Morgunblaðið - 06.11.1958, Síða 12
12
MORCVISBL 4Ð1Ð
Fimmtudagur 6. nóv. 1958
Hafi hann verið það, þá sýndi
hann það aldrei. Hann sýndi yf-
irmönnum sínum alltaf virðingu.
Ég þori að fullyrða að hann hefur
sagt „sir“, áður en hann leið út
af. Allt var undir honum komið.
Nú var úti um allt.
Svo skeðu margir atburðir sam-
tímis. Fyrst voru þeir allir í ein-
lim hrærigraut í huga mínum, en
síðar hefur mér tekizt að aðgreina
þá. Lestin var að koma. Véla-
skröltið og eimblásturinn hækkaði
með hverri sekúndu. En samt
nægði sá hávaði ekki til að yfir-
gnæfa óp vitfirringsins sem hróp
aði á hjálp, eins hátt og hann
mögulega gat.
arna var ég, sir, og gat ekkert
aðhafzt. Ég hefði ekki getað
gert betur en hann. Enginn hefði
getað gert það — nema kannske
Shears. . . Shears. . . að var ein-
mitt þá sem ég heyrði einhvern
annan hrópa. Rödd Shears, það
var rödd hans. Hún bergmálaði
Herbergi
með húsgögnum óskast til leigu
frá 1. desember, sími 12085.
Jólavörurnar komnar
Snvrtivörur allskonar í smekkleeum
iólaumbúðum:
Baðsalt — Baðpúður — Furunála-
bað — Handáburður o.m.fl;
Verð frá kr. 20.60 til kr. 91.00.
BEZT Vesturveri
um allan dalinn. Rödd vitfirðings-
ins, sir. Ég gat aðeins greint eitt
orð: „Sláðu“. Hann hafði líka
skilið og fyrr en ég sjálfur. En
nú var það of seint.
Sundarkorni síðar sá ég mann
úti í vatninu. Hann synti í áttina
til óvinabakkans. Það var hann.
Það var Shears. Hann hafði
misst vitið — eins og ég.
Hann hafði enga möguleika.
Mig langaði mest til að hlaupa af
stað til hans, en ég hefði verið a.
ni. k. tvær klukkustundir á leið-
inni niður hæðina.
Hann hafði ekki minnsta mögu-
leika. Hann synti æðislega, en það
tók hann nokkrar mínútur að kom-
ast yfir ána. Og á meðan komst
lestin út á brúna — hina glæstu
Kwai-brú, sem vopnabræöur okk-
ar höfðu reist. Þá — einmitt þá,
sá ég flokk japanskra hermanna.
Þeir höfðu heyrt hrópin og flýttu
sér nú á vettvang.
Það voru þeir sem tóku á móti
Shears, þegar hann brölti upp úr
vatninu. Hann kom tveimur
þeirra fyrir kattarnef. Brá hnífn-
um tvisvar sinnum, sir. Ég sá
þetta allt. Hann ætlaði ekki að
láta taka sig lifandi. En svc var
hann barinn í hnakkann með riff-
ilskapti. Hann hneig niður. Joyce
lá þarna líka — alveg hreyfingar-
laus. Ofurstinn var að staulast á
fætur. Hermennirnir höfðu skorið
vírinn í sundur. Við gátum ekki
gert neitt meira, sir“.
„Það er alltaf hægt að gera
eitthvað meira“, sagði Green
ofursti.
„Alltaf eitthvað meira sem
hægt er að gera, sir.....Rétt á
eftir varð sprenging. Lestin, sem
engum hafði dottið í hug að
stanza, hafði ekið yfir jarðsprengj
una sem ég hafði sett þeim megin
við brúna, með þeim afleiðingum
að eimvagninn valt út af brautar
teinunum og stakkst niður í fljót-
ið og dró tvo eða þrjá vagna á
eftir sér. Nokkrir menn drukkn-
uðu og miklar vörubirgðir eyði-
lögðust. En skemmdirnar var hægt
að gera við á nokkrum dögum..“
„Falleg sjón engu að síður,
býst ég við“, sagði Green ofursti.
„Mjög falleg sjón, sir, fyrir þá
sem hafa gaman af slikum hlut-
um. Svo reyndi ég að gera mér í
hugarlund hvernig ég ætti að gera
hana enn fallegri. Ég gleymdi ekki
meginreglu okkar í Herdeild 316,
sir. Ég braut heilann yfir því
hvort ég gæti gert nokkuð meira“.
„Það er alltaf hægt að gera eitt-
hvað meira“, sagði Green ofursti
annars hugar.
„Alltaf hægt að gera eitthvað
meira. . . Það hlýtur að vera satt
fyrst allir segja það. Það var eink
unnarorð Shears. Ég man eftir
því“. —
Warden þagði stundarkorn, yf-
irbugaður af þessari síðustu hugs
un sinni, en hélt svo áfram frá-
sögninni með viðkvæmni í rómn-
um:
„Ég hugsaði mjög ákaft, sir,
meðan hermannaflokkurinn safn-
aðist saman umhverfis þá Joyce
og Shears. Shears var sýnilega lif-
andi enn og kannske Joyee líka,
þrátt fyrir það sem þessi skítugi
hundur hafði gert honum.
Ég sá aðeins einn hugsanlegan
möguleika, sir. Síamarnir mínir
tveir héldu enn kyrru fyrir hjá
kanónunni. Þeir gátu skotið jafn-
auðveldlega á Japanina og brúna
sjálfa og þeir voru ekki síðra skot
mark en hún. Ég sagði þeim að
miða á þá. Svo beið ég litla stund.
Ég sá að þeir tóku fangana og
héldu af stað með þá. Þeir voru
báðir lifandi. Það var hið versta
sem fyrir gat komið. Nicholson
ofursti rak lestina, mjög álútur
"
Ný sending
HOLIEZKAR
VETRARkÁPUR
\Jerzlunin
(jjuÉrún
Matsvein og háseta
vantar á reknetabát frá Hafnarfi*rði.
Upplýsingar í síma 50165.
MARKAÐURINN
Hafnarstræti 5
/
u
ó
1 WE'LL NEVER BE ABLE TO
FEED ANDV WITH AL.L THOSE
NAVAHOS WATCHING US
NIGHT AND DAY/ - -
r WELL, WE
CAN'T DO ANYTHING
RlGHT NOW, SO WE'D
, BETTER GET SOME /
SLEEP/
Meanwhile
BIG WALKER,
UNNOTICED BY
HIS PEOPLE,
RIDES TO A
PLATEAU AND
HURRIEDLY
GATHERS TWIGS
FROM A
LOW GROWING
PLANT
Mark HAS
HIDDEN ANDY
IN. A BOX
CANYON TO
PREVENT
BIG WALKER
AHD HIS
FOLLOWERS
FROM DE-
STROYING HIM
7-v s-C ,/„/
1) Markús hefur faiið Anda
í hellisskúta, til að koma í veg
fyrir að Göngugarpur og fylgis-
menn hans geti fyrirfarið hon-
um. „Okkur tekst aldrei að færa
Anda mat, meðan allir þessir
Navahoindíánar hafa auga með
okkur nótt sem dag“, segir Mark
ús. „Jæja, við getum ekkert að-
hafst núna, svo það er eins gott
fyrir okkur að fá okkur blund.
2) Á meðan þetta samtal fer
fram ríður Göngugarpur, án þess
að nokkur af mönnum hans veiti
því athygli, upp á sléttu eina og
safnar þar sprotum af lágvaxinni
piöntu.
og eins og í þungum þönkum. Um
hvað skyldi hann hafa verið að
hugsa, sir? Ég tók skyndilega
ákvörðun, meðan enn var tími til.
Ég gaf skipun um að skjóta. —■
Síamarnir skildu það strax. Við
höfðum æft þá mjög vel, sir. Þetta
var stórfengleg flugeldasýning,
sir. Ég stjórnaði kanónunni sjálf-
ur og ég er hreint ekki svo afleit
skytta“.
„Góður árangur?“ spurði Green
ofursti.
„Mjög góður árangur, sir. —
Fyrstu kúlurnar sprungu inni í
miðjum hópnum. Tii allrar ham-
ingju sprungu báðir strákarnir
okkar í tætlur. Þér megið trúa
mér, sir, að ég vildi heldur ekki
hætta við hálfklárað verk. Allir
þrír, hefði ég átt að segja. Of-
urstinn líka. Það var ekkert eftir
af honum. Þrír fuglar með einum
steini. Ekki sem verst.
„Eftir það? Eftir það, sir,
skaut ég öllum sprengikúlunum
sem ég hafði. Þær voru ekki svo
fáar. Handsprengjurnar okkar
líka. Við dreyfðum þeim mjög
samvizkusamlega um svæðið um-
hverfis Japanina. Ég skal viður-
kenna að ég var kannsike helzt til
ónákvæmur. Kúlunum rigndi af
handahófi yfir leifamar af hópn-
um, sem æddi út úr búðunum, járn
brautarlestina sem oltið hafði af
teinunum, þar sem þeir er enn
voru lifandi í henni hljóðuðu sí-
fellt, og einnig yfir brúna. Síam-
arnir tveir voru jafnæstir og ég.
Japanirnir skutu á mðti. Brátt
dreyfðist reykurinn og náði aJla
leið upp til okkar og huldi meira
og minna dalinn og Kwai-fljótið.
Við vorum hindraðir af þefillri,
grárri reykjarmóðu. Skotfæra-
hyrgðir okkar voru þrotnar, svo
að við drógum okikur til baka.
Síðan þetta gerðist hef ég oft
hugsað um þessa ákvörðrun mína,
sir. Ég er nú sannfærður um það,
að ég hefði ekki getað gert neitt
annað. Ég tók þá einu leið sem
opin var. Þetta var raunverulega
eina rétta ákvörðunin sem ég gat
tekið“.
„Eina rétta ákvörðunin", sam-
sinnti Green ofursti.
SÖGULOK.
aitltvarpiö
Fimmtudagnr 6. nóvemher:
Fastir liðir eins og venjulega.
12,50—14,00 Á frívaktinni — sjó
mannaþáttur (Guðrún Erlendsdótt
ir). 18,30 Barnatími: Yngstu hlust
endurnir (Gyða Ragnarsdóttir).
18,50 Framburðarkennsla í
frönsku. 19,05 Þingfréttir og tón-
leikar. 20,30 Spurt og spjallað í
útvarpssal: Þátttakendur eru dr.
Björn Sigurðsson Iæknir, frú
Theresia Guðmundsson veður-
stofustjóri, Stefán Jónsson frétta-
maður og Þorbjörn Sigurgeirsson
prófessor. — Sigurður Magnús-
son fulltrúi, stjórnar umræðun-
unr. 21,30 Útvarpssagan: Útnesja
menn VIII. (Séra Jón Thoraren-
sen). 22,10 Kvöldsagan: Föðurást,
eftir Selmu Lagerlöf IX. (Þórunn
Elfa MagnúsdóVtir rith.). 22,30
Frá tónleikum Sinfóníuhljómsveit
ar íslands í Austurbæjarbíói 21.
október s. 1. — Sinfonía nr. 1 í
c-moll eftir Brahms. Stjórnandi:
Hermann Hildebrandt hljóðritað
á tónleikunum). 23,10 Dagskrár-
lok.
Föstudagur 7. nóvemhcr:
Fastir liðir eins og venjulega.
13,15 Lesin dagskrá næstu viku.
18,30 Barnatími: Merkar uppfinn-
ingar (Guðmundur Þorláksson
kennari). 18,55 Framburðar-
kennsla í spænsku. 19,05 Þing-
fréttir og tónleikar. 20,30 Kvöld-
vaka: a) Erindi: Sitt af hverju
um Kötlugos (dr. Sigurður Þórar-
insson).b) Upplestur: Sigursteinn
Magnússon skólastjóri í Ólafsfirði
flytur frumort ljóð. c) íslenzk
tónlist. d) Gömul ferðasaga: Með
Ceres til Reykjavíkur 1907 (frú
Sigríður Björnsdóttir). — 22,10
Kvöldsagan: Föðurást, eftir
Selmu Lagerlöf, X. Þórunn Elfa
Magnúsdóttir rith.). 22,30 Frá
danslagakeppni S.K.T. 23,30 Dag-
skrárlok