mannkynsins,,. Rœða Cunnars Cunnarssonar á fundi Heimdallar í fyrrakvöld ENGINN skyldi draga í efa, að mannkyn það, sem á líðandi stund byggir kringlu heims, og sem íbúar þessa lands eru öreind af, verður mikils varðandi um örlög hnattarins. Það dregur sem óðast að úrslitastund. Margt ber til, einkum þó hraðvaxandi tækni vit sérfróðra manna og þar af leiðandi furðuþróun tækja ýmiss konar, sem stopul siðmenning hef ur gleypt og gleypir við, en ekki megnað að melta sér til heilsu- samlegrar hagnýtingar. Að krabbameinsígildi hafi af hlotist í flestum þjóðfélögum hnattarins, er of augljóst mál til að eyða að því orðum, fram yfir á það að benda. Tækniframvind- unni er engan veginn markaðui bás innan vébanda þess efnis, sem mannskepnan í yfirgengilegum ofmetnaði hefur tamið sér að kalla dautt. Hún nær engu síður til vefja lifandi holds, mergsins í beinum og blóðvökvans sem hjartadælan hríslar frá sér á með an endist, áveitunnar undursam- legu. Og þar sem andi og hold eru jafn ómissandi hluthafar í sf. Maður, leiðir af sjálfu, að varnar- garðar sálarinnar, sem aðrir kín- verskir múrar, hafa orðið að au- virðuþrepi gagnvart sókn áróðurs tækni, sem einskis svífist, lítur á hjartamildi, heiðarleik og heil- indi hvers konar sem gaspur eitt og gamanmál, leggur samvizku fyrir róða, sem hvert annað óvita hjal, og kann þau tök á sannleik- anum, að hverfa honum í and- stöðu sína; áróðri, sem sérstak- lega er ætlað að hafa áhrif á auðskelfda ráðleysingja, en af þeim virðast þó nokkrir vera t!l, ef marka má af áunnu fylgi, og vilja þó stundum fylkingar riði- ast, sem eðlilegt er um slíkan liðsafnað, og er minnst af því séð. Það er hörmulegt til að vita, •n í því, sem þegar var sagt, er ekki orði of mælt, nema síður sé. Mannkyn það, sem nú er uppi, lifir á tímamótum. Ásareið farar- tækja, sem þegar þeysa hljóðinu hraðar, og örtvaxandi tiltök leift- uráhrifa, hvort heldur í orði eða verki, hvar á hnattkringlunni sem er, hafa gert hvern einstakan samsekan um það, sem fram fer, og þá um leið samábyrgan, sam- sekan, ef ekki í athöfnum, þá at- hafnaleysi, samábyrgan ekki hvað sízt vegna erfðasyndarinnar í öðru veldi: vitaðs eða óvitaðs fráhvarfs frá sérhverju því, sem mannlegt er og mannsæmandi. Tilvalið dæmi er aðbúð sovétskra stjórnarvalda og rit- höfundasamtaka að rússneska skáldjöfrinum Boris Pasternak, eftir að honum að verðskulduðu höfðu verið ánöfnuð bókmennta- verðlaun Nóbels og hann hrærð- ur þakkað heiðurinn og látið uppi von um, að geta þegið boð Sænsku akademíunnar að koma og taka við þeim. Svo sem viðhorfin hafa breytzt frá degi til dags, já frá einni út- varpssendingunni til annarrar, mætti ætla, að sú atburðakeðja væri uppistaða í skröksögu, sam- an settri til þess eins að svívirða sovézka menningu, mannúð og skynþroska. Að rekja þann hrak- fallabálk lið fyrir lið yrði of langt mál, og raunar munu flest atriðin hverjum áheyranda fersku minni. Hans hágöfgi Ni- kita Krúsjeff lét sér sæma að knýja Boris Pasternak, sem svo til einn 'sinna samlanda og með aðra hönd bundna á baki hafði haldið uppi skildi andlegrar reisn ar og fjötrumflæktrar frjálsrar menningar í hinu fornhelga Rússaveldi og af eindæma hug- rekki og íþrótt vammi firrðri afl- að þjóð sinni óverðskuldaðs en ómetanlegs heiðurs, til að afsegja sér verðlaunum og sitja heima. Það er að segja: þannig stóð mál- ið einn sólarhring eða svo, krýnd- ur skáldjöfurr króaður inni af lögregluverði, tæpt á hjartabiiun, sem ekki væri ný af nálinni, og á lofti læviblöndnu bandóðar kröfur froðufellandi starfs- bræðra, sovéthugsjónaærðra, að láta ekki nægja að útskúfa Nóbel skáldinu úr rithöfundasamkund- um ýmiss konar, heldur afrná hann hreinlega úr þjóðfélagi sovétsiðaðra manna, reka hann út á gaddinn, ótalandi og óferj- andi, sem annan Gretti. Aðrir verðlaunaþegar, þægu börnin, sem kunna og hafa geð í sér að knjábugta böðli þeim, sem í það og það skiptið hefur orðið ofan á um stundarsakir, eiga að fá or- lof til að bregða sér vestur, fyrir tjald og hafa glaðninginn með sér heim, því þótt frá sovétsjón- armiði farið sé að slá í vestræna menningu, fellur ekki á góðmálm, sem úr þeirri átt kann að berast til styrktar byltingu, sem er stað- ráðin í að steypa undan baug- veitanda, óðara en færi gefst. Þegar hér var komið, tók skáld hetjan að athuga sinn gang, og bar ekki á hjartaveilu, allra fyrst afþakkaði hann peninginn eða öllu heldur sjóðinn, ef það mætti bæta úr skák, og taldi tormerki á vesturför, ætlaði ekki að láta heiðri sínum hnikað né áhrif drengskapar langrar ævi tagl- stýfð á síðustu stundu, með því að líða risanum að hrekja sig af hólmi. Keypti landvist, ef fáan- leg væri, með bréfi til fyrr- nefndrar hágöfgi, þar sem hann beygði annan fót, en stóð því fast- ar á hinum, stelling, sem áður var íslendingum tiltæk en nú fymist sumum. Hvað hafði Boris Pastei'nak annars af sér geri, að vera hund- eltur, heitinn svin og svikari, laminn hnútas /lpa stéttarbræðra, sem stöðugri eru í sovét-trúnni, æðstu hugsjón ekki aðeins vorrar aldar, heldur og allra tíma? Hvert var afbrotið, er réði því, að þessir einstöku heiðursmenn, allir með tölu, fóru fram á það við jafnskynsaman stjórnarleið- toga og hans hágöfgi Nikita Krús- jeff, að hann svipti nýorðið Nó- belskáld öllum borgararéttindum, sem ef að líkum lætur, hefði leitt af sér útlegð til Vorkuta í Síberíu eða ámóta aldingarða sæluríkis- ins mesta, sem bíður jafnvel vor eyjarskeggja, og það ef til vill á næstu grösum, verði ekki að gert? Því er fljótsvarað, honum höfðu orðið á þau undur og ó- dæmi, að vera trúr sjálfum sér, gáfum sínum og kðllun, og setja saman skáldsögu, sem líkiegt er að endast muni á meðan rússnesk tunga er töluð, og má vera leng- ur, á öld atómhraðans er jafnvel þjóðtungum hætt, enda gætnir menn og forsjálir undir það búnir hér heima, að talast við t. d. á gervimálinu esperantó, allt er þetta á eina bókina lært, þó því aðeins að rússneska verndarliðið, þegar þar að kemur, leyfi frávik frá móðurmáli og feðratungu allra sannra sovétborgara. Sá er ekki á flæðiskeri staddur, sem þá fær bjargað sér, án þess fjaðr- ir ýfist, úr dúnhreiðrj frjálsrar vestrænnar menningar yfir á græna grein sovétskilningstrésins góðs og ills, hjúfrað sig í faðmi fjölkunnustu nornarinnar, sem sögur fara af, Hólmgérðar gæli- tungu í Garðaríki, en í þvísa landi er sérgáfuðum listamönn- um hyglað af natni fyrir að syngja ógrunsamlegt lof alræðis- valdi öreiganna, að hágöfgirnar í ró og næði megi því betur treysta heimahlekkina, en þeir kunna á því lagið, að láta þræla- reynd sú að vísu flestum mönnum lokuð bók, enn sem komið er. Þó er ekki fyrir að synja, að þorra- blota gæti. Því þarf ekki að gera skóna, að þessa stundina standa þar systkinin Ótti og Hentisemi gljúpu höfði og blása í kaun. Haft er fyrir satt, að öðrum skáldjöfri sovézkum, Maxim Gorki, hafi verið komið fyrir kattarnef í pukri af mmni sökum, en hér um ræðir, þar sem aldrei varð fylli- lega uppskátt um breytta afstöðu hans til bermdarvaldsins, og hvað Pilnjak og marga aðra áhrærir, er vitað, að þeir voru hreinlega drepnir, eða að minnsta kosti drepnir. Þá er og eigi heldur fyrir að synja, að ágerast kunni „hjarta Gunnar Gunnarsson festina ljóma tilsýndar sem sælu- band sameiningarflokka um upp- hafin hugðarefni. Það er í raun og veru fáránlegt, að standa hér á gamals aldri og leggja út af atburðum og atvík- um, sem skýra sig sjálf. Regin- hneyksli það, sem ætlað er að ríða höfundi sínum að fullu, er sagan Zívagó læknir, skáldverk einstakt í sinni röð. Það þarf arm með afbrigðum langan til að klappa Boris Pasternak á öxlina, telja söguna rétt þokkalega gerða og sum atvikin ekki óféleg. Eng- um manni óskjálgum dylst, að um frásögn þá hefur fjallað sann- menntað andans mikilmenni, með ólíkindum heill og hugdjarf- ur af skáldi að vera. Það þarf afburðaljóðasmið til að setja sam an sögu íofna jafnóbrigðulum viðlagaþunga örlaga og athafna, en ekkert skáld mundi fært um að yrkja ljóð á borð við þá runu lauss máls, fyrr en þá að einhver gerist svo langstígur að feta í spor Forngrikkja. Þetta er höfuðsökin, en þó eink um, að jafnósvífið uppátæki varð bert, og þarf víst enginn að hafa áhyggjur af að Boris Pasternak lifi það, að missa glæpinn, hvað annað sem að honum kynni að ama. Þegar þar að kemur að hent ugt þyki að hermdarverkið um- hverfist að minnsta kosti um stund í andstæðu sína, sem flest annað á hinni að verðleikum stór frægu sovétpaðreim sjónhverf- inga og bellibragða, er hætt við að snillingurinn, jafnvigur á bundið mál og óbundið, sé aliur og verði ekki endurvakinn öðru vísi en sem frjóvgunarlind sálna, sem nú eru honum lokaðar eða meinað að ná áhrifavaldi yfir. Látum svo vera. Fátt getur fall valtara en vald sem misbeitt er, og vilgjafir harðstjóra, hversu hátt sem þeir hreykja sér. í hinu gaddfreðna Garðaríki virðist stað bilun“ sú, er svo hentilega stakk upp slepjuðum selskolli úr kös stormrendra golþorska, og kunni það mein áður varir að ríða ofur menninu að fullu. Sýnt er, að samtímamenn hans sumir myndu gráta Boris Pasternak þurrunj tárum. Þó brá svo við, er andúðar- bylgja óþrælkaðra manna hnött inn umkring skall af fullum þunga á múrum Kremlborgar, að leyft var símsamband við þjóð- skáldið í stofufangelsi, og það jafnvel áður en sárbænandi rödd af köldum knjábeði náði að bland ast skeleggari ómum, er leituðu hlusta sovétzarsins. Var þó fram- lag það, sem önnur til verndar frjálsri menningu nokkur máls- bót sendanda, það sem það náði, og dró þó úr, að í annað sinn undir líkum kringumstæðum sá böggull fylgdi skammrifi, að í blóra við mannúð var berum orð- um lögð á það áherzla, að vara við afleiðingum fólskuverka á þeim forsendum, að framferði af því tagi spillti fyrir sameiginleg- um málstað hans og hágöfginnar utan þess landsvæðis, sem þegar er undirokað, og mætti verða til að tefja fyrir því, að hinn hrein- hjartaði hugsjónadraumur rætt- ist, sameining alls mannkyns und ir merki hamars og sigðar í sælu- ríki, sem þessa stundina leikur á ramböldum fyrir átaki eins manns, riðar til falls og er raunar þegar hrunið í hug og hjarta hvers heilvita manns, vegna þrá- kelkni skálds, sem kann ekki að hræðast og metur að engu gýli- gjafir og fleðskap flátthyggjenda, en þúsundáraríkinu kennt við Hólmgarða er ætlað að breiðast eins fljótt og verða má yfir lend- ur allar, lagarborð, að ógleymd- um undirdjúpum og upphimnun- um sjö, að gapi Ginnunga. Um undirbúninginn hér heima fyrir er öllum kunnugt, eða ættí að vera, og í Danaveldi arka fyrri forustusauðir, gegnir sér tíl húðar, grátandi af fundi og á, einmitt þessa dagana, svo mjög er nú hert á hnútum, enda ill- vígir sérfræðingar sendir á stað- inn þeirra erinda. Verður fróð- legt að sjá, hvort þeir bregða sér vestur yfir pollinn, eða hvort harðfylgni heimaleiðtoganna verð ur treyst. Fyrir fjórum árum var á þess- um sama stað lagður fram skerf- ur til aðvörunar gegn klækjum og undirferli áróðursmanna valda baráttunnar mestu, sem um get- ur, og hlaut gefandi meðferð, er jafnast á við meðal-aftöku austan tjalds, róttækari aðgerðum varð ekki að svo stöddu við komið. Að fornvinum, er sig svo töidu, þætti málfrelsi misboðið með því að heimilisblaðið forðaðist. rök, en gerði sitt ýtrasta til að rýja máls- hefjanda ærunni, varð ekki vart. Og ekki alllóngu síðar höfðu góð- kunningjar og skyldmenni ekkert við það athuga, að vera rekin í almenning innan um sauði, sem samkomulag hefði verið um áður að telja pestarfé, og virðast una sér hið bezta á jötu með gapux- um. Þegar svo er komið hugar- fari og dirfsku góðra drengja, er varla ýkjalangur spölur ógenginn á nöf þess ætternisstapa, sem mannhelgi og öðru því, sem ekki verður án lifað frjálsum mönn- um, er ætlað að hverfa fyrir. Eitt sinn er hvalreki varð á fjörum komma, var í aðalmálgagni flokksins stungið upp á því íull- um fetum, að láta nú kné fvlgja kviði. Sovét-íslard ætti að verða næsti áfangi. Þeim skjátlazt, sem hyggur, að þau orð í þeim her- búðum gufi upp samtímis svita- baði sigurvímunnar. Leikur að eldi er í þann veginn að verða aðalstarf þessarar þjóðar, og það á flestum sviðum, svo efnileg til frambúðar sem sú atvinna er. Menn hlaupa upp til handa og fóta óðara og yfirborð blóðfljóts- ins úr æðum saklausra manna og langkúgaðra hækkar um þuml- ung eða af sérstökum ástæðum ljós heimsins fellur á mannfórn.. ir, sem ekki eru nýjar af nálinni, enda óumflýjanlegar, svo sem kerfið allt er innréttað, — síðan sofna menn aftur og sofa vært, vakna vel sofnir og til þess eins búnir, að skemmta sér og njóta lífsins í friði og spekt. Hví ekki ganga í MÍR og skiptast á men í- ingarverðmætum við ríki, sem horfir ekki í skitdinginn, á meðan það er að koma ár sinni vel fyrir borð, og er gjöfult við hvers kon- ar hljóðakletta í manns mynd, sé þeim sú gáfa gefin, að geta látið heyra til sín? Sú lausn er áreiðanlega bezt fyrir fáráðlinga og menn, sem hentar og telja sér heiður að því, að bera kápuna á báðum öxlum. Friðsamleg samskipti sem önnur við Sovétríkin, eru sem sé ekki annað en látalæti og verða það aldrei, þá yfirlýsingu hafa há- göfgirnar og kokhraustir berg- málendur gengið maður undir manns hond við að gefa. Sú leið er ekki íær, þótt illt sé til að vita. Hitt tr hugsanlept, að sovét- herrarnir og þeirra nótar verði yfirbugaðir af bróðuriegri en ó- haggandi festu, einnig innan frá. Þá von vekja og styrkja skipti þeirra við Boris Pasternak, sem angurvær en vonfastur þróaðist í það fjöregg fósturjarðar og fyrir litins heiðarlegs almennings í ör- eigaríkinu sannkallaða, sem tröll in nú leika að krókloppnum krumlum. Er ekki bráðum nóg komið af hinni bláköldu ásetningarhringa- vitleysu valdgráðugra og emnig á annan hátt geðtruflaðra manna? Hver sem örlög Borisar Pasternaks kunna að verða, hefir hann um aldaraðir tryggt sér Framh. á bls. 14

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.