Morgunblaðið - 06.11.1958, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 06.11.1958, Blaðsíða 14
14 MORGUNBL AÐIÐ Fimmtudagur 6. nóv. 1958 :: brídce :: SVEITAKEPPNI I. flokks hjá Tafl- og bridgeklúbbnum er nú hafin með þátttöku 10 sveita. Úrslit í fyrstu umferð: Sveit Svavars Jóhannssonar vann Hafstein Ólafsson 63:38 Sveit Björns Benediktssonar vann Sigurleif Guðjónss. 107:81 Sveit Harðar Sveinssonar vann Harald Briem 59:41 Sveit Sófusar Guðmundssonar vann Reimar Sigurðsson 61:43 Sveit Ingólfs Böðvarssonar vann Hákon Þorkelsson 94:59 Úrslit í annarri umferð: Svavar vann Hákon 70:28 Ingólfur vann Reimar 66:36 Sófus vann Hörð 53:19 Björn vann Hafstein 80:30 Sigurleifur jafnt. Harald 50:53 A ¥ ♦ * FIMMTA umferð í sveitakeppni Bridgefélags Reykjavíkur fór fram sl. þriðjudagskvöld og fóru leikar þannig: Hörður vann Stefán 64:47 Ásbjörn vann Hilmar 65:37 Sigurhj. v. Ól. Þorsteinss. 63:40 Marinó vann Þ. Thorlacius 89:39 Hallur vann Guðrúnu 82:60 Unnur vann Agnar 54:47 Vigdís jafnt. Þ. Bergmann 59:59 Elín jafnt. Svein 55:50 Röð efstu sveitanna er þessi: Ilörður 9 stig Stefán 8 stig Ásbjörn 8 stig Sigurhjörtur 6 stig Hilmar 6 stig Eftirfarandi spil kom fyrir í leik milli sveita Harðar Þórðar- sonar og Stefáns Guðjónssonar í 5. umferð sveitakeppni Bridgefé- lags Reykjavíkur. Á öðru borð- inu sátu þeir Hörður Þórðarson og Kristinn Bergþórsson, N-S, og Guðlaugur Guðmundsson og Kristján Kristjánsson, A-V, og þar gengu sagnir þannig: Austur Suður Vestur Norður 1 lauf pass 2 lauf 2 hjörtu pass pass 3 lauf 3 spaðar dobl pass pass pass é K 7 6 5 4 V A 9 7 3 2 ♦ A 7 4 * — N A 2 ¥ D 10 4 V A ♦ K 10 9 * K 10 9 6 S 3 2 A G 10 8 ¥ 5 ♦ D G 5 3 * ÁG754 Austur lét út laufa-drottningu og spilið vannst auðveldlega. N- S fengu því 530 fyrir spilið. — Á hinu borðinu sátu þeir Stefán Guðjohnsen og Jóhann Jóhanns- son, N-S, og Lárus Karlsson og Stefán Stefánsson, A-V, og þar gengu sagnir þannig: Austur Suður Vestur Norður 1 spaði 2 lauf dobl 2 hjörtu dobl pass pass pass Austur lét út laufa-drottningu, en Norður fékk aðeins 6 slagi eða 300 til A-V. — Sveit Harðar vann því á báðum borðum, eða sam- tals 830. Aðalfundur Studenta- fél. Reykjavíkur Á LAUGARDAINN kemur verð- ur haldinn aðalfundur Stúdenta- félags Reykjavíkur. Þarna verða innt af hendi venjuleg aðalfund- arstörf, en félagsstarfið hefur ver ið mjög margþætt á starfsári því, sem nú er að líða. Fundurinn verður haldinn í Sjálfstæðishús- inu og hefst kl. 3 síðdegis. A A D 9 3 ¥ K G 8 6 ♦ 862 * D 8 óskast. Upplýsingar í síma 16259. Nauðungaruppboð eftir kröfu bæjarstjórans í Hafnarfirði að undan- gengnu lögtaki verður sendiferðabifreiðin G-1510 seld á opinberu uppboði, sem fram fer við lögreglu- stöðina í Hafnarfirði, laugardaginn 15. nóvember kl. 11 árdegis. Greiðsla við hamarshögg. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði. Til sölu er Ijósavél nýuppgerð — Caderpillar — rafstöð, 118 hö. með 65 kw. Rafal 3x220 volt, sambyggð á sleða tilbúin til gangsetningar hvar og hvenær sem er. Upplýsingar í síma 12401. Tilboð óskast í M.s. Sildina G.K. — 140, þar sem það stendur á skipastæði hjá hf. Bátanausti í Reykjavík. Tilboðum sé skilað á skrifstofu vora fyrir 11. nóvember. Vélbátaábyrgðarfélagið Grótta. Revíettan „Rokk og rómantík" verður sýnd í Austurbæjar- bíói kl. 9 í kvöld. — Myndin hér að ofan er af Sigríði Hagalín og Bessa Bjarnasyni. 25 brezkir togarar í landhelgi í gœr í GÆRKVÖLDI voru 25 brezkir togarar að veiðum innan fisk- veiðitakmarkanna hér við land, og nutu þeir herskipaverndar að venju. Út af Austfjörðum voru 16 brezkir togarar að veiðum innan 12 sjómílna markanna. Allir út- af Seyðisfirði, en þar hafa brezku herskipin nú verndarsvæði fyrir togarana. Nokkur hreyfing hef- ur verið á togurunum þarna und anfarið og hafa herskipin ýmist haft opið verndarsvæði út af Langanesi, eða í námunda við Seyðisfjörð. Fjölmennur fagnaður í gullbrúðkaupi EGILSSTAÐIR, 5. nóv. — Á mánudaginn áttu gullbrúðkaup Gísli bóndi Helgason í Skóga- gerði og Dagný Pálsdóttir kona hans. Buðu gullbrúðkaupshjónin til fagnaðar í samkomuhúsinu að Rauðalæk og var þar samankom- ið alls um 180 manns, og voru meðal gestanna velflestir sveit- ungar þeirra, en einnig utan- sveitarmenn. Af 12 börnum þeirra hjóna, er nú lifa, voru 10 við- stödd gullbrúðkaupshátíðina að Rauðalæk. Hófst hátíðin með sameiginlegu borðhaldi. Meðan setið var undir borðum voru margar ræður fluttar til heiðurs gullbrúðkaupshjónunum, en á milli sungu veizlugestir og var þessi gullbrúðkaupshátíð í alla staði hin ánægjulegasta, en þeg- ar staðið var upp frá borðum, voru þau tekin upp og að boði gullbrúðkaupshjóna skemmtu gestir þeirra sér við dans fram á nótt. — Ræða Gunnars Framh. af bls. 9 sæti ekki aðeins á Sigurhæðum andans, heldur og sem einn mestl velgerðarmaður mannkynsins, einkum þess hluta, sem of lengi hefur búið við þröngan kost í hvívetna og hörmungar að auki, og sem enn um stund mun meinað að vita af honum, hvað þá færa honum þakkir og heiðursvott. Vér, sem hér erum saman komin, hyllum krossberann á höfuð- skeljastað og fögnum þvi, að Mannsins son er ekki aldauða. Svo sem í pottinn er búið, hygg ég hæfilegast að gera það með þögninni, hver í sínu hjarta. Boris Pasternak ætti að vera vís helgur staður í hugskoti hvers heiðvirðs manns. Út af Vestfjörðum voru 9 brezkir togarar að veiðum innan fiskveiðitakmarkanna. Virtust togararnir heldur fjarlægjast landið þegár líða tók á daginn. Tveir brezkir tundurspillar voru þarna hjá togurunum. Auk þess voru nokkrir brezkir togarar að veiðum utan 12 sjómílna mark- anna á þessum slóðum. Af öðrum fiskislóðum togara umhverfis landið er ekkert sér- stakt að frétta. (Frá Landhelgisgæzlunni). Hljómleikar KK KK-sextettinn og söngvararnir Ellý Vilhjálms og Ragnar Bjarna son halda miðnæturhljómleika í Austurbæjarbíó í kvöld og annað kvöld. Á efnisskránni eru 24 nýjustu dans og dægurlögin. Þar syngja þau Ellý og Ragnar m.a. nýtt lag eftir Friðrik (hennar Ninu) — og Elly syngur spænsk og ítölsk lög, sem vinsælust voru þar suður frá á dögunum, en Ellý skraþp til Spánar til þess að njóta Miðjarðarhafssólarinnar og læra nýjustu lögin. Þá má og geta þess, að ein stúlka og þrír piltar koma þarna fram og sýna Húla-hopp. Sagði Pétur Guðjónsson, rakari, fram- kvstj. hljómsveitarinnar, blað- inu svo frá, að hér væru einstakir Húla-kappar á ferðinni, einn þeirra hefði þrjá hringi á lofti í einu — og gæti betur, þegar enginn horfði á hann. Hlutavelta Kvennadeildar SVFÍ í Reykjavík HIN árlega hlutavelta Kvenna- deildarinnar í Reykjavík verður haldin í Listamannaskálanum sunnudaginn 9. nóv. Hafa kon- urnar verið á ferðinni um bæinn að undanförnu að safna munum. Hefur þeim, sem endranær verið vel tekið af bæjarbúum, sem hafa verið örlátir. Ætla konurn- ar nú að reka smiðshöggið á söfnunina þennan stutta tíma, sem eftir ‘er til helgarinnar og eru þeir, sem eftir eiga að gefa muni eða styrkja hlutaveltuna á annan hátt, beðnir að bregð- ast rösklega og vel við, þegar konurnar koma. Konurnar hafa aldrei talið sporin við öflun fjár til slysavarnamála. Skilningur bæjarbúa á slysavarnastarfsem- inni er og þarf að vera góður því mörg verkefni bíða úrlausn- ar, viða þarf að endurnýja björg- unartæki, skipbrotsmannaskýli og byggja fleiri björgunarskip. Allt eru þetta mál sem snerta hvern einasta íslending. Sjálf- boða og fórnarstarf það sem unnið hefur verið á liðnum árum af mönnum og konum í nafni Slysavarnafélagsins er mál allrar þjóðarinnar. — Frá Alþingi Frh. af bls. 3 viljans koma illa við sjávarút- vegsmálaráðherra, og væri hon- um illa komið, ef hann yrði þá sárreiðastur, er vitnað væri í stuðningsblað hans. Þá minntist Sigurður á, að sjávarútvegsmálaráðherra hefði sagt, að unnið hefði verið að togarakaupunum af fyllsta hraða. Staðreyndirnar töluðu hins vegar skýrustu máli um hvað gert hefði verið. Nú væru liðin tvö ár frá því að samþykkt var á Alþingi, að heimila þessi togarakaup. öllum þingheimi væri Ijóst, að ekkert hefði verið gert í málinu, annað en að skipa nefndir, sem annazt hefðu tækni- legan undirbúning málsins. Þá sagði Sigurður, að 11. nóv. 1957, hefði sjávarútvegsmálaráð- herra upplýst á Alþingi, að nefnd væri á förum til útlanda, að gagna frá samningum varðandi togarakaupin. Nú væri ekki gengið frá neinum samningum og engin lán fengin. Væntanlega yrði nú farið að semja með „atóm-hraða“. Þá kvaðst Sigurður vilja bera fram viðbótarfyrirspurnir. Vitn- aði hann til ummæla forsætis- ráðherra á þingfundi fyrir nokkru, um að skipasmíðakostn- aður hefði lækkað og beindi éftirfarandi fyrirspurn til sjávar- útvegsmálaráðherra: 1. Hvort togararnir mundu ó- dýrari nú, en fyrir tveimur ár- um? 2. Hve mikið hækka togararn- ir vegna hins nýja 55% yiir- færslugjalds? 3. Hve mikið kosfar hvert þeirra tólf togskipa, sem smíð- uð hafa verið í Austur-Þýzka- landi? Kvaðst Sigurður Bjarnason fagna því, að smíði þeirra væri að ijúka. Lúðvík Jósefsson svaraði því til að verðs hvers hinna minni skipa væri 4 milljónir áð viðbættu 55% yfirfærslugjaldi á þann hluta kaupverðsins, sem ekki hefði ver ið yfirfært áður en lögin um útflutningssjóð o. fl. gengu í gildi. Með yfirfærslugjaldinu yrði end- anlegt kaupverð skipanna vænt- anlega því sem næst 5,7 til 5,8 milljónir kr. Togararnir allmiklu dýrari. Lúðvík kvað það liggja Ijóst fyrir, að verð á skipum hefði farið lækkandi erler.dis. Hins vegar myndu togskipin verða all miklu dýrari til innlendra kaup- enda nú, en áður vegna hins nýja yfirfærslugjalds. Þá minntist hann á hraða framkvæmdanna og endurtók, að öllum undirbúningi hefði verið lokið á tíu mánuðum. Þá hefði ekki skort annað en fé til skipakaupanna. Svo hefði til tekizt hjá ríkisstjórninni, að í þeim löndum, þar sem helzt hefði komið til mála að kaupa skipin, hefði ekki tekizt að fá lán. Þegar hér var komið, var um- ræðum frestað og fundi slitið. Nafnabrengl leiðrétt í BLAÐINU í gær var sagt frá hæstaréttarmáli er reis milli tveggja bifreiðastjóra, Jóns Ás- geirs Guðmundssonar og Þor- steins Jafets Jónssonar. Nafna- brengl og ruglingur varð í grein- inni er miklu skiptir við lestur greinarinnar. Málið reis út af árekstri er varð í desember 1951. Kom í ljós við rannsókn að Þorsteinn Jafet hafði eigi sýnt næga aðgæzlu og bifreið hans reyndist heldur ekki í fullkomnu lagi. Var Þorsteinn af þessum sökum talinn bera fé- bótaábyrgð. Kröfur Jóns námu kr. 158.200.00. Undirréttur dæmdi honum 92,375,50. Úrslit málsins í Hæstarétti urðu þau að Jóni Ásgeiri voru dæmdar kr. 72,374,50 auk vaxta og málskostnaðar. Velvirðingar er beðið á mis- tökum þessum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.