Morgunblaðið - 07.11.1958, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 07.11.1958, Blaðsíða 11
Föstudagur 7. nóv. 1958 UORGV1SBLAÐ1Ð 11 Ég hefi reynt allt mitt tit að gera öllum hið bezta Eiginlega byrjar maður að deyja þegar máður fœðist Samtal við Vilhjálm Finsen fyrrverandi sendiherra og ritstjóra Morgunblaðsins 75 ára Kaupmh. í nóv. 1958. I VILHJÁLMUR FINSEN, fyrv. sendiherra verður 75 ára 7. þ.m., fáeinum dögum eftir að 45 ár voru liðin, frá því að hann stofn- aði Morgunblaðið. — Finnst yður ekki „krakk- inn“, sem þér skilduð eftir, þegar þér fóruð að heiman fyrir rúm- lega 35 árum, vera orðinn mynd- arlegur maður? spyr ég Finsen. — Vissulega, svarar hann. Blað ið hefur verið og er í góðum höndum. Mér er það mikið gleði- efni, að það hefur vaxið og dafn- að undir ágætri stjórn. Morgun- blaðið er ekki aðeins stærsta og útbreiddasta blaðið á fslandi. Það er sennilega — í samanburði við fólksfjöldann — eitt af útbreidd- ustu blöðunum í Evrópu. Morgun blaðið hefur vaxið með höfuð- borginni. Aukin efnahagsleg vel- megun og ekki hvað sízt hinar stórbættu samgöngur út um land eiga auðvitað líka þátt í þróun blaðsins. — Hvernig stóð á því, að þér stofnuðuð Morgunblaðið? — Ég hafði gengið með þessa hugsun frá því á fyrstu stúdents- árum mínum í Kaupmannahöfn. Ég fékkst þar við blaðamennsku. Skrifaði m.a. í „Politiken" og lærði mikið af Henrik Cavling, þáverandi aðalritstjóra blaðsins. Eftir ferðalög víðs vegar um heim fór ég til fslands og lagði ég út í þetta fyrirtæki, sem mig hafði lengi dreymt um. Vinir minir voru vantrúaðir Vinir mínir voru sumir van- trúaðir. Þeir sögðu, að þetta væri fífldirfska. Ég mundi fljótlega fara á hausinn. Reykjavík — eins og bærinn var þá — væri alltof lítil til þess að svona blað gæti þrifizt. Samgönguleysið út um land skapaði líka mikla erfið- leika. Ég lét þó ekki þessar viðvar- anir á mig fá. Ég var viss um, að blaðið, þannig sem ég hafði hugsað mér það, mundi takast vel. Ég var sannfærður um, að það mundi með tímanum verða stærsta og áhrifamesta blað landsins. Og þetta rættist, áður en mörg ár liðu. Danir segja: „Journalistik för- er til alt“. Hvað sem þessu líð- ur, þá hefur það sannast á Fin- sen, að blaðamennska getur stundum verið leiðin að sendi- herraembætti. Þegar Finsen flutt ist á millistríðsárunum til Nor- egs, þar sem hann var ritstjóri, kölluðu menn hann stundum „íslenzka sendiherrann án skip- unarbréfs". Fyrir heimsstyrjöld- ina var hann skipaður fulltrúi íslands í dansk-íslenzka sendi- ráðinu í Ósló. Seinna hefur hann sem kunnugt er verið sendiherra, fyrst í Svíþjóð og seinna í Vest- ur-Þýzkalandi. — Hvernig þótti yður að vera pendiherra? spyr ég Finsen. — Það var ekki neitt, sem ríkis stjórnin bað mig um, án þess að ég gæti komið því í kring. Meðan ég var sendiherra í Þýzkalandi, gerði ég m.a. samninga við Þýzkaland fyrir íslands hönd um viðskipti, siglingar og flugferðir. Flugferðasamningur þessi hefur ekki hvað sízt verið Loftleiðum gagnlegur. — Ég var í sendiherra stöðunni 19 mánuði fram yfir aldurstakmörkin. Það virðist vera sönnun þess, að menn hafi verið ánægðir með mig, en um þetta verða aðrir að dæma. AUtaf blaðamaður Finsen hefur ekki stungið blaða mennskunni undir stól, þótt hann hafi fengizt árum saman við sendiherrastörf. „Þegar maður hefur einu sinni verið blaðamað- ur, þá verður maður það alltaf‘‘, segir hann. Áður en Finsen var skipaður sendiherra skrifaði norskt blað um hann: „Finsen hefur skrifað greinar í þúsundatölu á mörgum málum um sína kæru ættjörð. Það eru varla ýkjur, þegar sagt er, að enginn íslendingur hafi gert eins mikið og hann til að kynna ís- land erlendis". Þegar ég minnist á þetta við Finsen, segir hann: — Greinarnar, sem ég hef skrifað um ísland í erlend blöð — fyrst og fremst í blöð á Norð- urlöndum, eri þó líka í Þýzka- landi og Ameríku — fylla þessar 16 stóru úrklippubækur, sem þér sjáið þarna. Við blöðum dálítið í úrklippun um og svo segir Finsen: — Mér hefur verið það ánægja að sjá, hvernig spádómar mínir stundum rættust. T.d. skrifaði ég árið 1918 blaðagrein um þá mögu leika, sem nú eru komnir fiam viðvíkjandi hagnýtingu heita vatnsins í hverunum okkar. Rollurnar voru allar íslenzkar Boris Pasternak (með formála): Vilhjálmur Finsen á vinnustofu sinni á Maglemosevej 31 í Hellerup. Kalla vinir hans skrifstofu hans „verkstæðið". — Myndin er tekin 1. október síðastliðinn. stórblöðum í fjórum höfuðborg- um á Norðurlöndum. — Ég skrifa líka um ísland í blöð víðs vegar í Danmörku: á Sjálandi, Fjóni og Jótlandi. Samtöl við merka Islendinga — Greinin, sem þér skrifuðuð um stofnun Morgunblaðsins og birtist þessa dagana í ýmsum Norðurlandablöðum, hefur vakið eftirtekt. — Ég vona að hún reynist góð heimild, þegar saga Norðurlanda- blaðanna verður skrifuð. Fyrr eða siðar verður það gert. — Er von á áframhaldi á end- urminningum yðar? — Ekki strax. Ég er að lesa próförk að nýrri bók. Má segja, að þar er saga íslands sögð í skandinaviskum blöðum í viðtöl- um, sem ég átti við merka ís- lendinga á árunum 1922—39. — Hvað er viðhorf yðar til lífsins? — Ég hef til allrar hamingju aldrei tekið mig sjálfan hátíð- lega og ævinlega átt erfitt með að taka aðra hátíðlega. Ég hef reynt allt mitt líf að gera öllum hið bezta. Ég hef forðast að gera nokkrum manni rangt til í líf- inu og leitast við að gera eitt góðverk á dag. Þá sefur maður vel. Að fæðast — og deyja — Finnst yður erfitt að verða hálfáttræður. — Það er vitanlega hár aldur, og maður má búast við að hafa lifað sitt bezta. Maður getur allt- af búizt við dauðanum. Hann getur komið hvenær sem er. Bara fólk gæti skilið, að eiginlega byrjar maður _að deyja, þegar maður fæðist. Ég vil ekki deyja strax, ég á svo mikið eftir ógert. Engum sem sér Finsen dettur í hug, að hann sé 75 ára, ef menn vita það ekki. Þegar ég kom heim til hans, sat hann snöggklæddur við skrifborðið, sem vinir hans kalla „verkstæðið" Átta blýantar lágu á skrifborðinu, en það var fullt að greinum, sem pantaðar hafa verið hjá honum. Hann pú- aði út úr sér reyknum frá hverri sígarettunni á fætur annari. Hann er ennþá „islandsk vulkan af energi“ eins og norskt blað komst að orði um hann fyrir nokkrum árum. Fáll Jónsson. Ég hef gerzt svo djarfur að skrifa lítið ljóð í orðastað Boris Pasternaks. Fyrsti kaflinn er eins konar ástarjátning til Rússlands. í huga mínum geymist aðeins eitt: það andartak sem hendur okkar mættust. Mér fannst það eins og allir draumar rættust og ískalt myrkrið brosti svart og heitt. En aðeins skamma stund. Svo hvarfstu hljóð og hundrað vonir grófst í sporum þínum. Mér fannst Það eins og dæi í draumum mínum sú dimma nótt sem beið mín hlý og góð. Og síðan kveð ég ljóð um ljósar hendur, unz lík mitt rekur heim á þínar strendur. H. Hví var það svo að örlög okkur skildu, er andlit mitt var falið við þinn barm? Hví var það svo að vængjuð nóttin breiddi mitt veika ljóð á Rússlands stóra harm? Mitt líf var aðeins ljóð á þinni tungu, þitt lága andvarp hvísl af minni þrá. Svo komu Þeir einn dag: Mér duldist ekki að dómi okkar réðu vopnin grá. m. Ég óttast ei að þreyja þorranætur. Minn þungi tregi hitar gamalt blóð. Nú bíð ég þess að birti upp um síðir og brosið sigri aftur mína þjóð. Ég veit það enn: Við eigum sama drauminn að andartakið verði þúsund ár. Og Þó að haustið klökkni í kvæði mínu, þá kemur vor og græðir okkar sár. Matthías Johannessen. Afmœliskveðja frá œsku vin og bekkjarbróður — Og þér hafið skrifað um margvísleg efni. — Já, m.a. um sauðféð á Græn- landi, segir Finsen og brosir. Það atvikaðist þannig: Norskur rit- stjóri spurði mig einu sinni, hvort ég vissi nokkuð um sauðfjárrækt á Grænlandi. „Vissulega", svar- aði ég. Tveimur klukkustundum seinna lagði ég ítarlega grein um þetta á skrifborð ritstjórans. „Hvernig gátuð þér vitað allt þetta“, sagði hann. ,Rollurnar voru allar íslenzkar", svaraði ég, „og við íslendingar töpum aldrei sýn af löndum okkar, hvar sem þeir eru“. Eftir að hafa látið af sendiherra starfi, hefur Finsen nú aftur kastað sér út í blaðamennsku. Þeir sem lesa Norðurlandablöð- in, verða fljótt þess varir, að hann er iðjusamur. Fyrir nokkru sá ég auglýsingu frá sænska stórblaðinu „Svenska Dagbladet“. Það kallar sig í aug- lýsingunni „De skickliga pennorn as tidning” og birtir myndir af merkustu mönnum, sem í blaðið skrifa. Á meðal þeirra er einn íslendingur, nefnilega Vilhjálmur Finsen. — Þér getið auðsjáanle^a ekki skilið við blaðamennskuna, segi ég við hann. — Nei, ég hef að undanförnu skrifað greinar í hundraðatölu um ísland, m.a. hverja kjallara- greinina á fætur annari í stór- blöðin „Berlingske Tidende" eða „Politiken“, norska „Aftenpost- en“, „Stockholm Tidningen“ og „Huvfudstadsbladet‘‘ í Helsing- fors. Sumar greinarnar hafa komið sama daginn í öllum þess- u mblöðum, þ. e. a. s. samtímis í ÆSKUVINUR minn og bekkjar-j bróðir, Vilhjálmur, á afmæli í dag. Það skiptir engu máli, hvej árin eru mörg. Gestrisinn er Vil- hjálmur, en opnar samt ekki dyrnar fyrir ellinni. Hún er ekki meðal gestanna í dag. En hjá honum á æskan heima, og fer vel á með þeim báðum, æskunni og hinum gunnreifa manni, sem ríkur er af gleði og starfsþreki. Þar sjást engin deyfðarmerki. Síungur er Vilhjálmur, iðandi af lífsfjöri. Kynni okkar ná yfir 70 ár. Við lærðum saman undir skóla og vegir okkar hafa aldrei skilið, þó að sund hafi verið á milli. Man ég vel heimili hans, foreldra hans og systkini. Þar átti gleðin heima, en þangað kom einnig sorgin. Við vorum í 1. bekk Latínuskólans, er fregnin barst Vilhjálmi, að faðir hans væri dá- inn. Sár harmur var að drengn- um kveðinn. Tárin glitruðu í augum hans. En Vilhjálmur lét ekki yfirbugast af sorginni. Eld- ur áhugans brann í augum hans, og nú var um að gera að bera höfuðið hátt. Þrek og dugnaður bjó hjá honum ásamt áræðnum kjarki. Vilhjálmi kom ekki til hugar að leggja árar í bát. Það hefur hann aldrei gert. Honum hefur aldrei verið það eðlilegt að láta hug sinn falla. Hann á þetta hugrekki enn. Með gleði gengur hann að störfum sínum, iðjulaus getur hann ekki verið. Mörg verkefni hefur hann fengizt við, og aldrei verið úrræðalaus. Þess vegna hefur hann aldrei verið án starfa, en margvísleg störf hlaðist að honum. Frá ferming- araldri hefur hann unnið fyrir sér, og það hefur sézt, að hann hefur verið vandanum vaxinn. Erfiðleikarnir uxu honum ekki í augum. Berjast skal góðri bar- - áttu og sigurinn er vís. Ég var 18 ára og hafði ekki | komið til Þingvalla. Mig langaði þangað mjög og hafði orð á þvi : við Vilhjálm, sem oft hafði farið 1 til Þingvalla og Geysis. Vilhjálm- I ur sagði: Af hverju fylgir þú I ekki ferðamönnum? Og hann i bætti við: „Oft er ég búinn að I koma á þessa staði og fæ hverja ferð borgaða. Ef þú ætlar sjálfur að borga ferðina, verður bið á, að þú komist þangað. Farðu að mínu dæmi. Þú skalt engu eyða í slíkt ferðalag. Þú átt að græða á því að fara til Þingvalla“. Við vorum við n'ám í Kaup- mannahöfn, og sáumst daglega. En allt í einu var Vilhjálmur horfinn, og menn spurðu: Hvar er Vilhjálmur? Loksins kom hann. Hvaðan? Frá Liverpool, en þar hafði hann lokið prófi í loft- skeytafræði í Marconi-skólanum. A unga aldri hafði hann farið 7? Frh. á bls. 18.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.