Morgunblaðið - 07.11.1958, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 07.11.1958, Blaðsíða 9
Föstudagur 7. nóv. 1958 MnnnnsBL 4 ðið 9 Rafmagnsmálib mesta hags- munamál Breiðdælinga Þar heyrist ekki i Ríkisútvarpinu eftir oð dimma tekur Rœtt vrð Pál á Gilsárstekk UM þessar mundir er staddur hér í Reykjavík Páll Guðroundsson bóndi á Gilsárstekk í Breiðdal í Suður-Múlasýslu. Páll er kunn- ur forystumaður í sveit sinni og hefir t. d. verið hreppstjóri og oddviti í um aldarf jórðung Blað- ið átti tal við Pál og innti hann almæltra tíðinda austan. Honum íórust orð eitthvað á þessa leið: Tíðarfar Vorið var kait á Austurlandi sem og annars staðar á landinu og spretta því sein. Sumarið var þurrviðrasamt framan af cg því góð heyskapartíð fram í miðjan ágúst. Eftir það kom langur óþurrkakafli og náðust síðustu hey ekki í hús fyrr en um miðjan október og þá nokkuð hrakin. Haustið hefir svo verið hlýtt en úrfellasamt. Ekki hefir snjóað enn nema í hæstu fjöll. Það er til marks um hina mildu tíð í haust að kartöflugrös stóðu enn óskemmd er komið var fram i október, en þá var síðasti hluti uppskerunnar hirtur, en kartöfl- ur voru seint upp teknar að þessu sinni. Yfirleitt er uppskera þeirra í góðu meðallagi. Enn bílfært austur. Heyfengur í Breiðdal og ná- grannasveitum er óhætt að full- yrða að sé nálægt meðallagi, þótt að vísu sé hann minni nú en síð- ustu ár. Eins get ég getið enn í sam- bandi við hina mildu hausttíð en það er að við komum nú á jeppa alla leið að austan. Hvergi var snjór að marki hvorki á Möðru- dalsfjallgörðum eða Mývatnsör- æfum, aðeins föl. Einna mest var snjófölið í vestanverðri Vaðla- heiði og á Öxnadalsheiði, þó hvergi svo að nota þyrfti keðjur. Við lögðum af stað úr Breiðdai 31. okt. Lömb í rýrara lagi Um skepnuhöld er það að segja að fé gekk vel fram í vor og lambahöld voru góð nema hvað tófan var þar „vargur í véum“. Almennt voru lömb rýrari í haust en að undanförnu, sem fyrst og fremst er kennt þvi hve seint gréri í vor, svo að ær gelt- ust. Fróðlegt er þó að geta þess að þyngsti dilkur sem ég man eftir í Breiðdal kom að í haust þrátt fyrir þetta. Vó kjötið af honum 24 kg. Hann var fæddur tvílembingur en gekk einn undir móður sinni í sumar, því huvn tvílembingurinn drapst strax. Gekk ærin með hann í Breiðdals- eyjum. Einhverntima í sutnar fórst móðir hans, en ekki vita menn hvenær eða hvernig. Breiðdalur er allgott sauðfjár- hérað. Þar eru alls um 30 jarðir en fé Breiðdælinga var á 8. þús- und framgengið sl. vor. Þess er að geta að héraðsbúar byggja eingöngu á sauðfjárrækt. Miðstöð menningarlífs í Breiðdal að meðtalinni Breið- dalsvík, sem telur um 70 íbúa, eru alls 290 íbúar. Prestssetrið og kirkjustaðurinn Eydalir er miðstöð menningarlifs héraðsins. Þar er nýlegt félagsheimili og nýr skóli, sem tók til starfa í jan. sl. Gamla kirkjan í Eydölum er 100 ára gömul, en nú er hafin bygg- ing nýrrar kirkju, sem þó er skammt á veg komin og hefir ýmissa orsaka vegna ekki verið hægt að vinna að byggingunni á þessu ári. Páll Guðmundsson bóndi og hreppstjóri á Gislárstekk Heyrist ekki í útvarpi Eitt er það sem Breiðdælingar eru mjög óánægðir með en það er hve skilyrðin til þess að hlusta á ísl. Ríkisútvarpið eru slæm. Heita má að ómögulegt sé að heyra í dagskrá útvarpsins eftir að dimma tekur og tíðarfar ger- ist misjafnt. Þetta er að sjálf- sögðu mjög leitt fyrir fólk sem í strjálbýlinu býr og hefir hvers dagslega fátt sér til sekmmtunar að lokinni dagsins önn. Nýr 70—80 tonna bátur Útgerð frá Breiðdalsvík hefir fram til þessa verið lítil, aðeins róið á fáum trillubátum. Nú í næsta mánuði er von á nýjum báti 70—80 tonn að stærð og yerður hann eign hraðfrystihúss- ins á staðnum, en það er aftur á móti eign hlutafélags og byggt úpp af hreppsfélaginu, kaupfé- laginu og einstaklingum. Vænta menn sér atvinnuaukningar af útgerð þessa nýja skips, sem róa mun frá Breiðdalsvik. Rafmagnið aðalhagsmunamálið Höfuðáhugamál Breiðdælinga og einnig mesta hagsmunamál sveitarinnar er að rafmagn verði þangað lagt. Við óttumst fólks- fækkun og hana í stórum stíl ef þetta ekki kemst í kring fyrr en seinna. Okkur er ætlað rafmagn frá Grímsárvirkjun, en því miður er enn allt í óvissu um hvenær það kemst í framkvæmd að koma línunni til okkar. í sumar var verið að leggja línu til Fáskrúðs- fjarðar. Allt fram til ársins í ár hefir verið fólksfjölgun í Breiðdal en á þessu ári hefir fólki aftur á móti fækkað. Slíkt ástand er ó- efnilegt hvaða hérað seni i hlut á. Héraðið er læknislaust eins og er en okkur hefir verið lofað lækni nú á komandi vetri. Að lokum aðeins þetta. Við trúum að byggð'okkar eigi fyrir höndum blómlega framtíð aðeins ef fyrir því verður séð að við verðum ekki afskiptir þeim hlunnindum er önnur byggðarlög njóta, sagði Páll Guðmundsson að lokum. vig. STÓRESEFNI C'jardinulii&ln, Laugavegi 28 Vefnaðarvöruverzlun óskar eftir afgreiðslustúlku. Æskilegt að getið sé um aldur, fyrri störf eða skólamenntun. Tilboð send- ist Morgunblaðinu fyrir 9. þ.m. merkt: Vefnaðarvöruverzlun •— 7203. Framvegis verður símanúmer á lækn- ingastofu okkar á Hverfisgötu 50 - 15521 - Árni Björnsson — Tómas Á. Jónasson Byggingarsamvinnufélag barnakennara tilkynnir Fyrir dyrum standa eigendaskipti að fjögurra herbergja íbúð félagsmanns í Laugarneshverfi. Fé- lagsmenn, sem vilja óska forkaupsréttar, gefi sig fram fyrir 12. nóvember. Steinþór Gnðmundsson, Nesveg 10, sími 12785. Matsvein og háseta vantar á reknetabát frá Hafnarfia-ði. Upplýsingar í síma 50165. Skrifstofa Náttúvulækningafélags íslands er flutt úr Hafnarstræti 11 á Gunnars- braut 28. Skrifstofutími frá kl. 10—13,30 sími 16371. Atvinna Ungur reglusamur maður óskast til starfa í kjtVbúð. — Upplýsingar í síma 35495. Til leigu ný 4ra herb. íbúð á góðum stað í Vesturbænum. Hitaveita. Tilboð ásamt fyrirframgreiðslu leggist inn til blaðsins fyrir mánudagskvöld merkt: ,,7207“. 10 dra ynging V sssr/ 88 V TELOTA HAIR DARKENING FJARLÆGIÐ GRÁU HÁRIN TELOTA SETUB ES>ULEGAN LIT A GBAU HABIN YÐAB, 4 aðeins 14 dögum. Arangurinn er óbrigðull. TELOTA selzt í öllum helztu snyrtivöruverzlunum og Apótekum. Heildsölubirgðir: Pétur Pétursson Hafnarstræti 4 — Sími 1-90-62 SÍ/UEG4 M/iD4D CFN/ OOTTS/V/D

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.