Morgunblaðið - 07.11.1958, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 07.11.1958, Blaðsíða 18
18 1UORCVNBLAÐIÐ Föstudagur 7. nóv. 1958 — Finsen Framhald af bls. 11. ferðir yfir Atlantshaf. Vilhjálm- ur var brennandi í áhuganum og hlakkaði til þess að glíma við viðfangsefnin. Vilhjálmur víðförli hefur margt séð og heyrt, mörgu kynnzt, mönnum og málefnum. Við marga hefur hann talað. Frá því segja bækur hans, og ófeim- inn blaðamaður hefur hann ver- ið, og því leitað á fund þeirra, sem aðrir hefðu ekki þorað að ávarpa. Tungumálagarpur, eld- fljótur í ákvörðun, hefur hann átt tal við merka menn í ýmsum löndum. Farið hefur hann um mörg lönd, en aldrei gleymt landinu. Ævi alla hefur hann bor ið hag íslands fyrir brjósti, og aldrei talið á sig erfiði, er um heill Islands hefur verið að ræða. Vilhjálmur er þaulvanur heimsborgari, sem ratar um stór- borgir veraldar, en alltaf íslend- ingur, alltaf drengurinn frá Póst- hússtræti. Hann hefur aldrei gleymt þessum orðum: IKfAR HLJÖIVIPLÖTUR DORIS DAY Ricky Nelson Instant Love Everybody Loves A Lover ☆ ELVIS Presley Paul ANKA Hljóðfœraverzlun ~S)icjrÍ&ar ^Jdelqadóttur' iffac Svo traust við ísland mig tengja bönd, ei trúrri binda son við móður. Góður sonur hefur aldrei gleymt móður sinni, ættjörðinni. Nafnið ísland hefur verið skráð í hjarta hans. Þess vegna gleðst hann, er hann fær að berjast fyr- ir hagsmunum íslands. Með veg- legum trúnaðarstörfum hefur hann unnið íslandi gagn. Þetta vita allir, sem hafa verið með Vilhjálmi á erlendri grund. Marg ir eru þeir, sem eiga minningar um hátíðlegar stundir á heimili Vilhjálms og konu hans. Það hefur ekki verið árangurs- laust að leita hjálpar hjá Vil- hjálmi. Honum hefur verið það áhugamál að greiða götu ann- ara. Vilhjálmi er það eðlilegt að leggja allt í sölurnar fyrir það, sem honum er kært. Þannig hefir hann verið gagnvart konu sinni og börnum, og þannig reynist hann vinum sínum, því að vin- fastur er hann, drengur góður og tryggðatröll. Gott er til hans að leita, því að hjálpfús er hiann, ávallt reiðubúinn að leysa úr vandanum. Vilhjálmur hefir haft margt með höndum, og lokið marg- þáttuðu starfi. En hvað nú? Er hann lagstur á svæfilinn? Hvar er hann? Heimilisfang hans er Maglemosevej 31, Hellerup, Danmörku. Hvað hefir hann fyr- ir stafni? Er hann sofandi? Nei, vel vakandi, sístarfandi, sískrif- andi, hinn ágætasti landkynnir. Alltaf á verði vegna íslands. — Erlendis kannast menn vel við rithöfundinn og blaðamanninn. Að staðaldri skrifar hann í stærstu og þekktustu blöðin í Kaupmannahöfn, Osló, Stokk- hólmi og Helsingfors. Snemma byrjaði Vilhjálmur að rita í blöðin. Þegar á stúdents- árunum ritaði hann mjög mikið í erlend blöð. Kom því engum á óvart, að Vilhjálmur og Ólafur Björnsson bekkjarbróðir hans, báðir ríkir af áhuga og æsku- fjöri, urðu fyrstu ritstjórar Morgunblaðsins. Að mörgu hefir Vilhjálmur starfað, margt hefir hann ritað. Vel hefir verið haldið á pennan- um. Hlýtt og sterkt er handtak- ið. Leiftrandi augu segja frá drenglundraðri vináttu. Eg vildi, að ég væri með Vil- hjálmi í dag. Ég veit, að mér yrði boðið inn. Hugur minn skal leita til hans, er ég óska honum til hamingju með æskuna og fram- tíðina. Bj. J. Rapacki-áœtluninni sennilega hafnað Engin örugg trygging gegn rússnesku ofbeldi LONDON, 6. nóv. — Þa» er haft eftir áreiðanlegum heimildum, a» Vesturveldin muni vísa á bug Rapacki-áætluninni síðari um að austur og vestur geri samninga um breitt belti í Mið-Evrópu, þar sem kjarnorkuvopn verði ekki staðsett. Rök Vesturveldana eru sem fyrr, að í áætlunini sé gert ráð fyrir að Þýzkaland verði fram- vegis skipt — og komi áætlunin, ef hún yrði samþykkt, í veg fyrir sameiningu landsins. Og úr því að svo er, vilja Vest- urveldin ekki sætta sig við, að V-Þjóðverjar fengju ekki að hafa kjarnorkuvopn á sinni grund. — Rússar mundu öðlast algera yfir- burði á meginlandi Evrópu, enda þótt þeir væru látnir draga her- styrk sinn inn fyrir eigin landa- mæri. Jafnframt „kjarnorkubanninu“ Ástarkveðjur MOSKVU, 6. nóv. -- Nýr júgó- slavneskur sendiherra kom til Moskvu í dag, og sagði Voros- hilov í ræðu við það tækifæri, að Ráðstjórnin hefði alltaf og mundi alltaf gera sitt bezta til að efla vinaböndin milli Rússa og Jú- góslava í anda einUegrar vin- áttu og vinsamlegrar samvinnu. Tító sendi Krúsjeff og í dag heilla skeyti í tilefni 41. minningardags byltingarinnar. Flytur Tító hon- um kveðjur og óska honum „á- framhaldi gengis" í uppbyggingu sósíalismans. — og þó Otto Grotewohl f orsætisráð- herra A-Þýzkalands flutti ræðu í Austur-Berlín í dag í tilefni af byltingarafmælinu rússneska. Sagði hann að júgóslavneski kommúnistaflokkurinn væri stöð ugt að fjarlægjast hin vísinda- legu grundvallaratriði sósíalism- ans. Við þessi orð brá sendifull- trúi Júgóslavíu í Austur-Þýzka- landi hart við og gekk út úr fund arsalnum í mótmælaskyni. Rafvélavirki Reglusamur maður 24 ára að aldri, óskar eftir að komast að sem nemi í rafvélavirkjun. Tilb. sendist afgr. Mbl. fyrir 11. þ.m. merkt: 171 — 7205. á þessu sviði væri gert ráð fyrir að dregið yrði úr hinum venju- lega vopnabúnaði — og fengju Bretar og Bandaríkjamenn þá ekki að hafa neinn her á megin- landinu. Afleiðmgin yrði sú, að engin nægilega sterk vopn væru fyrir hendi í V-Evrópu til þess að hindra Rússa í því að þramma með her sinn til Atlantshafs- strandarinnar — yfir hið „frið- aða“ belti. Sigurbjörg Ámundadóttir fædd 29. marz 1895 dáin 31. okt. 1958 -I II hiVfH „» ' Þú hafðir í bernsku hlýjan rait heima í þinni gömlu sveit. Þig heilluðu heiðu vorin. Og árin komu, og lífið las á ljósgullið æskunnar stundargla*. Létt voru og leikandi sporin. Þann máttarveikari mundir þú og mazt þína hreinu barnatrú í kyrrlátrar móður mildi. Um ævi þína þú vissir vel, að vinarhlýja og kærleiksþel, það eitt fellur aldrei úr gildi. Við fagnandi líf þú færð þín laun og finnur ei lengur dauðans raun, sem lögð var á lúna móður. Og lífsins drottinn mun leyfa þér að liðsinna þeim, sem villtur fer, og vökva hinn veika gróður. Vinir þínir, við kveðjum klökk kærleiksmund þína með heitri þökk og minnumst þín okkar aldur. Við biðjum í biðsal meistarans, að blessunarmáttur kærleikans þinn verði þúsundfaldur. "veðja frá vinum. „DURACLEAN — HREINSUN Sími 11-4-65 — Pósthólf 1224, Reykjavík Gólfteppa- og husgagroahreinsun í heimahúsum Látið okkur annast hreinsun á gðlfteppum og húsgögnum yðar með nýjustu og fullkomnustu aðferðum. Engin óþægileg lykt. Engir flutningar og engin fyrirhöfn fyrir yður nema að hringja í síma 11-4-65, þá munum við og hreinsi hlutina á staðnum, sem verða aothæfir fáum klst. síðar. ,DURACLEAN4 hreinsun (Geymið auglýsinguna). sími 11-4-65. 7he ONLY proeess to eorn these awords Duradean: World’s safest process of cleaning rugs & upholstery Durashield: Duniproof: 6 vear Drotection from

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.