Morgunblaðið - 07.11.1958, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 07.11.1958, Blaðsíða 2
2 MOR CVIS TtL AÐ1Ð Föstudagur 7. növ. 1558 Aldurshámark fekur ekki til hinna virðulegustu embœtta Biskupsfrumvarpið afgreitt til 3. umr. í neðri deild með 16 atkv. gegn 9 Frá umræðunum á Alþingi i gær FYRSTA MÁL á dag- skrá neðri deildar Alþingis í gær, var frumvarp til laga um aldurshámark biskups. Var það til 2. umr. Frsm. meiri hluta allsherjarnefnd- ar, Bjarni Benediktsson tók fyrstur til máls og mælti á þessa leið m.a.: Allsherjarnefnd hefur haft frumvarp það, sem hér er til umræðu, til athugunar og meiri hluti hennar, fjórir af fimm, hafa lagt til, að frumvarpið yrði sam- þykkt. Frumvarpið var af nefnd sent til umsagnar kirkjuþings, sem þá sat að störfum, kirkjuráðs og biskups og samtaka starfsmanna ríkisins og loks var ákveðið að senda stjórn prestafélagsins mál- ið til umsagnar. Kirkju- þing, kirkjuráð og biskup hafa allir mælt með samþykkt frum- varpsins. Biskup þó vitanlega með því fororði, að hann vilji ekki láta neitt uppi um málið, að því er varðar hann sjálfan persónulega, en fellst að megin- stefnu til á frumvarpið. Presta- félagsstjórnin hefur aftur á móti ekki talið sig hafa umboð frá prestum til þess að taka afstöðu til málsins og segir þvi ekkert um frumvarpið. Samtök starfs- mannanna hafa ekki enn sent neina álitsgerð. Sama gildi um biskup og presta Við, sem styðjum frum- varpið gerum það ekki vegna þess, að við teljum tímabært að breyta almennt ákvæðunum um aldurshámark opinberra starfs- manna. Heldur erum við sam- þykkir þessu frumvarpi vegna þess, að við teljum eðlilegt, að sérákvæði gildi um biskup, og við bendum þá sérstaklega á það, að allt frá því að lögin um aldurshámark opinberra aiarfs- manna voru sett 1935, hefur það verið almenn skoðun, að biskup mætti sitja í embætti sínu, þrátt fyrir ákvæði þeirra laga, til 75 ára aldurs. Þessi skilningur, fékk þegar í stað stoð í því, hvernig farið var að um þann fyrsta og eina biskup, sem hing- að til hefur reynt á um, að yrði sjötugur, eftir að þessi lög voru sett. En það var Jón biskup Helga son, sem að áskorun kirkjumála- ráðherra sat í embætti, þangað til hann var kominn nokkuð á 73. ár. Vafalaust hefur þá verið litið þannig á, að vegna heimildar- innar, sem er í þessum lögum. um það ,að þeir mættu sitja til 75 ára aldurs með vissum skil- yrðum, sem kosnir eru almennri kosningu, þá gilti þetta einnig um biskup. Reynslan hefur og verið sú, að þetta ákvæði hef- ur verið talið gilda um alla presta þjóðkirkjunnar. Það hefur ætíð verið talið, að þeir mættu sitja til 75 ára aldurs og V-* hefur ekki verið farið efn. Wtkstaf laganna um það, að Vosning þyrfti að fara fram nýju, heldur hefur áskorun rðe. eftir Dagskrá Alþingis EFRI deild: Útflutniujw hrossa, frv. — 2. umr. Ef leyú verður. Neðri deild: 1. Veitmvasala o. fl., frv. — 1. umr. — 2. Hiskups- kosning, frv. — 3. innr. atvikum vitað samþykki sóknar- barna verið látið nægja. Af hverju vikja frá fyrri reglu? Prestastéttin taldi, að eins mundi verða farið að nú og áður og skoraði því svo til einum rómi á kirkjumálastjórn ina að hlutast til um það, að nú- verandi biskup héldi embætti sínu, þó að hann væri orðinn sjötugur. Kirkjumálaráðherra treysti sér hins vegar ekki til þess að verða við þessari beiðni eða áskorun, þrátt fyrir það, þó að hann væri hinn sami, sem hafði beint skorað á Jón Helga- son á sínum tíma að sitja, eftir að hann var orðinn sjötugur. Nú taldi hann lagaboðið vera svo óljóst, að hann leitaði álits tveggja lögfræðikennara og þeir komust að þeirri niðurstöðu, að ákvæðin bæri að skilja svo, að engin heimild væri til þess, að biskup sæti, eftir að hann væri orðinn sjötugur. Ég skal ekki deila um þá túlk- un laganna. Fyrir henni má færa rök eins og þessir ágætu laga- kennarar gera, en ég bendi ein- ungis á það, að þeirra túlkun er alveg gagnstætt því, sem feæði stjórnarvöld og allur almenning- ur hin'gað til hafa gert ráð fyrir, að væri í lögum. Segja má, að það skipti ekki öllu máli í þessu sambandi, en er þó rétt á það að drepa, að núver- andi biskup, er enn í fullu fjöri og væri illa varið miklum og alveg óvenjulegum starfskröftum, ef hann væri látinn hverfa úr em- bætti að ástæðulausu. Ég játa þó, að slíkt tillit til eins manns getur ekki ráðið úrslitum. Aldur páfa Því hefur verið haldið fram, að með því að óska eftir því, að annað aldurshámark gilti um biskup en aðra embættismenn, væri í raun og veru verið að gera lítið úr þýðingu biskups- dæmisins, láta eins og það væri vandaminna og léttara heldur en önnur embætti. Það er síður en svo, að það vaki fyrir stuðnings- 'mönnum þessa frumvarps. Hitt er annað mál, að daglegt amstur biskups, snúningar og annað slíkt er óneitanlega minna heldur en t.d. dómkirkjuprests í Reykjavík eða prests á öðrum hinum fjöl- mennari stöðum, sem verða fyrir stöðugu persónulegu kvabbi og ónæði. Þeirra daglega verk er að ýmsu leyti erfiðara, þó að játað verði, að biskupsemlwr-ttið sjálft sé mikilsverðara og að ýmsu leyti vandasamara. En einmítt hin elzta stofnun kristninnar, sem hefur bezta reynzlu af því, á hvaða reki menn séu hæfastir til þess að veita slíkri andlegri stofnun hina æðstu forystu, ka- þólska kirkjan, hefur nú fyrir fáum dögum sýnt, að það er síð- ur en svo, að hún telji háan aldur vera því til fyrirstöðu, að kveðja menn til sinnar yfirstjórn ar. Páfinn, sem einmitt var krýndur til síns veglega starfs í gær, er eins og kunnugt er 77 ára, þegar hann er valinn til starfsins. Að sjálfsögðu mundi hann ekki á þeim aldri þykja sérstaklega vel til þess fær að vera sóknar- prestur í stórri borg, þar sem mjög þarf að eiga í snúningum, en það er talið, að þrátt fyrir sinn háa aldur, eða ef til vill meðfram einnig vegna hans, sé hann búinn að fá þann þroska, og þá yfirsýn, sem gerir hann öðrum hæfari til þess, úr því að hann á annað borð heldur fullum andlegum kröftum að vera and- legur leiðtogi. Þó að ólíku sé að ýmsu leyti saman að jafna, þá gilda að þessu leyti hin sömu sjónarmið með biskupinn, að það er síður en svo, að verið sé að gera lítið úr hans mikla starfi, þó að þessi sérregla sé látin gilda um hann. Undantekning? Og er þó, eins og ég segi, alls ekki um að ræða sér- reglu innan prestastéttarinnar, heldur það að láta um þetta sömu reglu gilda eða hliðstæða um biskup og gildir um prestastétt- ina í heild. Ef nú á að láta það, sem talið er vera bókstafur lag- anna frá 1935, gilda, þá er þar beinlínis verið að efna til undan- tekningar, frá því, sem gildir um prestastéttina. Ef það þætti hentara í framtíð- inni að láta greiða atkv. um þetta með leynilegri kosningu innan prestastéttarinnar, þá finnst mér það vel takandi til athugunar. Mér virðist, að það geti ekki kom- ið til greina um núv. biskup vegna þess, að það er þegar búið að skora á hann með svo yfirgnæf andi meirihluta að það væri í raun og veru verið að gera gabb að prestastéttinni og gera lítið úr gildi hennar undirskrifta, ef sagt væri, að þeir ættu aftur að fara að greiða atkvæði um það, sem þeir þegar eru búnir að stað- festa með sinni undirskrift að er þeirra ósk. En um framtíðar- skipun virðist mér, að annað gæti komið til greina, ef mönn- um þykir hentara, og mætti þí athuga það til'3. umræðu, ef frum varpið á annað borð að megin- stefnu hlýtur stuðning þessarar hæstvirtu deildar. Gisli Guðmundsson tók næst- ur til máls og talaði af hálfu minnihluta allsherjarnefndar. Kvaðst hann ekki hafa talið sér fært, að mæla með samþykkt frumvarpsins og sæi ýmis vand- kvæði á, að gera þær lagabreyt- ingar, sem frumvarpið gerði ráð fyrir. Vitnaði hann til nefndar- álits frá minnihluta allsherjar- nefndar um þetta mál, sem út- býtt var á Alþingi í gær, og rakti helztu rök. sem þar eru sett fram gegn frumvarpinu. Minntist hann á að engin um- sögn um frv. hefði borizt frá BSRB, sem hann taldi þó þann aðila þessa máls, sem málið snerti mest. Taldi Gísli, að ef frumvarp þetta yrði að lögum, væri þar með slakað á þeim reglum, sem nú gilda um aldurshámark opin- berra starfsmanna og gæti það skapað afdrifaríkt fordæmi. Þá taldi hann einnig óviðfelldið, að leiða í lög opinberar undirskrift- ir í stað leynilegra kosninga og gat hann þess jafnframt, að frsm. meirihlutans hefði einnig bent á það í sinni ræðu. Þá vék Gísli að því ákvæði gildandi laga, að sóknarprestar þjóðkirkjunnar mættu gegna embætti sínu til 75 ára aldurs, og taldi það mundi hafa valdið nokkru um fram- kvæmd þess máls af hálfu kirkju yfirvaldanna, að allt frá því lög- in um aldurstakmark embættis- manna gengu í gildi, hefði verið prestaskortur í landinu. Þá minntist ræðumaður á und- irskriftaskjal prestanna. Kvað hann þar aðeins koma fram ósk um að biskup gegni embætti sínu áfram enn um sinn, en hins vegar mundu prestar ekki óska eftir því að lögunum yrði breytt. Kvað hann það ábyrgðarhluta af Alþingi, að breyta almennri laga reglu, sem væri í gildi um starfs- menn ríkisins, vegna biskupsem- bættisins, því ekki gæti hjá því farið, að opinberum starfsmönn- um fyndist, að fleiri hlytu að koma á eftir, ef breyting yrði hér gerð. Þá tók Gísli upp þau ummæli frsm. meirihlutans, að æskilegt væri að nýta góða starfskrafta rikisins. Sagði hann að ýmsir af okkar aldurhnignu embættis- mönnum hefðu tök á að fá sér starf þó þeir létu af embætti. Núverandi biskup væri t.d. mikill fræðimaður og ef hann léti nú af embætti, mundi hann hafa að- stöðu til að gefa sig að fræði- mennsku á ný. Að lokum lagði Gísli Guð- mundsson til að málinu yrði vís- að frá með rökstuddri dagskrá, eins og fram kom í nefndaráliti minnihluta allsherjarnefdar. Séra Sveinbjörn Högnason kvaddi sér næstur hljóðs, og kvaðst sem þm. og þjónandi prest ur finna hvöt hjásér til að taka til máls. Kvaðst hann harma það, að til þessara átaka hefði komið um biskupsembættið og kvaðst hann vita, að þar talaði hann fyrir munn margra. Þeir, sem skrifað hefðu undir áskorunina til kirkju málaráðherra, hefðu ekki óskað eftir nýrri löggjöf. Þá yrði að hefja nýja undirskriftasmölun, eftir að stjórn prestafélagsins hefði látið fara fram prófkosn- ingu til biskupskjörs. Væri slíkt undirskriftafargan hvarvetna for dæmt, jafnvel hjá kaþólskum. Þá taldi séra 'Sveinbjörn, að ef frumvarpið yrði að lögum, mundi það stuðla að því, að aldraðir menn sætu í þýðingarmesia em- bætti þjóðkirkjunnar. Hins vegar [ taldi hann nauðsyn, að í því em- bætti sætu sem færastir menn á starfshæfum aldri. Vitnaði hann í kirkjusögu í því sambandi og kvað biskupa hafa verið þeim mun aðsópsmeiri, sem peir hefðu yngri tekið við embætti, t. d. hefði Guðbrandur Hólabiskup orðið biskup 29 ára. Vék hann því næst að greinargerð frv. varðandi Jón biskup Helgason. Sagði hann að Jón biskup hefði eingöngu verið skipaður af ráðherra, löngu áður en lög um aldurshámark gengu í gildi, en er honum hefði verið tilkynnt, að lögin næðu til hans, hefði hann sagt af sér án þess að safna nokkrum undir- skriftum. Enda væri engin ástæða til, að kirkjunhamenn væru undanþegnir almennum lögum frekar en aðrir. Þá kvaðst hann ekkj kunna því, að biskupsembættið vær> niðað svo, sem fram kæmi, er talið væri, að biskupsembætti væri amsturminna, en prests- embætti. Biskupsembættið væri veigameira en svo, að hann teldi rétt að hafa biskup sem elztan. Að lokum kvaðst séra Svein- björn líta á þetta mál, sem mál kirkjunnar í nútíð og framtíð og hefði hann hegðað sér samkvæmt því frá fyrstu tíð. Hins vegar væri sér vel við núverandi bisk- up, en hér ætti við það, ssm séra Hallgrímur hefði sagt: Vinn þú það ei fyrir vinsemd manns. Taldi hann þetta mál mundi bezt leyst án pólitískra afskipta Al- þingis. Sjálfstjórn kirkjunnar Bjarni Benediktsson tók aftur til máls og sagði m. a.: „Síðasti ræðumaður talaði svo sem Alþingi væri með þessu frv. að seilast inn á sjálfstjórnarrétt kirkjunnar. Á annan veg verða síðustu ummæli hans ekki skilin, og raunar fleira, sem hann sagði í sínu máli. Vegna þessa vil ég benda á, að nú alveg nýlega settist í fyrsta skipti á rökstóla kirkjuþing, samkvæmt lögum sem Alþingi og forseti hafa á- kveðið og er því ætlað að vera til ráðuneytis Alþingi og stjórn- völdum um málefni kirkjunnar. Þessi stofnun, sem einmitt er ætlað að koma fram gagnvart Alþingi, af hálfu kirkjunnar og leikmanna, sem hug hafa á henn- ar málum, hefur einróma mælt með frumvarpinu. Það er því síður en svo að Alþingi og flutn- ingsmenn og styðjendur þessa frumvarps, séu á óviðkomandi hátt að blanda sér í málefni kirkj unnar. Eg tek sannast sagt meira mark á umsögn kirkjuþings, heldur en umsögn síðasta ræðu- manns, þó ég meti hann mikils og viti að hann er ágætur klerk- ur. En hann hefur sjálfur sagt hér að hann tali ekki í umboði prestastéttarinnar og raunar lýsi því einnig í þeirri umsögn, sem stjórn Prestafélagsins gaf, að henni sé með öllu ókunnugt um, hvern hug prestastéttin ber til frumvarpsins. Aftur á móti er kirkjuþingið lögskipað til þess að láta uppi skoðun kirkjunnar á þessum málum. Og prestastétt- in hefur með undirskriftum sín- um gefið til kynna, hvern hug hún hefur í þessu máli. „Undirskriftafargan“ Þar sem úrskurðað var öllum að óvæntu nú í haust, að lögin hefðu verið rangtúlkuð, þá er ætlunin með þessu frumvarpi að færa þau til þess horfs, sem bæði prestastéttin og allur almenning- ur í þessu landi hefur talið að væri í gildi. Mér er það með öllu ókunnugt, hvort síðasti ræðumaður er meðal þeirra, sem skoruðu á kirkjustjórn að láta núverandi biskup, herra Ásmund Guðmundsson halda áfram að gegna embætti. Það skiptir í sjálfu sér ekki ýkja miklu máli. Mér skilst þó af orðum hæst- virts ræðumanns, að hann geti ekki hafa verið í þeim hópi. Hann talaði um undirskrifta- fargan og annað slíkt. Að það ætti að efna til undirskriftafarg- ans enn á ný, eins og þær undir- skriftir, sem þegar hafa átt sér stað væru fargan í hans augum og getur hann þá naumast hafa tekið þátt í þeim sjálfur. Hafi hann ekki tekið þátt í þvi, er ljóst, hversu einangraður hann er innan prestastéttarinnar í mál- inu, þar sem vitað er, að 9 af hverjum 10 prestum tóku þátt í þessu fargani, sem hv. þm. svo nefnir, og notar þar einmitt sama orðið og Nóbelsverðlaunaskáldið Halldór Kiljan notaði um fram- ferði Rússa gagnvart Pasternak og er þar vissulega ólíku saman að jafna. Hinu verð ég eindregið að mót- mæla, sem hæstv. þingmaður sagði, að vísu ekki berum orð- um, en hann gaf í skyn hvað eftir annað, svo ekki gat dulizt, hvað honum bjó í huga, að nú- verandi herra biskup hafi sjálfur óskað eftir þeim undirskriftum, sem átt hafa sér stað, og átt hlut að því að til þeirra var stofnað. Samkvæmt þeim sögnum, sem ég hefi af þessu, fer því fjarri að þetta sé rétt. Og það get ég sagt af eigin raun, og þarf ekki annarra umsagnar við, að biskup er ekki upphafsmaður þessa frumvarps. Það er ekki flutt að hans ósk eða tilhlutan á nokk- urn veg. Hitt er í raun og veru eðlilegt, að mönnum sýnist sitt hvað um mál eins og þetta, en með því þarf ekki að gefa í skyn, hvorki að það sé uppkomið fyrir áróður frá einum eða öðrum, ennþá síður að það sé flutt í því skyni að gera hlut lcirkjunn- ar lítinn. Ég get látið mér nægja að vitna til þess, að kirkjuþing sjálft hef- ur mælt með frumvarpinu og má nærri geta, hvort það hefði svo gert, ef það væri stefna þeirra aðila, sem þar sitja, að tilgangur frumvarpsins væri að gera veg kirkjunnar eða biskups minni heldur en verið hefði. • Embættisseta Jóns Helgasonar Þá vék hæstv. síðasti ræðumað ur að því, að það væri að ein- hverju leyti rangt sagt, sem í greinargerð frv. er sagt um emb- ættissetu Jóns biskups Helgason- Framh. á bls. 6.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.