Morgunblaðið - 07.11.1958, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 07.11.1958, Blaðsíða 6
6 MORGVPUtL 4 ÐIÐ Föstudagur 7. nóv. 1958 — Aldurshámark Frh. af bls. 2. ar fram yfir sjötugt. Vil ég leyfa mér að lesa það upp með leyfi forsetans: „Um þá túlkun skal ekki deilt, þó að hún brjóti í bága við það, sem gert var um hinn eina bisk- up, sem þar til nú hefur náð sjötugsaldri, eftir að lögin frá 1935 tóku gildi, en engin efnis- breyting hefur orðið að þessu leyti frá því, sem í þeim lögum var ákveðið". Þetta er óumdeilanlega rétt. Það verður ekki með neinu móti burt skýrt, að herra Jón Helga- son sat í embætti, þangað til hann var töluvert kominn á 73. ár. Það verður heldur ekki með neinu móti burt skýrt, að hann gerði það eftir beinum tilmælum kirkjumálaráðherra, sem þá var sá sami og er í dag. Hafi hann ekki stuðzt við vilja prestastétt- arinnar þá, má segja að ákvörð- un hans hafi verið enn hæpnari en hún jafnvel verður að teljast eftir að álit þessara tveggja laga- kennara kemur til. En það hagg- ar ekki því, að þá taldi kirkju- málaráðherra að sérákvæði giltu um biskup. I 3. gr. laganna frá 1935 segir berum orðum, „að þeir opinberir embættis- og starfsmenn, sem voru orðnir 70 ára, er lög þessi öðlast gildi skulu víkja úr stöð- um sínum 1. janúar 1935 eða gangi lögin síðar í gildi, þá fyrsta dag næsta mánaðar eftir að lög- in öðlast gildi.“ Síðasti ræðumaður sagði, að þetta ákvæði hefði ekki tekið til biskups vegna þess að hann hefði verið skipaður eftir allt öðrum reglum og áður en þessi lög komu í gildi og jafnvel áður en lögin um biskupskjör komu í gildi. En auðvitað var það svo að allir emb ættismenn, sem urðu að víkja 1. jan. 1935 eða 1. næsta mánaðar eftir að lögin gengu í gildi, voru búnir að taka við embætti áður en þau lög gengu í gildi. Það 'segir sig sjálft og ákvæði 3. gr. laganna að þessu leyti er alveg ótvíræð. Ástæðan til þess að Jón Helgason var látinn sitja lengur getur ekki verið nein önnur en sú, að þáverandi kirkjumálaráð- herra taldi að sérákvæði laganna í 1. gr. tækju til biskups. Að ekki hafi komið til undirskrift- ir presta haggar ekki þessu, enda hefur aldrei verið farið eft- ir orðalagi þessara laga varð- andi þau ákvæði, sem voru um það að ganga ætti til atkvæðis um presta að nýju, ef þeir ættu að sitja lengur en til sjötugs. Þingmaðurinn lét svo, sem það hefði nánast orðið óvart, að biskup Jón Helgason hefði ekki verið látinn víkja úr embætti. Því var skotið að mér að það er þá fleira, sem getur gert menn. minnislausa heldur en ell- in ein, ef það er eingöngu vegna gleymsku þáverandi ráðherra, að herra Jón Helgason var lát- inn vera um 2% ár í embætti fram yfir sjötugt, því ekki var núverandi hæstvirtur kirkju- málaráðherra, hvort sem hann kann að vera ellibilaður í dag, svo gamall fyrir nær aldarfjórð- ungi. Gamla reglan staðfest Ekki verður fram hjá því kóm- izt, að lögin voru framkvæmd með þeim hætti og hafa ætíð þangað til í haust verið skilin þannig, að biskup mætti eins og prestur almenat sitja til 75 ára aldurs. Hér er því alls ekki verið að efna til nýrrar reglu eða nýrrar undantekningar, heldur einung- is verið að staðfesta, að það sé í gildi, sem allir hafa talið frá því fyrst reyndi á, að væri í gildi, og engum hefur þangað til núna komið til hugar að finna að. — Hið almenna aldurshámark hefur verið hækkað úr 65 upp í 70 ár frá því lögin 1935 voru sett. Frá því eru hins vegar und- antekningar, þar sem lægra ald- urshámark tekur' til, sem sýnir að 70 ára aldurinn er ekkert guðsboðorð, ef svo má segja, sem alls ekki megi víkja frá. Um hæstaréttardómara eru sérá- kvæði i sjálfri stjórnarskránni, um það að þá má láta hætta þegar þeir eru 65 ára og hvenær sem er eftir það. Og hliðstæð ákvæði voru sett með lögum nr. 32/1948 varðandi aðra dómara og eru felld inn í lögin um með- ferð einkamála í héraði nr. 85 frá 1936, þannig að í þeim lög- um, sem fjalla um réttarfar er undantekningarregla varðandi aldurshámark embættismanna. Það er þess vegna á misskilningi byggt, sem ég hygg að fram- sögumaður minni hluta víki að í nefndaráliti sínu, að það sé eitt- hvað óviðkunnanlegt að þetta sérákvæði, sem ætlazt er til að lögfest sé með okkar frumvarpi, er fellt inn í lögin um biskups- kosningu. Það er einmitt með hliðsjón af þeim sérákvæðum, sem fyrir hendi eru nú þegar, sem þetta form var valið. Virðulegustu embættin Þegar menn tala um, að í hin- um virðulegustu embættum megi menn ekki vera eldri en í þeim óvirðulegri, þá játa ég það, að í mínum augum er biskupsemb- ættið eitt af virðulegustu emb- ættum landsins. En þó er það ekki virðulegra, heldur en til dæmis embætti forseta íslands og ég vil ekki segja að það sé virðulegra heldur en embætti ráðherra í ríkisstjórn íslands, þó það sé mjög með sitt hvorum hætti. En hvorki um embætti forseta íslands né ráðherraembætti gild- ir aldurshámark. Lögin um ald- urshámark taka alls ekki til þessara aðila. Það er vegna þess að þeir eru valdir með sérstök- um hætti. Kjósendur forseta, al- þjóð á Íslandi, er ætlað að hafa dómgreind til þess að kveða á um, hvort maður sé sökum ald- urs hæfur til þess að vera kjör- inn í stöðu forseta. Alþingi er ætlað að dæma um það, hvort ráðherra sé, þrátt fyrir aldur, hæfur til þess að gegna ráðherra- stöðu. Það er ekkert því til fyrir- stöðu að maður væri áttræður eða jafnvel eldri ráðherra á ís- landi, samanber til dæmis Þýzka land nú og mjög vel hefur gefizt þar. Þetta er í höndum þeirra, sem ráða vali manna í stöðuna. Alveg með sama hætti ætlumst við, stuðningsmenn þessa frum- varps, til, að það sé í hendi þeirra, sem eiga að ráða vali biskups, hversu lengi hann sitji í embætti sínu, en þó ekki lengur JÁ, það er rétt lesið — jól. Nú haldið þið vafalaust að Vel- vakandi sé eitthvað farin að rugl- ast í ríminu, og er það ekki að furða. En það sem fyrir mér vak_ ir er ekki að hvetja fólk til að fara að búa sig undir jólin, held- ur þvert á móti. 1. nóvember heyrði ég í útvarp- inu auglýsingu, sem var eitthvað á þá leið, að nú væri rétti tíminn til að kaupa jólagjafir — riú, næst um tveimur mánuðum fyrir jól. Næst heyrði ég auglýst jólakort, og niður í Hafnarstræti sá ég að kominn var jólasveinn með hvítt skegg og í rauðri kápu í einn búðargluggann. Ég er hræddur um að jólasvein arnir og jólavörurnar verði orðin æði hversdagslegur hlutur 24 desember, þegar við verðum búin að hafa það fyrir augunum á áttundu viku og varla töfra þessir hlutir fram glampa í augum barnanna í Reykjavík, ef þau hafa þá fyrir augum og heyra um þá talað sjötta hlutann úr hverju ári. Mér finnst að það ætti ekki að leyfa neinum að eyðileggja fyrir okkur bæinn á jólunum með slíku kapphlaupi um að gera sér mat úr þeim. Það ætti að segja regl- ur, þar sem bannað er að minn- ast á jól, fyrr en í jólamánuðin- um. Gæti auglýsingastofa útvarps en til 75 ára aldurs. Það verður ekki fram hjá því komizt, að alveg eins og það eru sóknar- mennirnir, sem kjósa prest, þá er það prestastéttin, sem með almennri kosningu í þeim hóp, hefur í hendi sér að kjósa bisk- up. Og það er eðlilegra, að eins og sóknarmennirnir hafa vald til þess eftir lögum, að prestar megi sitja áfram til 75 ára aldurs, hafi kjósendur biskups, prestarnir, vald til þess að kveða á um það, að hann megi sitja til 75 ára ald- urs. Alveg eins og Alþingi hefur í hendi sér að ákveða aldurs- hámark ráðherra og íslenzka þjóðin hefur í hendi sér að á- kveða aldurshámark forseta ís- lands. Þetta er sú almenna regla, sem að lögum gildir um þá émbættis- menn, sem valdir eru i hin virðu- legustu embætti með kosningu, sem í hverju einstöku tilfelli er takmörkuð við mismunandi hópa. Það væri því beinlínis til að brjóta, ekki aðeins á móti þeirri hefð og framkvæmd, sem gilt hefur, heldur á móti þeirri al- mennu réttarreglu, sem viðtek- in er um öll samsvarandi emb- ætti, og ekki prestastéttina eina, ef menn nú fara að innleiða nýja reglu varðandi biskupinn. Og ég legg enn áherzlu á, að með þessu frumvarpi er ekki verið að leggja til að ný regla verði upptekin, heldur eru andstöðumenn frum- varpsins að berjast fyrir nýjum hætti í þessu máli. Séra Sveinbjörn tók aftur til máls. Kvaðst kann undrast það kapp, sem flutningsmenn frv. legðu á þetta mál. Bjarni Bene- diktsson hefði sagt, að kirkjuþing hefði samþykkt frv. einum rómi. Það væri ekki rétt, því skiptar skoðanir riefðu verið um málið á kirkjuþingi. Þá skýrði hann frá því, að hann hefði ekki skrifað undir áskorunina til kirkjumála- ráðherra og vék síðan að því, hvernig þeim undirskriftum hefði verið safnað, en kvað það mál þannig vaxið, að hann vildi ekki skýra nánar frá því í Alþingi. Þá sagði hann það ekki rétt með far- ið hjá Bjarna Benediktssyni, að 9 af hverjum 10 prestum hefðu undirritað áskorunina, því það hefðu verið 98 af 116 og tveir ekki atkvæðisbærir. Kvað hann hæpnar röksemdafærslur sýna hæpinn málflutning og einþykkn- in í þessu máli væri svo mikil að furðu sætti. ins gengið þar á undan með góðu fordæmi, og bætt einni reglu við allar hinar um það hvernig orða megi auglýsingu. Jólaundirbúningurinn hefur verið að færast fram í mörg und- anfarin ár, og ef ekki verður hemlað einhvers staðar, eyði- leggjum við fyrir okkur bessa hátíð, sem er eins og ljósbjarmi í miðju skammdeginu. Ég hefi dvalizt í stórborg, þar sem jólatré eru komin upp snemma í nóvember, allar búðir búnar að skreyta hjá sér og fólkið farið að hugsa fyrir jólunum, og mér fannst eins og jólastemningin væri búin að ná hámarki tveimur vikum fyrir jól, og þegar að þeim kom, væri fólkið hálffegið að þessu væri nú aflokið. Von- andi höfum við vit á að láta ekki fara eins fyrir okkur. Ekkert of eða van A. I. skrifar: IÐ Laugarásveg nr. 1 stendur óvenjulega fagurt og stíl- hreint verzlunar- og sambýlishús, sem blasir við vegfarendum á leið um Sundlaugaveg og einnig íbúum nærliggjandi hverfa. Ég ók þarna í sumar með arkitekt, sem sagði við mig: „Einmitt svona á að byggja, ekkert of, ekkert van.“ Nú er kominn stór og Ijótur tréskúr beint fyrir framan húsið, Ræðumaður sagði, að því færi fjarri, að biskupskosning væri almenn kosning, þar sem sextíu prestar hefðu í hendi sér að kjósa biskup, en landsmenn væru 170 þúsund. Þá mótmælti hann þeim málflutningi, að prestarnir væru sama og kirkjam og vék í því sam bandi að kirkjuþingi, sem hann taldi að rétt hefði verið að skipa fleiri leikmönnum. Að lokum kvaðst hann, með hag Alþingis og sæmd kirkjunnar í huga, fylgja dagskrártillögunni. Nákvæmni um tölui Bjarni Benediktsson: 2. þing- maður Rangæinga lagði á það mikla áherzlu, að ég hefði farið rangt með, er ég sagði að 9 af hverjum 10 atkvæðisbærra manna innan prestastéttarinnar hefðu skorað á stjórnarvöldin að heimila biskupi að vera kyrrum í embætti. Hér hef ég nokkuð of í lagt og játa það að ég hafði ekki sjálfur reiknað þetta, en það munu vera tæp 84 af hundraði, sem skrifuðu undir áskorunina og er ánægjulegt að fá það leið- rétt, þó ég fái ekki séð að það breyti nokkru um efni málsins. En það hendir fleiri en mig að fara ekki rétt með tölur, og þar með þann, sem á að vera þessum málum betur kunnugur en ég, sjálfan 2. þingmann Rangæinga. Hann talaði um, að 60 menn inn- an prestastéttarinnar hefðu bisk- upskosningu í hendi sér, en eftir þeim tölum, sem hann nefndi, hygg ég, að það muni vera nær 70 en 60, sem þar hafa úrslita- ráðin. Tel ég rétt að háfa hér líka það sem sannara reynist, enda þótt það skipti ekki held- ur rniklu máli. Meðmæli kirkjuþings Ég vil taka alveg skýrt fram, að það er rétt sem ég sagði, að kirkjuþmg hefði einum rómi mælt með þessu frumvarpi. Það er málvenja að telja mál sam- þykkt í einu hljóði, er engin mót- atkvæði koma fram, sem er ná- kvæmlega það sama og segja að það sé gert einróma. Þetta kem- ur daglega fram á Alþingi og á mannfundum. Hvort einhverjir hafi setið hjá eða ekki er mér ókunnugt, en hitt er víst að eng- in mótatkvæði komu fram. Nú segir þingmaðurinn, að kirkjuþing reynist illa og það hafi átt að skipa öðru vísi. Ég man ekki betur en þingmaðurinn sjálfur hafi fyrir einu ári verið og mun það eiga að vera sölu- turn og biðskýli. Legg ég til að þessi klunnalegi skúrskuggi sem skemmir útsýni og er nátturu- óprýði, verði fluttur um set áður en lengra er haldið áfram með hann; t. d. mætti snúa honum og færa neðar að Sundlaugavegin- um, þar sem lægra er undir fæti og minni byggð. Til þeirra sem fá leyfi til að réisa söluturna ætti að gera þess- ar kröfur*: 1) Söluturn á að taka sem allra minnst rúm og helzt líkjast eitthvað turni (shr. Sölu- turninn við Arnarhól) 2) Hann má ekki staðsetja nálægt barna- og unglingaskólum 3) Hann má ekki staðsetja nálægt biðskýlum strætisvagna. Það er hart fyrir þá, sem eru að bíða eftir strætis- vagni, oft konur með börn sín, að vera þar í vegi fyrir fólki, sem er að kaupa tóbak eða sorpblöð eða jafnvel bland í vínföngin sín.“ Velvakandi er sammála „A. I.“ um að nauðsynlegt sé að koma húsum, söluturnum og öðru sem smekklegast fyrir, en hvað síð- ustu athugasemd hennar viðvík- ur, þá álítur hann að það sé mikils virði fyrir konur, sem bíða með börn sín eftir strætis- vagni í vondum veðrum, að hafa hlýtt skýli, jafnvel þó þær verði fyrir þeim „óþægindum" að horfa á einhvern kaupa sér sígarettu- pakka eða appelsínuflösku. mjög röggsamur stuðningsmaður þessa máls og þá talið kirkju- þing réttskipað. Nú snýst hann allt í einu á móti því vegna þess að það er honum ósammála um ákvarðanir, og telur ekkert mark takandi á kirkjuþingi og ennþá síður á prestastétt sem málsvör- um kirkjunnar. Þá þykir mér hann meta sinn hug of mikið fram yfir þá, sem eru þó löglega kjörnir málsvarar þessarar stofn- unar. Sanngirnismál Eg ítreka, sem ég sagði áðan, að þetta mál er ekki flutt að beiðni herra biskupsins né þeirra manna, hverjir svo sem það hafa verið, sem beittu sér fyrir áskor- un um að biskup yrði áfram. Þetta frumvarp er einungis flutt vegna þess, að okkur flutnings- mönnum þess virtist það vera sanngirnismál og eðlilegt að þau ákvæði yrðu látin haldast, sem alþjóð hefur talið að giltu í þessu efni frá því að lögin um aldurs- hámark embættismanna fyrst voru framkvæmd varðandi bisk- up. Mér er með öllu ókunnugt með hverjum hætti fengnar hafa verið undirskriftirnar um áskorun til kirkjumálastjórnarinnar um að biskup yrði áfram, en ég hygg þó að það lýsi nokkurri kapp- girni 2. þingmanns Rangæinga, að hann skyldi vera með þær dylgjur um þær, sem hann hér flutti. Úr því að hann taldi ekki hæfa að gera betur grein fyrir, hvað á bak við bjó, þá hefði hann heldur átt að láta þann hluta málflutnings síns vera', og hreyfa því þá heldur í prestanna hópi, ef hann telur einhverju áfátt um þessa framkvæmd. f stað þess að vera með áburð hér, sem hann segir vera þess eðlis, að hann vill ekki hafa á orði, heldur einungis gefa í skyn. Ég legg áherzlu á, að þetta mál er eingöngu flutt vegna áhuga um virðingu þess embættis, sem hér um ræðir, og eins og ég sýndi glögglega fram á áðan njóta öll hliðstæð embætti, sem hægt er að telja upp, annað hvort enn meiri eða hliðstæðra undantekninga frá lögunum um aldurshámark embættismanna. Fleiri tóku ekki til máls og var gengið til atkvæða um málið að afloknu fundarhléi. Fyrst var rök studda dagskráin borin undir at- kvæði og felld með 15 atkv. gegn 11. Þá var gengið til atkvæða um sjálft frumvarpið. Fyrsta grein þess var samþykkt með 16 atkv. gegn 10, önnur greinin með 16 gegn 4 og frv. vísað til 3. umr. með 16 gegn 9. Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið. Fyrstu framboðs- tilkynnmgarnar ALSÍR, 6. nóv. — í dag létu fyrstu frambjóðendurnir til þingkosninganna, sem í vændum eru, skrá sig. Þetta voru tveir Múhameðstrúarmenn og einn af Evrópukyni. Vænta yfirvöldin þess, að þetta verði til þess að hvetja Múhameðstrúarmenn til þess að bjóða sig fram og taka virkan þátt í kosningunum. Frestur til að tilkynna framboð rennur út á miðnætti laugardags, en ástæðan til þess, að framboðs tilkynningar eru dregnar þar til í síðustu lög, er sú, að flokkarnir vilja halda nöfnum frambjóð- enda leyndum sem lengst vegna skæruliðanna. PARÍS, 6. nóv. — Sir Winston Churchill var í dag sæmdur einu æðsta heiðursmerki Frakka, Croix de la Liberation, fyrir giftudrjúga forystu í baráttu frjálsra þjóða fyrir frelsi og mannréttindum. Churchill sagði í ræðu við þetta tækifæri, að stæðu Vesturveldin einhuga hefðu þau ástæðu til þess að vona hið bezta. skrifar úr dqgleqq lifinu Jól tvo mánuði á ári?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.